Morgunblaðið - 04.07.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 04.07.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 19 fermingin, hjónabandið, smurning sjúkra og prestsvígslan. Það er mælst til þess að kaþólskir skrifti einu sinni á ári og gangi minnst einu sinni á ári til altaris. Guðsþjónustur fara nú fram á þjóðtungu hverrar þjóðar, en ekki lengur á latínu. Mildileg fromkvæmd strangra laga Ströng afstaða Kaþólsku kirkj- unnar í ýmsum málum sem lúta að kynlífi og hjúskap ber á góma. Séra Hjalti segir þá gömlu reglu í heiðri hafða innan kirkjunnar, „að hafa lögin eins ströng og hægt er og framkvæmdina eins mildilega og mögulegt reynist". Almennt er kirkj- an andvíg hjónaskiinuðum, en undir vissum kringumstæðum er hægt að ógilda hjónabönd. Þeir sem eiga að baki brostið hjónaband, sem talið er hafa verið gilt, fá ekki kirkjulega vígslu í annað hjónaband. „Viðkom- andi er ekki útskúfað úr kirkjunni, en ef aðilinn hefur aftur stofnað til sambúðar mælumst við til þess að hann gangi ekki til altaris. Engum er þó vísað frá ef hann leitar eftir altarisþjónustu," segir séra Hjalti. Ákveðin andstaða kirkjunnar gegn fóstureyðingum hefur mikið verið umrædd sem og bann við getn- aðarvörnum og ófrjósemisaðgerðum. Sr. Hjalti bendir á að andstaðan við fóstureyðingar sé ekki bundin við Kaþólsku kirkjuna eina heldur sé að finna kristið fólk innan allra kirkna þeim andvígt. Sr. Hjalti telur ekki breytinga að vænta í afstöðu kirkj- unnar í þessum efnum á næstunni, en bendir á að kirkjan sé á öllum tímum að taka afstöðu til allra mögulegra mála, þótt þessir mála- flokkar hafi vakið meiri athygli en aðrir. Heimsprestur i Hafnarfiröi Sr. Hjalti Þorkelsson snerist til kaþólskrar trúar þegar hann var orðinn fulltíða maður. Að loknu kennaraprófi hélt hann til Þýska- lands til frekara náms í kennslu- og uppeldisfræði. Þar kynntist hann reglu Benediktsmunka og hreifst af trú þeirra. Hann hafði hug á að gerast Benediktsmunkur en var hvattur af reglubræðrum til að snúa til síns heimalands og þjóna þar. Sr. Hjalti fór í prestaskóla og tók prests- vígslu, hann tilheyrir ekki neinni sérstakri klausturreglu og telst því heimsprestur (secular) og heyrir undir biskup. Kjör kaþólskra presta eru talsvert frábrugðin því sem gerist meðal þjóðkirkjupresta. Kaþólskir prestar vígjast hér „til borðs biskups", sem merkir að biskup á að sjá um fram- færslu þeirra. Presturinn fær fæði, klæði, húsaskjól og vasapeninga. Ekki er um að ræða neinar greiðslur fyrir svokölluð aukaverk, þ.e. skírn- ir, fermingar, jarðarfarir og hjóna- vígslur. Sr. Hjalti segir presta hér á landi njóta góðs af jöfnunarsjóði sem þýskir prestar leggja í 4% af launum sínum. Þetta fyrirkomulag gildir ekki í öðrum löndum, þannig eru franskir prestar að mestu upp á gjafmildi safnaðarbarna komnir. Það er afdrifarík ákvörðun að ~ taka vígslu kaþólsks prests. Meðal annars vinnur presturinn einlífisheit og er sr. Hjalti spurður út í það. „Einlífisheitið er umdeilt, enda mannasetning og styðst ekki við bein fyrirmæli Biblíunnar. Þetta kom upp á 12. öld en þá þótti klausturlifn- aður æðra lífsform en til dæmis hjónaband. Því er ekki heldur að neita að einlífið hefur ótvíræða kosti fyrir presta. Sá sem ekki er bundinn fjölskylduböndum er ftjáls að helga sig starfmu algjörlega. Það kemur í veg fyrir að menn séu að hygla sínum ættmönnum og það er ekki rætt um að við þurfum frí einn sunnudag í mánuði! Starfi okkar er áldrei lokið, presturinn á að vera tiltækur á öllum tímum. Prestþjón- ustunni fylgja ýmsar skyldur, við biðjum tíðabænir þrisvar á dag. Kaþólskir prestar um allan heim biðja sömu bæna allan ársins hring. Prestarnir fara yfir alla Davíðssálma í hvetjum mánuði, en í klaustrum er það gert á hverri viku. Þá eru bænir dýrlinga tengdar minningar- dögum þeirra. Tíðabænirnar koma reglu á bænalífið og mynda ramma um hvern dag.