Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 17. JÚNÍ 1993 Fjölbreytt dagskrá á þjóöhátíðardeg’i Morgunblaðið/KGA ÍSLENDINGAR fagna með margvíslegnm hætti á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní. Auk hefð- bundinna viðburða verður brugðið út af vananum að ýmsu leyti. I Reykjavík ferðast fjall- kona t.d. um Tjörnina. Lands- menn geta líka reynt við ýmsar íþróttir fornar og nýjar. Reykjavík í höfuðborginni hefst þjóðhátíð- ardagskráin kl. 9.55 með sam- hljómi kirkjuklukkna. kl. 10.00 leggur Magnús L. Sveinsson for- seti borgarstjórnar blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðs- sonar í kirkjugarðinum við Suður- götu. Hátíðardagskrá hefst við Austurvöll kl. 10.40 með ávarpi Júlíusar Hafsteins borgarfulltrúa. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, leggur blómsveig frá ís- lensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp. Karlakór Reykjavíkur syngur þjóð- sönginn og tvö önnur ættjarðarlög. Eftir hádegi, laust fyrir 13.30, verður safnast saman á tveimur stöðum í borginni; við Hlemmtorg og við Hagatorg. Frá Hagatorgi verður gengið í skrúðgöngu í Hljómskálagarðinn. Frá Hlemmi fer skrúðganga niður Laugaveg að Lækjartorgi. Skátar ganga undir fánum og stjórna báðum göngun- um. í miðbænum verður boðið upp á ýmis atrið. Að sögn Gísla Arna Eggertssonar, dagskrárstjóra 17. júní hjá íþrótta- og tómstundaráði, ber mikið á tónlistaratriðum sem verða við allra hæfi, t.d. mun Kvennakór Reykjavíkur syngja í Ráðhúsinu. Þar verða einnig Óperusmiðjan og Ríó tríó. Bubbi Morthens verður í Lækjargötu kl. 16.30. Harmonikufélág Reykjavík- ur leikur og gömlu góðu dansarnir verða stignir á Þórshamarsplaninu við Tryggvagarð, þ.e. garð Al- þingishússins. Þess má einnig geta að í Arbæjarsafni ætla eldri borgar- ar að stíga dansinn ki. 13.30 undir stjóm Sigvalda Þorgilssonar og kl. 14.30 sýna félagar í glímufélaginu Ármannj glímu að fornum sið. Gísli Árni Eggertsson greindi frá því að Götuleikhúsið myndi starfa víðs vegar um miðbæinn, þarna yrðu á ferðinni tröll, álfar og „stór- kostleg í]allkona“ myndi ferðast um Tjörnina. I Hljómskálagarðin- um verða m.a. Mikki refur og Lilli klifurmús. Tónleikar hefjast kl. 17.00 á Lækjartorgi en á þeim verður gert hlé kl. 18.30. Kl. 20.20 hefst hljóm- sveitarflutningur á nýjan leik og verður leikið til kl. 00.15. Strætisvagnar Reykjavíkur fylgja helgidagaáætlun, þ.e. aka á 30 mín. fresti, en aukavögnum verður bætt á leiðir þar sem mestu flutningarnir verða. Vegna hátíðar- haldanna í Lækjargötu breytast viðkomustaðir og akstursleiðir nokkurra vagna. Miðbæjarstöðvar SVR í Hafnarstræti og í Tryggva- götu verða við Bakkastæði og Toll- stöðina. Síðustu ferðir frá miðbæn- um verða um kl. 1.00 eftir mið- nætti. Kópavogur I Kópavogi eru hátíðarhöldin í umsjá íþróttafélagsins Gerplu, skátafélagsins Kópa og Leikfélags Kópavogs. Einar Sigurðsson hjá íþróttafélaginu Gerplu sagði að hátíðarhöldin byijuðu kl. 10.00. Þá myndi skólahljómsveit Kópavogs leika við Kópavogshælið. Á sama tíma hæfist víðavangshlaup fyrir 16 ára og yngri við Vallagerðisvöll. Töframaður mun sýna listir sínar kl. 13.00 við Menntaskólanum í Kópavogi og síðan verður skrúð- ganga að Rútstúni við nýju sund- laugina. Einar sagði að göngumenn mættu vænta ýmissa viðburða á leiðinni, t.d. vildu