Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
t
Sérfræðingaþj óðfélagið
áhrif. En hvers vegna hafa þær
engin áhrif? Er það ekki vegna
þess að þeim er aldrei fylgt eftir?
Þegar verkalýðshreyfmgin er kom-
in í jafnslæma kreppu og hún auð-
sjáanlega er í nú, er auðvitað ekki
eftir Þóri Karl
Jónsson
Tekjumunur er aðalbölið sem við
er að eiga, láglaunafólk er komið
í minnihluta og stór millistétt er
orðin til sem er ekki tilbúin að láta
skerða kjör sín um þumlung. Al-
menningi er talin trú um að betri
tímar séu í vændum. Og er sér-
fræðingastóðið notað óspart til
þess að telja almenningi trú um
að það sé ekki hægt að bæta kjör
láglaunafólks. Þeir aðilar sem kalla
sig sérfræðinga eru orðnir allstór
hluti þjóðarinnar og skipta orðið
þúsundum. Kjörorð þeirra er „trúið
okkur, við vitum hinn eina rétta
sannleika“. Sérfræðingastóðið hef-
ur komið með allmargar tillögur í
atvinnumálum á undanförnum
misserum eins og til dæmis að loð-
dýrarækt og fiskeldi séu arðbær
fyrir þjóðarbúið, en allir vita hvern-
ig fór fyrir því ævintýri en samt
sem áður ber enginn ábyrgð á
því. Og talið er að þjóðarbúið hafi
tapað um það bil tíu milljörðum á
þessu rugli.
koma fram aðrir sérfræðingar og
tala um að almenningur 'hafi ekki
ijárráð til þess að kaupa af þeim
vöru og þjónustu. Svona hagfræði
gengur auðvitað ekki upp, og hlýt-
ur almenningur að vera búinn að
fá sig fullsaddan á þessu þjarki
fram og til baka og enginn botnar
neitt í neinu.
Rangt gildismat launa
Við vitum hvað ykkur er
fyrir bestu
Nokkrir þættir hafa verið sýndir
að undanfömu á Stöð 2 sem heita
Fjármál heimilanna, og er manni
spurn fyrir hvaða heimili þessir
þættir voru framleiddir? Voru þeir
kannski framleiddir fyrir íslensk
alþýðuheimili? Ég veit ekki hvaða
íslensk alþýðuheimili hafa efni á
því að kaupa ríkisskuldabréf og
almenn hlutabréf, en ef einhver
vildi benda mér á þau væri það
vel þegið.
Þessir þættir eru aðeins eitt lítið
dæmi um það hvemig hinir ýmsu
sérfræðingar geta hugsað fyrir
almenning. Það líður varla sá
fréttatími að ekki sé rætt við ein-
hvem sérfræðinginn um það að
ekki sé hægt að hækka laun hér
á landi, vegna þess að allt sé á
hausnum og allir atvinnuvegir séu
að stöðvast vegna þess hvað borg-
uð séu góð laun. Én á sama tíma
Alltaf þegar kjarasamningar
verða lausir er talað um að jafna
kjörin og skipta þjóðarkökunni
jafnar, en samt sem áður vex allt-
af launamunur milli stétta. Það er
búið að koma því inní hausinn á
láglaunafólki að svona hafí þetta
alltaf verið og þess vegna megi
ekki breyta því. En hveijir hafa
innprentað þetta í almenning?
Það er hin fóðurþunga yfirstétt
á íslandi sem getur skammtað sér
laun og mun aldrei láta spón úr
aski ef hún fær að ráða.
Það er með eindæmum hvað
almenningur lætur ráðandi stéttir
segja sér fyrir verkum. Er það til
dæmis eitthvert náttúrulögmál að
maður sem vinnur í fiskvinnslu
hafi lægri laun en maður sem selur
verðbréf? Maðurinn sem vinnur í
fiskvinnslu skapar verðmæti fyrir
þjóðarbúið en ekki maðurinn sem
selur verðbréf, því hann selur ekki
leysa. Það er alltaf talað um að
ekki sé ástandið í efnahagsmálum
það gott að hægt sé að fara fram
á leiðréttingar heldur verði það
gert næst, næst, næst, næst og
næst. Þetta hefur glamrað í eyrum
manns við gerð kjarasamninga svo
lengi að maður fer að verða sam-
dauna því. Verkalýðshreyfingin
hefur átt í verulegri kreppu á und-
anförnum árum og virðist ekki
vera vilji til þess að taka á þeim
málum. Þeim aðilum sem hafa
gagnrýnt forustuna hefur verið ýtt
til hliðar og ekki hlustað á þá. Ef
verkalýðshreyfingin ætlar að hafa
veruleg áhrif í fraamtíðinni verður
hún að horfa á hinn raunverulega
vanda sem hún er í og bjóða unga
fólkið velkomið til starfa í stað
þess að hlusta ekki á það. Því
unga kynslóðin er jú framtíðin,
ekki satt?
