Morgunblaðið - 04.07.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 04.07.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 oftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur því ég hjálpaði strákunum í bassa í Svölunum. Þeim þótti hálfgerð skömm að því, en mér þótti það feiknarlega gaman. Þessi dimma rödd hefur fylgt ýmsum í ætt minni. Móðir mín hafði afar fallega altrödd og söng mikið. Guðmunda Elíasdótt- ir var skyld móður minni í báðar ættir. Það var mikið söngfólk á Vestfjörðum. Ég var tólf ára þegar ég söng við fyrstu útförina. Þá sung- um við í Svölunum yfir skólastjóran- um okkar, honum Sigurði Thorlac- íus. Ég var ansi ung þegar ég fór að taka þátt í söngskemmtunum. Ég söng þó ekki ein, heldur var í öllum kórum _sem ég gat mögulega verið með í. Ég söng líka töluvert tvísöng, m.a. með Sigurveigu Hjaltested, Svölu Nielsen og Guðrúnu Tómas- dóttur. Við sungum fremur við kirkjuathafnir en á skemmtunum. Það hefur fylgt mér nærri því frá fyrstu tíð. Eg hneigðist meira að kirkjulegri músík strax í æsku. Ég er þó ekki trúaðri en gengur og gerist. Samt var þetta svona. Ég var hins vegar aldrei sérlega spennt fyr- ir óperum. Ljóðasöngur og passíur voru mitt uppáhald. Eg hef átt þátt í stofnun margra annarra kóra en Ljóðakórsins, t.d. Kammerkórsins og Samkórs Reykjavíkur. Fleiri ár var ég líka í Dómkórnum, það var á seinni árum dr. Páls ísólfssonar. Það var ógleymanlegur tími, við sungum við allar meiri háttar at- hafnir þess tíma, m.a. við forseta- Margrét Eggertsdóttir var einn af stofnendum hins þekkta Ljóðakórs. Hún lagði kórinn niður um leið og hún hætti störfum sem tónlistarfulltrúi Kirkjugarða Reykjavíkur. heimsóknir og konungskomur. Það er töluvert félagslíf í kringum kóra, en meira virði er þó sú mikla útrás sem maður fær í söng. Það gekk merkilega vel að koma söngstarfmu saman við heimilisstörf og barnauppeldi. Það gekk auðvitað svona vel af því ég hafði góða hjálp heiman að. Ég var t.d. alltaf upptek- in alla hátíðisdaga í Dómkórnum. Maðurinn minn, Páll Þorsteinsson, og synir mínir þrír, Einar Ólafur, Eggert og Valur, hafa alltaf skilið vel löngun mína til að syngja og stutt mig í þeim efnum. Yngri syn- irnir tveir hafa einnig lagt tónlist fyrir sig. Eggert er fyrstí pákuleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands en Valur er fyrsti kontrabassaleikari í Konunglegu sænsku fllharmóníu- hljómsveitinni. Söngstarf mitt skil- aði ekki heimilinu miklum tekjum lengi vel. Seinni árin þegar Ein- söngvarakórinn tók til starfa fór hins vegar að glaðna til í þeim efn- um. Árið 1971, að mig minnir, fórum við saman nokkrir söngvarar og sungum í Hesselby-slot og á fleiri stöðum. Við sungum líka svolítið hér heima. Upp úr þessu ferðalagi fórum við að syngja við athafnir í kirkjum. Á tímum Dómkórsins var vel haldið á málum, svo kom tímabil þar sem ekki var nógu vel um það hugsað að við kirkjusöng væru vel samhæfð- ir hópar. Ljóðakórinn verður til Einsöngvarahópurinn söng inn nokkur prógrömm fyrir útvarpið. Við vorum átta í þessum hóp. Við vorum hins vegar ekki nema fimm sem sungum oftast