Morgunblaðið - 17.06.1993, Side 25

Morgunblaðið - 17.06.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 25 Morgunblaðið/Þorkell Hver hreppir aðalhlutverkið? UNDIRBÚNINGUR að töku kvikmyndarinnar Bíódagar eftir Friðrik Þór *■— Friðriksson stendur nú sem hæst og er verið að velja strák til þess að leika aðalhlutverkið. Þegar er búið að velja 11 stráka úr um 200 drengja hópi og komu þeir allir saman í gær. Á myndinni eru níu þeirra, taldir frá vinstri: Guðmundur Pétursson, Ýmir Vigfússon, Örvar Jens Arnarson, Valdimar Hannesson, Höskuldur Eiríksson, Jón Þorri Jónsson og Hans Þór Hilmarsson. Þeir þykja koma til greina í aðalhlutverkið, sem er tíu ára dregngur. Standandi fyrir aftan eru svo Ivar Öm Sverrisson og Orri Helgason, sem koma til greina í hlutverk bróður hans, fimmtán ára pilts. Á næstunni skýrist hver verður valinn í aðalhlutverkið. Jarðfræðiferð, staðarskoðun og hestaleiga FARIÐ verður í jarðfræðiskoðun um Viðey laugardaginn 19. júní. Farið verður kl. 14.15 af Viðeyj- arhlaði. Bergtegundir og nátt- úrumyndir eru fjölbreyttar í Við- ey og verða skoðaðar undir leið- sögn Hauks Jóhannessonar jarð- fræðings. Ferðin tekur tæpa tvo tíma. Sunnudaginn 20. júní verður staðarskoðun. Hún hefst að venju kl. 15.15 í kirkjunni. Síðan verður næsta umhverfi skoðað, fornleifa- uppgröfturinn og útsýnið af Helj- arkinn. Að lokum verður skoðuð forngripasýningin í kjallara Viðeyj- arstofu. Kaffisala verður í Viðeyjarstofu báða dagana kl. 14-16.30. Báts- ferðir verða á klst. fresti frá kl. 13-17, á heila tímanum úr landi en á hálfa tímanum úr eynni. Hestaleiga tekur til starfa um þessa helgi, að öllu forfallalausu. Hún verður því væntanlega opin b'áða dagana og áfram eftir það. TÖLVUSKÓLI FYRIR BÖRN OG UNGLINGA, 10-16 ÁRA í sumar heldur Tölvuskóli Reykjavíkur 24 klst. 2 vikna tölvunámskeið. Námið miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og að koma nemend- um af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans. Farið er í eftitalin atriði: - Fingrasetning og vélritunaræfingar - Windows og stýrikerfi tölvunnar - Ritvinnsla - Teikning - Almenn tölvufræði - Töflureiknir - Leikjaforrit Áhersla er lögð á hagnýt verkefni sem nýtast við nám. Hóflegt verð. Innritun í síma 616699. Arleg há- tíð Odda- félagsins Hellu. ODDAFÉLAGIÐ gengst fyrir sinni árlegu Oddahátíð sem hefst með messu í Oddakirkju á Rangárvöllum sunnudaginn 20. júní kl. 11 árdegis. Sóknarprest- urinn sr. Sigurður Jónsson pred- ikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur en organisti verður Halldór Óskarsson. Að lokinni messu verða gróður- sett tré sem gefin hafa verið til staðarins, en að því loknu hefst dagskrá hátíðarinnar með skoðun nokkurra eyðibýla höfuðbólsins foma, s.s. For, Strympu, Kraga og Kumla undir leiðsögn Valgeirs Sigurðssonar á Þingskálum. Að því loknu mun rúta flytja þátttakendur um Rangárvelli þar sem komið verður við á Geldingalæk, Víkings- læk, Þingskálum og Koti. Þaðan verður haldið að Steinkrossi þar sem Einar Pálsson mun m.a. fjalla um stöðu og hlutverk þess staðar í ljósi kenninga sinna. Komið verð- ur að Odda um kl. 17, en þátttak- endur þurfa að greiða rútufarið sjálfir. NauðsyaJegt 'er að útbúa sig eftir veðri, með góða skó, hlífð- arföt og nesti. Tekið er við skrán- ingu til hádegis á föstudag á prest- setrinu í Odda. - A.H. ♦ ♦ ♦ Sólstöðuganga verður farin um land allt SÚ BREYTING verður á Sól- stöðugöngunni sem farin verður í níunda sinn nk. mánudag, 21. júní, á sumarsólstöðum að í þetta skipti verður gangan farin víða um land. Frá 1986 hefur gangan skipst í fjóra hluta: Næturgöngu kl. 24-8, morgungöngu kl. 8—12, dagsgöngu kl. 12-20 og kvöld- göngu kl. 20-24. Gangna verður í flestum tilfellum kvöldganga utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún verður sólarhringsganga. Næturgangan hefst á sunnudags- kvöld kl. 24 en kvöldgangan á mánudagskvöld kl. 20. Sólstöðu- göngunni lýkur svo alls staðar á mánudagskvöld á miðnætti kl. 24. GÖÐ NÝTING með Danfoss við stjórnvölinn frá inntaki til frárennslis Skynsamleg nýting á dýrmætum orkulindum okkar er nauðsyn. Þær eru ekki ótæmandi. Sjálfvirkir ofnhitastillar og þrýstijafnarar frá Danfoss standa vörð um nýtingu heita vatnsins í hitakerfum htisa. Með rétt upp- settum og rétt stilltum Danfoss búnaði, eykst ending orkulindanna. Jafnframt njóta notendur hámarks þæginda og ómældar fjárhæðir sparast í upphitunarkostnað. Leitið upplýsinga um Danfoss búnaðinn hjá okkur. OKKAR LYKILORÐ ERU GÆÐI, ÖRYGGI OG ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.