Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 17 Vilt þú sem fjármálaráðherra og íslendingur vera ábyrgur fyrir því • að áttatíu til níutíu manns í íslenskum prentiðnaði missi vinnuna til viðbótar við þá eitt hundrað og fjörutíu sem orðið hafa atvinnulausir á síðustu 18 mánuðum? 0 • að kostnaður nemenda í framhaldsskólum og foreldra þeirra vegna nauðsynlegra námsbóka hækki í haust um 5000 kr. á hvem nemanda? 1 2) • að verð á almennu lesefni í landinu hækki umtalsvert, á sama tíma og allt hugsandi fólk hefur þungar áhyggjur af minnkandi lestri barna og unglinga? 3) • að menningu og tungu íslendinga sé stefnt í hættu vegna tímabundinna efnahagserfiðleika? • að útgáfa á metnaðarfullum íslenskum útgáfuverkum og íslenskum skáldverkum dragist stórlega saman? • að íslendingar gangi þvert á stefnu Evrópuríkja í menningarmálum og skeri sig úr í skattlagningu á bókum? 4) 5 allt vegna 100 milljóna króna í ríkiskassann? 5> Með álagningu 14% virðisaukaskatts á bækur frá og með 1. júlí fórnar þú og ríkisstjórnin miklu fyrir lítinn fjárhagslegan ávinning. Með slíkum lestrarskatti gætuð þið valdið óbætanlegu menningarslysi. Enn er tími til að snúa af þessari óheillabraut. Félag íslenskra bókaútgefenda Rithöfundasamband íslands Félag íslenska prentiðnaðarins Félag bókagerðarmanna Hagþenkir (félag höfunda fræðirita og kennslugagna) 1) Mat fulltrúa íslenska prentiðnaðarins. 2) Miðað er við að framhaldsskólanemi kaupi skólabækur fyrir um það bil 36 þúsund krónur á ári. 3) Samanber nýlega lestrarkönnun. 4) Samanber nýleg tilmæli Evrópuráðsins. 5) Ef samdráttur í greininni verður 20% vegna álagningar virðisaukaskatts, áætlar Hagfræðistofnun Háskóla íslands að tekjur nkisins af skattinum nemi 103 milljónum. Sjaldan eða aldrei hefur eitt pennastrik getað breytt jafnmiklu í menningarsögu þjóðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.