Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JLINÍ 1993
Hús fyrir fjölfatl-
aða opnað í haust
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að hefja megi rekstur heimilis fyrir
fjölfatlaða einstaklinga á Reykjalundi í haust og hefur jafnfamt verið
samþykkt að fjárveiting til reksturs heimilisins verði í fjárlagatillögum
heilbrigðisráðuneytisins fyrir næsta ár. Þetta var afgreitt á fundi ríkis-
stjórnar á þriðjudag að tiliögu Guðmundar Arna Stefánssonar heilbrigð-
isráðherra.
Borgey fékk
framlengingu
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands
framlengdi í gær greiðslustöðv-
un Borgeyjar á Höfn í Horna-
firði um þrjá mánuði eða til 14.
september.
Forsvarsmenn fyrirtækisins ósk-
uðu eftir því að greiðslustöðvun sem
fyrirtækið hafði haft í þrjár vikur
yrði framlengd um þann hámarks-
tíma sem lög leyfa og var orðið við
því. Undanfarnar vikur hefur verið
unnið að því að endurskipuleggja
fjárhag fyrirtækisins.
Hafíst var handa við byggingu
hússins árið 1989 í kjölfar söfnun-
arátaks sem Lionshreyfingin stóð
fyrir til byggingar heimilis fyrir fjöl-
fatlaða einstaklinga sem þurfa á
mikilli aðhlynningu og þjónustu að
halda og tók Framkvæmdasjóður
fatlaðra einnig þátt í kostnaðinum.
Var húsið fullbúið fyrir tæpum
tveimur árum en staðið hefur á fjár-
veitingum til að hefja mætti starf-
semina og voru einstaklingarnir því
vistaðir á ýmsum öðrum sjúkra-
stofnunum. Fyrst í stað verða pláss
fyrir sjö manns á heimilinu.
Að sögn Guðmundar Árna Stef-
ánssonar er gert ráð fyrir að heils-
ársrekstur þessarar starfsemi kosti
um 20 milljónir króna.
Morgunblaðið/Kristinn
Síðasti siglingadómur
SIGLINGADÓMUR þingaði í síðasta skipti á þriðjudag þegar kveðinn var
upp sýknudómur yfír stýrimanninum á Eldhamri GK. Fyrir nokkru voru
samþykkt lög á Alþingi sem fólu í sér að Siglingadómur var lagður niður
en dómurinn hélt áfram starfsemi meðan afgreidd voru mál sem höfðuð
höfðu verið fyrir honum. Á myndinni sjást frá hægri Hafsteinn Hafsteins-
son hrl. veijandi í síðasta málinu, dómendurnir Jóhannes Ingólfsson, Þórir
H. Konráðsson, Friðgeir Bjömsson forseti Siglingadóms og dómstjóri Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, Hrafnkell Guðjónsson og Hörður Frímannsson og
lengst til vinstri Jónatan Sveinsson hrl. sem fiutti málið fyrir hönd ákæru-
valdsins. Hlutverk Siglingadóms var m.a. að fara með dómstörf í opinber-
um málum út af sjóslysum en framvegis verða þau mál dæmd í hinum
reglulegu héraðsdómum með tilkvöddum sérfróðum meðdómsmönnum.
Isfold kaupir frysti-
húsið á Eyrarbakka
Selfossi.
ÍSFOLD hf. í Reykjavík hefur
keypt frystihús Bakkafisks af
þrotabúi fyrirtækisins og áformar
að flytja starfsemi sína á Eyrar-
bakka og auka þar við hana.
Aðaleigendur Isfoldar eru bræð-
umir Kristinn og Sturla Erlendssyn-
ir. Fyrirtækið hefur verið með 7-20
manns í vinnu á Fiskislóð í Reykja-
vík. Kristinn sagði að strax yrði haf-
ist handa við að undirbúa flutninginn
austur og gerði ráð fyrir að þurfa
viðbótarstarfsfólk strax.
ísfold hefur starfað að hefðbund-
inni fískvinnslu ásamt því að vinna
hrogn úr bolfiski. Einnig vann fyri-
tækið um tíma að vinnslu á laxi.
Sig. Jóns.