hjálparsveitar- menn síga niður Hamraborgina. Á Rútstúni ávarpar Sigurður Geirdal bæjarstjóri viðstadda en einnig halda ræður nýstúdent og fjallkon- an. Einar Sigurðsson vildi koma því skýrt á framfæri að hátíðarhöldin á Rútstúni yrðu með léttu yfir- bragði. Frá kl. 11.00 fram til 19.00 yrði tívolí og „karneval-stemmn- ing“ á Rútstúni og margt í gangi í einu svo eitthvað ætti að verða við allra hæfi. Fimleikar og glíma, brúðuleikhús o.fl. Hátíðarhöldun- um lýkur kl. 19.00. Hafnarfjörður Hafnfirðingar hefja sína þjóðhá- tíð kl. 8.00 en þá draga skátar fána að húni. Kl. 10.00 verður hátíðarmót íþrótta- og leikjanám- skeiða og knattspyrnumót yngri flokka Hauka og FH verður á Víði- staðatúni. Eftir hádegi, kl. 13.30, hefst dagskrá í Hellisgerði. Þar leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karla- kórinn Þrestir syngur. Séra Einar Eyjólfsson verður með helgistund. Frá Hellisgerði verður farið í skrúð- göngu að Víðistaðatúni klukkan 14.15. Þar flytur Þórir Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar setn- ingarræðu og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og ráðherra ávarpar viðstadda. Fjallkonan mun einnig tala til Hafnfirðinga. Svo verða skemmtiatriði, t.d. Bjössi bolla og vinir hans. Kl. 17.15 hefst keppni Hauka og FH í handknatt- leik í íþróttahúsinu við Strandgötu. Um kvöldið verður dagskrá á Víðistaðatúni, þá munu m.a. Flens- borgarkórinn og norrænn vinabæj- arkór flytja söngleikjasyrpu og Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila. Síðar um kvöldið leika hljómsveit- irnar List og Nýdönsk fyrir dansi til kl. 00.30. Einnig má geta þess að Hljómsveit Þórðar Marteinsson- ar leikur fyrir gömlu dönsunum í félagsmiðstöðinni Vitanum frá kl. 21.00 til 00.30. Seltjarnarnes Á Seltjarnarnesi verða hátíðar- höld með hefðbundnum hætti. Kl. 13.30 verður farið í skrúðgöngu frá dælustöðinni við Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðarhöldin fara fram. Á Eiðistorgi spilar lúðra- sveit Tónlistarskólans og fjallkonan flytur ávarp. Hátíðarræðuna flytur Guðjón Halldórsson fyrrum aðstoð- arforstjóri Fiskveiðasjóðs. Á Eiðis- torgi dansa dansarar úr Dansstúdí- ói Sóleyjar jazzballett og félagar úr Lúðrasveitinni flytja leikþátt. Bossanova-bandið mun einnig spila. Mosfellsbær Sunddeild UMFA (Ungmennafé- lagsins Aftureldingar) byijar hátíð- arhöldin í Mosfellsbæ með innanfé- lagsmóti yngri félaga sem hefst kl. 9.30 i Varmárlaug. Við þetta tækifæri fara tveir læknar á Reykjalundi í koddaslag og „furðu- boðsund" verður milli starfsmanna nokkurra fyrirtækja í bænum. Kl. 11.30 verður hið árlega víðavangs- hlaup UMFA og verður keppt í öll- um aldursflokkum. Eftir hádegi, kl. 13.30, verður safnast saman við verslunina Nóa- tún og gengið að íþróttahúsinu. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leið- ir gönguna. Við íþróttahúsið hefst fjölskylduskemmtun kl. 14.00. Þar verður blönduð dagskrá, t.d. flytur Söngsmiðjan atriði úr söngleiknum Cats, hjólaskautatrúðurinn Jóki sýnir listir sínar og Karlakórinn Stefnir syngur. Fleira verður gert til hátíðar- brigða víðs vegar í Mosfellsbæ: Á Malarvelli verður hestasýning og hestamannafélagið Hörður býður börnunum á bak að sýningu lok- inni. Á Varmárvelli bjóða íþrótta- deildir UMFA í margs konar leiki og þrautir. Kaffiveitingar verða í