Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.06.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Aldarminning Kristinn Bjarnason Fæddur 18. júní 1893 Dáinn 9. aprfl 1976 Árið 1908 réðst Kristgerður Oddsdóttir frá Hvammi í Holtum í Rangárvallasýslu í vinnumennsku norður í Sigurðarstaði á Sléttu og hafði með sér þijú bama sinna. Hún var þá búsett í Reykjavík. Ekki varð dvöl Kristgerðar löng fyrir norðan því að hún hvarf þaðan eft- ir eins árs vist. Eitt bamanna, sem hún hafði með sér norður, varð þar eftir, Kristinn Bjamason, ílentist þar og dvaldist til æviloka, lengst af á Húsavík, þar sem hann lést 9. apríl 1976. Kristinn fæddist í Holtum í Rang- árvallasýslu 18. júní 1893, eitt af átta bömum hjónanna Bjama Sím- onarsonar, sem ættaður var úr Rangárvalla- og Ámessýslu, og konu hans Kristgerðar Oddsdóttur, sem áður er nefnd. Þegar Kristinn var þriggja ára varð sá atburður í Holtum sem reyndist íjölskyldu hans afdrifarík- ur, þá reið yfir Suðurlandsjarð- skjálftinn svonefndi árið 1896 þeg- ar jörð skalf á stóru svæði. Holts- bærinn hrandi og gaflhlaðið kom inn á gólfið í baðstofunni. Það mundi Kristinn fyrst til sín, er þessi atburður varð, að hann sagði: „Á ekki að taka mig út?“ Var honum ásamt fleiram úr fjölskyldunni bjargað út um glugga. Engan mann sakaði í Holtum en fólkið þar og margur fleiri gisti Marteinstungu- kirkju næstu daga og nætur. Mátti segja að snemma kæmu kirkjur við sögu Kristins Bjamasonar og eftir- minnilega. Næstu misserin hafðist Qölskylda Kristins við á ýmsum stöðum en stutt í senn. Fyrst lá leiðin til Eyrar- bakka, síðan í Tryggvaskála og til Reyfcjavíkur 1898. Faðir Kristins var hagur maður og fékkst nokkuð við jámsmíði. Hafði hann mð höndum að herða stögin eða strengina sem héldu uppi Ölfusárbrúnni. Einnig stundaði hann byggingarvinnu, fékkst við viðgerðir á kútteram og var á sjó flestar vertíðir. Þegar til Reykjavíkur kom fékkst Kristinn við blaðburð, bar m.a. út blaðið Ingólf og kynntist þá Bene- dikt Sveinssyni, sem síðar varð þingmaður Norður-Þingeyinga. Tókust góð kynni með Kristni og Benedikt og Þórði bróður Bene- . dikts. Veturinn 1907-1908, þegar Kristinn var 13 ára, vann hann við afgreiðslu í Sölutuminum sem þeir áttu Ólafur G. Eyjólfsson, heildsali, Einar Gunnarsson, blaðamaður og Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt, sá sami og teiknaði Húsavíkurkirkju. Þama vann Kristinn með Júlíusi Ólafssyni, búfræðingi. Oft lagði Benedikt Sveinsson leið sína i tum- inn til að hitta Júlíus og af þeim félögum lærði Kristinn að spila lom- ber og hafði lengi yndi af spila- mennsku. Skólaganga Kristins varð ekki löng um dagana, aðeins einn og hálfur vetur í bamaskóla í Reykja- vík hjá Ásgrími Magnússyni, Berg- staðastræti 3. Vegna kynna Kristgerðar, móður Kristins, við Guðrúnu Björnsdóttur, bæjarfulltrúa í Reykjavík, systur séra Halldórs á Presthólum, N- Þing., réðst Kristgerður norður á Sléttu árið 1908 eins og áður get- ur. Höfðu þau hjón, Bjarni og Krist- gerður, þá slitið samvistir og því æmir erfiðleikar hjá móðurinni að framfleyta sér og þeim börnum sem vora í hennar umsjá. Haustið 1908 réðst Kristinn sem fjármaður í Presthóla til séra Halldórs Bjama- sonar og dvaldi á því heimili næstu 15 árin þar sem vinnuhjú tolldu vart meira en árið. Gekk Kristinn þar jafnan undir nafninu Presthóla- Kiddi. Vel fór jafnan á með honum og presti og kært var með Kristni og systurdætram prests. Var dvölin í Presthólum Kristni jafnan hug- stæð. Bað hann Svein Þórarinsson, listmálara, löngu síðar, að mála fyrir sig mynd af kirkjunni og gamla bænum á Presthólum og er málverkið nú í eigu Karólínu, dóttur