Opinber heimsókn forseta íslands í Gunnarsholt
Afhending- landgræðsluverðlauna
VERÐLAUNIN afhent. F.v. Einar Þorsteinsson, Guðmundur Ingi Magnússon, sem tók við verðlaunun-
um fyrir hönd Guðrúnar Dagbjartsdóttur, frú Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri, Ragnar Borg fyrir Lionsklúbbinn Baldur og Gunnar Kristinsson fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Jarðvegseyðing verði
stöðvuð fyrir aldamót
Gunnarsholti.
FORSETI Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
kom í opinbera heimsókn í Gunnarsholt á Rang-
árvöllum í gær. Forsetinn minnti á að senn
líður að 50 ára afmæli lýðveldisins og að þjóð-
in yrði með samstilltu átaki að færa landinu
aftur gróðurmöttul sinn. Markmiðið væri að
ná varanlegum áfanga í að stöðva jarðvegseyð-
ingu fyrir árið 2000 undir kjörorðinu „græðum
ísland" og „Hvað get ég gert?“
Við hátíðlega athöfn í skrúðgarðinum í Gunnars-
holti afhenti forseti landgræðsluverðlaun til fjög-
urra aðila. Fjórir hlutu verðlaun: Guðrún Dag-
bjartsdóttir, Brekku, Öxarfjarðarhreppi, N.-Þing.,
en henni hefur tekist að breyta sandauðn í gró-
skumikið land skrýddu fjölbreyttum gróðri. Guðrún
er annáluð áhugakona um gróðurvemd og ber
skrúðgarður hennar á Brekku henni fagurt vitni;
Einar Þorsteinsson ráðunautur, Sólheimahjáleigu,
V.-Skaft., sem hefur starfað sem ráðunautur Bún-
aðarsambands Suðurlands í rúm 30 ár og verið
óþreytandi við að hvetja bændur til ræktunar land-
ins og leitt fjölda sjálfboðaliða til dáða við upp-
græðslu rofabarða og annarra jarðvegSsára og
hefur þar að auki unnið ötullega að ræktun skjól-
belta á heimajörð sinni. Þá hefur hann unnið sam-
fellt með félögum sínum í Lionshreyfingunni að
uppgræðslustörfum í 25 ár; Hitaveita Reykjavíkur
fékk verðlaun fyrir uppgræðslustarf það sem Hita-
veitan hefur staðið fyrir ásamt Vinnuskóla Reykja-
víkur á jörðum veitunnar í Grafningshreppi, Nesja-
völlum og Ölfusvatni; og loks hlaut verðlaun Lions-
klúbburinn Baldur í Reykjavík sem hóf upp-
græðslu við Hvítárvatn árið 1965. Hafa félagar
Gróðursetning
FRÚ Vigdís gróðursetti birkiplöntu sem fengin
var úr fyrsta landgræðsluskógi íslendinga,
Gunnlaugsskógi á Rangárvöllum.
hans handdreift miklu magni af áburði og fræi í
rofsár og örfoka svæði innan landgræðslugirðingár
og hefur landið breyst úr nöktum jökulmelum í
gróskumikið blómum prýtt land sem stingur í stúf
við þá miklu jarðvegseyðingu sem geisar utan girð-
ingar.
Að athöfninni lokinni var gestum boðið til kaffi-
drykkju í nýju húsi Landgræðslunnar, „Litlu-
Heklu“, en byggingarlag hússins á að minna á
samnefnt fjall. Húsið var formlega tekið í notkun
með því að forsetinn klippti á borða við inngang-
inn. I Litlu-Heklu verða skrifstofur Landgræðsl-
unnar og kynningarstarfsemi, en árlega sækir
fyrirtækið fjöldi gesta heim.
*
i
I
i
i
I
i
l
ísland féll í 5. sætíð á brídsmótínu >
Kvennaliðið vann fyrsta leik sinn gegn ólympíumeisturum Austurríkis
Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ÍSLENSKA karlaliðið náði sér ekki á strik í fyrstu tveimur leikjum
gærdagsins á Evrópumótinu í brids, gerði jafntefli við Spán og vann
Mónakó aðeins 17-13. Kvennaliðið vann hins vegar austurrísku
ólympíu- og Evrópumeistarana 19-9 í sínum fyrsta leik.
