Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 45

Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 45 Atriði úr Loftskeytamanninnum Loftskeytamaðurinn í Regnboganum REGNBOGINN frumsýnir norsku verðlaunamyndina “The Telegraphist" eða Loftskeyta- maðurinn eins og hún kallast á íslensku, miðvikudaginn 12. maí. Myndin er byggð á skáldsögu Knud Hamsun „Draumóramað- urinn“. Myndin fjallar um Ove Rolandsen sem er meira en bara venjulegur loftskeytamaður í litlu afskekktu þorpi norður í Noregi. Hann er drykkfeldur uppfinningamaður, höggþungur heimspekingur og kvennaflagari sem jafnvel prestfrúin vill ekki vera óhult fyrir. Holdið er veikt en sú sem Rolands- en þráir er dóttir almættisins í þorp- inu, hin gullfallega, lofaða Elísa. En Rolandsen er maður úrræðagóður. Þessi gamanmynd var kosin vin- sælasta myndin á 10. Norrænu kvik- myndahátíðinni sem haldin var í Reykjavík 1993. (Fréttatilkynning) Samnorræn aætlun um kjarnorkuslysavarnir SKÝRSLA matsnefndar eftir fyrstu norrænu æfinguna um viðbrögð við kjarnorkuslysum er komin út. Fyrsta norræna æfingin um við- brögð við kjarnorkuslysum var haldin í Danmörku, Finlandi, Is- landi, Noregi og Svíþjóð 14. janúar sl. I æfingunni var lögð áhersla á miðlun upplýsinga, ákvaðanatöku og samband milli Norðurland- anna eftir kjarnorkuslys. Það er löng hefð fyrir norrænu samstarfi en ekki hafa verið gerðar samnorrænar áætlanir um viðbrögð við kjarnorkuslysum. í skýrslu mats- nefndarinnar er fjallað um bakgrunn æfíngarinnar og einstaka þætti hennar. Lagt er mat á framkvæmd einstakra þátta æfíngarinnar. Al- mennt má segja að æfingin hafi tek- ist vel í hveiju iandi en samband milli landanna fyrir ákvarðanatöku hefði mátt vera meira. Niðurstaða matsnefndarinnar er ___________Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót í paratvímenningi 1993 . íslandmótið í paratvímenningi var haldið í Sigtúni 9, helgina 8.-9. maí. Metþátttaka var í þessu móti og var fullt hús í Sigtúninu, 62 pör. Spilaður var barómeter, 2 spil á milli para, alls 122 spil. Fyrri daginn voru Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörns- son lengst af á toppnum og voru með góða forustu á laugardagskvöld. Ester Jakobsdóttir og Sverrir Ármannsson voru þó ekki langt undan og í innbyrð- is setu snemma á sunnudag fengu þau stóran plús og fyrsta sætið sem þau héldu alveg til loka og urðu íslands- meistarar í paratvímenning 1993 með 813 stig. í öðru sæti urðu Dröfn Guð- mundsdóttir og Ásgeir Ásbjömsson með 764 stig og í þriðja sæti Jacqui McGreal og Þorlákur Jónsson með 709 stig. Næstu pör urðu: Halla Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson 619 Ljósbrá Baldursdóttir - Jakob Kristinsson 447 Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 418 Valgerður Kristjónsdóttir - Bjöm Theodórsson 413 Soffía Guðmundsdóttir - Jón Ingi Bjömsson 395 Hjördís Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 382 Keppnin gekk mjög lipurlega þrátt fyrir fjöldann með góðri stjórn keppn- isstjórans Kristjáns Haukssonar og reiknimeistarinn Sveinn R. Eiríksson setti í fluggírinn og náði að reikna allt út jafnóðum. Góð þátttaka var af landsbyggðinni í þessu móti og er ljóst að þessi keppni er að verða vinsælasta íslandsmótið. Vetrarmitcell Bridssambands íslands Góð mæting var að venju í vetrar- mitcell Bridssambands íslands föstu- sú að ekki sé víst að það takist að samræma ákvarðanatöku á Norður- löndum eftir kjarnorkuslys. Norrænt samstarf á mörgum sviðum á þó að koma í veg fyrir alvarlegan misskiln- ing milli landanna. Upplýsingar gengu greiðlega á milli landanna við æfinguna. Æfingin tókst vel og var mikilvæg, því hún benti á þætti í norrænu samstarfi sem þörf er að bæta enn frekar. (Fréttatilkynning) dagskvöldið 7. maí. Sumir notuðu tækifærið til að æfa sig fyrir paratví- menninginn þó svo að 20 tíma spila- mennska væri framundan yfir helgina. alls mætu 40 pör og urðu úrslit þessi: N/S riðill Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 533 Soffía Guðmundsdóttir - Jón Ingi Bjömsson 503 ÁrsællVignisson-TraustiHarðarson 501 FriðrikJónsson-ValdimarElíasson 466 BjömSvavarsson-SvavarBjömsson 