Morgunblaðið - 11.05.1993, Side 29

Morgunblaðið - 11.05.1993, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Forseti Islands og lögin um EES egar frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti ís- lands, hafði staðfest með undirskrift sinni lögin um þátttöku íslands í Evrópska efnahagssvæðinu í janúar- mánuði sl. fjallaði Morgun- blaðið um þær kröfur, sem þá voru gerðar á hendur for- seta um að knýja fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið með því að beita 26. grein stjórnarskrárinnar. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins hinn 17. janúar-sl. sagði m.a.: „Þeir, sem beina slíkri áskorun til forseta ís- lands, hver sem hann er hverju sinni, sýna þeim, sem embættinu gegnir, mikið til- litsleysi, ekki sízt vegna þess, að hver forseti hlýtur að líta á það sem meginhlut- verk sitt að vera sameining- artákn þjóðarinnar.“ Deilur um EES eru að baki. Málið hefur^ verið af- greitt á þjóðþingi íslendinga af rétt kjörnum fulltrúum með lögformlegum hætti. Forseti Islands hefur stað- fest lögin með undirskrift sinni. Fyrir nokkrum dögum staðfesti forseti lög um við- bótarákvæði, sem fyrst og fremst eru tæknilegs eðlis og til eru orðin vegna af- stöðu Svisslendinga. Þegar fyrir lá, að slík lög yrðu sett og þyrfti að staðfesta með undirskrift forseta brá svo við, að hópur fólks gekkst fyrir undirskriftasöfnun, þar sem forseti var enn hvattur til þess að tryggja að þjóðar- atkvæðagreiðsla færi fram um EES-málið. Með þessum síendurteknu kröfum er for- seta íslands sýnt mikið til- litsleysi. Þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir undirritaði lögin í janúar, flutti hún sérstaka yfirlýsingu á ríkisráðsfundi, þar sem hún gerði skýra grein fyrir afstöðu sinni til þeirra áskorana, sem hún hafði þá fengið. Forseti sagði: „Frá stofnun lýðveldis á Islandi hefur embætti for- seta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkzt sá meginþáttur emb- ættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenzka þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu íslend- inga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættis- ins er, að enginn forseti hef- ur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Al- þingi, sem tekið hefur sínar ákvarðanir með lögmætum hætti.“ Eftir þessa yfirlýsingu forseta í janúarmánuði, hefði mátt ætla, að andstæðingar þátttöku okkar í EES sýndu forseta íslands þá virðingu og nærgætni að vega ekki í knérunn. Þeir hafa hins veg- ar valið þann kost að halda fyrri áskorunum til streitu. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur í einu og öllu rækt skyldur sínar við íslenzku þjóðina og það háa embætti, sem hún gegn- ir, með meðferð sinni á við- kvæmu máli. Hún hefur staðfest lög, sem Alþingi hefur sett með undirskrift sinni en jafnframt notað tækifærið til að koma á framfæri athugasemdum þess hluta þjóðarinnar, sem var andvígur samningunum um EES. Þegar í hlut á þjóð- kjörinn þjóðhöfðingi, sem á fyrst og fremst að vera sam- einingartákn þjóðarinnar allrar, er ekki hægt að hafa uppi frekari kröfur. Frú Vig- dís Finnbogadóttir er forseti þjóðarinnar allrar en ekki sérstakra hópa. í þeim anda hefur hún sinnt embættis- skyldum sínum með festu og glæsibrag. Það er ekki til of mikils mælzt, að þeir, sem staðið hafa fyrir hinni seinni undir- skriftasöfnun, láti nú af frekari tilraunum til að blanda forsetanum inn í deilumálin um EES. Það eru hagsmunir