Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
URSLIT
Knattspyrna
HM í knattspyrnu.
3. riðill:
Vilnius
Litháen - írland.................0:1
- Virginijus Baltusnikas (38. sjálfsmark)
6.000.
Staðan í 3. riðli:
írland..............9 6 3 0 15: 2 15
Spánn...............9 5 3 1 18: 2 13
Danmörk.............8 4 4 0 9: 1 12
N-írland............9 4 2 3 11:11 10
Litháen............10 2 3 5 8:15 7
Lettland...........11 0 5 6 4:19 5
Albanía............10 1 2 7 5:20 4
6. riðill:
Lahti, Finnlandi
Finnland - ísrael................0:0
4.620.
Staðan í 6. riðli:
Svíþjóð.............6 5 0 1 13: 3 10
Ffakkland...........6 5 0 1 11: 4 10
Búlgaría............7 4 1 2 12: 7 9
Austurríki..........6 2 0 4 9:10 4
Finnland............6 114 4: 9 3
Israel..............7 0 2 5 5:21 2
4. RIÐILL:
Tóftir, Færeyjum:
Færeyjar - Tékkó/Slóvakía.........0:3
- Ivan Hasek (3.), Marek Postulka (38.,
44.). 1.000.
Staðan:
Belgía..............8 7 0 1 15: 3 14
Rúmenía............. 7 4 1 2 21:10 9
Tékkó/Slóvakía......7 3 3 1 16: 7 9
Wales...............7 4 1 2 14: 8 9
Kýpur...........'...8 2 1 5 8:13 5
Færeyjar............9 0 0 9 1:34 0
Evrópukeppni U 21 árs
Staðan í 5. riðli:
Rússland...........6 5 1 0 17:2 11
Grikkland..........6 5 1 0 17:4 11
ísland..............7 2 0 5 8:17 5
Ungveijal...........6 114 6:10 3
Lúxemborg...........5 0 1 4 2:17 1
Spánn
Seinni úrsiitaleikurinn í bikarkeppninni:
Barcelona - Real Madrid............1:2
Michael Laudrup (87.) - Michel Gonzalez
(24. - vítasp.), Ivan Zamorano (82.). 87.000.
■Real Madrid vann samanlagt 3:2.
Svíþjóð
Úrslitaleikir bikarkeppninnar:
Degerfors - Landskrona............3:0
Henrik Berger (43.), Ulf Ottosson (56.),
Dusko Radinovic (82.).
■Einar Páll Tómasson leikur með Deger-
fors.
SUND / LANDSLIÐIÐ
Salmonellusýkingin á Smáþjóðaleikunum á Möltu
Amar Freyr hefur lést um
sjö kg á hálfum mánuði
ISLENSKA landsliðið í sundi
sem tók þátt í Smáþjóðaleik-
unum á Möltu er enn hálf lam-
að eftir að hafa fengið salm-
onellusýkingu á leikunum fyr-
ir þremur vikum. Flest eru þó
að byrja að æfa aftur, en sum-
ir þó enn ekki komnir af stað.
Arnar Freyr Ólafsson, sem fór
beint til Bandaríkjanna frá
Möltu, hefur legið meira og
minna rúmfastur og hefur
lést um sjö kílógrömm.
A
mar Freyr var fyrstur ís-
lenska sundfólksins til að
ná lágmarki fyrir Evrópumeist-
aramótið í Sheffíeld sem fram fer
í byrjun ágúst og stefndi ótrauður
að þátttöku þar. Veikindin gætu
sett 8trik í reikninginn varðandi
þátttöku hans. Magnús Már, bróð-
ir hans, hefur ákveðið að gefa
sundinu frí! sumar vegna veikind-
anna en hann hafði einnig náð
lágmarki fyrir EM.
Sundfélagið Ægir stendur fyrir
sinu árlega alþjóðamóti í sundi í
Laugardalslaug um helgina. Á
meðal keppenda eru nokkrir er-
iendir gestir, frá Rússlandi, Finn-
landi og Tékkneska lýðveldinu.
Petteri Laine, landsliðsþjálfari í
sundi, sagði við Morgunblaðið að
það væri skarð fyrir skildi að að-
eins einn íslenskur landsliðsmaður
æti tekið þátt í mótinu, Bryndls
lafsdóttir. „Hinir eru allir rétt
að byrja að æfa og sumir reyndar
ekki byrjaði vegna veikinda sem
hijáð hafa landsliðsfólkið frá því
á Smáþjóðaleikunum. Þetta er
ekki gott ástand og bagalegt að
geta ekki verið með allt okkar
besta sundfólk í þessu móti,“
sagði Laine.
