Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 46

Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Runólfur Stefnir Stefnisson — Minning Fæddur 23. maí 1956 Dáinn 5. júní 1993 Ef til vill var yorið 1956 bara venjulegt vor á íslandi, kalt og hryssingslegt eins og vorið í ár hefur verið. En fyrir okkur systrun- um sjö var það fallegt vor og í minningunni var alltaf sól þetta sumar. Við höfðum eignast bróður. Rúnólfur bróðir okkar, eða Dengi eins og hann var alltaf kallaður hér heima, var fæddur í Reykjavík 23. maí 1956 og lést í New York Hosp- ital N.Y.C. 5. júní sl. Hann var næstyngstur tíu bama foreldra okkar, Jóhönnu Methúsal- emsdóttur og Stefnis Runólfssonar, sem nú eru bæði látin og hann er fyrstur uppkominna barna þeirra til að kveðja þennan heim. Áður höfðu þau misst son skömmu eftir fæðingu 1936. Fjölskyldan bjó í Kópavogi á þessum tíma, en áður en við fluttumst búferlum til Ólafs- víkur árið 1959 bættist okkur ann- ar bróðir í hópinn, en elstu systurn- ar þrjár voru farnar að heiman. Dengi sleit barnsskónum í Ólafsvík, en dvaldist langdvölum hjá Regínu systur sinni og Elíasi eiginmanni hennar. Hann fluttist meðal annars með þeim til Alsír þegar hann var sjö ára og bjó þar um tíma. í Ólafsvík stundaði hann alla almenna vinnu sem unglingur með skólanum. Dengi fór í mennta- skóla en fann sig ekki í því námi og það var ekki fyrr en hann komst að í The School of the Art Institute í Chicago í Bandan'kjunum að hann fann það sem hann hafði leitað að. t Faðir minn, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR MAGNÚSSON skipasmiður, Krókatúni 4, Akranesi, sem lést 11. þ.m. í Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 18. júní kl. 14.00. Guðbjörg Sigríður Sigurðardóttir, Erik Jeppesen, Per Sigurður Jeppesen, Christian Runi Jeppesen. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA M. STEFÁNSDÓTTIR, Álftamýri 22, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 18. júní kl. 13.30. Kristm Egilsdóttir, Margrét Egilsdóttir, Ástbjörn Egilsson, Elín Sæmundsdóttir, Stefán Egilsson, Gunnar Egilsson, Sigrún Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um móður okkar, SIGRÚNU JÓSEFSDÓTTUR frá Svarfhóli, Suðurdalahreppi, Dalasýslu, siðasttil heimilis í Álfheimum 31, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. júní kl. 10.30. Jarðsett verður frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 19. júní kl. 14.00. Hanna og Hafdi's Baldvinsdætur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR KRISTJÁNSSON, Boðaslóð 24, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 19. júni'kl. 14.00. Björg Ágústsdóttir, Eli'n Á. Sigurgeirsdóttir, Gunnar Briem, Kristján Sigurgeirsson, Kristi'n Guðmundsdóttir, Ingvi Sigurgeirsson, Oddný Garðarsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Pétur Steingrímsson og barnabörn. + Konan mín og móðir okkar, MAGDALENA SCHRAM blaðakona, Grenimel 2, verðurjarðsunginfrá Dómkirkjunni laugardaginn 19. júníkl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Krabbameinsfélagið eða minningarsjóð til styrktar Samtökum um kvennaathvarf. Hörður Erlingsson, Halla Harðardóttir, Katrin Harðardóttir, Guðrún Harðardóttir. Þar lærði hann fatahönnun og sýndi hvað í honum bjó, því að hann fékk ótal viðurkenningar fyrir verk sín og var m.a. útnefndur efnilegasti fatahönnuðurinn við útskrift úr skólanum árið 1983. Dengi kom heim að námi loknu og dvaldi hér sumarlangt, en flutt- ist aftur til Bandaríkjanna og þá fyrir fullt og allt. Hann hefur búið í New York síðustu tíu árin og þar átti hann sitt heimili. Hann starfaði sem fatahönnuður í New York borg og vegnaði sífellt betur í harðri samkeppni stórborgarinnar þegar ljóst varð að hann var með sjúkdóm sem engu eirir. Dengi var litríkur karakter, skap- mikill og hreinskilinn, en blíður og elskulegur og honum stóð aldrei á sama um neitt. Að sitja með honum kvöldstund var eins og að fá öfiuga vítamínsprautu því hann hafði svo miklu að miðla í mannlegum sam- skiptum. Hann hvatti fólk til að takast á við lífið, hann hafði orðið að gera það sjálfur og oft haft bet- ur. Hann kunni við sig í New York og þar átti hann sínar bestu stund- ir. Við systkinin höfum nú seinni árin heimsótt hann og Gerald vin Clara Lambert- sen — Minnmg Fædd 15. desember 1909 Dáin 6. júní 1993 Ástkær tengdamóðir mín er látin og vil ég minnast hennar hér með örfáum orðum. Minningarnar streyma fram. Þær eru allar á einn veg — góðar — eins og samband okkar var frá fyrstu kynnum og því er mér þakklæti efst i huga. Clara Lambertsen var fædd í