þjóðarinnar allr- ar, að forsetaembættið sé hafið yfir dægurdeilur stjórnmálanna. Einstakling- ar og hvers kyns samtök eiga að virða þessa stöðu þjóðhöfðingjans. Nóg er sun- drungin í þessu landi á öðr- um vígstöðvum. Þjóðin og einstakir þjóðfélagsþegnar eiga að temja sér að um- gangast forsetaembættið í samræmi við þetta mikil- væga hlutverk þess. Skákmótið á St. Mailin Helgi einn í 1. sætinu HELGI Ólafsson vann opna skákmótið á eyjunni Saint Mart- in í Karíbahafinu sem lauk á laugardag og Margeir Pétursson varð í öðru sæti á sama móti. 120 keppendur voru á mótinu, þar af 16 stórmeistararar. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við bandaríska stórmeistarann Boris Gulko í síðustu umferð mótsins og endaði með 7 'h vinning af 9 möguleg- um. Margeir Pétursson gerði jafntefli við bandaríska stórmeistarann Joel Benjamin í síðustu umferð og endaði með 7 vinninga ásamt Gulko, Jermol- inski frá Rússlandi, Ehlvest frá Eist- landi og Shabalov frá Lettlandi. Mar- geir var úrskurðaður í 2. sæti á stig- um. Jón L. Árnason vann bandaríska undrabarnið Josh Waitzkin í síðustu umferð og endaði í 7.-13. sæti með 6'/2 vinning. Karl Þorsteins tapaði fyrir Jermolinski í síðustu umferð og endaði í 14.-25. sæti með 6 vinninga. Stór vatns- æð á vegi bormanna ísafirði. BORMENN í Vestfjarðagöngum komu óvænt í sprungið basaltlag í síðustu viku þar sem mikið magn var af vatni. Þrátt fyrir að 80-90 sekúndulítrar af 10 gráðu heitu vatni sturtaðist yfir bormennina tókst þeim að gera þrjár boranir um 10 metra við þessar erfiðu aðstæður, en nú hefur verið ákveðið að stansa við og bora lárétta tilraunaholu til að kanna hve lagið er þykkt. Ekki er um misgengi að ræða og er erfitt að spá um hvort vatnsmagn- ið, sem er álíka og nemur notkun ísfirðinga, helst í álíka magni eða fjarar út. Nú er vika síðan vatnsflóð- ið bytjaði, en þó hefur það ekkert sjatnað. Staðurinn er undir miðju Búrfelli í Súgandafjarðarafleggjar- anum. Áfram verður unnið af fullum krafti við borun áleiðis til Breiðadals en heildarlengd ganganna er nú um 3,8 kílómetrar. Úlfar. Kristján Jóhannsson syngur í Aidu eftir Verdi í París Að lokinni sýningu KRISTJÁN Jóhannsson áritar leikskrá fyrir íslendinga frá Lúxemborg í móttökunni í París að lokinni sýningu á óperunni Aidu eftir Guiseppi Verdi á laugardagskvöld. Rúmlega fjórtán þúsund áhorfendur fögnuðu mikilfenglegri sýningu París, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritar.a Morgunblaðsins. KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari söng í síðustu viku hlutverk Radamesar í óperunni Aidu eftir Guiseppi Verdi á þremur sýningum í íþrótta- og hljómleikahöllinni í Bercy í París. Fjölmiðlum á Frakklandi ber saman um að þetta sé einhver mikilfenglegasta uppfærsla á Aidu sem sést hefur. Kristján söng síðustu sýningu sína á laugardagskvöld fyrir fullu húsi en höllin tekur rúmlega ljórtán þúsund manns þegar hver bekkur er setinn. íslendingar, búsettir á meginlandi Evrópu, fjölmenntu á síðustu sýningu Kristjáns og bar öllum saman um að kvöldið hefði verið ógleymanlegt. Sýningin, sem tekur rúmlega þijár klukkustundir í flutningi, hélt áhorfendum hug- föngnum frá upphafi til enda. Krist- jáni og öðrum flytjendum var ákaft fagnað í lokin. Áhorfendur létu í ljós hrifningu sína með þessa maka- lausu leiksýningu oftar en einu sinni á meðan á sýningunni stóð. Hin rúmgóða íþróttahöll var nýtt til fulls til þess að skapa sýning- unni sem