Morgunblaðið - 04.07.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.07.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 25 Flestir af stofnendum Ljóðakórsins. F.h.: Kristinn Hallsson, Halldór Wilhelmsson, Ólafur Vignir Alberts- son undirieikari, Garðar Cortes, Hákon Magnússon, Rut Magnússon, Margrét Eggertsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Svala Nielsen. / Margrét Eggertsdóttir og Þuríður Pálsdóttir. ið svo dapurlegt að við gátum varla sungið. Við ýmsar athafnir var dap- urleikinn slíkur að erfitt var að syngja. Ég man eftir mörgum svo erfiðum athöfnum. Húskveðjurnar voru sérstaklega erfiðar. Þær voru sem betur fer að leggjast af þegar þetta starf okkar var að komast á skrið. Það var feikilega erfitt að syngja húskveðjur. Þá stóðum við alveg við kistuna og nánasta skyldu- liðið grátandi í kringum okkur. Þetta var oft inni í litlum stofum svo itá- lægðin við sorgina var mikil. Ég man líka eftir ljórum kistum í kór í Fossvogskirkju þegar tvenn ung hjón fórust í flugslysi, það var hörmulegt. Þá urðu mörg lítil böm foreldralaus. Maður reynir eins og hægt er að útiloka sig frá sorginni en það er erfitt. Manni finnst jafn- vel stundum að maður komist ekki í gegnum athöfnina. í dag eru þó betri aðstæður en áður var. Nálægð- in var erfið. Ég man eftir fólki sem leið yfir við athafnir. Svonavlagað tekur á. Hins vegar man ég líka eftir djúpri gleði þegar vel hafði tek- ist til. Þá finnur maður sig hafa veitt mikla hjálp. Það er hollt að gráta það gera menn helst þegar tónlistin nær tökum á þeim. Það hefur því mikið að segja að söngur við slíkar athafnir sé góður og vand- aður. Til Kirkjugarða Reykjavíkur var ég ráðin bæði til þess að syngja og til þess að sjá um söng við jarðarfar- ir. Forsendur voru m.a. þær að Ljóðakórinn væri ekki lagður niður. Gagnrýni sem fram kom á starfsemi kórsins beindist því einna mest að mér og stóð alveg fram undir það að ég hætti. Ég hætti vegna skipu- Iagsbreytinga sem starfsmanneskja Kirkjugarðanna um mánaðamótin janúar/febrúar sl. Ég hafði jafnan unnið heima og treysti mér ekki til að breyta því. Þegar Ljóðakórinn var lagður niður hafði æði margt fólk komið að starfsemi hans. Þeir voru þó ekki margir sem sungu með frá upphafi og alla tíð. Ég var ein af þeim fáu. Eg tel ekki slæmt að tveir kórar hafi sprottið upp af rótum gamla kórsins. Það gerir ekkert til þótt samkeppni ríki, hins vegar þarf hún að fara friðsamlega fram, ekki síst á vettvangi sem þessum. Svo eru auðvitað fleiri hópar sem syngja við jarðarfarir í dag, m.a. kirkjukór- ar á þessu svæði. Einnig hafa lengi starfað karlakórar og fleiri hópar sem aðstandendur hafa getað valið á milli. Þeirra er hið endanlega val. Stundum eru aðstandendur ekki færir um að velja, eru mjög miður sín og geta varla séð um neitt sem að útför lýtur. Ég reyndi þá að koma til aðstoðar, fyrst og fremst lagði ég mig eftir að framkvæma vilja fólks, ef það setti fram einhveijar óskir, svo framarlega sem það var hægt. í erfiðum tilvikum hafði ég samband við prestinn. Mjög sjaldan var þó beinlínis neitað að flytja lög, ef texti passaði ekki. Þá var reynt að fá hljóðfæraleikara til að flytja lagið og komast þannig fram hjá textanum. Ég minnist þess varla að nokkur athöfn hafi verið þannig að út af henni hafi spunnist leiðindi, reiði eða sárindi. Athafnir eins og konsertar Mjög misjafnt hefur verið hvaða söngvarar hafa verið vinsælastir í jarðarfararsöng. Tveir einsöngvarar skáru sig þó löngum úr, það voru Guðmundur Jónsson og Sigurður Ólafsson. Guðmundur er enn að syngja og hefur staðið sig frábær- léga, eins og alþjóð veit. Stundum hafa athafnimar verið nánast eins og konsertar. Sumum hefur jafnvel þótt nóg um. Sjálfri finnst mér að ekki megi ganga of langt í þessum efnum fremur en öðrum. Einfaldleik- inn á að setja sinn blæ á þessar athafnir að mínu viti. Eftirminnileg- asta athöfnin sem ég hef verið við, var fyrir mörgum árum þegar aldr- aður maður var jarðsettur á Þorláks- messu. Við sungum yfir honum og Páll ísólfsson var organisti. Athöfnin fór fram í Fossvogskirkju og mig minnir að prestur hafi verið séra Jón Auðuns. Éin kona fylgdi þessum aldraða manni til grafar og hún var hjúkrunarkona frá heimilinu sem hann var. Ég man að við fórum út í garð á eftir og dr. Páll með okkur og við sungum við gröfina óbeðið. Það var rysjótt veður og allir höfðu svo sem nóg að gera, en við fundum sárt til einstæðingsskapar þessa gamla manns sem þannig kvaddi heiminn. Reyndar er oft fátt við jarð- arfarir aldraðs fólks, jafnvel þótt um þjóðkunna menn hafi verið að ræða. Þá eru vinirnir kannski farnir og umheimurinn búinn að