Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
55
Náttröll í nútímanum - vegna
matarboðs og hluthafafundar
Frá Þór Sigfússyni:
Öldruð frænka mín hringdi í mig
og spurði hvort ég þyrfti að flytja
úr landi fyrst ég væri búinn að reyta
ríkisbankastjóra, Halldór Guðbjarn-
arson, til reiði vegna greinarinnar:
„Hluthafafundur eða matarboð“.
Slíkt var vald ráðamanna hér í eina
tíð að þéir gátu sent andstæðinga
sína í hálfgerða útlegð. Nú verða
þeir hins vegar að þola gagnrýni
eins og aðrir. Það er samt von að
gamla konan hafi áhyggjur þegar
jafn stór orð falla í jninn garð frá
bankastjóra gamla Útvegsbankans
og nú Landsbankans.
Halldór svarar grein minni í
Morgunblaðinu miðvikudaginn 9.
júní sl. Hann gagnrýnir hana með
ýmsum hætti en kemur þó lítið inn
á rök mín. Halldór telur ósmekklegt
að fullyrða að almennir banka-
starfsmenn hafi verið kallaðir til
ábyrgðar vegna slæmrar stöðu
bankans en ekki yfirmenn.
Smekkleysan liggur ekki í þess-
um orðum heldur í því að banka-
stjórnin reynir að varpa ábyrgð á
uppsögnum yfir á ríkisvaldið og í
því að viðleitni til hagræðingar eða
skipulagsbreytinga í rekstri yfir-
stjórnar bankans er nær engin,
þrátt fyrir að þar sé verulegt og
bersýnilegt svigrúm. Staðreyndirn-
ar tala sínu máli og um þær hefur
verið fjallað á opinberum vettvangi.
Halldór telur að hluthafafundir
þar sem menn „rífist og skammist"
hafi litla þýðingu. Það er af og frá
og móðgun við til að mynda þá 500
hluthafa íslandsbanka sem mættu
á síðasta hluthafafund hans^ ís-
landsbanki hefúr einn bankastjóra
i dag í stað þriggja. Þetta er gert
til að einfalda stjórnun bankans.
Eg fullyrði að fækka mun í yfir-
stjórn bankans á næstu árum. Af
hverju? Hluthafar vilja það þar sem
reksturinn verður skilvirkari og
sparnaður næst. Ég fullyrði einnig
að samtaða um þetta náist aldrei í
Landsbankanum við óbreytt kerfi
jafnvel þótt ljóst sé að verulegt
skipulags- og rekstrarhagræði væri
af slíku. Það verður alltaf einn
bankastjóri frá Framsókn, einn frá
Sjálfstæðisflokki og einn frá Al-
þýðuflokki.
Hlutafélagsbankar eru ijarri því
að vera fullkomnir. Hinsvegar eru
Göng undir Hval-
fjörö nútímaskekkja
Frá Jóni Ármanni Héðinssyni:
í Morgunblaðinu 11. júní sl. er
frétt frá Spalarmönnum að ekkert
sé því til fyrirstöðu að ráðast í göng
undir Hvalfjörð nú í haust, að lokn-
um rannsóknum í sumar. Verkið
muni taka 2'h til 3 ár. Ríkið muni
svo eignast göngin eftir 18 ár.
Verkið verði fjármagnað að mestu
með lánsfé.
Ég hefi áður bent á þá staðreynd
að ekkert mælir með að ráðast í
þessa framkvæmd nú og taka um
þijá milljarða eða meir að láni til
þess. Það kunna að verða rök fyrir
göngum eða brú yfir Hvalfjörð
snemma á næstu öld; en í dag er
þörf fyrir fjölda verka víða um land-
ið miklu meiri.
Félagið Spölur hf. var stofnað
fyrir liðlega tveimur árum með
hlutafjárloforðum upp á kr.
72.900.000. Nú biðja Spalarmenn
um kr. 50 milljónir úr ríkissjóði og
segja að ekki þurfi þeir meira. Ekki
kemur fram að unnið sé að öflun
hlutafjár. Verkið mun kosta, ef taka
má mark á fyrri fréttum, um þrjá
og hálfan milljarð, það er göngin
sjálf. En þar með er ekki sagan
öll. Tengivegir og nýlagning til
Akraness kunna að kostá ríkissjóð
(vegasjóð) um einn og hálfan millj-
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gullúr týndist við Bónus
GULLÚR tapaðist, líklega í eða
við Bónus í Faxafeni, fyrir
u.þ.b. tveimur vikum. Finnandi
vinsamlega hafi samband við
Rögnu í vinnusíma 688930 eða
heimasíma 31435.
Jakki og gleraugu
töpuðust
LJÓSBLÁR gallajakki með
gulu barmmerki og gleraugu
með grárri umgjörð töpuðust í
grennd við tjaldstæðið í Þjórs-
árdal um hvítasunnuhelgina.
Finnandi vinsamlega hafi sam-
band við Inga í síma 27272.
Týnt hjól
DÓKKGRÆNT 20“ fjallahjól,
af gerðinni Trek Antelope,
hvarf frá Lokastíg aðfaranótt
sl. sunnudags. Hafi einhver orð-
ið hjólsins var er hann vinsam-
lega beðinn að hringja Dýrleifu
í síma 19624.
GÆLUDÝR
Kettlingar
TVEIR kettlingar fást gefins.
Kassavanir. Upplýsingar í síma
28747.
