Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
59
KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM
Tvöföld ánægja
Morgunblaðið/Bjami
Sigurgleði í Laugardalnum
ÍSLENSKA landsliðið vann glæsilegan sigur á Ungveijum, 2:0. Eyjólfur Sverris-
son og Amór Guðjohnsen skorðu mörkin. Á minni myndinni er Eyjólfi þakkað
fyrir markið af samheijum sínum. Hin myndin sýnir Amór Guðjohnsen einbeitt-
an á svip.
ÍSLENDINGAR náðu í gær mikilvægum áfanga íbaráttunni um
að færast upp um styrkleikaflokk í röðun knattspyrnulandsliða
f heiminum. Islenska liðið sigraði það ungverska 2:0 í ágætlega
leiknum leik. Margir hefðu kosið að sjá fleiri mörk þvítækifærin
voru til staðar. En tvö dugðu og nú er markatalan jöfn í riðlin-
um, 6:6, og stigin orðin sex ogeinn leikur eftir, gegn Lúxem-
borg hér heima í september. Ánægjan var tvöföld, við lögðum
Ungverja tvívegis og lékum sóknarknattspyrnu í gærkvöldi.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar
Islenska liðið byijaði af miklu meiri
ákefð en það ungverska og það
hélst allan tímann. Ungveijar náðu
sér aldrei á strik
enda gáfu íslensku
strákarnir þeim aldr-
ei tækifæri til að
byggja upp spil.
Ungveijarnir hafa nokkra netta leik-
menn sem eru auk þess mjög fljótir
en með mikilli baráttu og samheldni
gáfu strákarnir þeim aldrei tækifæri.
Þrátt fyrir að íslenska liðið mætti
því ungverska framarlega á vellinum
og væri meira með boltann allt frá
upphafi voru það Ungveijar sem
fengu fyrsta færið. Þeir áttu fast
skot af vítateig sem lenti í vamar-
manni íslands.
Framheijaþrennan sýndi hvers
hún er megnug á 13. mínútu þegar
hún pijónaði sig í gegn og lauk þeirri
skemmtilegu sókn með því að Eyjólf-
ur sendi knöttinn í netið. Eftir mark-
ið jafnaðist leikurinn heldur og óttr
aðist maður að nú ætlaði íslenska
liðið að bakka og halda fengnum
hlut. En sem betur fer var þessi
afturkippur aðeins lítilsháttar bak-
slag. Strákamir náðu undirtökunum
aftur og Eyjólfur fékk tvö færi fyrir
leikhlé sem nýttust ekki.
Síðari hálfleikurinn hófst eins og
sá fyrri. íslenska liðið byijaði með
látum og það verður að segjast eins
og er að það var lítið að gerast hjá
ungverska liðinu. Þeir virtust vera
búnir að játa sig sigraða þrátt fyrir
að staðan væri aðeins 1:0 og langt
til leiksloka. Á 61. mínútu var Gá-
bor Márton (nr. 6) rekinn af leik-
velli fyrir að sparka í Hlyn Stefáns-
son.
Eftir það jukust yfirburðir íslands
og eftir að liðið hafði fengið nokkur
færi skoraði Arnór Guðjohnsen
stórglæsilegt mark sem lengi verður
í minnum haft.
íslensku strákarnir léku vel, mis-
vel eins og gengur, en liðsheildin var
sterk. Ekki mæddi mikið á Birki í
markinu og hafði hann það nærri
því eins náðugt og Friðrik varamark-
vörður. Vömin virkaði óömgg fyrstu
mínútumar en síðan var hún í góðu
lagi. Kristján eins og klettur sem
allt strandaði á, Guðni öruggur en
hefði mátt skila boltanum oftar til
næsta manns í stað þess að senda
„ensku" sendingarnar langt fram.
Hlynur Birgisson var besti leikmaður
íslands ásamt Arnóri. Hlynur var
hvað eftir annað fremsti maður í
sókn og skömmu síðar mættur á
sinn stað í vörnina. Izudin Daði
geystist einnig oft upp kantinn en
átti það til að „selja“ sig dálítið en
hann er það fljótur að hann náði
oftast að vinna það upp.
Hlynur Stefánsson var sterkur á
miðjunni, vann vel og skilaði knettin-
um vel frá sér. Rúnar átti mjög
góðan fyrri hálfleik en í þeim síðari
átti hann ansi margar misheppnaðar
sendingar. Hann skilaði þó varnar-
hlutverki sínu mjög vel. Sömu sögu
er að segja um Olaf. Hann var dug-
legur að vinna boltann en gekk frek-
ar illa að skila honum til samheija.
Hann átti þó tvær mjög góðar send-
ingar sem sköpuðu hættu við mark
Ungveija og önnur þeirra gaf mark.
