Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Til varnar heym- arlausum bömum Svæði Heyrnleysingjaskólans við Vesturhlíð í Reykjavík eftir Gunnar Salvarsson Enn og aftur standa nemendur og kennarar Heymleysingjaskólans frammi fyrir þeirri ógn að á borði menntamálaráðherra liggur tillaga um það að flytja skólann hreppa- flutningum. Slík tillaga kom fram vorið 1990 og nú þremur árum síð- ar er lagt til í áliti nefndar um breytt hlutverk sérskóla að byggja „tvíburaskóla", nýjan skóla fyrir heyrnarlaus börn og almennan hverfísskóla á sömu lóð. Hugmynd- ir af þessu tagi hafa engan hljóm- grunn meðal kennara heyrnar- lausra bama. Ytra öryggi — innri styrkur Á síðustu tíu ámm eða svo hafa orðið stakkaskipti í kennslumálum heyrnarlausra. Skólastefnan tekur í dag mið af tvítyngi og hefur það markmið að nemendur nái góðu valdi á tveimur málum við lok grunnskóla, táknmáli og íslensku. Stefnan byggir á því viðhorfí að heyrnarlausir eru málminnihluta- hópur í íslensku samfélagi. Kennslumálið er táknmál en var áður íslenska. Þessi gerbreytta stefna sækir hugmyndafræðilegan grunn sinn í virðingu fyrir móður- máli og menningu heymarlausra. Án slíkrar virðingar í grunnskóla yrði heymarlausum búin alvarleg einangmn í samfélaginu á fullorð- insámm. Tvennt skiptir hér miklu: að skóli heyrnarlausra veiti börnunum ytra öryggi og innri styrk. Það fyrrnefnda, ytra öryggi, felur í sér að skólinn stuðlar að uppbyggingu táknmálsumhverfís í skólanum og á skólalóðinni. Tákn- málsumhverfi er tiltekið afmarkað svæði (málsvæði) þar sem allir kunna táknmál og þar sem heyrnarlausu bömin geta vænst þess að vera skilin og þau skilji aðra. Við slíkar aðstæður em börn- in ófötluð, ömgg og þær aðstæður skapa ákjósanleg skilyrði til þroska barnanna. Til þess að byggja upp slíkt táknmálsumhverfi á lóð skól- ans við Vesturhlíð hefur með hjálp góðra manna tekist að úthluta tveimur' fyrmm heimavistarhúsum skólans undir starfsemi í þágu heymarlausra, til Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra og heyrnar- skertra, og til Dvalarheimilis aldr- aðra heyrnarlausra en það tók til starfa um áramótin síðustu. Með þessari starfsemi í heimavistarhús- unum hefur táknmálsumhverfíð styrkst til muna. Börnin hafa sam- skipti við fleiri fullorðna heyrnar- lausa en áður, hafa þar af leiðandi fleiri málfyrirmyndir, og þessi sam- skipti flytja menningararfleifð heymarlausra frá einni kynslóð til annarrar. Táknmálsumhverfið veitir heyrnarlausa barninu ytra öryggi og gefur því kost á að alast upp við aðstæður sem em ámóta og þjóðfélagið býr heyrandi börnum í leik- og grunnskólum. Við lítum á nemendur okkar sem venjuleg börn sem heyra ekki. Þau em dæmigerð böm með eðlilega greind og réttur þeirra til að alast upp við kjörað- stæður ætti að vera hafinn yfír allan vafa. Það á að vera skýlaus „En tillagan er í reynd afskaplega vond. í henni felst að ytra ör- yggi barnanna er fórn- að, táknmálsumhverf- inu, og það starf skól- ans að veita barninu innri styrk er að engu gert.“ réttur heyrnarlausra barna að fá tækifæri til samsömunar með öðr- um heymarlausum. Miklu skiptir líka að skóli heyrn- arlausra veiti nemendum sínum innri styrk, gefí þeim það sem allir •góðir uppalendur gefa börnum sín- um best: sjálfsvirðingu. Það merkir að börnin eru metin að eigin verð- leikum, eins’ og þau em, ekki eins og þau ættu að vera að okkar mati eða annarra. Bömin okkar eru heyrnarlaus. Rannsóknir hafa sýnt fram á að táknmálið er eina full- gilda málið sem heyrnarlaus böm geta tileinkað sér mjög snemma og á álíka tíma og heyrandi börn ná tökum á töluðu máli. Þess vegna er kennslumál í skóla heyrnar- lausra táknmál. Kennararnir læra táknmál og nota táknmálið sem verkfæri til að kenna allar aðrar námsgreinar, þ.