Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
Ýmis álita-
mál óleyst
varðandi
fjármagns-
tekjuskatt
STEFNT er að því að fjármála-
ráðherra leggi fyrir frumvarp
um fjármagnstekjuskatt í haust
um leið og þing kemur saman.
Skattlagningin mun koma til
framkvæmda um næstu áramót
og vaxtatekjur á næsta ári verða
þvi skattlagðar. Undirbúningur
frumvarpsins er nú mjög stutt á
veg kominn og enn á eftir að
leysa ýmis álitamál, að sögn
Indriða H. Þorlákssonar skrif-
stofustjóra í fjármálaráðuneyt-
inu.
Um er að ræða 10% skatt á nafn-
vexti en unnið er að nánari út-
færslu skattlagningarinnar innan
íjármálaráðuneytis. „Það er mjög
langt í land að útfærsla á fram-
kvæmdinni liggi fyrir. Undirbúning-
ur málsins er rétt að byrja,“ sagði
Indriði.
Gert er ráð fyrir staðgreiðslu-
skatti a.m.k. að hluta til og því
munu tekjur af skattinum skila sér
í ríkissjóð strax í upphafí ársins en
stærri hluti af skattinum mun vænt-
anlega skila sér um áramótin
1994/95 þar sem vaxtatekjur eru
yfirleitt greiddar út um áramót.
Aðspurður um hvort vextir af
ríkisskuldabréfum yrðu skattlagðir
sagði Indriði að það væri eitt af
þeim málum sem væru ófrágengin
en miðað við yfirlýsingu ríkisstjóm-
arinnar eins og hún lægi fyrir yrði
að líta svo á að skattlagningin tæki
til allra vaxta. Jafnframt sagði hann
að verið væri að kanna hvemig
skattlagningin yrði á skuldabréfum
með afföllum, uppsöfnuðum vöxt-
um, verðbótum o.fl. „Það eru fjöl-
mörg álitamál og vandamál í þessu
sem menn þurfa að vinna sig í gegn-
um,“ sagði Indriði H. Þorláksson.
----------»-»--♦.-.
Rekstrartap
hjá Alpan hf.
ALPAN hf. skilaði 18,7 milljón
króna rekstrartapi sl. ár eftir að
hafa skiiað hagnaði þrjú ár á
undan. í þessum mánuði var byij-
að að nota nýjar umbúðir um
framleiðslu fyrirtækisins. Út-
flutningur til Bandaríkjanna
hófst aftur í ár eftir að hafa leg-
ið niðri íjjijú ár.
Aðalorsökina á þessu tapi má
rekja til 13,5 milljón króna gengis-
taps. Nýju umbúðimar, sem fyrir-
tækið hefur tekið í notkun, em
efnisminni en hinar gömlu og algjör-
lega gerðar úr endurunnum pappír.
A aðalfundinum kom fram að um
45 starfsmenn hefðu að jafnaði
starfað hjá fyrirtækinu árið 1992
en Alpan hf. framleiðir álpönnur.
Mávarnir frekir til matar síns á Tjörninni og reynt verður að fækka þeim
^ Morgunbiaoio/Porkeii
I leit að brauði
Á SUMRIN flykkjast mávar niður að tjörn. Þeir verpa í hæðunum og eyjunum i kringum
Reykjavík og margir koma niður að tjörn í fæðuleit. Sækja þeir sérstaklega í brauðið, sem
kastað er til hinna fuglanna.
3-400 mávar
við Tjörnina
þegar mest er
EINS OG undanfarin sumur eru mávar
áberandi við Tjörnina í Reykjavík. Þeir
koma þangað í fæðuleit og sækja í brauð-
ið, sem kastað er til hinna fuglanna á
Ijörninni. Ólafur K. Nielsen, líffræðingur
hjá Reykjavíkurborg, sagði í samtali við
Morgunblaðið að mjög erfitt væri að
fækka mávunum við Tjörnina.
Ólafur sagði að þúsundir mávapara verptu
úti við sundin og í hæðunum kringum Reykja-
vík og þótt einhveijir væru drepnir við Tjörn-
ina kæmu jafnmargir aftur daginn eftir. Hann
sagði að um 300 til 400 mávar væru niðri við
Tjörn á daginn þegar mest væri. Þeir hugsuðu
fyrst og fremst um að ná sér í brauð en það
gerðist alltaf að einhveijir réðust á andarunga.
Mávarnir skotnir
Guðmundur Þ. Björnsson, meindýraeyðir hjá
Reykjavíkurborg, sagði að í fyrra hefðu hátt
í 200 mávar verið skotnir. Um leið og veður
yrði þannig að lítið af fólki væri niðri við Tjörn
yrði hafist handa við að skjóta mávana. Hann
sagði að það væri nauðsynlegt að bíða eftir
þess háttar veðri því að skotin yllu ónæði og
lítil böm skildu heldur ekki af hveiju sumir
fuglar fengju að lifa en aðrir ekki. Hann sagði
að skotin yllu dálitlum óróa meðal annarra
fugla en þeir færu ekki neitt.
Norðmenn, Japaiiar og Rússar athuga opnun siglingaleiðar um Norður-íshaf
Gæti fjölgað skipakom-
um til Islands verulega
RANNSÓKNASTOFNANIR í Noregi,
Rússlandi og Japan hafa gert samkomulag
um að kanna möguleikann á alþjóðlegum
skipaflutningum um Norður-íshafsleiðina
svokölluðu milli Atlantshafs og Kyrrahafs.