Amar Grétarsson lék ágætlega eftir
að hann kom inná.
Framheijamir þrír voru hættuleg-
ir. Amór átti mjög góðan leik, sér-
staklega í síðari hálfleik. Alltaf á
ferðinni og útsjónasamur. Arnar átti
dálítið köflóttan leik. Mjög góðir
sprettir en hvarf þess á milli. Eyjólf-
ur var hins vegar alltaf ógnandi og
Ungveijarnir vissu greinilega hversu
góður skallamaður hann er því einn
varnarmanna þeirra keyrði alltaf
utan í hann þegar sendingar komu
inn á teiginn.
Liðsheildin var sterk og vamar-
hlutverkinu skiluðu allir vel og það
sem var einkennandi fyrir leik liðsins
var hversu vel menn hreyfðu sig án
bolta. Oftast fannst einhver sem
hægt var að gefa á og þegar liðið
varðist lokuðu leikmenn svæðum
vel. Góður leikur og skemmtilegur.
IlAÁ 13. mínútu fékk Amór Guðjohnsen sendingu upp hægri
■ %#kantinn. Hann lék upp undir endamörk, snéri þar á einn
Ungverja og reyndi skot með vinstri fæti. Skotið lenti í vamarmanni
og boitinn barst til Amars Gunnlaugssonar við ijærstöngina. Hann var
í ákjósaniegu færi en af óeigingimi sendi hann fyrir mitt markið á
Eyjólf Sverrisson sem skoraði af öryggi.
2B^%Ólafur Þórðarson átti góða sendingu á Arnór Guðjohnsen
■ \#á 77. mínútu. Arnór fékk boltann inn fyrir vítateiginn hægra
megin og lét boltann hoppa einu sinni á meðan hann skoðaði hvar
markvörðurinn var. Hann sá að hann var framarlega og i stað þess
að skjóta fast vippaði hann glæsilega yfir hann í hornið fjær. Glæsi-
legt mark.
Island - Ungverjal. 2:0
Laugardalsvöllur, undankeppnin HM, 5.
riðill, miðvikudaginn 16. júní 1993.
Aðstæður: Mjög gott veður til að leika
knattspymu, gola og sólarlaust. Völlur-
inn hins vegar ósléttur og harður.
Mörk íslands: Eyjólfur Sverrisson (13.),
Amór Guðjohnsen (77.).
Gult spjald: Rúnar Kristinsson (40.) og
Eyjólfur Sverrisson (56), báðir fyrir brot.
Flórián Urbán (23.), András Telek (33.)
báðir fyrir brot.
Rautt spjald: Gábor Márton (61.) fyrir
að sparka i Hlyn Stefánsson.
Áhorfendur: 2.755 greiddu aðgangs-
eyri.
Dómari: Harrel frá Frakklandi. Dómar
hans vöktu oft furðu og hann var of hlið-
hollur íslendingum.
Línuverðir: Monnier og Lesage frá
Frakklandi.
ísland: Birkir Kristinsson - Hlynur
Birgisson, Guðni Bergsson, Kristján
Jónsson, Izudin Daði Dervic - Hlynur
Stefánsson (Arnar Grétarsson vm. 64.),
Ólafur Þórðarson, Rúnar Kristinsson -
Amór Guðjohnsen, Eyjólfur Sverrisson,
Arnar Gunnlaugsson.
llngverjalíuid: Petry - Simon, Telek,
Keresztúri, Lörincz - Márton, Balog,
Urbán, Orosz (Hámori vm. 64.) - Pisont,
Hamar (Sallói vm. 81.).
Við stjónuðum leiknum
■ g er að sjálfsögðu ánægður með
■ sigurinn og leikinn að mörgu
fti. Það var góð vinnsla og barátt-
i var fyrir hendi. Við getum gert
tur en við sýndum í fyrri hálfleik
i síðari hálfleikur var mjög góður.
ið stjórnuðum leiknum og fengum
örg færi og hefðum átt að geta
nýtt þau enn betur,“ sagði Ásgeir
Elíasson, landsliðsþjálfari.
Ásgeir sagðist hafa átt von á að
Ungveijar myndu pressa þá framar
á vellinum. „Þeir bökkuðu mjög
mikið og það myndaðist of mikið
bil milli varnar og miðju hjá þeim
og við nýttum okkur það. Strákam-
ir börðust allan leikinn og einbeit-
ingin var í lagi. Þessi leikur og eins
leikurinn á móti Rússum kennir
okkur það, að ef baráttan er í lagi
er ýmislegt hægt. Við erum með
fullt af góðum knattspyrnumönnum
sem geta klárað svona leiki og það
sýndi sig í kvöld.“
Ásgeir sagði að allir leikmennirn-
ir hefðu staðið sig vel. „Nú er einn
leikur eftir, gegn Lúxemborg í
haust, og við ætlum okkur sigur í
honum og ná átta stigum og tryggja
okkur þriðja sætið í riðlinum og þá
er takmarkinu náð,“ sagði þjálfar-
inn.