Reykjavík 15. desember 1909, dótt- ir Jakobs Jóhanns Lambertsens og Jennýjar Lambertsen, sem bæði áttu ættir sínar að rekja til dönsku eyjarinnar Römö undan ströndum Suður-Jótlands. Jakob Jóhann var athafnamikill verslunarmaður og rak hér heildsölu ásamt versluninni J.J. Lambertsen sem var til húsa í gamla „Fjalakettinum" í Aðal- stræti. Þau hjónin Jakob og Jenný bjuggu lengst af í Lækjargötu 12b í Reykjavík og eignuðust þau átta börn. Þar ólst Clara upp í þessum stóra, samhenta systkinahópi og átti hún góðar og skemmtilegar æskuminningar úr Lækjargötunni. En sorgin barði að dyrum og árið 1922 lést Jakob Jóhann aðeins 45 ára að aldri. Skömmu síðar fluttist Jenný með barnahópinn sinn til Römö og þar bjó hún og dó í hárri elli. Öll börnin ílentust í Danmörku nema Clara og Jens bróðir hennar sem fluttust aftur til íslands. Nú er aðeins ein systir, Agnes, eftir á lífí af þeim systkinum og býr hún í Römö. Clara var aðeins 17 ára + Móöursystir okkar, SVANHILDUR Ó. GUÐJÓNSDÓTTIR frá Réttarholti í Garði, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist í Landakotsspi'tala þriðjudaginn 15. júní. Eiður Guðnason, Guðmundur Guðnason. + Móðir okkar, BJÖRG JÓNSDÓTTIR, Grundarhóli 1, Bolungarvfk, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík föstudaginn 18. júní kl. 14.00. Guðmundur Guðfinnsson og systkini. + Faðir minn og bróðir, GUÐMANN ÓSKAR HARALDSSON, Staðarhrauni 7, Grindavík, er andaðist á heimili sínu þann 14. júní, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. júní kl. 14.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Haraldur Guðmundsson, Einar Kristinn Haraldsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR DANÍELSSONAR, Syðri-Ey. Filippía Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. hans og það hefur verið tekið stór- kostlega vel á móti okkur öllum hvort sem var í borgarysnum á Manhattan eða í sveitasælunni í Amagansett á Long Island þar sem þeir eyddu öllum sínum frístundum á yndislegu heimili þeirra þar. Dengi hefur verið veikur lengi, en bar sig vel og kvartaði aldrei, það var ekki hans háttur. Gerald vinur hans hefur annast hann í veikindunum af stakri umhyggju og hlýju sem við fáum aldrei endur- goldið, en viljum þakka og biðjum guð að vera með honum í sorginni. Yfír haf sem heima skilur héðan leitar sálin þín. Alvaldshðndin upp þig leiðir inn í dýrðarríki sín. Vertu sæll! Við sjáumst aftur saman ðll, er lifið þver. Far vel vinur! Frjáls úr heimi. Friður Drottins sé með þér. (Sálmur) Guð geymi þig. Með kveðju frá systkinum. er hún kom aftur til íslands og bjó þá hjá æskuvinkonu sinni Magneu Söbeck og hennar góðu foreldrum sem hún minntist oft með þakklæti í huga. I Vestmannaeyjum kynntist Clara Guðmundi Ingvarssyni frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, mikl- um sómamanni. Þau giftu sig 20. júní 1931 og bjuggu tvö fyrstu búskaparár sín á Minna-Hofí, en síðan fluttust þau til Vestmanna- eyja og bjuggu þar alla tíð, lengst af á Kirkjuvegi 28. Þau eignuðust tvo syni, þá Jóhann I. Guðmundsson flugvallarstjóra í Vestmannaeyjum, kvæntan Guðbjörgu Kristjánsdótt- ur, og Stein Guðmundsson bifreiða- smið, kvæntan Guðbjörgu S. Pet- ersen. Afkomendur Clöru og Guð- mundar eru orðnir 16. Clara var elskuleg kona, hógvær, heiðarleg og jákvæð. Ekki man ég til að hún hafi hallmælt nokkurri manneskju, aftur á móti enduðu setningar hennar oft á því hve góð- ir allir væru við sig. En hvernig var annað hægt en að vera góður við hana Clöru? Gjaldmild var hún með afbrigðum og matti ekkert aumt sjá, öllum vildi hún rétta eitthvað, að gleðja aðra, það var hennar mesta yndi. Ég man fyrst eftir að ég kynntist Clöru hversu mikil „lady“ mér fannst þessi lágvaxna, laglega kona vera. Hún vildi helst ekki fara út úr húsi öðruvísi en vel klædd og með hatt og ilmvatnið sitt notaði hún daglega. Hún hélt alla tíð góðu sambandi við móður sína og fjölskyldu í Dan- mörku, fór þangað annað hvert ár meðan móðir hennar var á lífi. Guðmund mann sinn missti hún í mars 1986, og eftir það bjó hún ein í húsinu á Kirkjuveginum. Hún var svo lánsöm að eldri sonur hennar, tengdadóttir og fjölskylda eru bú- sett í Vestmannaeyjum, og þau öli gerðu henni kleift með sinni hjálp- semi að vera á sínu eigin heimili á Kirkjuveginum fram á síðasta ár að hún fluttist á Dvalarheimilið að Hraunbúðum, þá þrotin að kröftum. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 6. júní sl., sátt við guð og menn. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg S. Petersen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.