Ályktanir og yfirlýsingar
Verkalýðshreyfingin hefur
ályktað mikið að undanförnu
vegna síendurtekinna kjaraskerð-
inga af hálfu ríkisvalds og hafa
margar ályktanir verið mjög harð-
orðar, meðal annars verkfallshót-
anir.
En stjórnvöld láta þær sem vind
um eyru þjóta. Þær hafa engin
Þórir Karl Jónsson
„Almenningur verður
að snúa vörn í sókn og
hætta að láta aðra segja
sér fyrir verkum og
fara að hugsa sjálf-
stætt.“
hlustað á hana og ríkisvaldið geng-
ur á lagið og heldur auðvitað kjara-
skerðingunum áfram svo lengi sem
þurfa þykir.
Hinn aimenni félagsmaður í
verkalýðsfélögum er búinn að
missa trúna á verkalýðshreyfing-
una vegna þess orðagjálfurs sem
forustumenn hennar nota. Álykt-
unum er raðað út eins og á færi-
bandi en ekkert gerist. Þeir verka-
lýðsforingjar sem nú sitja við völd
ættu að fara að hugsa sinn gang
því þeir eru ekki sjálfkjörnir ævi-
langt. Það er hægt að skipta þeim
út fyrir aðra, eða eins og máltakið
segir, það á að skipta um kallinn
í brúnni þegar ekkert fiskast.
Það er margt líkt með sérfræð-
ingum og verkalýðsforingjum. Þeir
halda að almenningur hlusti á þá
endalaust, og að þeir séu eitthvað
sjálfskipaðir til þess að hugsa fyrir
almenning. Fóikið í landinu er al-
mennt óánægt með verkalýðsfor-
ustuna og þá sérfræðinga, sem
segjast vera að vinna í þágu vinn-
andi stétta.
Almenningur verður að snúa
vörn í sókn og hætta að láta aðra
segja sér fyrir verkum og fara að
hugsa sjálfstætt.
Höíundur er Dagsbrúnarmaður.
verðbréf, ef ekki eru nein verð-
mæti á bak við þau. Gildismat vinn-
unnar verður að breytast og það
fólk sem skapar mestu verðmætin
í þjóðarbúið á ekki að vera á lægstu
launatöxtunum.
Hollustan byrjar heima
Verkalýðshreyfingin verður
að opna sig
Þeir aðilar sem semja um kaup
og kjör vinnandi stétta, hvort sem
þeir eru frá verkalýðshreyfingunni
eða atvinnurekendum, eru með
margfalt hærri laun en almenning-
ur hefur. Þess vegna skilja þeir
ekki hinn raunverulega vanda sem
láglaunafólk er í, hvort sem hann
er launalegur eða félagslegur. Og
þeir samningar sem hafa verið
gerðir á undanförnum árum hafa
engan vanda leyst og munu ekki
Komdu með að ganga, skokka eða hlaupa á kvennadaginn
KVENNAHLAUP ÍSÍ
-« 19. júní1993
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
Sífellt fleiri íslenskar konur eru
farnar að hugsa sér til hreyfings.
Þær eru farnar að bregða fyrir sig
betri fætinum og hafa tygjað sig
út að ganga. Margar eru i göngu-
hópum sem bera skemmtileg nöfn
og ganga reglulega með vinkonum
sínum, körlunum sínum, nágrönn-
unum, vinnufélögum eða einfaldlega
göngufélögunum. Sumar ganga í
hádeginu, aðrar á kvöldin, enn aðra
Skilaboð tíl allra
f landsmanna ^
Dútuiur heimilisv^naðhriörusmellur er hafínn.
Engínn Islendingur hefur efui á að láta þetta
tilboð frani hjá sér fara. Takmarkaðar birgðir.
Utsölustaðir:
Skagavc*r, Akrancsi.
Kaupf. Borgfirðinga, Borgarncsi.
Oalakjör, Búöardal.
Kaupf. Króksfjarðar, Króksfjaröarnesi.
Höggiö, l*atreksfiröi.
Kaupf. I>ýrfiröinga, I’ingeyri.
Versl. L. Ciuönuindssonar, Bolungarvík.
Kaupf. Steingrímsfjaröar, Hólniavík.
Kaupf. V-Húnvetninga, 11vammstanga.
Kaupf. Húnvctninga, Blönduósi.
Kaupf. Skagfiröinga, Sauöárkróki.
Netto, Akureyri.
Katipf. Pingcyinga, Húsavík.
Kaupf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.
Kaupf. HéraÖsbúa, LigilsstöÖum.
Kaupf. Fram, Neskaupstaö.
Kaupf. Héraösbúa, KcyÖarfiöri.
