Morgunblaðið - 17.06.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 17.06.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Fyrsta ræða breska fjármáiaráðherrans Megináhersla á aukinn hagvöxt London. The Daily Telegraph. KENNETH Clarke, nýskipaður fjármálaráðherra Bretlands, hélt á þriðjudag sína fyrstu ræðu frá því hann tók við embættinu. Gaf hann þar í skyn að hann hygðist taka upp aðrar áherslur en forveri hans i embætti, Norman Lamont, og leggja mesta áherslu á hagvöxt og bætt lífskjör. Clarke sagðist áfram ætla að standa við það meginmarkmið forvera síns að halda verðbólgu niðri en bætti við: „Lág verðbólgu getur ekki verið eina markmið efnahagsstefnunnar." Hann sagði Breta vera á leið út úr efnahagslægðinni þó að vísbendingar um það væru ekki einhlítar. Lagði Clarker mikla áherslu á mikilvægi viðskiptalífsins í að stuðla að hag- vexti og sagðist vilja ná tökum á ríkis- útgjöldunum með aðhaldi og hag- vexti. Hann sagðist þó ekki mundu hika við að hækka skatta reyndist það nauðsynlegt. Þótti tónninn í ræðu Clarke vera mjög frábrugðin þeim sem menn voru vanir við frá Lamont. Minni áhersla var lögð á peningastefnu en meiri á þau pólitísku markmið sem ríkis- stjómin yrði að ná til að bæta stöðu sína gagnvart kjósendum. Hann minntist ekkert á framboðs- hlið hagstjórnar sem forverar hans í embætti töldu lykilinn að árangri. Framboðshlið hagfræðinnar leggur mesta áherslu á að draga úr höftum í hagkerfinu og þegar Margaret Thatcher var við stjómvölinn barðist hún m.a. fyrir því að draga úr valdi verkalýðsfélaga, auka frelsi á pen- ingamarkaði og í bankakerfínu. Nýi fjármálaráðherrann tók eins og áður sagði einnig afstöðu gegn því að meginmarkmið ríkisstjómar væri að halda niðri verðbólgu. „Hag- vöxtur og bætt lífskjör eru þau mark- mið sem öll efnahagsstjórnun hlýtur að stefna að,“ sagði hann og bætti við að til að ná þessum markmiðum myndi hann láta vaxtaákvarðanir stjómast af aðstæðum hveiju sinni. * Reuter A flótta undan frægðinni POPPSÖNGVARINN Elton John var í Tel Aviv í ísrael í gær en þar ætlaði hann að halda tónleika í gærkvöld. Bjó hann á hó'teli í bænum en svo mikill var atgangurinn í aðdáendum hans, að hann sá þann kost grænstan að forða sér burt. Hér er hann á hlaupum ásamt lífverði sínum en skömmu síðar fór hann frá ísrael með flugvél. Hart deilt um skilgreiningu mannréttinda á Vínarráðstefnunni Kína sakar Vesturlönd um einstrengingshátt Friðarsinnar HANDHAFAR Friðarverðlauna Nóbels funduðu með fréttamönnum á mannréttindaráðstefnunni í gær. Riguberta Menchu frá Guate- mala hefur hér orðið, en við hlið hennar situr Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta. DJUPSTÆÐUR ágreining- ur er kominn upp á mann- réttindaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í Vín. Fulltrúar Vesturlanda fara fram á strangar reglur um algild mannréttindi, en full- trúar þróunarlanda og Asíu- ríkja krefjast sjálfsákvörð- unarréttar og að menning þeirra og hefðir séu virtar, og hafa varað við hugmynd- um Vesturlanda um ein- skorðaða skilgreiningu á hugtakinu mannréttindi. Warren Christopher,. utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Bo- utros Boutros-Ghali, yfírmaður SÞ, sögðu við setningarathöfn ráð- stefnunnar sl. mánudag að mann- réttindabrot kæmu öllum við og að þeir sem gerðu sig seka um slík brot, hlytu að verða kallaðir til ábyrgðar. Christopher hvatti við það tækifæri til þess að stofn- að yrði embætti yfirmanns mann- réttindamála á vegum SÞ, sem og rfíannréttindadómstóll. Rússar, Evrópubandalagið og aðrir fulltrú- ar Vesturlanda tóku í sama streng. Engin samstaða Til þess að svo megi verða þarf að nást samstaða á ráðstefnunni, en að sögn fulltrúa eru litlar líkur til þess að slík samstaða náist. Deiluaðilamir tveir, Vesturlönd og Asíulönd, eru ekki einungis ósam- mála um hvað beri að telja til grundvallarréttinda mannkyns, heldur einnig um hvort samfélag þjóða heims hafí rétt til að gæta þess að slík réttindi séu virt um allan heim. „Að saka aðrar þjóðir um að virða ekki mannréttindi og vilja þröngva þeim hugmyndum sem ríkja í manns eigin landi upp á aðrar þjóðir, jafnast á við atlögu að sjálfstæði þeirra,“ sagði Liu Huaqiu, utanríkisráðherra Kína, í ávarpi á ráðstefnunni. Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, tók í sama streng þegar hann ávarpaði ráðstefnuna í gær, og sagði að SÞ og aðrar alþjóðastofnanir væru leppar valdaaðila sem þröngvuðu eigin hugmyndum um mannréttindi upp á þá sem væru fátækir og veikir fyrir. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, brást harkalega við og bað ráðstefnugesti að láta ekki „hóp málþófsmanna" koma í veg fyrir að árangur næðist. „Hér eru sendinefndir ríkja sem hafa aldrei verið reiðubúin að samþykkja grundvallaratriði um mannrétt- indi. Nú vilja þau segja: Mannrétt- indayfirlýsingin á ekki við í okkar tilviki," sagði Carter. Metflug Airbus París. Reuter. FRÖNSK Airbus A-340 lagði í gær af stað í 19.100 kíló- metra flug frá París til Auck- land á Nýja Sjálandi í einum áfanga. Gangi allt að óskum verður það lengsta flug sem farþegaflugvél hefur flogið. Flugvélin lagðj upp frá Le Bourget flugvellinum í París og er áætlað að flugið taki 22 klukkustundir. Leiðin liggur yfir norðanverða Evrópu, Rúss- land, niður með Japansströnd- um, til Nýju Kaledoníu og það- an til Nýja Sjálands. Venjulega tekur það 24 stundir að fljúga þessa leið ef frá er talin að minnsta kosti ein millilending til eldsneytistöku en Airbus- þotan á hvergi að lenda á leið- inni. Franskur flugstjóri og bresk- ur aðstoðarflugmaður voru við stjórnvölinn í upphafi ferðar en fleiri flugmenn voru með til að leysa þá af hólmi. AIls eru ferðalangar 20, þar af þýsk flugfreyja og nokkrir blaða- menn. Airbus A-340 þotan er fjög- urra hreyfla og ein nýjasta smíði evrópsku flugvélaverk- smiðjanna Airbus Industrie. Á heimleiðinni frá Nýja Sjá- landi mun þotan fljúga áfram í austurátt, um Kyrráhaf, yfir Alaska og heimskautahéruðin, þaðan niður yfir Bretlandseyjar áður en hún lýkur hringferð um hnöttinn í París um hádegi á morgun, föstudag. ... þú verður að smakka það! tm wmm 5 Continents er ný kaffíblanda frá EL MARINO í MEXICO. % mm heildsala & dreifing; S: 686 700 100% ARABICAKAFFI %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.