við athafnir. Þetta starf okkar virtist koma sér ansi vel, það var í það minnsta mik- ið beðið um söng frá þessum hóp. Við sungum nánast daglegá við ein- hveija athöfn og stundum oftar á dag. Ég er kannski svolítið sérkennileg, en mér hefur fallið afar vel kirkju- söngur. Hver athöfn er einstök, þannig að það er ekki hægt að venj- ast slíkum söng. Stundum var tilefn- Ljóðakórinn óneitanlega í sessi. Við vorum meira að segja beðin um að ráða okkur alveg til jarðarfararsöngs en af því varð ekki. Þá fóru flestar jarðarfarir fram frá Fossvogskap- ellu, Dómkirkjunni og Fríkirkjunni, þótt auðvitað væri jarðað frá öðrum kirkjum líka. Við sungum líka oft í Hafnarfirði, en sjaldan fórum við út fyrir höfuðborgarsvæðið. Því er ekki að neita að sumum fannst nóg um umsvif Ljóðakórsins og varð hann á stundum fyrir óvæg- inni gagnrýni. Það var jafnvel sagt að við einokuðum markaðinn, ef svo má segja. En við sungum auðvitað svona mikið af því við vorum beðin um það. Það er erfitt að segja nei við syrgjendur. Af þessum sökum reyndi ég að láta ekki gagnrýni, réttláta sem rangláta, fá of mikið á mig. Við slíka gagnrýni sleppur eng- inn sem hefur með það að gera að ráðstafa hlutum. Ég reyndi að sinna starfi mínu af samviskusemi og trú- mennsku en ekki neita ég því að mér fannst stundum óviðkunnanlegt að heyra slíkar gagnrýnisraddir um starfsemi sem þessa. Af tónlistarfólki komin Margrét er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. „Móðir mín hét Hall- dóra Jónsdóttir og vac úr Dýrafirðin- um. Hún var af söngfólki komin. Faðir minn var Eggert Jóhannesson járnsmiður og tónlistarmaður. Hann var á þessum árum einn af stofnend- um Lúðrasveitar Reykjavíkur. Hann lék afar mikið og við öll þau tæki- færi sem gáfust. Hann var trompet- leikari og lék líka á Waldhorn. Það fyrsta sem ég man eftir voru æfing- ar föður míns á hljóðfærin sín tvö. Hann lék nokkuð jafnt á þau bæði, meira þó á trompetinn. Oft komu í heimsókn föðurbræður mínir Kjart- an og Eiríkur. Þeg'ar þeir bræður voru að músisera var gaman að hlusta. Ég er næstyngst af systkinum mínum. Jóhannes, elsti bróðir minn, er þekktur tónlistarmaður. Næst kom Guðbjörg, en hún dó ung, Einar kom svo, hann byijaði að læra á hljóðfæri en hætti því og fór að syngja, hann hefur verið í Karla- kómum Fóstbræðrum frá fyrstu tíð. Yngstur var Pétur, hann var byijað- ur að læra á Waldorf en lést í bíl- slysi tvítugur að aldri. Söngurinn hefur því fylgt mér frá fyrstu tíð. Ég var I Austurbæjarskólanum sem barn. Þar lentum við saman nokkrir félagar sem höfðum verið samtíða alveg síðan, I söng sem ýmsu fleiru. Þessir félagar mínir eru bræðurnir Kristinn og Ásgeir Hallssynir, Þuríð- ur Pálsdóttir Guðmundur Gilsson organleikari, sem nú er látinn. Við vorum öll í telpnakórnum Svölum, sem Jóhann Tryggvason stjórnaði. Það var ógleymanlegur tími. Reynd- ■ ar vorum við Iíka hjá Páli Halldórs- syni. Þetta var allt saman feiknar- lega gaman. Síðan hefur líf mitt verið einn söngur af öllu tagi. Í gagn- fræðaskóla var ég áfram í kórum. Ég byijaði örlítið á að læra á píanó, ekki þó eins og ég hefði