Guðfinnur Ólafsson, formaður
Sundsambands íslands, sagði
þetta mjög alvarlegt ástand og
verra en menn hefðu almennt
gert sér grein fyrir. „Landsliðið
er lamað og þetta er rosalegt fyr-
ir krakkana. Við höfum fengið það
staðfest hér heima að um salmon-
ellusýkingu er að ræða. Þetta er
ekki aðeins siæmt fyrir krakkana
gagnvart sundinu heldur fá þau
ekki vinnu í matvælaiðnaði. Ein
sundkonan var búin að fá loforð
um vinnu í fiski í sumar, en fær
ekki fyrr en hún getur sannað að
hún beri ekki smit,“ sagði Guð-
finnur.
KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN
Erfitl að leika gegn
fjórtán mönnum
- sagði Puskas eftir leikinn, allt annað en sátturvið dómgæsluna
Staðan
Staðan er þessi í 5. riðli und-
-ankeppni HM:
Rússland........6 4 2 0 12: 210
Grikkland.......6 4 2 0 6: 110
ísland..........7 2 2 3 6: 6 6
Ungveijaland...6 114 4: 8 3
Lúxemborg......5 0 14 1:12 1
■Næstu leikir 8. september: Ung-
verjaland - Rússland, ísland - Lux-
emborg.
„ÞAÐ ER erfitt að ieika gegn
fjórtán mönnum," var það
fyrsta sem Ferenc Puskas
þjálfari Ungverja sagði eftir
leikinn, og átti þá við að bæði
dómarinn og línuverðirnir
hefðu verið á bandi íslend-
inga. „Það er eitt að leika illa
og annað að vera látinn leika
illa,“ sagði Puskas allt annað
en hress með dómarann.
H
vaða möguleika hefur lið til
að gera eitthvað þegar dóm-
arinn dæmir svona. Það er mikil
skömm að því að hann skuli kalla
sig FIFA dómara,“ sagði Puskas.
Þegar hann loksins fékkst tii að
tjá sig um annað en dómarann
sagði hann að íslenska liðið hefði
verið gott, en hnýtti því síðan við
að dómarinn hefði lagt hans lið í
rúst. Hann sagði að nr. 10 [Amór
Guðjohnsen] og nr. 2 [Hlynur
Birgisson] hefðu verið bestir í ís-
lenska liðinu. „íslenska liðið lék
betur, þeir voru kröftugri og hrað-
ari,“ viðurkenndi Puskas undir
lokinn.
Puskas staðfesti að þetta hefði
verið hans síðasti leikur með liðið.
„Ég er ánægður með að geta
hætt, því ég nenni ekki að standa
sífellt í þessu brasi við dómara,“
sagði hann. Hann ætlar að snúa
sér alfarið að uppbyggingu ung-
verskra unglingaliða, en þar segir
hann að sé að finna marga efni-
lega leikmenn.
Opið
Háforgjafarmót í GOLFI
Laugardaginn 19. júní 1993
Mótsstaður : Bakkakotsvöllur Mosfellsdal
Skráning Sími á mótsstað 668480
Fyrirkomulag Föstudaginn 18. júni klukkan 17,00 U1 22,00 síma 668480.
Byijaö að ræsa kl. 8,00
Þátltakendur með forgjöf 20 og hærri.
Munið forgjafarskíreinin.
Mótsgjaldkr. 1.500
I tilefni dagsins verða sérstök
kvennaverðlaun.
Styrktaraðili..........: Vátryggingafélag íslands h.f.
Golfklúbbur Bakkakots
Mosfellsdal.
Langaði að
skjóta sjálfur
- sagði Arnar Gunnlaugsson
Eg held að leikurinn hafi verið
góður. Við spiluðum vel, sér-
staklega í seinni hálfleik. Einfalt
spil upp kantana gefur bestu raun-
ina og þannig koma mörkin. Eftir
að þeir misstu manninn útaf kom
upp vonleysi hjá þeim og við höfðum
leikinn í okkar höndum," sagði Arn-
ar Gunnlaugsson, sern lagði upp
fyrra mark Islands. „Ég var að spá
í að skjóta sjálfur — langði til þess,
en Eyjólfur var í betra færi svo ég
gat ekki annað en gefið á hann.“
Markmiðinu náð
„Markmiðið var að vinna þennan
leik og það tókst með mikilli bar-
áttu. Við náðum líka að sanna að
við getum leikið tvo góða leiki í
röð. Við ætlum okkur að vinna
Lúxemborgara í síðasta leik og setja
þannig punktinn yfir i-ið,“ sagði
Hlynur Stefánsson, sem varð að
fara útaf meiddur 64. mínútu. „Ég
var þungur til að byija með en
náði mér ágætlega á strik þegar
líða tók á leikinn eða þar til ég
meiddist. Þetta er ekkert alvarlegt
en ég hafði áður fengið spark og
ákvað því að kasta handklæðinu.