Kristins. Einn varð sá atburður í tíð Krist- ins á Presthólum er þótti tíðindum sæta. Klerkur átti stórt bú á þess tíma mælikvarða, á fjórða hundrað fjár. Útibeit var góð og því reynt að beita fé eins og hægt var. Eitt sinn var það rekið til beitar að morgni dags í sæmilegu veðri en ljótu útliti og stórsjór var úti fyrir. Gætti Kristinn fjár heima við en er á daginn leið flaug honum í hug að forvitnast um hvort útifjármaður hefði rekið fé sitt til borgar, en fjár- borg var það kallað þar sem féð var geymt. Hljóp Kristinn af stað. Var þá komin öskustórhríð. Eftir nokkra leit fann hann féð í dæld eða kreppu við svokallaða Þúfu- gerðisá. Hafði fjármaðurinn vikið sér frá og fengið sér kaffisopa á næsta bæ og á meðan skall veðrið á. Lenti sumt af fénu í ána sem fylltist af krapaelg. Kom fjármaður brátt á vettvang til aðstoðar Kristni. En sökum veðurofsans varð fénu ekki þokað. Hurfu félagamir frá við svo búið. Morguninn eftir var veður orðið sæmilegt. Kom í ljós er komið var á vettvang að 76 ær höfðu farist. Varð séra Halldóri þá að orði: „En það lán að það fór ekki allt.“ Þessi atburður varð á seinni hluta þorra, skömmu eftir fengitíð og féð spikfeitt, æmar margar með 40 punda skrokk. Sagði Kristinn seinna að sér liði ei úr minni vesæld- arlegt jarm og gnístran tanna fjár- ins sem fallið hafði niður í sprungu við það að skaflahengja brast. Lá féð í sprangunni og í ánni, dautt eða hálfdautt. Tíu kindur fimdust þama lifandi. Var farið með þær heim og skellt inn á baðstofugólf, hellt ofan í þær sjóðandi kaffi og brennivíni sem var blandað saman. Æmar lifðu allar, en urðu svo illa úti að flestar þeirra áttu vansköpuð lömb um vorið. Um kvöldið, þegar Kristinn kom heim, lágu 76 ærskrokkar í hlað- varpanum á Presthólum. Lokið var við að rífa innan úr fénu. En hvem- ig átti að rífa bjórinn utan af? Ekk- ert húsrými var til þess og fjárhús full af lömbum. Þama var þá stödd sú mikilhæfa kona, Guðrún Hall- dórsdóttir, eiginkona Friðriks Sæ- mundssonar á Efrihólum. Stakk hún upp á að leyfí yrði fengið til að fara með skrokkana inn í kirkj- una og freista þess að ná þar bjóm- um af. Kirkjan á Presthólum var aldrei fullbyggð né fullinnréttuð. Höfðu tvær rúður brotnað og mikill snjór var inni í henni eftir þetta áhlaup. Þjóðráð þótti Kristni uppástunga Guðrúnar og innti hann klerk eftir hvort ekki mætti nota kirkjuna í þessu skyni, en hann sneri frá þegj- andi og inn í bæ. Kom þeim Guð- rúnu og Kristni saman um að fram- kvæma verkið, ástæðulaust væri að láta slík verðmæti sem þarna vora fara til spillis. Sjálfboðaliða dreif að frá næstu bæjum og vora skrokkarnir hengdir upp á kórbitann í kirkjunni og bjór- inn rifinn utan af. Kjötið var saltað í tunnur og fékkst gott verð fyrir. Gærarnar vora seldar til Englands. Nokkur eftirmál urðu eftir þenn- an atburð. Var sr. Halldór kærður fyrir misnotkun á guðshúsi. Þegar prestur þurfti að hugsa fyrir mál- flutningi var Kristinn staddur í Reykjavík. Þetta var árið 1924. Gaf hann Bimi Kalmann, lögfræðingi, skýrslu um málsatvik. Var Kristinn jafnan sannfærður um að vitnis- burður sinn hefði riðið baggamun- inn klerki í vil því að hann vann málið og var hreinsaður af ákær- unni. Kristni sagðist síðar svo frá að venja hefði verið að geyma ull í kirkjunni og fyrr þennan umrædda vetur höfðu þeir Presthólamenn sagað rekavið uppi á bita í kirkj- unni og fremur hefði séð á henni af þeim sökum en þótt ærskrokk- amir héngju þar og spurði: „Eru ekki kirkjumar líkhús öðram þræði?" Eitt atvik sýnir að Kristinn, þótt ungur væri, hafði ekki mikinn beyg af presti en vinnuhjú hans reittu hann ógjama til reiði. Um haust átti Kristinn ásamt öðram unglings- pilti að fara í tveggja daga göngur. Hafði sr. Halldór aftekið að þeir fengju hest í göngumar þar sem hann taldi sig þurfa að nota þann eina sem heima var. Snemma morg- uns gangnadaginn þegar þeir félag- ar hugðust leggja af stað komu þeir auga á gamla Grána prestsins á beit norðan við túnið. Sagði þá Kristinn: „Við skulum bara taka hann. Hann verður aldrei verri en vitlaus, karlinn. Við getum hvílt okkur á hestinum úteftir og sleppt honum svo.