Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 50

Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fl* Astin færir þér hamingju og afþreyingin ánægju. Taktu með varúð tiiboði um skjót- tekinn gróða, það gæti verið stórgallað. Naut (20. apríl - 20. maí) Það gengur á ýmsu í dag og þú þarft að vera vel á verði. Þú nýtur þín með fjöl- skyldunni, en vinur á við vanda að stríða. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Sumir eru tregir til að tjá sig í dag og erfitt að gera þeim til geðs. Ástvinir eiga saman ánægjulegan þjóðhá- tíðardag. Krabbi (21. júní - 22. júlíj Þér kann að finnast ástvinur ætlast til of mikils af þér í dag. Gestir geta komið í heimsókn á óheppilegum tíma. (23. júlí - 22. úgúst) Ættingi er eitthvað erfíður í skapinu í dag og gefur loð- in svör. Hæverska skilar þér betri árangri en óbilgimi. Meyja (23. ágúst - 22. septímber) sfcí Mundu að græddur er geymdur eyrir. Smá ágrein- ingur getur komið upp milli vina. Ástin þrífst bezt í ein- rúmi. Vog (23. sept. - 22. október) Ferðamenn ættu að hafa auga með farangri sínum. Þú nýtur þín í samkvæmis- lífinu, en ættir að varast óþarfa eyðslu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að íhuga vel tilboð sem þú færð í dag. Góð sam- bönd nýtast þér í viðskipt- um. Varastu óþarfa tor- tryggni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Láttu ekki rakalausar grun- semdir spilla góðu sam- bandi. í kvöld ættir þú að eiga góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Sá er enginn vinur í raun sem reynir að lítillækka þig. Þótt þér hafi miðað vel áleið- is getur loka niðurstaða látið á sér standa. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) éfk Ástvinir eiga saman ánægjulegar stundir í dag. Einhver ruglingur getur komið upp og valdið breyt- ingum á ferðaáætlun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Varastu óþarfa eyðslu í dag. Þér semur vel við flesta í dag, en einhver ættingi er nokkuð þrasfenginn og erf- iður. Stjörnuspdna á að lesa sem dœgradvDI. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS VlLTV HLUSTA 1 'A AdlG JtíÐLA? yoDEuooe/ '/OOSLO-VO VODELOOO VOOELOO BÝlJ l'ati-ð c/N BÖfZMN yKK-\ ABVAXA OPP OG V&SÐA AE> tCÚfSEiKJj/Ol. V GRETTIR TOMMI OG JENNI TUM/, HVAD -n é& ÆTLA A£> ÉT/j . BS.1VAÐ ee/SA?J \sÍ£>AST74 <=PLt£> ) X V J-iApiS 7PMMA! ■ EKTU &AUNN 7 FLJÓIUPt TO/táM/ BR. > A£> KO/láA f Tn—,--------------mrrS 1 IÁOI/ A LJUbKA —:— :—r~7. n r: . . s / [AE> LEGGJA S!6 S73WX \EFnR. KVÖLÞ/HAfMU AdAMMA. £7? eaTKA EU EKK.EIZ.T____f 7-18 VL***** 'X. ccDrMM /v iur% rbKDIIMANU m 'nnFT ©PIB —«=- 1 i i .i -U onji A rAi i/ -7 S ✓ w SMAFOLK MI55 PATRIClA M0RE THAN YOU MI5SEP ME? r THE LETTER5 FROM CAMp CHARLES? I PIP, THAT'5 DHO/ I 5ENT Y0U 50ME COOKIE5, ^PIDN' 7- /7 Er það satt, Kalli? Er hvað satt? Saknaðir þú Pálinu virkilega meira en þú saknaðir mín? Hver skrifaði þér bréf úr sumar- búðunum, Kalli? Ég gerði það! Ég sendi þér nokkrar smákökur, var það ekki? Vissulega, og hundurinn þinn sleikti af allt kremið... Allt eru hundar ásakaðir um! BRIDS Flestir spilarar þekkja fyrirfram- líkumar á því að fá tvo slagi á ÁG10 á móti xxx. Með tvísvíningu gefur liturinn tvo slagi þegar bæði mannspilin eru í millihönd (24%) og þegar mannspilin eru skipt (52%). Það er aðeins þegar hjónin liggja í bakhönd (24%), sem liturinn gefur ekkert af sér aukreitis. .