á m. íslensku. Með því að viðurkenna móðurmál barn- anna viðurkennum við börnin eins og þau em, horfum framhjá sjálfu heyrnarleysinu, horfum á hæfíleika þeirra óg reynum að láta þau njóta bernskunnar. Með því að gefa börnunum slíkan innri styrk aukast líkurnar á því að þau fari úr skólanum á unglings- árum með mannlega reisn og verði fullgildir þátttakendur í samfélag- inu; það er hin eftirsóknarverða „blöndun" sem hlýtur að vera markmið þeirra sem tala fyrir sam- skipan fatlaðra og ófatlaðra. Tillagan um tvíburaskólann Tillagan um að byggja nýjan skóla fyrir heyrnarlaus börn við hlið almenns gmnnskóla lítur vel út í fljótu bragði því það lýsir svo snotm hjartalagi að vilja auka sam- skipti fatlaðra og ófatlaðra barna. En tillagan er í reynd afskaplega vond. í henni felst að ytra öryggi bamanna er fórnað, táknmálsum- hverfínu, og það starf skólans að veita barninu innri styrk er að engu gert. í slíkum „tvíburaskóla“ yrðu heyrnarlausu börnin innan um hundruð heyrandi börn, án sjálfs- virðingar og öryggis I uppvextin- um. Það væri verið að segja við börnin hvert og eitt: „Þú ert ekki eins og þú ættir að vera. Sjáðu! Þú ættir að vera heyrandi eins og allir aðrir. „Tillagan felur í sér að heymarlausa barnið er ekki metið eins og það er, slík höfnun leiðir til vanmáttakenndar og bamið tap- ar trúnni á sjálft sig. I stuttu máli: allt það besta úr núverandi skóla- samfélagi, sem lýst var hér að framan, yrði frá börnunum tekið ef tillagan næði fram að ganga. Tillögurnar em unnar af þremur sérkennurum sem því miður hafa hvorki starfsreynslu eða sérmennt- un til þess að fjalla um málefni heyrnarlausra (og yrði hafnað sem kennurum við skólann ef þeir leit- uðu eftir slíku starfí). Það segir sína sögu að nefndarmenn létu aldrei svo lítið á starfstíma nefnd- arinnar að koma í heimsókn í Heymleysingjaskólann og ræða við kennara. Eg skora á menntamálaráðherra að hafa tillögur nefndarinnar að engu og hlusta á rök fagfólksins, heyrnleysingjakennaranna, og um það hvað komi heyrnarlausum bömum best í skóla. Fullorðið heyrnarlaust fólk veit líka hvað kemur börnunum best. Það mætti að ósekju hlusta meira á sjónarmið þeirra. Höfundur er skólastjóri Heyrnleysingjaskólans. Erlendir ^ fyrirmenn Götubolti (Streetball) A Ondin Xnaltspyrnuleikur JíIK - IfBXkl. 16.30 iMinningarleikur um T)aða Sigumnsson á VallarqerSisvcili. Kór KársneSS 17. júní, gleði, gleði, gleði. kóla ÞjóMdtíS í JCópavocji 17. júní 1353 SKl. 10.00 Skólaíiljómsveit Xópavotjs leikur viS iKópavotjsíiaii. Víðavmujsíúaup íiefst viS Vallargerðisvöll fyrir 16 ára og yngri. JÚ. 11.00 % Verðíaunaaffiendinij fyrir víðavangsíilaup >V á ‘Rútstúni. cTívoli og sprell. SKl. 13.00 Við Menntaskólann í iKópavocji sýnir töframaðurinn rTíie iMiqíity fjaretíi Xl. 13.30 Skrúðganga frá Menntaskólanuni í Xópavogi. CjötuleifHiús, ýmsar óvœntar uppákomur á leufinni. r. jfctllfl1 Xl. IA.OO til 13.00 r / sý (J\UC ■mJr° Kaffiveitingar Hljómsveitin Todmobil & Stóru börnin íeika sér Harm°nl^ansleikur Hefsíkl. 17.00 Viðurkenning til þeirra sem mæta í íslenskum búningum. % \ * \ Ávarp nýstúdents O Ávarp íjallkonu Ávarp bæjarstjóra ^ Danskur gestakór Tívoli é Stórt Trafi,bo(ín C^Hestaferðír^>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.