raunverulegast umhverfi. Sex hundruð manna kór í skipuleg- um fylkingum presta, ambátta og hermanna skapaði senur sem þeir sem á horfðu munu seint gleyma. Að öllum líkindum eru aðstæður til söngs ekki sem bestar í íþróttahúsi og vafalaust mikið á söngvarana lagt í því efni. Eftir undirtektum áhorfendanna að dæma var árang- urinn samt sem áður með afbrigð- um góður. Kristjáni fagnað Að sýningunni lokinni bauð Sveinn Björnsson, sendifulltrúi og núverandi forstöðumaður íslenska sendiráðsins í París, íslendingunum til móttöku. Kristjáni Jóhannssyni var tekið með lófaklappi og húrra- hrópum af löndum sínum þegar hann kom til móttökunnar. Islend- ingar eru ekki lengur bara stórir í fomsögum og fiski heldur eigum við líka söngvara á heimsmæli- kvarða. Ósvör býður 78 milljónir í frystiliús EG1 Bolungarvík Bolungarvík. SAMÞYKKT var samhljóða á fjölmennum hluthafafundi í útgerðarfélaginu Ósvör hf. í Bolungarvík, sem haldinn var sl. sunnudag, að auka hlutafé félagsins úr 5 í 80 milljónir kr. Jafnframt var samþykkt heimild til sljórnar að auka hlutaféð um 40 milljónir kr. síðar á árinu þannig að það verði 120 milljónir kr. Á fundinum var skýrt frá því að stjórn félagsins hefði boðið 78 milljónir kr. í frystihús þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. Bæjarstjórn mun taka afstöðu til forkaupsréttar að togurunum Dagrúnu og Heiðrúnu í þess- ari viku. Nágrannasveitarfélög hafa haft samband við bæjar- stjóra og lýst yfir áhuga á samvinnu og jafnvel að leggja fram hlutafé í útgerðarfélagið gegn skiptingu afla. Nú eru 193 hluthafar í Ósvör og frestur til að kaupa hlutafé rennur út 1. júní. Fljótlega verður sent bréf til allra hluthafa þar sem þeim verð- ur boðið að taka þátt í hlutafjáraukn- ingunni. Björgvin Bjarnason, stjórnarfor- maður Ósvarar hf., rakti í skýrslu sinni til fundarins gang mála frá því félagið var stofnað og fram á þennan dag og ræddi framtíðarhorfur. Fram kom að stjórnin hefði gert tilboð í frystihús þrotabús EG upp á 78 millj- ónir kr. Djarfar ákvarðanir Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði að við stofnun Ósvarar hefði orðið eðlileg verkaskipting milli bæj- arstjórnar og fyrirtækisins. Stjórn Samkvæmt kröfuskrá námu lýstar kröfur í þrotabú Hóla hf. 693 milljón- um kr. alls. Bústjórinn, Jón Sigfús Siguijónsson, samþykkti kröfur að Ósvarar hefði unnið að faglegu mál- unum, útreikningum og tilboðsgerð. Hældi hann stjórninni fyrir vinnu sína og sagði að tilboð fyrirtækisins í togarana hefði verið eðlilegt. Sagði Ólafur að bæjarstjórnarmenn hefðu unnið að málunum á hinum pólitíska vettvangi. Rakti hann erfiðleika bæjarsjóðs sem jók skuldir sínar um 50% vegna erfiðleika Græðis hf. í þeim tilgangi að halda kvóta í byggðarlaginu. Varðandi það hvort bæjarstjórn myndi nýta forkaupsrétt sinn að tog- aranum Dagrúnu sem þrotabúið hef- ur selt Grindvíkingum og Heiðrúnu sem til stóð að ganga frá sölu á til Háagranda hf. í Hafnarfirði í gær, sagði Ólafur að málið yrði rætt næstu daga. í þessu samhengi sagði fjárhæð 451 milljón, þar af voru veðkröfur rúmlega 450 milljónir og forgangskröfur um hálf milljón. Hann tók ekki afstöðu til almennra krafna, hann að Bolvíkingar stæðu nú frammi fyrir því að þurfa að taka djarfar ákvarðanir, leggja allt undir og ljóst væri að þeir yrðu enn og aftur að standa þétt saman til að halda í sitt. Ólafur sagði í samtali við Morgun- bíaðið í gær að stefnt væri að því að bæjarstjórnin tæki afstöðu