viljað. Það var ýmislegt ekki hægt sem fólk getur fremur látið eftir sér núna. Það var óttalegt peningaleysi hjá alþýðu manna. Það var ekki fyrr en með stríðinu að það breyttist. Ég var þó örlítið í tímum hjá Jóhanni Tryggvasyni og síðan stundaði ég sjálfsnám eftir föngum. Um söng- skóla var ekki að ræða. Hins vegar tók ég alla þá söngtíma sem ég komst í þegar fram í sótti. Ég fór hins vegar aldrei út til náms eins og Þuríður gerði og ýmsir fleiri. Lengst hef ég líklega verið hjá Sig- urði Demetz og hjá Ruth Magnússon og henni Maríu Markan. Það er söngnám mitt sem hægt er að tala um. Það er ekki fyrr en Söngskólinn er stofnaður að þetta verður að námi hér. Söng yfir skólastjóranum sínum Ég var snemma með dimma rödd lagóur IJóóaliórimi „SVÍF þú inn í svefninn í söng frá vörum mér,“ kvað Stefán fra Hvítárdal til litlu stúlkunnar sinnar. Söngur er eitt form ást- úðar í heimi okkar mannanna. Við syngjum fyrir börnin okkar. Elskhuginn syngur fyrir ástmey sína. Konan sem gefur manni söng sinn tjáir honum einlægar tilfinningar sínar. Innilegur söngur snertir okkur öll í hjarta- stað. Alla ævi er söngurinn okkur nálægur, ekki síst á hinum stóru stundum og þegar við leggjumst til hinstu hvíldar fylgir okkur saknaðarsöngur þeirra sem eftir lifa. Konan sem ég sit hjá hefur sungið margan slíkan kveðju- söng, Margrét Eggertsdóttir heitir hún og stofnaði ásamt nokkrum söngvurum einsöngv- arakórinn sem var forveri Ljóða- kórsins. Þessi merki kór hefur nú runnið skeið sitt á enda, hann hætti starfsemi í janúar og upp úr honum voru stofnaðir tveir kórar, Tónkórinn og Hljómkór- inn. Ljóðakórinn sálugi söng við ótal margar jarðarfarir og kirkjulegar athafnir þau ár sem hann starfaði, var svo umsvifa- mikill á þeim vettvangi að sum- um þótti nóg um. Það var Guðmundur heit- inn Gilsson oreglleik- ari sem gaf þessum kór nafnið Ljóðakór- inn í söngprógrammi í útvarpinu, segir Margrét. „Það var í upphafi ákveðið að þegar síðasti stofnandi Ljóðakórsins hætti yrði kórinn lagður niður. Ég var „síðasti móhíkaninn", og stóð við það heit að leggja kórinn niður um leið og ég hvarf af vettvangi sem söngkona og hætti störfum sem tónlistarfull- trúi Kirkjugarða Reykjavíkur," segir Margrét. „Það voru auðvitað aðrir kórar sem sungu líka við jarðarfarir meðan Ljóðakórinn starfaði, en fljót- lega varð eftirspurnin eftir söng Ljóðakórsins slík að hann varð sá sem söng við flestar athafnirnar. Við í kórnum vorum auðvitað mjög ánægð með þessa þróun. Við vildum gjarnan syngja sem mest, það var okkur ánægja og veitti okkur útrás fyrir söngþörfina. Söngvararnir í kórnum sungu þó mismikið. Sumir voru í annarri vinnu og þurftu að sinna henni. Við sem laus vorum sungum því langmest. Á tímabili vorum við samt að hugsa um að hætta en þá höfðu forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur samband við okkur og báðu okkur fyrir alla muni að halda starfínu áfram. Ég var þá í fyrirsvari fyrir Ljóðakórinn. í framhaldi af þessum viðræðum réðst ég árið 1982 til Kirkjugarða Iteykjavíkur. Þetta allt saman festi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.