Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
I
BMF.
Örugg
festing
með
ábyrgð.
L
Skútuvogi 16, Reykjavík
Helluhrauni 16, Hafnarfirði
Við Bifreiðastöð Akureyrar.
VORFERÐ TIL
AKUREYRAR
eftir Leif Sveinsson
i.
Klukkan er 15.30 þegar Akra-
borgin sígur út úr Reykjavíkurhöfn
áleiðis til Akraness þann 2. júní
1993. Það er sléttur sjór og hið
ákjósanlegasta ferðaveður. Fyrsta
sjóferð mín um Faxaflóa rifjast
upp, en það var árið 1932 með
Suðurlandinu frá Reykjavík til
Borgarness. Móðir mín var þá á
ferð með okkur bræðurna í heim-
sókn til afasystur okkar, Mörtu
Níelsdóttur, er þá var húsfreyja að
Álftanesi á Mýrum. Seinna eignuð-
umst við Haraldur bróðir Álftanes-
ið og rákum þar búskap árin 1957-
1963.
Á laugardag fyrir hvítasunnu
árið 1958 fórum við á skak þrír
menn úr Álftaneshreppi, Gísli á
Vogalæk, Magnús í Straumfirði og
ég. Ekki minnist ég þess að hafa
lifað skemmtilegri dag. Fyrst var
haldið í Þormóðssker, sem tilheyrir
Álftanesi. Ég stóð frammi í stefni
trillunnar og kallaði til manns, sem
ég hafði séð upp í eynni, en var
nú að forða sér í burtu, er hann
sá menn koma úr landi:
„Hvaða lögmæt erindi áttuð þér
í eyju mína?“ og fékk snjallasta
svar ævi minnar: „Það voru engin
egg.“
Afli okkar þremenninganna var
um 90 fiskar, ýsa og þorskur. Ég
lýsti róðrinum þannig: „Þetta var
eins og himnaríki á jörðu, engir
víxlar, ekkert útvarp, enginn sími,
ekkert nema kyrrðin."
II.
Ég ek geimvagninum (Space
Wagon) upp á bilabryggjuna á
Akranesi og enn kemur gömul saga
upp í hugann. Kristján konungur
tíundi var í íslandsheimsókn sum-
arið 1936. Hringt var úr stjórnar-
ráðinu í Pétur Ottesen á Innra-
Hólmi: „Þú átt að standa á bryggj-
unni í fyrramálið, þegar Laxfoss
leggur upp að og heilsa Kristjáni
konungi og leiða hann að bifreið,
sem á að flytja hann norður í land.
Það er skylda þín sem þingmaður
Borgfírðinga."
Þá svaraði Pétur, sem sumir
Greinarhöfundur hjá Nonnahúsinu á Akureyri.
hafa nefnt „síðasta þingmanninn":
„Ég ansa ekki þessu kjaftæði, ég
verð í mógröfum."
Klukkan 16.38 höldum við hjón-
in af stað frá Akranesi, leiðin er
greið meðfram Hafnarfjalli, þá yfir
Borgarfjarðarbrú, gegnum Borgar-
nes eins og leið liggur áleiðis að
Holtavörðuheiði. Utsýni er frábært
til jökla, Eiríksjökull gnæfir yfir
óbyggðina í allri sinni dýrð. Ég
minnist föður míns, sem hélt mest
upp á þessa hluta Islands: Borgar-
fjörð, Þingvelli og Vestmanneyjar.
Hann umgekkst landið eins og heil-
ög vé, t.d. fór hann ávallt út úr
bíl sínum við læk einn í Grábrókar-
hrauni, þar sem skammt er til
Hreðavatns. Þar þótti honum feg-
urst í Borgarfirðinum. Nú eru vega-
gerðarmenn því miður búnir að
spilla þessum fagra stað.
III.
Það var oft fjörugt hjá Fúsa
vert í Hreðavatnsskála um versl-
unarmannahelgina. Ég minnist
ferðar 1951 á slíka skemmtun,
þegar fimm ungir menn héldu að
Hreðavatni og síðan að Búðum.
Félagar mínir voru: Andrés Péturs-
son (nú látinn), Geir Zoéga, Guð-
mundur Jónsson og Kjartan Jóns-
son (nú látinn). Farartækið var
amerískur Ford, blár að lit, árgerð
1950, ráðherrabíll Jóns Pálmasonar
og nefndur Akurhænan.