Samtals leggja norsku og japönsku stofn-
anirnar um 100 miiyónir króna í verkefn-
ið og framlag Rússa, í formi fjármagns
og aðgangs að gögnum og þjónustu er
metið á tæpar 50 milljónir króna. Litið er
á samkomulagið sem opinbera staðfest-
ingu á að opnun þessarar leiðar geti orðið
að veruleika. Talið er að ef af opnun leiðar-
innar verði þá geti það orðið mikið hags-
munamál fyrir Islendinga og aukið veru-
lega skipaumferð um ísland ef hér yrði
komið upp uppskipunarhöfn.
Upplýsingar um samning rannsóknastofnan-
anna komu fram í fréttabréfínu Norinform sem
gefíð var út í Noregi í síðustu viku.
Nú er hægt að sigla þessa leið með hjálp ís-
bijóta á haustin um þijá mánuði árlega. Hingað
til hafa rússnesk skip aðallega siglt á milli hafna
í Norður-íshafínu. Rannsóknimar nú beinast
hins vegar að alþjóðlegum skipaflutningum alla
leiðina frá Atlantshafí til Kyrrahafs.
Leiðin er talin vera um 18-20 daga sigling
ef unnt er að velja Norður-Ishafsleiðina en
um 34-36 daga ef farið er um Súezskurð.
Þór Jakobsson, deildarstjóri hafísrannsókna-
deildar hjá Veðurstofu íslands, er einn þeirra
íslendinga sem vel hefur fylgst með möguleikan-
um á siglingum um Norður-íshafsleiðina. Hann
segir að ef hér yrði komið upp uppskipunarhöfn
þá væru það miklir hagsmunir fyrir Islendinga.
„Á undanförnum árum hefur vaxandi áhuga
gætt á þessari siglingaleið. Ég mæli með að ís-
lensk stjórnvöld hafi fulltrúa í umræðum um
Norður-Ishafsleiðina sem alþjóðlega siglingaleið.
Þótt um ísland færi ekki nema 5-10% af því sem
færi um Norður-íshafsleiðina þá yrði um gífur-
lega mikla flutninga að ræða,“ sagði Þór.
Þórður Sverrisson framkvæmdastjóri flutn-
ingasviðs Eimskips segir félagið hafa fylgst með
umræðu um opnun Norður-íshafsleiðarinnar.
Enn eigi menn talsvert í land með að komast
að niðurstöðu um hvort og þá með hvemig skip-
um hægt verði að sigla þessa leið, hvort hægt
væri að gera það allt árið eða einungis nokkra
mánuði á ári. „Meðan ekki liggur fyrir tæknileg
niðurstaða um hveijir möguleikarnir eru og með
hvaða tilkostnaði er ákaflega erfitt að meta
hvaða áhrif þetta geti haft á flutninga til og frá
Islandi. Einnig koma upp spumingar um hvaða
viðbótartekjumöguleika skip hafa af því að sigla
þessa leið.. Þau skip sem sigla í gegnum Súez-
skurðinn hafa viðkomu á mörgum stöðum á leið-
inni sem skapa þeim aftur á móti tekjur. Það
verður spennandi að sjá hver niðurstaða rann-
sóknarinnar verður."
í dag
Einkavæðing ríkisbanka, róm-
versku peningamir, kvennahlaup
og Hvalfjarðargöng 54-55
Leiöari
„Gef heill, sem er sterkari en Hel“
30
Viðskipti/Atvinnulíf
► Tap þjá Steinullarverksmiðj-
unni - Dollarabréf á markað -
Verðtrygging gengin sér til húð-
ar? - Hræringar á kaffimarkaði
- Vörumerki á undanhaldi
Dagskrá
► Hönnuður Super Mario Bros.
- Fólk í fréttum - Kyntákn eða
einkaspæjari? - Breskt morgun-
sjónvarp - Ný andlit í Strandvörð-
um - Kvikmyndir vikunnar
MannréttindaráÖstefnan i Vín
Vesturlönd og þríðji heimurinn
deila um skilgreiningu mannrétt-
inda 28
Samstarf í sjávarútvegi
Nýr sendiherra Chile í viðtali 31
Bréf til blaösins
Nær óbreytt meðal-
ávöxtun ríkisvíxla
ÚTBOÐI á þriggja mánaða ríkisvíxlum lauk í gær og alls bárust 13
gild tilboð. Heildarfjárhæð tekinna tilboða er 1.019 milljónir. Meðal-
ávöxtun samþykktra tilboða er 8,70% sem er nánast óbreytt meðal-
ávöxtun frá síðasta útboði ríkisvíxla fyrir 2 vikum.
Af teknum tilboðum voru 500
milljónir króna frá Seðlabanka ís-
lands á meðalverði samþykktra til-
boða. Meðalávöxtun samþykktra
tilboða, 8,70%, svarar til 8,26% for-
vaxta. Lægsta ávöxtun er 8,60%
og hæsta 8,83%. Það er nokkuð
minna bil á hæstu og lægstu ávöxt-
un en í síðasta útboði þegar lægsta
ávöxtun var 8,52% og hæsta ávöxt-
un 8,82%.
Pétur Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð-
bréfa, sagði útboðið hafa verið að-
gerðarlítið vegna góðrar lausafjár-
stöðu ríkissjóðs þessa stundina. En
með útboðinu skuldbatt ríkissjóður
sig til að taka tilboðum á bilinu 500
til 1.500 milljónir króna. Tekin til-
boð, 1.019 milljónir, er nokkuð
lægri tala en í síðustu 10 útboðum
en tekin tilboð hafa að meðaltali
verið fyrir rúmlega 2.323 milljónir
frá janúarmánuði síðastliðnum.