Vildi ekki taka áhættu því ég á að
leika mikilvægan leik með Orebro
á sunnudaginn," sagði Hlynur.
Meiriháttar
„Þetta var meiriháttar. Strákarn-
ir lögðu sig allir fram og léku góð-
an fótbolta. Það getur enginn sagt
það eftir þennan leik að íslenska
liðið leiki ekki sóknarbolta. Ég er
bjartsýnn á framhaldið því þessi
leikur gefur vísbendingu um það
sem koma skal,“ sagði Eggert
Magnússon, formaður KSÍ.
FOUC
■ EINN leikmanna Ungverja
fékk í magann rétt fyrir leikinn og
var maður sendur í apótek til að
bjarga málunum. Læknir ungverska
liðsins kallaði til Sigurjón Sigurðs-
son lækni íslenska liðsins sem bjarg-
aði málunum.
■ ÞEGAR dómarinn flautaði til
leikhlés skaust boltinn út af og beint
til þjálfara Ungverja, Ferenc
Puskas. Hann hefði auðveldlega
getað stöðvað hann með hægri fæti,
en sneri sér við og stöðvaði knöttinn
að sjálfsögðu með þeim vinstri.
H GABOR Marton leikmaður með
Honved var rekinn út af í síðari
hálfleik, og þurfti ekki minni mann
en sjálfan Puskas þjálfara til að
halda honum, svo hann æddi ekki
inn á og í dómarann.
■ ÁSGEIR Elíasson þjálfari ís-
lenska liðsins var ekki alltaf ánægð-
ur með sína menn í leiknum, og
þegar þeim urðu á mistök barði
hann í hliðarglerið á varamanna-
skýlinu, og eitt sinn svo fast að gler-
ið losnaði.
■ ÞEIR menn sem stóðu við skýlið
höfðu á orði, þegar glerið losnaði,
að það þyrfti að setja skothelt gler
í varamannaskýlið fyrir næsta leik.
■ HLYNUR Stefánsson fékk
bæði spark í hnéð og legginn í leikn-
um, og þurfti hann að yfirgefa völl-
inn, sem og Gabor Marton sem bar
ábyrgð á spörkunum og fékk að líta
rauða spjaldið fyrir tiltækið.
MHLYNUR meiddist þó ekki alvar-
lega, en sagðist ekki hafa viljað
taka neina áhættu, þar sem hann
væri að fara að. spila mikilvægan
leik með liði sínu Örebro nk. sunnu-
dag.
■ HARRELL hét dómarinn sem
dæmdi leikinn og var hann fransk-
ur. Hann dæmdi um síðustu helgi
úrslitaleikinn í frönsku bikarkeppn-
inni á milli Paris St. German og
Nantes, og rak þá þijá menn af
leikvelli.
■ EFTIRLITSDÓMARINN á
leiknum var gamalreynd kempa,
Diego De Leo frá Italíu. Hann
dæmdi úrslitaleikinn á Ólympíuleik-
unum í Mexíkó 1968, en þá sigruðu
Ungverjar lið Búlgara í skemmti-
legum leik.
Dómarinn gerði mörg mistök
Það var búið að sparka í mig
þrisvar, en dómarinn sá það
ekki. Hann sá hins vegar þegar ég
sparkaði í hann [Hlyn Stefánsson].
Dómarinn gerði mörg mistök í
leiknum og ósigurinn var helst hon-
um að kenna,“ sagði Gabor Marton
leikmaður ungverska landsliðsins,
en hann fékk að líta rauða spjaldið
snemma í síðari hálfleik.
Við vorum betri í fyrri hálfleik,
ég fékk til dæmis tvö færi sem ég
ekki nýtti, en syo skoruðu þeir,“
sagði Marton. „Ég gerði stór mis-
tök, skildi þá eftir í miklum vand-
ræðum, en það er alltaf hægt að
vera vitur eftir á.“