Morgunblaðið - 17.06.1993, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1993
^U)
ÓSKAR HALLDÓRSSON ALDARMINNING
Athafnaskáld fæðist granda-
lausum hjónum á Akranesi
1951 að safnið var opnað með 33
styttum af íslenzkum og útlendum
mönnum eyddi Óskar miklum tíma
í safnið og morðfjár.
Grálúðan
Óskar varð fyrstur manna til
að gera útflutningsverðmæti úr
S'álúðunni og hafði báta í
lafsfirði til þeirra veiða á haustin.
Grálúðuna flokkaði hann og saltaði
og seldi til Belgíu. Þetta var 1938
og það ár breytir hann íshúsi sínu
í hraðfrystihús.
eftir Ásgeir
Jakobsson
ÞEGAR gert er barn er rennt blint
i sjóinn. Ekki eru það nein tíðindi
-«g heldur ekki það, að enginn viti
að hvers konar manni bamið verði.
Jafnan er það svo, að foreldrið
býst við sínum líka, ekki sízt vill
faðirinn hafa það merkjanlegt, að
hann sé faðirinn, en mæðumar,
að barnið líkist sem mest sér.
Það var hinn 17. júní, að þeim
hjónum, sem þá bjuggu á Akra-
nesi, Guðnýju Jónsdóttur Ottesen,
veitingakonu, og Halldóri Guð-
bjamarsyni, dugandi formanni,
fæddist sveinbam og ekki hljóð-
lega. Sveinninn kom foreldrum sín-
um á óvart með því að vera engum
líkur nema sjálfum sér og ljósmóð-
urinni á óvart með því að spyija:
— JJvar er sfldin? Fólki þótti mikil
undur að spumingu barnsins, sem
von var, og myndi þessum hjónum
fæddur mikill athafnamaður, sem
var stórt orð í þennan tíma. Því
fylgdi mikill höfðingdómur, fyr-
irsjónarmaður í plássi við sjóinn.
Hitt sá blessað fólkið ekki fyrir,
að meira mundi skeð hafa og þeim
hjónum fæðst athafnaskáld. Fædd-
ur var sem sé_ athafnaskáldið _„ís-
landsbersi“. (Úr handriti að Ósk-
arssögu.)
- — Ætlunin var að minnast þess
að 100 ár eru liðin frá fæðingu
Óskars Halldórssonar með því að
rekja sitthvað úr athafnaferli hans,
en það var náttúrulega misreiknað
að ætla að fá eitthvert hald í þá
frásögn alla í blaðagrein. Svo að
hér var brugðið á það ráð að texta
nokkrar myndir, enda væntanleg
bók.
í þjóðsögunni af Óskari Hall-
dórssyni er hann maður hinna
miklu sviptinga, ýmist að hann
ætti ekki fyrir mat eða hafði morð-
fjár handa á milli. Þetta er rétt,
Öskar átti á stundum ekki lausafé
fyrir mat og hann var einnig stund-
úm með fullar hendur fjár svo sem
segir í vísuhelmingi Sigurðar á
Laugabóli sem hann orti um Óskar
fimmtugan:
Glímdi oft um fremd og fé,
fann og missti gróðann.
Fjórum sinnum féll á kné,
í fimmta skiptið stóð hann.
Óskar fór nefnilega aldrei nema
á hnén í rekstri. Sveiflurnar voru
eftir árum eins og gengur í sjávar-
útvegi, miklar, en aldrei algert lát.
Almenna sagan af Óskari er sú,
að í 33 ár var hann oftast einn
af stærstu síldarsaltendum lands-
ins og sum árin hæstur með sölt-
iin. Þessi rekstur féll aldrei niður
'*Slt frá 1919—’53. Hann saltaði
sum sumrin á mörgum höfnum.
Öll hin sömu ár var hann sá, sem
frysti mest af síld til beitu, sem
hann seldi um allt land, og hafði
um tíma í förum kæliskáp til flutn-
inga, en annars lét hann einnig
frysta fyrir sig síld til beitu á hin-
um ýmsu stöðum. Þessi rekstur
féll aldrei niður.
Árið 1916 hafði hann byijað að
bræða lýsi og verka hrogn og átti
um tíma 11 lýsisbræðslur hér og
þar í verstöðvum. Þessi rekstur
íéll aldrei niður, þótt einnig hann
væri mismikill.