til for- kaupsréttarins í þessari viku, fyrir fund með þingmönnum kjördæmisins sem áformaður er næstkomandi laugardag. Ólafur sagði einnig að nágrannabæjarfélög hefðu haft sam- band til að lýsa yfir áhuga sínum á samvinnu og jafnvel að leggja fram hlutafé í útgerðarfélagið, með það í huga að skiptast á hráefni. Hann sagði að ekki yrði tekin afstaða til slíks fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um nýtingu forkaupsréttar að skipunum. Fram kom í ræðu Ólafs að árið 1090 hefðu verið 570 ársverk í Bol- ungarvík og samkvæmt úttekt sem Byggðastofnun hefði að beiðni bæj- arstjórnar gert á stöðunni nú mætti ætla að 230 störf væru í hættu ef skipin færu. í skýrslunni kemur einn- ig fram að rekja megi 38% af at- vinnutekjum Bolvíkinga til útgerðar togaranna. Ólafur sagði að bæjar- stjóri og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur hefðu nýverið skrifað hvatningu til forsæt- sem voru 242 milljónir kr., þar sem ljóst er að ekkert fæst greitt upp í þær. Bústjóri hafnaði rúmlega 70 milljóna kr. veðkröfu sem hann telur að tilheyri þrotabúi Einars Guðfinns- sonar hf. Eignir félagsins voru mikið veð- settar og ljóst að andvirði eigna dug- ar ekki fyrir öllum veðkröfum. Bú- stjóri hefur verið að fá tilboð í eignirn- ar og mun hann kynna þau fyrir veðkröfuhöfum í næstu viku. isráðherra um að huga að stöðu Bolungarvíkur. Karvel úr stjórn Á fundinum tilkynnti Karvei Pálmason, fyrrverandi alþingismað- ur, úrsögn úr stjórn félagsins en hann er jafnframt stjórnarmaður í Byggðastofnun. í samtali við frétta- ritara sagðist hann hafa tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli enda teldi hann sig ekki síður getað tekið afstöðu og þjónað Bolvík- ingum eins og öðrum með þessum hætti. Hann benti á að nóg mannval væri í_ Bolungarvík til að fylla sæti sitt í Ósvararstjórn en hann ætti tvö ár eftir af kjörtímabili sínu í stjórn Byggðastofnunar. Gunnar Atvinnulíf umaldamót til umræðu áfundi VSÍ AÐALFUNDUR Vinnuveit- endasambands íslands fer fram á Hótel Sögu í dag og hefst fundurinn með ræðu formanns, Magnúsar Gunnarssonar. Klukkan 13.30 flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðu á aðalfundinum. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra verða flutt erindi um at- vinnulífið um aldamót. Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, fj'allar um afrakstur íslandsmiða við aldamót. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSí, flytur erindi sem hann nefnir „Vinnumarkaður og hagvöxtur — sjö ára sýn,“ og loks íjallar Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags íslands, um sókn- arstefnu í atvinnumálum, mai'k- mið og möguleika. Síðdegis fara svo fram aðal- fundarstörf þar sem kynnt verður skýrsla stjórnar fyrir liðið starfs- ár. Þar verður m.a. lögð fram til- laga framkvæmdastjórnar um lækkun árgjalda. Þrotabú Éinars Guðfinnssonar hf. og Hóla í Bolungarvík Landsbankinn lýsir 700 milljóna króna kröfum LANDSBANKINN lýsti hæstu kröfunni í þrotabú Hóla hf., eign- arhaldsfélag Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík, eða tæp- lega 300 milljónum kr. Bankinn lýsti 400 milljóna kr. kröfu í EG og eru kröfur bankans því um 700 milljónir alls. Kröfur Fiskveiðasjóðs í Hóla hf. voru rúmar 80 milljónir og um 330 milljónir alls í bæði fyrirtækin. Kröfur ríkissjóðs í Hóla voru 64 milljónir kr., Sparisjóðs Bolungarvíkur 33 milljónir og Líf- eyrissjóðs Bolungarvíkur 25 milljónir kr. Mikil