Stökkmús vantar heimili
STÖKKMÚS óskar eftir góðu
heimili. Búr fylgir. Upplýsingar
í síma 45304 eftir kl. 19.
arð. Þetta þýðir að verkið verður
alls ekki undir fimm milljörðum
króna.
Það nær auðvitað ekki nokkurri
átt að ljá máls á svona framkvæmd
nú. Margsinnis hefur það komið
fram frá ríkisstjórninni, að lántaka
væri alls ekki á dagskrá nema mjög
sérstakar aðstæður væra fyrir
hendi og verkefnið hið brýnasta.
Þær forsendur eru alls ekki hér.
Verkið má bíða. Önnur verkefni í
samgöngum eru miklu, miklu
brýnni.
Ég ætla ekki að hafa þessi orð
fleiri en nú, en mun fjalla síðar um
málið, komi til þess að sú furðulega
ákvörðun verði ofan á hjá sam-
gönguráðherra og ríkisstjórn að
lána eða styrkja Spöl hf. með fram-
lagi nú að upphæð kr. fimmtíu millj-
ónir. Lán eða styrkur leiðir af sér
samkvæmt þeirra fréttum lántöku
yfir þrjá milljarða mjög fljótlega.
Munu þá margir gerast órólegir,
þar sem ekki hefur verið fallist á
lán í mjög gagnleg atvinnuskapandi
verkefni vegna fyrri yfirlýsinga ráð-
herranna.
Fróðlegt verður að sjá hvort eitt-
Iivað er að marka orð þeirra.
JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON,
Birkigrund 59, Kópavogi.
bankasérfræðingar um allan heim
sammála því að þetta sé heppileg-
asta.rekstrarformið á bönkum eins
og öðrum fyrirtækjum. Ég hvet
Landsbankarm til að standa fyrir
ráðstefnu um hlutafélagaformið og
núverandi fyrirkomulag. Auðvitað
veit ég að hlutafélagsbankar og rík-
isbankar eru ekki svart og hvítt.
En ég veit líka að það fást fáir ef
nokkrir innlendir eða erlendir
bankasérfræðingar til að birtast í
gervi nátttrölla nútímans og mæla
með flokkareknu ríkisbankakerfi.
Auðvitað getur breyting á ríkis-
bönkunum í hlutafélög þýtt að
mannaráðningar í bankastjórastöð-
ur fari einungis eftir hæfni en ekki
því hvaða stjórnmálafiokk umsækj-
endur styðji. Það má þó ekki þýða
að órói nái tökum á bankastjóra
Framsóknarflokksins í Landsbank-
anum þegar núverandi rekstrarfyr-
irkomulag ríkisbankanna er gagn-
rýnt.
ÞÓR SIGFÚSSON,
hagfræðingur,
Austurstræti 17,
Reykjavík.
Pennavinir
Sautján ára japönsk stúlka mec
áhuga á íþróttum:
Sayaka Takeda,
3-9-5 myojin oji-cho,
Kitakatsuragi-gun,
Nara,
636 Japan.
Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka
með áhuga á dansi, ferðalögum,
bókalestri o.fl.:
Theres Jones,
'c/o Mr. Yaw Atta,
P.O. Box 1183 Cape Coast,
Ghana.
Sautján ára Gambíupiltur, tækni-
skólanemi, með margavísleg áhuga-
mál:
Samba Tambura,
Brikana Secondary School,
Kombo Centra Disctrict,
Western Division,
Gambia.
LEIÐRETTINGAR
Tillögu um SVR
frestað
í frétt Morgunblaðsins á bls. 18
í gær var ranglega sagt að tillögu
um hlutafélagsbreytingu SVR hafi
verið vísað til meðferðar lögfræði-
og stjórnsýsludeildar Reykjavíkur-
borgar og til umsagnar stjórnar
SVR. Hið rétta er að þetta kom
fram í tillögu meirihlutans á borgar-
ráðsfundi_en afgreiðslu hennar var
frestað. Á fundinum komu einnig
fram bókanir frá Kristínu Á. Ólafs-
dóttur, Nýjum vettvangi, Guðrúnu
Ögmundsdóttur, Kvennalista, og
fulltrúum Sjálfstæðisflokks í Borg-
arráði.
Vinningstölur 12. iúní 1993.
: (21 eTÍ (23) Ipí^ 2) (Vl)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆD Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 1 10.406,789
2. 43.1« ff4 210.138
3. 4af5 185 7.837
? 4. 3af5 6.965 485
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 16.075.211 kr.
í &
upplysingar:SImsvari91 -681511 lukkulIna991002
Besta ameríska dýnan á markaðnum er frá SERTA
verksmíðjunum sem auglýsa um allan heim undir
slagorðinu " We make the world's best mattress".
í Húsgagnahöllinni færðu fullkomna þjónustu og
eru dýnurnar til í öllum stærðum og mýktarflokkum
með allt að 25 ára ábyrgð. Láttu þér líða vel á SERTA
dýnu næstu árin. SERTA er besta ameríska dýnan.
Pað skulum víð sýna þér þegar þú kemur að prófa.
Verðið mun koma þér skemmtílega á óvart.
Mikið úrval af fallegum höfðagöflum, náttborðum,
kommóðum og speglum í mismunandi gerðum.
Húspgnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
ntw w
_tí_[_L/_L/
Amsins
miðað við efnaliagshorfur!
LADA • LADA
SKUTBILL
Verð 597.000,- kr.
150.000,- kr. út og 15,172- kr.
í 36 mánuði. Einnig fáanlegnr
sem vaskbíll á 497.000,- kr.
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36