Óskar átti alltaf skip fyrir landi,
sum árin allt að tíu skip og báta,
átti hlut í bátum, leigði báta, en
yfirleitt var hann aila tíð í hópi
hinna stærri útgerðarmanna lands-
ins, útgerðarreksturinn féll aldrei
niður og var oftast mikill.
Margar eru skýringamar á þess-
um undarlegheitum að atvinnu-
rekstur Óskars féll aldrei niður,
þótt lægðimar væru djúpar.
Samtímamenn hans, sem mikil
kynni höfðu af honum sögðu hann
úrræðabezta mann, sem þeir höfðu
nokkum tímann þekkt. Samfara
þessu bar hann með sér mikinn
mann, hann var manna mestur að
vexti, svipmikill, skemmtilegur, vel
máli farinn og fólki mjög geðfelld-
ur. Miklu hefur það einnig skipt,
að hann var alltaf að vinna ein-
hver þjóðnytjaverk, aldrei í neinu
peningabraski, gróðahyggja af því
tagi varð ekki fundin með honum.
Það skynjuðu menn, að hann vildi
láta gott af sér leiða, öll hans verk
voru þess eðlis að hann ætlaði
þeim að nýtast almenningi. Óskar
var þjóðemissinnaður í grunn, heil-
steyptur í framfarahugsjón alda-
mótakynslóðarinnar.
Venjan er að hefja þar fyrst
sagna af Óskari, að hann hafi ver-
ið fyrstur manna að rækta tómata
á íslandi, en Óskar var búfræðing-
ur að mennt og hafði kynnt sér
garðrækt í Danmörku. Óskar átti
sér stutta en góða sögu í búnaðar-
starfi sínu, garðyrkju á Reykjum
og plæingarmaður hjá Búnaðarfé-
lagi Kjalamess.
Jafnframt þessu fékkst hann við
hrossaprang um Suðurland og uppí
Borgarfirði;. í þeim leiðangri _gafst
honum konan 1915 Guðrún Olafs-
dóttir frá Litla-Skarði í Stafholtst-
ungum. Óskar þótti hinn röskvasti
Laxness sagði manninn gáfaðan, Sveinn Benediktsson mestan at-
hafnamann, vesalingar sögðu hann góðan í sér.
Eiríksstaðir
Áhugamaður, sem Óskar var um
foma frægð þjóðar sinnar og
Grænlandsvinur, vildi hann halda
til Eiríks rauða. Tóftir áttu að vera
til af Eiríksstöðum í Haukadal í
Dalasýslu og í landareign Stóra-
Vatnshoms. Þar sem Leifur Eiríks-
son hafði fæðst á þessum bæ jók
það vitaskuld enn á gildi tóftanna.
Óskar keypti býlið Stóra-Vatns-
horn og þar með tóftina. Hann lét
mála tóftina og dalinn og færði
Bandaríkjamönnum myndina til
minningar um Leif heppna.
Sanddælan
Ætli Óskar sé ekki fyrstur
manna til að kaupa sanddælu til
landsins? Hann var að leita sér
fyrir um hana þegar hann keypti
steinpramma í leiðangri til
Englands 1946 og það var mikið
bras hjá honum. Tæki lágu ekki á
lausu fyrst eftir stríðið. Það þurfti
að fá útflutningsleyfi fyrir tækjum
og skipum. Hann var búinn að fá
hingað upp öfluga sanddælu og
hún komin í gagnið í höfnum. 1948
keypti Óskar bát undir dæluna.
Þessa sanddælu seldi Óskar ríkinu,
þegar Flugfélag íslands var að
byggja Akureyrarflugvöll.
Hæringur
Þegar síldin gekk í Sundin og
Kollafjörð og síðar Hvalfjörð
haustið 1946, og af krafti um vet-
urinn 1947 frammí marz 1948,
reyndist Óskar mikill bjargvættur
síldarmönnum, útvegaði í skyndi
Söltunarstöðin á Bakka. Árið 1919 hóf Óskar
síldarsöltun. Hann saltaði þá á þremur litlum
plönum á Siglufirði. Þá saltaði hann næst á
Djúpuvík, en 1923 keypti hann Bakkastöðina
á Siglufirði og við þá stöð var hann lengi
kenndur, „Óskar á Bakka“. Hann missti þessa
stöð þrisvar og keypti hana einnig þrisvar, í
fjórða skiptið seldi hann stöðina. Alls saltaði
hann í 8 ár á Bakka.