Við fímmmenningamir drógum
ekki af okkur í skemmtanalífínu,
hvorki að Hreðavatni né Búðum
og höfum þá ekki verið taldir líkleg-
ir til þess að bjarga Fróni á örlaga- |
stund. Þó varþað Guðmundur Jóns-
son, sem tók við forsæti í Hæsta-
rétti, þegar mest á reið og bjargaði
þar með heiðri lögfræðingastéttar-
innar.
IV.
Brúarsmiðir eru að störfum við
gömlu brúna yfir Hrútafjarðará,
svo fara verður yfir ána á bráða-
birgðabrú skammt frá Hrútatungu-
rétt. Við borðum fískrétt í Staðar-
skála hjá þeim ágætu veitinga-
mönnum og skoðum minnismerkið
nýja um landpóstana.
Ferðin sækist vel, brátt komum
við í Víðidalinn og er þá margs að
minnast, laxveiðiferðanna með
Morgunblaðsmönnum í Víðidalsá.
Árum saman áttum við
Mbl.menn síðustu dagana í júní.
Það brást aldrei, að þar var vit-
laust veður þessa daga. Lofthiti var
5 stig, en vatnshiti 8 stig. Þegar
bændur í Víðidal sáu bílalest
Mbl.manna renna norður heiðar,
varð þeim að orði: „Nú skellur
Morgunblaðshretið á.“
Afli var yfirleitt 1 minna lagi, en
vistin í veiðihúsinu að Lækjarmóti,
hjá hinni stórhöfðinglegu ráðskonu
Gunnlaugu Jóhannsdóttur, var
ógleymanleg. Kekkonen Finnlands-
forseti og Benny Goodman höfðu
a.m.k. ekki sest að öllu glæsilegra
veisluborði en hjá Gunnlaugu. Það
er eitthvað stórbrotið við Víðidal-
inn, enda óhugsandi að Flateyjar-
bók hefði verið rituð í einhveiju
lágkúrulandslagi.
V.
Þá nálgumst við Laxá í Ásum,
draumaána, sem talin er ein gjöf-
ulasta á í heimi. Þar átti ég því
láni að fagna að veiða daglangt
þijú ár í röð um miðjan áttunda
áratuginn. Þórður Jasonarson
húsasmíðameistari var félagi minn
á stönginni, en ég réði hinni stöng-
inni.
Að veiða í Laxá í Ásum er opin-
berun, ekki aflinn, sem getur verið
misjafn, þótt oftast sé hann mjög
góður. En kyrrðin og friðurinn,
oftast fjarri allri bílaumferð, veran
við ána er ólýsanleg og ógleyman-
leg öllum þeim sem reynt hafa.
Mest fengum við Þórður 12 og
7/8 úr laxi, ég 6, Þórður 6, en
svartbakurinn fékk 1/8 úr laxi,
áður en Þórður nái hinum 7/8 af
honum.
VI.
Það verður að aka á löglegum
hraða um Húnavatnssýslur, því
skólabróðir minn Jón ísberg sýslu-
maður er ávallt í veiðihug svo sem
valurinn forðum. Á Vatnsskarði eru
aftur á móti sýslumörk og þá spýti
ég ögn í, því ég þarf að ná í mat-
vörubúð á Akureyri fyrir kl. 22.00.
Ákvörðunin um bílveg yfir Öxna-
dalsheiði var slys. Hörgárdalsheiði
milli Norðurárdals og Hörgárdals
er 7 km styttri og miklu snjólétt-
ari. Bernharð Stefánsson alþingis-
maður réði því hins vegar, að bíl-
vegurinn var lagður um Öxnadals-
heiði framhjá heimili hans að Þverá
í Öxnadal. Þessar upplýsingar veitti
mér Páll Arason ferðagarpur í Bug
í Hörgárdal.
Það fer að styttast í skólann að
Laugalandi á Þelamörk, en áður
liggur leiðin framhjá Skógum. Þar
ólst upp vinur minn Eiríkur Stef-
ánsson kennari, sá maður sem ég
hefi heyrt tala fegursta íslensku.
Vonandi er eitthvað til af upp-
lestrum hans á segulböndum í út-
varpinu.
Það er bjart yfír Eyjafirði, er við
beygjum fyrir Moldhaugaháls í átt
að Akureyri.
Liðin eru 57 ár frá því ég kom