“ TAKNMAL TRÚARINNAR Í nýju kirkjunni eru duldar og augljósar vísanir til kristinnar trúar ÞEGAR ákveðið var að St. Jósefssystur seldu sjúkra- húsið í Hafnarfirði tók dr. Hinrik Frehen biskup ákvörðun um að undirbúa byggingu sóknarkirkju á Jófríðarstöðum. Knútur Jeppesen arkitekt var fenginn til að gera teikn- ingu að prestsbústað, kirkju og safnaðarheimili á þessum stað. Knútur arkitekt og sam- starfsmaður hans Pétur Örn Björnsson höfðu að leiðarljósi nokkur grundvallarat- riði við hönnun byggingarinnar. í henni endurspeglast jafnt hag- nýtt gildi fyrir nútíma safnað- arlíf sem og augljósar og duldar vísanir í aldagömul helgitákn og trúaratriði kristninnar. Kirkjunni er skipt í veraldleg og heilög svæði og eykst helgin eftir því sem nær dregur altarinu. Þegar gengið er til kirkju er fyrst komið að rammíslensku klukknaporti, líku þeim sem víða eru við sveitakirkjur landsins. Klukknaportið er fremst á höfuð- ási byggingarinnar og innst á sama ási er hið allra helgasta, altarið. Innan við klukknaportið Súlur eru óberandi ■ Jó**f*klrkiunni. Þaer sýna krafl og sföóugleika, vi*a til musteris Salómons og eru einnig visbending um kirkfu Krists, „stólpo og grundvöll sannleikans." um, tókn postulanna, eru steypt- ar i veggl klrk|unnar. er forgarður og umhverfis hann súlnagöng sem tengja saman prestsetrið, kirkjuna og safn- aðarheimilið. Anddyri kirkjunnar er á þverási kirkjunnar, en hann tengir alla hluta byggingarinnar. Þverásinn og höfuðásinn mynda kross, helgasta tákn kristninnar. Innan við fordyri erlíirkjuskip- ið sjálft, birtan kemur inn um glugga sem sitja hátt, hringinn í kring. Háar súlur við útveggi bera þakbitana uppi. Loftið er klætt hvítri timburklæðningu og þríhymdar burðarsperrur halda þakinu uppi. Talan þrír, sem er heilög tala, er grunntala byggingarinnar. Byggingamar em þijár, staðal- málið er þrír metrar, byggingar- efnin þijú. Þríhyrningurinn, tákn heilagrar þrenningar, er áberandi í byggingunni sem og ferhyrning- urinn, en hann táknar kyrrð óg styrkleika. Margbrotin vígsluathef n Vígsla kaþólskrar kirkju er í ýmsu frábragðin vígslu mótmæl- endakirkna. Séra Hjalti Þorkels- son, prestur í Jósefskirkju, lýsti athöfninni fyrir blaðamanni. Vígslan hefst með því að biskup og prestar koma að lokaðri kirkj- unni. Þar afhendir fulltrúi bygg- ingarmanna, byggingarmeistari eða húsameistari, biskupi lykil að kirkjunni sem aftur afhendir lykilinn safnaðarpresti. Kirkjunni er lokið upp og skrúðganga bisk- ups og presta gengur inn. Biskup vígir vatn og stökkir því á veggi kirkjunnar. Að þessu loknu er sunginn dýrðarsöngur. Næst em lesnar ritningar- greinar og flutt litanía, en í henni er beðið um fyrirbæn allra heil- agra. Nú er málmaskja með lík- amsleifum dýrlinga lögð í hólf undir altarinu sem múrarameist- ari hússins múrar fyrir. Með öskj- unni er lagt skjal, líkt og sett er Heilagur Jósef er oftast sýndur meó vinldl eóa hamar. Skrúóhúsbialla. í