Óskar reisti íshús á Bakka, sem hann lét fljót-
lega vélar i og það varð eitt af fyrstu hrað-
frystihúsum landsins. Óskar byrjaði snemma
að frysta síld til beitu og var alla tíð mesti
beitusali landsins. Hann seldi beitu um allt
land og einnig mikið til Færeyja. Hann lét
frysta fyrir sig víða og átti sjálfur frystihús
á þremur stöðum. Á myndina af húsakostinum
vantar hluta af kvennabragganum og
geymsluhús.
Á árunum eftir 1940 keypti Óskar íshús og
söltunarstöð Ásgeirs Péturssonar og stöð
Friðriks Guðjónssonar og gengu þær síðar
undir nafninu Jarlsstöðin sf. Jarlinn var eitt
af félögum þeim, sem Óskar átti sem aðaleig-
andi. Hann átti lengi ein þijú slik. Bakka
hf., sf. Jarlinn og Óskar Halldórsson hf. og
víðar var hann aðili að stórum hlutáfélögum.
Hrogn og lýsi á Skildinganessmelum 1923.
maður í öllum þessum störfum.
Ekki reyndizt sízt um kvonfangið.
Hann var staddur í stofu á Hreða-
vatni, þegar hann sá stúlku bregða
fyrir glugga og sagði: „Þessa
stúlku vil ég eiga. Við sláum upp
balli í kvöld.“ Frá Hreðavatni hélt
Óskar áfram hrossapranginu trú-
lofaður.
En honum urðu leiðir veturnir í
þessum starfa og því verður það,
að hann fær grun um að það geti
verið ábatasamt að bræða lifur og
á 23ja ára aldursárinu tekur hann
sig til á þorranum 1916 og heldur
af stað úr Reykjavík austur yfir
Hellisheiði með hest undir
bræðsluáhöldin. Hann fékk á sig
hið versta hríðarveður og svo mikla
fönn, að klárinn óð skaflana í miðj-
ar síður, baggamir tolldu ekki á
klárnum og hann varð að bera
potta sína og teyma klárinn.
Ferðinni var heitið til Þorláks-
hafnar, en þar voru menn fyrir að
bræða og Óskar hélt til Stokkseyr-
ar og þar var hið sama, þá reyndi
hann á Eyrarbakka, enn fékk hann
ekki komið sér niður, en þá hélt
karl áfram og nú til Herdísarvík-
ur. Þar var þá útræði. Þar gat
Óskar komið sér fyrir og átti 16
föt af meðalalýsi í vertíðarlok.
Nokkrum árum síðar átti hann 11
lýsisbræðslustöðvar. Ein þeirra var
Hrogn og lýsi í Reykjavík.
Vaxmyndasafnið
Óskari var mikil eftirsjón að
syni sínum Theodór, sem fórst með
Jarlinum, og vildi minnast hans
veglega. Allt frá 1943 og þar til
mörgum hæfilega grunnar nætur
utan lands frá.
Óskar hafði lengi átt þann
draum að koma sér upp stórri síld-
arverksmiðju og unnið að því að fá
í hana vélar og hafði fengið leyfi
til að reisa hana og ætlaði að reisa
hana á Siglufirði. Hann venti nú
sínu kvæði í kross og fór að vinna
að þeirri hugmynd að kaupa
bræðsluskip til að bræða Hval-
fjarðarsfldina. Því að mikill kostn-
aður og mannhætta var að því að
flytja síldina norður svo sem varð
að gerast.
Stofnað var hlutafélag um Hær-
ingskaupin og lagði Óskar fram
einn fjórða hlutafjárins á móti rík-
inu og nokkrúm öðrum hluthöfum.
Vélar þær, sem hann hafði ætlað
í eigin verksmiðju, fóru svo í Hær-
ing.
Síldin hvarf úr Hvalfirðinum
síðla vetrar 1948 og Hæringur
nýttist ekki og »ar seldur til Nor-
egs og þar sagður hafa reynzt hið
mesta gróðafyrirtæki, og svo hefði
trúlega orðið hér, ef síldin hefði
ekki brugðizt. Óskar tapaði stórfé.