Hlégarði. Flugklúbbur Mosfells- bæjar verður með opið hús á Tungubökkum og Björgunarsveitin Kyndill sýnir tæki sín og útbúnað við Varmárvöll. Á Hafravatni býður tómstundaráð uppá seglbrettasýn- ingu kl 17.15 og geta áhugasamir fengið að spreyta sig að sýningu lokinni. . Um kvöldið hefst við íþróttahús- ið kvöldskemmtun fyrir unga fólk- ið. Þar koma fram ungar hljóm- sveitir í Mosfellsbæ. kl. 21.15 skemmtir fjöllistamaður, „The Mig- hty Garet“, og Gysbræður skemmta um kl. 22.00. Eftir skemmtiatriðin mun hljómsveitin Sirkus Babalú spila til kl. 00.30. í Hlégarði verður eftir kl. 21.30 opið hús með kráarstemmningu fyrir 20 ára og eldri. Hveragerði Hátíðarhöldin hefjast í Hvera- gerði kl. 10.00 með fánahyllingu á íþróttavellinum, en svo verður öll- um boðið í hjólaþrautir. Til skrúðgöngu verður safnast á tveimur stöðum kl. 13.30. Lagt verður af stað frá horni Grænu- markar og Heiðmarkar og frá horni Laufskóga og Heiðmarkar. Göngur sameinast á Breiðmörk og halda í Laugaskarð þar sem hátíðardag- skrá hefst kl. 14.00. Þar messar séra Tómas Guðmundsson. Ingi- björg Sigmundsdóttir forseti bæjar- stjórnar flytur setningarræðu og áyörp ijallkonu og nýstúdents verða flutt. Síðdegis mun Kvenfé- lag Hveragerðis selja kaffi við grunnskólann og á sama stað býð- ur Hestamannafélagið Ljúfur börnunum á hestbak. Við íþrótta- húsið verður skemmtidagskrá þar sem fjölskyldan getur brugðið á leik, t.d. í blöðruslag. Um kvöldið verður dansleikur fyrir alla við Shellskálann en diskótekið Ó Dolly mun sjá um tónlistina fram til 24.00, en þá lýkur skemmtana- haldi. Blönduós Skátafélagið Bjarmi sér um há- tíðarhöldin á Blönduósi. Kl. 8.00 árdegis verður fáni íslands hylltur. Um morguninn verður boðið upp á ýmislegt til upplyftingar, t.d. mun Flugklúbburinn Haukar bjóða út- sýnisflug fyrir 100 krónur og Hestamannafélagið Neisti bjóða fólki á hestbak. Milli kl. 13.00 og 13.30 verður safnast saman við leikskólann. Þat verða öll börn leik- skólans máluð og fá fána sem fyrir- tæki á staðnum gefa. Leikskóla- börn frá Skagaströnd koma og fá fána frá sinni heimabyggð. Kl. 13.30 verður skrúðganga frá leikskólanum til Fagrahvamms þar sem fulltrúi bæjarstjórnar setur hátíðina og fjallkonan kemur fram. Gunnar Eyjólfsson skátaforingi mun flytja hátíðarræðu. Síðdegis geta íbúar Blönduóss og aðrir viðstaddir margt gert til gamans og fyrir börnin verður reið- hjóla- og þrautakeppni við grunn- skólann. Um kvöldið, 20.30-22.00 verður fjölskylduskemmtun í Fagrahvammi með varðeldasniði. Verður blandað saman söng og leik. Morgunblaðið/Þorkell Unnið hörðum höndum FULLTRÚAR allra kynslóða komu saman á fjölskyldudegi Borgar- spítalans um síðustu helgi. Þar gafst fólki meðal annars kostur á að gróðursetja tré á lóð spítalans. Sumir létu ekki þar við sitja heldur hristu af sér slenið og tóku þátt í Borgarspítalahlaupinu. Þá var Röntgendeild Borgarspítalans opin í tilefni dagsins og gátu fjölskyldurnar kynnt sér starfsemi hennar. Dagskráin bauð upp á fjölmargt fleira en að loknum erfiðum degi mátti líta afrakstur erfiðisins; fjölda nýrra trjáa á lóð spítalans. LAMBAKJ ÖT E R BEST Á GRILLIÐ Grillkótilettur beint ágrilUð með a.m.k. 15% grillafslætti I næstu verslun færðu nú lambakjöt á albragðstilboði, - tilbúið beint á grillið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.