455 A/V riðill Helgi Hermannsson - Hjáimar S. Pálsson 527 Rúanr Einarsson - Haraldur Gunnlaugsson 519 KjartanJóhannsson-SævarJónson 501 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 482 Páll Þór Bergsson - Sveinn Þorvaldsson 479 Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst þriggja kvölda vortvímenningur með þátttöku 22 para. Spilaður er Mitchell-tvímenning- ur. Staðan N/S: Ragnar Jónsson - Þröstur Ingimarsson 322 Sigurðurívarsson-JónSt.Ingólfsson 288 Elín Jóhannsdóttir - Herta Þorsteinsdóttir 284 A/V: Jacqui McGreal - Kristín E. Þórarinsdóttir 316 Unnur Sveinsdóttir - Helgi Samúelsson 307 Sigriður Möller—Freyja Sveinsdóttir 298 Bridsdeild Húnvetningafélagsins Spilaður var 14 para tvímenningur sl. miðvikudag og urðu úrslit eftirfar- andi: Valdimar Jóhannsson - Karl Adolphsson 191 Kári Siguijónsson - Eysteinn Einarsson 186 Guðlaugur Nielsen - Óskar Karsson 186 Páll Siguijónsson - Rúnar Hauksson 184 Meðalskor 156 Næsta miðvikudag verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Skeifunni 17 kl. 19.30. Sífelld endurnýjun og uppbygging í KaJdárseli | Frá sumarbúðunum í Kaldárseli sem eru í hrauninu fyrir innan Hafnarfjörð skammt frá Helgafelli. í Kaldárseli, sumarbúðum KFUM og KFUK félaganna í Hafnar- firði, dvelja jafnan 38 börn en starfið þar hefst í byrjun júní og stendur innritun nú yfir. Á síð- ustu 10 til 15 árum hefur orðið mikil endurnýjun og uppbygging í Kaldárseli og hefur hún verið kostuð með framlögum frá stuðningsmönnum starfsins og styrkjum frá Hafnarfjarðarbæ. „Fyrstu börnin dvöldu í Kaldárs- eli sumarið 1925 en meðal annarra var það séra Friðrik Friðriksson sem átt mikinn þátt í að hér var farið af stað með starf,“ segir Sveinn Alfreðsson sem lengi hefur starfað í Kaidárseli. „Fjarlægðin milli Kaldársels og miðbæjar Hafn- arfjarðar er hátt í 10 km og fyrstu árin var ekki um veg að ræða alla leið heldur fóru menn fótgangandi síðasta spölinn í Kaldársel. Lengst af var hér aðeins lítill skáli fyrir svefn- og eldunaraðstöðu en hann hefur þrívegis verið stækkaður og þannig hefur smám saman verið hægt að fjölga í dvalarflokkunum. Öll aðstaða hefur batnað mikið, sérstaklega eftir tilkomu íþrótta- skálans." Sveinn segir að börnin sem dvelja í Kaldárseli séu bæði úr Hafnarfirði og öðrum bæjarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og hafi aðsókn verið góð alla tíð. Drengjaflokkar eru i júní og júlí og stúlknaflokkar frá júlílokum og fram í ágúst og eru börnin á aldrinum 7 til 12 ára. En við hvað una börnin sér í Kaldárseli? „Eins og í öðrum sumarbúðum KFUM og K félaga er ákveðin dag- skrá á hveijum degi, biblíulestrar og kvöldvökur þar sem blandað er saman uppfræðslu í trúnni og leik. í Kaldárseli geta börnin síðan unað við leiki í hrauninu og hellunum allt umhverfis skálann, slípað til móbergssteina og búið til fallega hluti, buslað í Kaldánni og farið í gönguferðir á Helgafell, Búrfell og aðra skemmtilega staði í nágrenn- inu og knattspyrnuvöllurinn er mik- ið notaður. Hér þarf því engum að leiðast." Rafmagn er ekki í Kaldárseli en matur er eldaður við gasofn og skálinn hefur verið hitaður með ol- íufýringu. „Við fengum dísilrafstöð fyrir þremur árum og gerum okkur vonir um að geta tekið inn rafmagn áður en mörg ár líða en ennþá eru 4 km í rafmagn. En hér er matur eldaður á gasi og það er nú í tísku í dag, þannig að þetta er ekki svo gamaldags hjá okkur lengur!" segir Sveinn Alfreðsson að lokum og minnir á að innritun standi nú yfir á skrifstofu KFUM og K bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Láttu okkur sjá um hófið. Höfum til umráða stórgkesilegan sal fyrir 20 - 200 manns. Meðal viðskiptavina okkar í vetur. O Haukar og FH O Starfsmannafélag Toyota O Byggðaverk O Eurocard O Úrval - Útsýn O Siglflrðingafélagið O Félag eldri borgara O Alþýðuflokkurinn O Framsóknarflokkurinn O Sjálfstæðisflokkurinn O Hárgreiðslustofan Krista O Blóðbankinn O Hestaniannafélagið Sörli O Lionsklúbburinn Ásbjöm ásamt mörgum öðrum góðum gestum. Hraunliolt -veisluþjónusta Dalshrauni 15, símar: 650644 & 65-4740, Fax: 650645

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.