Spánveijar voru í 8. sæti þegar
íslendingar mættu þeim í 7. umferð
mótsins í gærmorgun. 1 fyrri hálf-
leiknum féllu öll spilin nema fíögur
en Spánverjar græddu á þremur
þeirra og staðan var 1-19 í hálf-
leik fyrir þá. í síðari hálfleik tóku
íslendingar á og voru komnir 24
stigum yfír þegar tveimur spilum
var ólokið. Þá fóru Spánverjarnir í
tvær þunnar slemmur sem unnust
og náðu að jafna leikinn aftur þeg-
ar íslendingar slepptu báðum slem-
munum.
Fyrri hálfleikurinn gegn Mónakó
var einnig tíðindalítill og í hléi voru
Mónakóbúar 8 stigum yfir. Islend-
ingar unnu síðari hálfleikinn með
20 stigum og leikinn 17-13 en
þessi úrslit ollu nokkrum vonbrigð-
' um þar sem Mónakó er í hópi neðstu
liðanna. Eftir 8 umferðir voru ís-
lendingar í 5. sæti með 149 stig.
Frakkar leiddu með 166 stig, Dan-
ir voru komnir í annað sætið mdð
161 stig eftir stórsigur á Norð-
mönnum, Hollendingar voru í 3.
sæti með 153 stig og Pólveijar í
4. sæti með 152 stig. Á eftiríslend-
ingum komu Svíar með 144 stig
og Bretar með 140 stig. 9. umferð-
in var spiluð í gærkvöldi og þá spil-
uðu íslendingar við Tyrki, en í dag
spila þeir við Slóvena og Svisslend-
inga.
Góð byrjun kvennaliðsins
íslenska kvennaliðið byijaði sitt
mót vel með sigri á Austurríki sem
er bæði núverandi Ólympíumeistari
og Evrópumeistari í kvennaflokki
og varð í 2. sæti á síðasta heims-
meistaramóti. ísland leiddi með 13
stigum í hálfleik og bætti 7 við í
þeim síðari og vann leikinn 19-9;
þær austurrísku fengu 2 vinnings-
stiga sekt fyrir að mæta of seint í
síðari hálfleikinn.
í annarri umferð í gærkvöldi sat
ísland yfír en spilar í dag við Breta
og ísrael.
Erfiðar alslemmur
Sagntækni íslenska karlaliðsins
hefur að venju skilað því mörgum
stigum. í 6. umferð gegn ísrael
voru Jón Baldursson og Sævar
Þorbjömsson eitt af fáum pörum
sem fann þessa alslemmu:
N/Enginn
Norður
♦ D6
¥ KG10962
♦ 9742
48
Vestur Austur
♦ K ♦ Á104
¥ Á ¥ 874
♦ ÁG10653 ♦ KD
♦ ÁD632 ♦ KG975
Suður
♦ G987532
¥ D53
♦ 8
♦ 104
Opinn salur
Vestur Norður Austur Suður
Sævar Birman Jón Seligm.
- 2 tíglar Dobl 4 tíglar
4 grönd 7 lauf// +1440 pass 5 lauf pass
Lokaður salur
Vestur Norður Austur Suður
Porat Þorl. Fohrer Guðm.
2 tíglar dobl 4 hjörtu
4 grönd pass 5 tíglar pass
6 tíglar
+940
í báðum sölum opnaði norður á
sagnvenju sem sýnir veik spil og
annanhvorn hálitinn og austur do:
blaði til að sýna opnunarstyrk. í
opna salnum báðu 4 tíglar norður
um að segja litinn sinn; í lokaða
salnum báðu 4 hjörtu Guðmundar
Þorlák um að passa eða breyta í 4
spaða eftir atvikum. Vestur sagði
4 grönd til úttektar í lágliti og eft-
ir að Jón valdi laufíð sagði Sævar
einfaldlega alslemmuna. Við hitt j
borðið hélt austur að 4 grönd
spyrðu um ása og svaraði einum
með 5 tíglum en vestur hélt að
hann væri að velja tígullitinn og lét
hálfslemmuna nægja.