“ Náðu þeir klárnum, lögðu á hann gæraskinn og tví- menntu á honum. Þegar í náttstað kom hugðust þeir sleppa hestinum en hann fór hvergi og var með hrossunum daginn eftir. Þegar í réttina kom var þar séra Halldór fyrir. Kom hann auga á Grána og spurði Kristin hveiju sætti. Sagði Kristinn af hið ljósasta. Kvað prest- ur þá félaga hafa gert sér ljótan grikk því hann hefði ætlað að ríða hrossinu fram í sveit til að emb- ætta og látið leita lengi og víða að Presthólar hestinum og seinast orðið að láta sækja annan fram í Efrihóladal. Ekki hafði sr. Halldór fleiri orð um og lét kyrrt liggja. Þegar Kristinn yfirgaf Presthóla hóf hann störf við byggingar hjá Sigurði Kristjánssyni frá Leirhöfn. Árið 1924 fóra þeir félagar austur {j á Langanes og byggðu þar hús fyr- ir Guðmund Vilhjálmsson og annað á Harðbak á Sléttu. Þessu næst ( hófst samstarf Kristins og Ingvars Jónssonar trésmiðs, sem fæddist 8. apríl 1888 á Þverlæk, Holtum, ( Rangárvallasýslu, og hafði flust til Norðurlands og sest að í Keldu- nesi, Kelduhverfi, N-Þing. Unnu þeir félagar saman í sjö ár eingöngu við byggingar víða um N-þing. M.a. reistu þeir þijár kirkjur, á Víðirhóli á Hólsfjöllum, Raufarhöfn og Snartarstöðum í Núpasveit. Fyrst í stað annaðist Kristinn múrverkið en Ingvar trésmíðina. Hafði KristJ inn áður lítillega fengist við múr- verk þegar hann vann með Sigurði Kristjánssyni. Aldrei hlaut hann neina tilsögn á því sviði, heldur þreifaði sig áfram og náði smám saman tökum á því. Síðar fékk hann svokallað iðnbréf, sem veitti , honum atvinnuréttindi. Var haft í flimtingum og gjarnan kallað „skófluréttindi" á Húsavík. Með svipuðum hætti hlaut Kristinn smíðaréttindi. Á Húsavík hófu þeir Kristinn og ( Ingvar starfsemi, sem átti eftir að vaxa og eflast. Fyrsta verkefni þeirra á Húsavík var að innrétta verslunarhús Kristins Jónssonar kaupmanns. Gekk það undir nafn- inu Klemma og hefir húsið staðið þar til það var jafnað við jörðu í maí 1993. Á Húsavík settist Krist- inn að og staðfesti ráð sitt 1931 er hann gekk að eiga Bjameyju Helgadóttur sem hann hafði kynnst er þeir Ingvar og hann innréttuðu húsið Saltvík skammt sunnan við Húsavík. Bjamey var hin mesta hagleikskona, dugmikil og myndar- leg til allra verka. Á Húsavík hlóðust verkefni á þá félaga, Ingvar og Kristin. Um miðj- an flórða áratuginn var Kristinn aðalsmiður ásamt verkstjóranum við byggingu hafskipabryggju á Húsavík og gegndi verkstjóm er verkstjórinn varð að hætta sökum veikinda. Árið 1940 stofnaði Kristinn ásamt Ingvari Jónssyni og Ingólfi Helgasyni trésmíðaverkstæðið Fjal- ar á Húsavík. Keyptu þeir félagar gamalt verkstæði af Aðalsteini Jó- hannessyni smið. Þetta fyrirtæki starfar enn á Húsavík þótt skipt hafi um eigendur. Þegar best lét störfuðu þar um 20 manns og var eitt af öflugustu iðnfyrirtækjum á Húsavík um árabil. Kristinn starf- aði jafnan við útihúsabyggingar. Byggði löngum fyrir Kaupfélag Þingeyinga. Má þar nefna m.a. verslunar- og skrifstofuhúsnæði, svo_ og sláturhús og mjólkurstöð. Árið 1959 veiktist Kristinn er stífla varð í kransæð og var honum þá vart hugað líf. Hann náði sér þó að nokkra og sinnti eftir það ýmsu kvabbi þeirra er til Fjalar