homstein kirkjunnar. Þessi sið- ur er rakinn til þess að fyrstu kirkjumar í Róm vom reistar á gröfum píslarvotta og segir sag- an að Péturskirkjan í Róm sé einmitt reist á gröf Péturs postu- la. Nú er beðin blessunarbæn og þess beiðst að lifandi kirkja Krists blómgist í byggingunni. Vígsla altarisins er hápunktur kirkjuvígslunnar. Altarið hefur táknræna merkingu og táknar sjálfan Krist. Altarisplatan verð- ur að vera úr gegnheilum, nátt- úmlegum steini. Hún vísar til Krists sem hyrningarsteins kirkj- unnar. í veggi kirkjunnar era greiptar 12 krossmerktar stein- plötur úr sama steini og altaris- platan. Þessar plötur tákna postulana 12 og þjónustu þeirra. Þessi táknmynd á sér margar fyrirmyndir, allt aftur í prests- þjónustu gyðingdómsins og kyn- kvísla ísraels til foma. Altaris- platan er nú smurð með vígðri olíu og er olía einnig borin á steinana í veggjunum. Eftir smuminguna er kveiktur eldur á altarinu og brennt reykelsi. Eld- urinn táknar anda Guðs og reyk- urinn sem stígur upp táknar bænirnar sem beðnar era. Að þessu loknu er altarið hreinsað, dúkað og prýtt með kertum. Nú hefst venjuleg messa eða altarisþjónusta og með henni lýk- ur sjálfri vígsluathöfninni. Messa verður síðan sungin daglega í kirkjunni, líkt og í öllum kaþólsk- um kirkjum. Nokkur ártöl úr sögu kaþólsku kirkjunnar á íslandi efftir sióbreytingu 1857-8 Tveir franskir prestar, Bemharður og Baldvin, koma til landsins. 1859 Séra Bernharður kaupir jörðina Landakot í Reykjavík 1870 Jón Sveinsson (Nonni) og Gunnar Einarsson fara til náms hjá kaþólskum í Danmörku. 1874 Trúfrelsi tryggt með nýrri stjórnarskrá. 1896 Fjórar St. Jósefssystur koma til landsins og hefja kennslu og líknarstarf. 1897 Kaþólska kirkjan við Tún- götu blessuð. Hafin starfræksla sjúkrahúsa í Reykjavík og á Fá- skrúðsfirði. 1902 Gamli Landakotsspítalinn vígður. 1903 Montfort-reglan tekur að sér trúboð á íslandi og sendir tvo presta til landsins, annar þeirra var séra Martin Meulenberg. 1909 Gamli Landakotsskólinn vígður. 1918 Séra Meulenberg sækir fyrstur útlendra manna um ís- lenskan ríkisborgararétt og fékk hann 1921. 1922 Jófríðarstaðir í Hafnarfirði keyptir. 1923 Van Rosum kardínáli frá Róm heimsækir ísland. Postullegt trúboðsumdæmi stofnað hér á landi og Meulenberg útnefndur postullegur prefect. Van Rosum sæmdur fálkaorðu. 1924 Jóhannes Gunnarsson tek- ur kaþólska prestvígslu, fyrstur íslendinga á seinni tíð. Kapella blessuð á Jófríðarstöðum. 1926 St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði vígður. 1929 Kristskirkj a í Landakoti vígð. Meulenberg útnefndur nafn- biskup til Hóla. 1930 St. Jósefssystur opna bamaskóla í Hafnarfirði. 1935 Fransiskusystur setj ast að í Stykkishólmi og hefja rekstur sjúkrahúss. 1939 Karmelsystur koma til ís- lands. 1942 Séra Jóhannes Gunnarsson skipaður Hólabiskup og vígður ári síðar. 1952 Prentsmiðja opnuð í Stykk- ishólmi, keypt hús fyrir kapellu og prestbústað á Akureyri. 1963 Kirkj an kaupir Riftún í Ölf- usi fyrir sumardvalaheimili. 1968 Hinrik Frehen verður bisk- up* 1977 Formlegt stjómmálasam- band íslands og Vatikanríkisins. 1984 Jóhannes Páll II páfí út- nefnir Þorlák helga verndardýrling íslands. 1985 Maríukirkjan í Breiðholti blessuð. 1988 Alfred J. Jolson vígður biskup á íslandi. 1989 Jóhannes Páll II páfí heim- sækir ísland. Vígðar kapellur í Keflavík og á Isafírði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.