(Kannski kemur sumum á óvart að líkumar skuli ekki vera 75% á móti 25%, en ástæðan fyrir því er þessi: Um leið og við staðsetjum annað mannspilið, fækkar auðum sætum á þeirri hendi um eitt. Upphaflega voru auðu sæti beggja mótherja 13, en ef t.d. milli- hönd fær drottninguna eru aðeins 12 sæti eftir fyrir kónginn á meðan bakhönd heldur sínum upphaflegu 13.) Norður ♦ 64 V ÁD74 ♦ ÁKDG + ÁG10 Suður ♦ ÁK5 V 863 ♦ 10874 ♦ 752 Suður spilar þrjú grönd og fær út spaða. Hann á átta slagi og getur reynt við þann níunda með því að svína fyrir þjartakóng (50%), eða tvísvína í laufi (76%). Einfalt mál fyrir vana menn. Suður drepur því strax á spaðakóng og spiiar laufi á tiuna. En austur á slaginn á drottn- ingu. Og spilar spaða. Suður er fhugull spilari sem veit að líkur eiga það til að breytast. Og hann spyr sig: Hefur eitthvað breyst? Jú, auðvitað. Það er búið að útiloka þann möguleika að vestur sé með KD í laufi (24%). Og úr því austur drap á drottningu, þá er líka búið að henda út helmingnum af þeim tilfellum þar sem mannspilin era skipt — nú er nefnilega ekki lengur mögulegt að vestur sé með drottn- inguna og austur kónginn. Og þá era aðeins 26% eftir af upphaflegu lfkunum á skiptum mannskipum. Sem er ekki mikið meira en þær 24% líkur sem eru á því að austur liggi með hjónin. Svo kannski er alveg eins gott að svfna fyrir hjartakóng? Ekki aldeiiis. í rauninni hefur ekkert breyst. Það er að vísu rétt að búið er að helminga líkumar á 1-1 skiptingu mannspilanna. En á sama tíma hafa líkumar á KD f bakhöndinni minnkað um helming. Þar kemur til sögunnar regla sem þekkt er í bridsbókmenntunum sem „takmarkað val“, en Kelsey telur meira vit f því að tala um „fijálst val“. Ef austur ætti þjónin, gæti hann drepið tfuna hvort heldur með kóng eða drottningu. Hann hefði fijálst val. En ef hann á aðeins drottninguna, þá verður hann að taka slaginn með henni. Val hans er takmarkað. Þar eð kóngur og drottning era jafngild spil í stöð- unni, segir þessi regla að það sé helmingi líklegra að austur sé bara með drottninguna. Uppranalegu fyr- irframlíkumar breytast því ekkert. SKÁK Á opnu móti í smáríkinu Licht- enstein í maí kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlegu meistaranna Kaminski (2.395), Póllandi, og Nigel Davies (2.470), ísrael, sem hafði svart og átti leik. 23. - Rxg2!, 24. Kxg2 - Rf5 (Hugmyndin með mannsfórninni er að hvíta drottningin getur ekki haldið valdi á riddaranum á d2 og svartur vinnur því manninn til baka og meira til) 25. Dg5 — h6, Df6 — Hxd2 og hvítur gafst upp. Indónesíski stórmeistarinn Utut Adianto sigraði glæsilega á mót- inu í Lichtenstein, hlaut 8 v. af 9 mögulegum. Hann var í hópi sjö sigurvegara á New York Open um daginn. Nigel Davies varð f öðru sæti með Vh v. og síðan koniu stórmeistararnir Conquest, Eng- landi, Tolnai, Ungveijalandi, og alþjóðameistaramir Kaminski og Schmittdiel, Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.