Kaupf. I’áskrúðsfjaröar, I áskrúðsfiröi.
Káupf. A-Skaftfellinga, Hcifn, Hornafíröi.
Mosart, Vestmannaeyjum.
Versl. Príhyrningur, Hellu.
Kaupf. Kangæinga, Hvolsvelli.
Kaupf. Rangæinga, Kauöalæk.
Samkaup, Keflavík.
Verðdæmi:
Diskamottur frá kr. 70,-
Vaxdúkaefni, br. 140 cm., kr. 390,- pr. mtr.
Sængur, 140 x 200 cm., kr. 1.700,-
Koddar, 50 x 70 cm., kr. 510,-
Tilbúin baðhengi úr tauplasti,
180 x 200 crn., kr. 990,-
Bómullarefni, br. 140 cm.,
tilvalin í gardínur og sængurfatnað,
kr. 150,- pr. mtr.
Barnamyndahandklæði, frá kr. 320,-
og margt, margt fleira.
Sjáumst!
um helgar. Alltaf er hægt að finna
tíma og brátt verður þetta að ljúfum
vana. Svo eru þær sem skokka og
hlaupa, ýmist einar eða með öðrum.
Þær sækja stöðugt í sig veðrið, auka
þolið og fyrrum makráðar kyrrsetu-
konur renna skeiðið í skemmtis-
kokki í litríkum hlaupagöllum með
bros á vör. Líkamar okkar eru mis-
jafnlega vel fallnir til að ná árangri
í hlaupaíþróttum. Margar konur láta
skemmtiskokkið ekki nægja en bæta
við sig lengri vegalengdum og á
hveiju ári eru þær fleiri konurnar
sem taka þátt í ýmsum árvissum
hlaupum, m.a.s. maraþonhlaupi,
hálfu eða heilu. Þeim fjölgar líka
konunum sem stunda sund að stað-
aldri, leikfimi, teygjuæfingar eða
líkamsrækt með ýmiss konar tækj-
um. Líkamsræktarbylgjan gekk
ekki yfir eins og hver önnur tísku-
bóla, hún er miklu fremur orðin að
föstum lið í daglegu lífí margra í
leit þeirra að hollari lífsháttum.
Fólk á öllum aldri með mismunandi
þrek og getu fyllir þann flokk sem
fínnur aukin lífsgæði í reglubund-
inni hreyfíngu og líkamsþjálfun.
Aukið þrek og þol, liprari og liðugri
líkami, minni streita, útivist og nátt-
úruskoðun veita andlega og líkam-
lega vellíðan og meiri lífsorku. En
jafnvel þær sem reynt hafa sæluna
sem fylgir því að halda sér í góðri
þjálfun geta látið annríkið og tímas-
kortinn glepja sig. Á morgun, segir
sú lata og holdið er veikt þó andinn
sé reiðubúinn. Fyrr en varir sækir
striðleikinn að og óboðnu aukakílóin
og þreytan gera þungt undir fæti.
Þá reynist samstaðan oft besti
bandamaðurinn. Komdu með okkur
út að ganga, skokka, hlaupa, segja
félagarnir og lokka þig út úr kyrr-
setu og værukærð.
Laugardaginn 19. júní, á kvenna-
daginn, verður 4. kvennahlaup ÍSÍ.
Það verður haldið á 53 stöðum á
landinu og markmið þess er að
hvetja konur til íþróttaiðkana og
hollari lífshátta. Aðalhlaupið verður
í Garðabæ og verður hægt að velja
um þijár leiðir, tveggja, fimm og
sjö km langar. Konum er frjálst að
ganga, skokka eða hlaupa, eftir því
Guðrún Agnarsdóttir
„Laugardaginn 19. júní,
á kvennadaginnj verður
4. kvennahlaup ISI. Það
verður haldið á 53 stöð-
um á landinu og mark-
mið þess er að hvetja
konur til íþróttaiðkana
og hollari lífshátta.“
l
i
i
l
hvað hentar þeim best. Mikilvægt
er að hlusta eftir þörfum eigin lík-
ama og fara ekki of geyst, auka
heldur álagið smám saman.
Öllu máli skiptir að hrista af sér
slenið og hafa sig af stað, en ekki
nóg með það. Þekkir þú ekki ein-
hveijar konur sem standa þér nærri
og hafa lengi verið á leiðinni að
taka upp nýja lífshætti, fullar af
fögrum fyrirheitum, standa jafvel
við þröskuldinn en draga það að
stíga fyrsta skrefíð? Hvemig væri
að fá þær til að slást í hópinn og
vera með í að lyfta sér á kreik?
Með þátttöku eflum við eigin heild
en sýnum jafnframt öðrum konum
samstöðu og fordæmi. Komdu og
vertu með á kvennadaginn.
Höfundur er forstjóri
Krabbamcinsfclngs íslands.
r
1