leit- . Aldarminning * Oskar Halldórsson Þegar talað er um atvinnuþróun hér á iandi á fyrrihluta þessarar aldar er mönnum tamt að minnast á aldamótakynslóðina, án þess að tímasetja nákvæmlega hvað við er átt. Þó mætti sennilega telja að þessi skilgreining næði til þeirra, sem komu út í atvinnulífið um alda- mótin og fyrstu tvo áratugina á eftir. Þá var sú bylting að he§ast, sem lagði grundvöllinn að þróuninni síðar á öldinni. Hér er minnst eins þessara manna, sem fæddist fyrir hundrað árum og setti mjög svip sinn á sjáv- arútvegsmálin á tímabilinu frá því seint á öðram áratugnum og fram í bytjun sjötta áratugarins. Það var Óskar Halldórsson útgerðarmaður. Ég átti þess kost að kynnast Óskari þegar hann hafði 25 ára reynslu að baki við útgerð og físk- vinnslu og hafði þá frá mörgu að segja. Hann hafði mest verið riðinn við síldarútgerð og síldarsöltun og sölu á saltsíld en enginn etvinnu- rekstur á sviði sjávarútvegsins hafði verið eins sveiflukenndur og áhættusamur og hafði Óskar fengið rækilega á því að kenna. En aldrei missti hann kjarkinn og kom alltaf standandi niður, svo tekin sé samlík- ing úr íþróttalífinu. Hann var allra manna hugkvæmastur og fljótur að koma auga á það, sem að gagni mátti verða. Það mun hafa verið árið 1924 að Óskar kom fram með þá hug- mynd að ríkið byggði og starfrækti síldarverksmiðjur, en fram að þeim tíma höfðu það verið Norðmenn sem ráku slíkan iðnað hér á landi, enda vora þeir brautryðjendur um síld- veiðar hér við land þegar á 19. öld. Málið komst inn á Alþingi fyrir for- göngu Óskars, sem fékk Magnús Kristjánsson til að flytja um það tillögu, sem var samþykkt. Jóni Þorlákssyni var falin rannsókn málsins og lauk hann henni fljótt og vel, lög vora samþykkt 1928 um stofnun Síldarverksmiðja ríkisins og tveimur áram síðar var fyrsta verk- smiðjan reist á Siglufirði. Upp aí þessu óx einn stærsti iðnaður á ís- landi um áratuga skeið. En ekki voru allir, jafnvel meðal þeirra, sem töldust vera í forystu í sjávarútvegsmálum, sammála þess- ari hugmynd, en einn þeirra við- hafði á fundi þau orð að Óskari Halldórssyni væri ekki nóg að fara sjálfur á hausinn á síldarbraski, heldur vildi hann líka láta ríkið fara sömu leiðina. En Óskar kom víðar við svo sem sjá má í grein, sem Sveinn Bene- diktsson skrifaði í Sjómannablaðið Víking sumarið 1944, en þar segir hann um ýmislegt það, sem Óskar átti framkvæði að eða var viðriðinn á annan hátt: „Þessi útgerðannaður sagði að síldin væri gull íslendinga. Þessi útgerðarmaður er sá hinn sami, sem fyrstur ræktaði tómata við jarðhita hér á landi. Sá er maður hinn sami, sem fyrstur gerði grálúðuna, sem hér hafði oftast verið fleygt, að verð- mætri útflutningsvöra. Sá er maður hinn sami, er byggði af eigin ramm- leik, með lánsfé, stærstu hafskipa- bryggju á Reykjanesskaga, þegar fjárhagur hans var sem þrengstur og lánstraust mjög þrotið. Sá er maður hinn sami, sem einn núlif- andi íslendinga hefur gert út skip til fiskveiða við Grænland og reist þar útgerðarhús. Sá er maður hinn sami, sem ritaði um það í Morgun- blaðið 1938 að til viðreisnar at- vinnuvegunum þyrfti að kaupa 100 nýja vélbáta inn í landið þegar í stað og tvöfalda afköst síldarverk- smiðjanna í landinu. Sá er maður hinn sami, sem .tókst, þrátt fyrir innflutningshöft að flytja inn í land- ið árið 1939 fleiri góða mótorbáta en nokkram öðram. Sá er maður hinn sami, sem árið 1940 kom sjálf- ur með nýtt skip, síðasta skipið sem fékkst hingað til lands frá Norður- löndum nokkram dögum áður en siglingar þangað tepptust við hernám Danmerkur og Noregs.“ Eftir þessa upptalningu segir Sveinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.