Morgunblaðið - 04.07.1993, Page 6

Morgunblaðið - 04.07.1993, Page 6
6 FRÉTTIR/BWSULEWT MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 Unglingar frá Vinnuskólanum og ÍTR ferðast með leiktæki og skemmta börnum Samveran er skemmtileg og þroskandi VERKEFNI nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur eru sennilega alika mörg og krakkamir eru margir. Einn vinnuhópurinn, sem í era fimm krakkar úr Vinnuskólanum og fjórir frá íþrótta- og tómstund- aráði, vinnur með börnum og telja unglingarnir samvera með þeim bæði skemmtilega og þroskandi. Krakkarnir ferðast milli skólaleik- valla með ýmis leiktæki og bjóða bömum hverfisins til að mynda að hoppa hæð sína á trampólíni, spila míní-golf eða keyra kassa- bíla. Ekki má gleyma þvi að börnunum býðst að auki að fá andlit sitt málað en við það fjölgar kisum, kanínum og öðrum kynjadýrum veralega á leikvöllum borgarinnar. Það voru einbeittir unglingar sem blaðamaður Morgunblaðsins hitti fyrir við Árbæjarskóla en þau voru í óða önn að mála andlit ungra bama. „Má ég vera kisa?“ spurði ein lítil telpa. „Get ég verið Jord- an,“ sagði einn og viðbrögðin voru á eina leið: „Jú, það hlýtur að vera hægt.“ Aldís Hilmarsdóttir sagðist vera að vinna sitt þriðja sumar í Vinnu- skólanum. „Þetta er tvímælalaust skemmtilegra en að reyta arfa,“ sagði hún ákveðið. „Okkar verkefni er að bjóða börnunum upp á leiki og skemmtun og sennilega eru trampólínið og andlitsmálunin langvinsælust meðal barnanna." Börnin flykkjast að Jónas Ingi Jónasson er að vinna í fyrsta skipti við skólann. Hann sagði að mikill fjöldi bama flykkt- ust á skólaveilina hvar sem þau kæmu. Stefanía Ragnarsdóttir sem einnig er I skólanum í fyrsta sinn skýrði frá því að þau muni reyna að heimsækja alla skóla borgarinn- ar í sumar en alla jafna eru þau einn til tvo daga í senn á hverjum stað. Nokkrir í hópnum eru starfs- menn ÍTR en ein þeirra er hin franskættaða Valerie Anne Descri- eres. „Mér finnst þetta starf mjög skemmtilegt enda hef ég mjög gaman af börnum,“ sagði Valerie en þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í verkefninu. Aðspurð kváðust þau öll vilja vinna við þetta verkefni eins lengi og þau muni starfa í Vinnuskólanum. BÖRNIN úr Árbæjarhverfinu virtust kunna vel að meta leik- tæki unglinganna úr Vinnuskól- anum. Trampólínið reyndist þó einna vinsælasta tækið. Una sér vel með börnumim STEFANÍA, Aldís, Jónas og Valerie, sem öll vinna að verk- efninu Sumargrín á skólavöll- um, segja starf sitt mjög skemmtilegt og þroskandi. Morgunblaðið/Svemr v I Hinn þekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark sýnir myndir sínar á Kjarvalsstöðum Ég held að raunveru- leíkinn sé svarthvítur MARY Ellen Mark er bandarískur ljósmyndari og sýnir um þessar mundir ljósmyndir á Kjarvalsstöðum. Það er sýning sem hefur farið víða; um leið og myndimar eru hér þá eru þær í Tókýó. Hingað kom sýningin frá París og fer síðan til Englands. Þannig er sýningin viðförul, rétt eins og yósmyndarinn; myndirnar eru teknar út um allan heim, í Bandaríkjunum, Englandi, Indlandi. Listinn yfir verk Mary Ellen er langur og ber vott um fjölbreytnina í viðfangsefnum hennar. Sýningin er líka komin á bók sem er í metsölu. Mary Ellen er óneitanlega meðal þekktustu ljósmyndara í heiminum. Hún byrjaði að taka myndir árið 1963; segir að það hafi reyndar ekki verið af neinni sérstakri ástæðu. Mbrguhbláðíð/Knstinn Ljósmyndarinn MÁRY Ellen Mark: „í Bandaríkjunum snýst allt um tísku og frægt „Ég byijaði að læra málaralist, en svo líkaði mér ekki einangrunin sem fylgdi því. Það