Gaman að
sjá hann
í netinu
- sagði Arnór Guð-
johnsen um ellefta
landsliðsmark sitt
Amór Guðjohnsen lék rpjög vel í
gær og gkoraði gullfallegt
mark á 77. mínútu. „Það var reglu-
Jega gaman að sjá hann inni,“ sagði
hann um 11. landsliðsmark sitt.
Hann sagðist hafa verið að horfa á
myndband með æfingaleik sænska
landsliðsins fyrir leikinn og þá hafi
einn skorað svipað mark. „Þetta kom
upp í hugann þegar ég fékk sending-
una frá Óla. Það var greinilegt að
markvörðurinn bjóst við fyrirgjöf og
var því kominn aðeins útúr markinu
svo ég tók áhættuna og vippaði yfir
hann,“ sagði Arnór.
„Ungverska liðið var ekki gott.
Þeir voru mjög óskipulagðir og eng-
inn leikstjómandi. Ég var frekar
seinn í gang í þessum leik en er
ánægður með seinni hálfleikinn hjá
mér. Ég ákvað í hálfleik að gefa
meira í þetta og þá fóru hlutimirtkÞ—
ganga upp. Nú er bara að klára leik-
inn gegn Lúxemborg með sama bar-
áttuvilja," sagði Arnór.
Góö úrsltt
Ólafur Þórðarson lék 50. landsleik
sinn í gær og hann var ánægður
með sigurinn. Hann var hins vegar
ekki ánægður með sjálfan sig í fyrri
hálfleik. „Þetta em mjög góð úrslit
og maður getur ekki verið annað en
ánægður. Ég átti margar sendingar
sem rötuðu ekki rétta leið í fyrri
hálfleik en ánægður með seinni hálf-
leikinn og vona að ég hafí bætt þann
fyrri upp,“ sagði Ólafur. Hann sagði
að Ungveijar hafi verið slakari en
hann hefði búist við. „Þeir em með
netta leikmenn og við máttum ekki
gefa neitt eftir þá náðu þeir upp
spili.“
Góð ráð í leikhléi
„Þetta var góður sigur. Fyrri hálf-
leikur var erfiður en Ásgeir gaf okk-
ur góð ráð í leikhléi. Eftir að þeir
misstu leikmann útaf stjómuðum við
leiknum. Baráttan í liðinu var góð
og hún þarf líka að vera það. Við
eigum einn leik eftir og þó að við
höfum unnið Ungveija getum við
ekki leyft okkur að slappa af á mðtf- -
Lúxemborg. Við verðum að beijast
í hveijum leik,“ sagði Rúnar Kristins-
son.
Höfðum alltaf tök á leiknum
Ég var ekkert sérstaklega ánægð-
ur með leik okkar í fyrri hálfleik, við
náðum okkur ekki fyllilega í gang.
En við höfðum alltaf tök á leiknum
og lékum vel i síðari hálfleik," sagði
Guðni Bergsson fyrirliði íslenska
landsliðsins eftir leikinn. Aðspurður
um dómarann sagði Guðni að alltaf
væri hægt að deila um einstök tilvik,
en brottvísunin hefði verið réttmæt.
„Ég held að hann hafi ekki sett
mark sitt á leikinn," sagði Guðni.
Ekki mlkil ógnun
„Það var mjög gaman að þessu.
Mér fannst ekki mikil ógnun frá
sóknarmönnum þeirra,“ sagði Hlyn-
ur Birgisson varnarrhaður sem átti
skínandi leik. „Þetta var tvímæla-
laust sanngjarn sigur. Dómarinn var
kannski aðeins með heimaliðinu, en
það skipti engu máli um úrslit leiks-
ins,“ sagði Hlynur.
Vorum hættulegri
„Þetta var sanngjamt, þeir fengu
varla færi og við hefðum getað skor-
að fleiri mörk. Við vorum að ska]!a
mun meira en þeir og vorum hættu-
legri,“ sagði Eyjólfur Sverrisson sem
gerði sitt fjórða mark fyrir íslenska
landsliðið í leiknum. Aðspurður um
ungverska liðið sagði Eyjólfur að
þeir væru snjallir spilarar. „Þeir em
snillingar að láta boltann ganga, en
vantar hættulegan sóknarmann. Þeir
era að spila þennan dæmigerða reitS^’"
bolta, en vantar markaskorara."