stemmning á hátíð eldri borgara sem hófst með fjöldagöngu í Fjölmargir sóttu hátíð í góðu veðri MIKIL stemmning var á miðbæjarhátíð eldri borgara, sem hófst í fyrradag, að sögn Guðmundu Þórisdóttur í Borgar- húsinu. Veður var með besta móti og tóku fjölmargir þátt í peysufatagöngu karla og kvenna yfir sextugt niður Laugaveginn. Sagði Guðmunda jafnframt að þátttakendur hefðu verið glaðir og reifir og dagurinn því tekist vel. Ár aldraðra Miðbæjarhátíðin, sem hófst 9. maí og lýkur næstkomandi laugar- dag, er haldin í tengslum við ár aldraðra í Evrópu og með henni vilja eldri borgarar senda borgarbú- um kveðju. Einnig má geta þess að á hveijum morgni kl. 9.30 verð- ur morgunkaffi á Hótel Borg og Café París þar sem ýmsir nafntog- aðir einstaklingar munu fá sér kaffisopa. Góð þátttaka Að sögn Guðmundu Þórisdóttur í Borgarhúsinu hófst gærdagurinn kl. 8 með morgungöngu um mið- borgina í fylgd Péturs Péturssonar þular og slógust um 30 manns í för með honum. Einnig var góð þátttaka í morg- unkaffinu eða um 60 manns til samans á fyrrgreindum kaffihús- um, Sagði hún jafnframt að þátt- taka hefði verið mest hjá eldri kyn- slóðinni það sem af er vikunnar, þó hefði mátt sjá til hinna yngri, einkum og sér í lagi barnabarn- anna. Morgunblaðið/Svernr Morgunkaffi í miðbæjarviku F.V.: Davíð Oddsson forsætisráðherra, Pétur Pétursson þulur og Pét- ur H. Ólafsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar sem sá um skipulagn- ingu miðbæjarvikunnar, í kaffi á Hótel Borg í gærmorgun. miðborg Reykjavíkur á sunnudag Morgunblaðið/Sverrir Minjagripur RÚTAN á myndinni er í einkaeign og lagði eigandi hennar mikið á sig til þess að vera með, lét flytja bílinn alla leið ofan úr Lundar- reykjadal. Samkeppni um hús sem Hæstaréttur taki í notkun vorið 1995 HLEYPT hefur verið af stokkunum samkeppni um hönnun húss fyrir Hæstarétt íslands. Húsið á að rísa á lóðinni bak við Landsbókasafnið, þar sem nú eru bílastæði, og á það að vera fullbúið í apríl 1995, sama ár og Hæstiréttur verður 75 ára. Rétt til þátttöku í samkegpninni hafa félagar í Arkitektafélagi íslands og aðrir arkitektar sem áunnið hafa sér réttindi til að leggja aðalteikning- ar fyrir bygginganefndir. Fimm manna dómnefnd velur úr innsend- um tillögum og nema verðlaun 2,4 milljónum króna, þar af eru 1. verð- laun ekki lægri en 1,2 milljónir. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að 600 þúsund krón- ur. 290 milljónir Ólafur Jensson, trúnaðarmaður dómnefndar, sagði að gert væri ráð fyrir að Hæstiréttur þyrfti 1.900 fermetra húsnæði. „í samkeppnis- gögnum „er gert ráð fyrir að hæð hússins taki mið af byggingum í kring. Verktakakostnaður við húsið er áætlaður 290 milljónir króna, en þá er ótalinn hönnunarkostnaðurinn og lausabúnaður í húsið.“ Ólafur sagði að dómnefnd ætlaði sér skamman tíma til að fara yfir innsendar tillögur. Þeim á að vera búið að skila 6. júlí, en tilkynnt verð- ur um niðurstöðu dómnefndar 28. júlí. „Það er gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið á 75 ára afmælisári Hæstaréttar 1995 og verði vígt í apríl það ár,“ sagði Ólafur Jensson. í Dómnefnd skipa þau Steindór: Guðmundsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar' ríkisins, Dagný Leifsdóttir, deildar-; stjóri í dómsmálaráðuneytinu, Hrafn Bragason hæstaréttardómari, Garð-- ar Halldórsson, húsameistari ríkis- ins, og Tryggvi Tryggvason arkitekt _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.