var engin sér- stök hugsun sem lá að baki því að fara út í ljósmyndun; ég próf- aði það og féll afskaplega vel og ákvað að ljósmyndun væri það sem ég vildi gera. En tímamir voru öðruvísi þá, heimurinn var opnari en núna. Að byija núna myndi vera mun erfiðara; maður hefði minna frelsi og ætti minni mögu- leika á að gera núna það sem maður vill, einfaldlega vegna þess að nú fæst síður fjárhagslegur stuðningur frá tímaritum sem vilja birta efni á borð við það sem ég var að gera þegar ég byijaði í ljós- myndun." Hef mestan áhuga á raunveruleikanum „Það hefur orðið mikil breyting, sérstaklega á síðustu tíu árum. Núna er mun meira hugsað um yfirborðslega hluti eins og frægt fólk; fjölmiðlar vilja helst slíkar myndir. í Bandaríkjunum snýst allt um tísku og frægt fólk - ekki um raunveruleikann. Ég held að þetta stafi helst af slæmu efna- hagsástandi; fólk vill sjá það sem er auðvelt að skoða; það sem er öruggt. Önnur ástæða er auðvitað sjónvarpið. Nú þarf allt að gerast svo skyndilega og fólk vill sjá hlut- ina um leið og þeir gerast.“ Mary Ellen vinnur langmest í svarthvítu og hvað innihaldið varð- „Kannski sé ég hlutina í svarthvítu. En ég kann að meta litmyndir þar sem þær ná betri tökum á viðfangsefninu, en sjálfri hefur mér alltaf líkað betur að vinna í svarthvítu og mér finnst að þannig verði innihaldið beinskeytt- ara og styrkur þess komi betur í ljós.“ fólk; ekki um raunveruleikann.“ ar þá segist hún hafa mestan áhuga á raunveruleikanum. „Ég held að svarthvítt sé raunveruleik- inn,“ andmælir hún því innskoti að veruleikinn sé í lit. „Kannski sé ég hlutina í svarthvítu. En ég kann að meta litmyndir þar sem þær ná betri tökum á viðfangsefn- inu, en sjálfri hefur mér alltaf lík- að betur að vinna í svarthvítu og mér fínnst að þannig verði inni- haldið beinskeyttara og styrkur þess komi betur í ljós. Liturinn er líka erfíðari. Þá þarf að taka tillit til mun fleiri atriða í myndinm, sem hafa áhrif á hvernig Húh er byggð. Sjáðu þessa mynd af stúlk- unni hérna, ef þetta tjald í bak- grunninum væri skærbleikt þá hefði myndin kannski ekki orðið eins góð og ég hefði þá byggt hana öðruvísi." Handan við klisjurnar Hún segir að hún dragist kannski helst að viðfangsefnum sem skila sér sterkt í myndum. „Og sérstaklega að ákveðnum myndum; myndum sem búa yfir einhveiju kynlegu, einhveiju duttl- ungafullu og ókunnu. Þegar ég tek myndir af fólki þá reyni ég að finna það kynlega og kenjótta í fari þess. Og það er kannski dálít- ið kynlegt að vera venjulegur." „Eg vil að myndirnar mínar hrífí fólk; að fólki fari kannski að þykja vænt um það fólk sem ég tek myndir af. En ég er ekki svo barnaleg að halda að myndimar mínar geti á einhvern hátt breytt heiminum. Mig langar einungis til þess að fólk horfí á myndirnar mínar og hrífíst af þeim; finni fyr- ir einhveiju. Við höfum séð svo mikið af myndum af fátækt til dæmis, að slíkar myndir eru næst- um orðnar klisjukenndar. Þess vegna er erfítt að taka myndir af fátækt. Maður þarf að fara handan við þessar myndir sem við höfum öll séð svo oft; kafa undir yfír- borðsatriði fátæktar." Ljósmyndir eru ætíð markmiðið Myndirnar bera það með sér að Mary Ellen hefur farið víða. Hún segir að það gæti verið gaman að koma til íslands og dvelja þá á einhveijum ákveðnum stað um tíma og taka myndir. í bæ eða landshluta. „Ég hef ekki ferðast nógu víða. Ferðalög eru í sjálfu sér ágæt, en ég hef samt ekki gaman af þeim nema hafa það að markmiði að taka myndir. Líf mitt snýst um ljósmyndun." * Ij: i, 1 B +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.