Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C *fttmMfiMfr STOFNAÐ 1913 134.tbl.81.árg. FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórnlagasam- kundan í Rússlandi Fundum frestað ánnið- urstöðu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti frestaði í gær fundum stjónilagasamkundunnar í Moskvu til 26. júní og fól fimm vinnuhópum hennar að reyna að ná málamiðlun um uppkast að nýrri stjórnarskrá fyrir þann tíma. Heimildir í Moskvu hermdu að tillögur vinnuhópanna væru mis- vísandi og mótsagnakenndar. Erfiðlega kynni að reynast að sætta ólík sjónarmið, sem þar kæmu fram, á 10 dögum. Yfirlýsing Jeltsíns samþykkt Rúmlega 80% fundarmanna samþykktu almenna yfirlýsingu Jeltsíns um gang mála á samkund- unni sem forsetinn las upp á stutt- um allsherjarfundi samkundunnar. Þar vék hann sér hjá því að nefna togstreitu sjálfstjórnarlýðvelda og rússnesku héraðanna um áhrif. I krafti þess að þau eru mörg hver meiri iðnaðar- og efnahagsveldi krefjast héruðin sömu þjóðréttar- stöðu og lýðveldin sem fá sjálfsfor- ræði í eigin málum. Einnig sleppti Jeltsín að minnast á þá tillögu eins vinnuhópsins að efri deild nýrrar löggjafarsamkundu yrði skipuð æðstu mönnum 88 stjórnsýslu- svæða Rússlands. Pyrirkomulag af því tagi væri héruðunum ótví- rætt í hag, áhrif þeirra og at- kvæðamagn yrði meira en lýðveld- anna. ÞJOÐHATIÐARSTEMMNING Morgunblaðið/Kristinn 12.000 manns flýja und- an hersveitum múslima Genf, Sarajevo. Reuter. HERSVEITIR múslima í Bosníu náðu borginni Kakanj á sitt vald í gær, gengu berserksgang um þorp í grenndinni og stökktu 12.000 Króötum á flótta. 91 maður beið bana í hörðum stórskotaárásum Serba á múslimsku borgina Gorazde í gær. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, gekk af fundi með leiðtogum Serbíu og Króatíu vegna blóðsúthell- inganna í Gorazde. Kohl boðar herferð gegn kynþáttahatri Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í þingræðu í gær að stjórn landsins hefði hafið „herferð gegn ofbeldi og kynþátta- hatri" og kvaðst vttja harðari lögregluaðgerðir til að vernda útlend- inga vegna íkveikjuárásanna undanfarin tvö ár. Kohl sagði að útlendingar gegndu mikilvægu hlutverki í at- vinnulífinu því 88.000 fyrirtæki væru í eigu útlendinga. Það væri firra að halda því fram að útlend- ingar væru byrði á ríkinu þar sem skattgreiðslur þeirra væru miklu meiri en þær greiðslur sem þeir fengju frá velferðarkérfinu. Hann kvaðst þó andvígur því að veita Tyrkjum, sem vilja halda þegnrétt- indum sínum í Tyrklandi, ríkis- borgararétt í Þýskalandi. Kanslarinn sagði að þótt lög- reglan hefði hafíð herferð gegn hreyfingum hægriöfgasinna kæmu lög í veg fyrir að hún gæti skorist í leikinn áður en glæpirnir eru framdir. „Hún verður að bíða þar til kveikt hefur verið í. Ástandið er nú orðið þannig að það gengur ekki lengur," sagði hann, en ekki var ljóst hvernig hann vildi breyta lögunum. Kohl kvaðst einnig vilja slaka á reglum sem takmarka miðlun upp- lýsinga milli saksóknara í hinum ýmsu fylkjum. Hann vill ennfremur að lögreglan geti haldið meintum árásarmönnum lengur í varðhaldi séu líkur á að þeir endurtaki verkn- aðinn. Loftárásir á miðborg Mogadishu Mogadishu. Reuter. BANDARÍSKAR herþotur gerðu í gær harðar árásir á miðborg Mogadishu í Sómalíu og friðargæsluliðar umkringdu íbúðarhús Farahs Aideeds, sem talinn er bera ábyrgð á árás sem kostaði 23 pakistanska her- menn lífið. Friðargæsluliðarnir notuðu hátalara til að hvetja stuðningsmenn stríðsherrans til að leggja niður vopn. Talsmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna sagði að hersveit- irnar hefðu látið greipar sópa um íbúðarhús og verslanir í þorpunum og breytt svæðinu „útistórmark- að". Þá sögðu eftirlitsmenn á veg- um Sameinuðu þjóðanna að mikið tjón hefði orðið í árásum Serba á borgina Gorazde. 152 særðust í árásunum. Bosníu skipt í þrjár kantónur? Radovan Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu, sagði í gær að breyta þyrfti friðaráætlun Samein- uðu þjóðanna þannig að hægt yrði að stofna þrjú smáríki í Bosníu. Áður hafði Owen lávarður, milli- göngumaður Evrópubandalagsins, viðurkennt að gera þyrfti breyting- ar á áætluninni. Owen lávarður og Thorvald Stoltenberg, milligöngumaður Sameinuðu þjóðanna, efndu til fundar í gær með Karadzic, Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, Franjo Tudjman, forseta Króatíu, og Alija Izetbegovic, forseta Bosn- íu. Izetbegovic gekk af fundinum vegna árása Serba á Gorazde. Samkva?mt friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna á að skipta Bosn- íu í 10 sjálfstjórnarhéruð en stjórnarerindrekar í Genf sögðu að sú hugmynd virtist nú dauða- dæmd. „Ég tel að þjóðir heimsins eigi ekki að sóa tíma sínum í óraunsæj- ar áætlanir," sagði Karadzic. „Við verðum að breyta friðaráætluninni Reuter Reiður f orseti ALIJA Izetbegovic, forseti Bosn- íu, gekk af fundi með leiðtogum Serba og Króata í Genf í gær vegna árása Serba á borgina Gorazde. og laga hana að raunveruleikan- um, sem er sá að landinu hefur þegar verið skipt í þrennt - milli Serba, Króata og múslima." Áður en stríðið hófst f fyrra lögðu samn- ingamenn Evrópubandalagsins til að stofnaðar yrðu þrjár kantónur í Bosníu en féllu síðar frá þeirri hugmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.