gleyma við- komandi manni. Flest er yfirleitt í jarðarförum yngra fólks sem hverfur frá í blóma síns aldurs og hefur haft mikið umleikis. Mismunandi athafnir Ég man eftir annarri athöfn sem mér er líka minnisstæð. Það fylgdi óhemju fjöldi þeim manni sem þá var verið að jarðsyngja. Hins vegar hafði orðið einhver misskilningur með sönginn, ég tek það fram að ég átti þar ekki hlut að máli. Það var hringt í mig á laugardags- morgni, það var útfararstjórinn sem sá um athöfnina, hann sagði mér að enginn söngflokkur væri mættur en kirkjan full af gestum. Ég hafði engin umsvif heldur hringdi í næstu manneskju sem var þá Elín Sigur- vinsdóttir og við brugðum okkur í skyndingu inn í Bústaðakirkju og þar sáum við Kristin Hallsson í hópi kirkjugesta og hann vissi af Guð- mundi Jónssyni í húsinu líka. Við vorum svo sett þarna uppá pall að syngja með organista sem þarna var. Kristinn var í tenór en Guð- mundur í bassanum. Að syngja svona óundirbúið var hin mesta raun fyrir okkur, en þetta bjargaðist þó allt saman. Svona mistök er ekki hægt að bæta svo glatt, en öllum getur orðið á. Oft gekk misjafnlega hjá okkur að innheimta greiðslur fyrir sönginn, sérstaklega hérna áður fyrr. Æði margar athafnir fengum við að lykt- um ekki greitt fyrir. Og sjaldan var greiðslan mikil nema einu sinni. Þá var popptónlistarmaður við orgelið. Hann krafðist greiðslu í samræmi við það sem hann var vanur og fékk það. Söngvararnir nutu góðs af og fengu mun hærri greiðslu en venju- lega gerðist. Brúðguminn borgaði möglunarlaust þótt hann hafi líklega varla verið borgunarmaður fyrir öllu saman. Það gekk annars yfirleitt verr að innheimta greiðslu fyrir söng í brúðkaupum en við jarðarfarir. Mér finnst mjög skrýtið að vera hætt að syngja. Fyrstu dagana var ég hreint og beint í vandræðum með mig. En núna finnst mér þetta orðið ágætt og hef heilmikið að gera, við eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut. Menn geta hugsað sér muninn á því og að sitja við símann frá klukkan níu að morgni og oft fram á kvöld jafnvel um hátíðisdaga. Maður reynir að hjálpa, það er ekki hægt að segja nei við fólk sem er í sárum. Seinna fékk ég símsvara, þá var heimilisfólk mitt orðið æði þreytt á ónæðinu. Ég neita því hins vegar ekki að ég sakna þessa starfs og þeim tengslum við fólk sem það veit- ir. Þótt jarðarfarasöngur sé ekki mikið í umtali fólks hef ég oft feng- ið innilegt þakklæti að launum og það hefur glatt mig mikið. Allir vilja kveðja sína nánustu með eins mik- illi ástúð og virðingu og unnt er. Söngurinn er þáttur í þessu. Enginn sleppur við að komast í návígi við dauðann. Andspænis honum er fólk vanmegnugt. Öllum sem hjálpa því á slíkri stund er það þakklátt. Ekki sfst þegar vel er gert, hvort sem það er í söng eða öðru. Ómældar þakkir fólks í slíkri aðstöðu eru bestu laun sem hægt er að kjósa sér. Clematis Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir Nr. 271 í tveim síðustu þáttum hefur verið fjallað um klifuijurtir og enn höldum við okkur við sama hey- garðshornið. í þetta sinn verður lauslega getið tveggja tegunda af ættkvíslinni Clematis sem sum- ir áhugamenn hafa viljað kalla „drottningu klifurplantnanna" og hafa miklar mætur á. Clematis er af sóleyjarætt og nær yfir meira en 200 tegundir auk af- brigða sem vart verður tölu á komið. Ættkvíslin gengur nú orð- ið undir nafninu Bergsóley og á það vel við þar sem allflestar teg- undir hennar eiga heimkynni í íjöllum og klettum víða um heim. Bergsóleyjar eru taldar til blómsælustu klifuijurta og hefur það að sjálfsögðu átt dijúgan þátt í að auka á vinsældir þeirra. Eins og eðlilegt er um svo fjöl- skrúðugan hóp er misjafnt hversu harðfengar tegundirnar eru, en hér á landi hefur á síðustu áratug- um fengist reynsla fyrir þó nokkr- um sem þrífast hér í görðum með ágætum og eru auk þess langlífar. Clematis alpina — Bergsóley — evrópsk að uppruna er talin með þeim allra harðgerðustu, ber blá dijúpandi blóm, klukkulaga, og er algengt að hún nái tveggja metra hæð. Afbrigðið siberica frá Ural-fjöllum og Austur-Síberíu er með daufgul eða nær hvít blóm og þykir ekki síður harðgert en tegundin. Clematis tangutica — Bjarmasóley — er kennd við Tangut, fjallaland í Mið-Asíu þar sem hún er upprunnin og fæst þar skýring á fræðiheitinu sem mörgum finnst býsna kynlegt. Bjarmasóley hefur reynst hér afar vel þótt útbreiðsla hennar sé ekki mikil enn sem komið er. Varla er önnur bjarmasóley hér á landi þekktari en sú sem um langt ára- bii hefur vaxið upp við lítið hús sem er í Lystigarðinum á Akur- eyri. A hveiju sumri er hún alþak- in yndislegum sólgulum blóm- klukkum sem lýsir af og þá kafn- ar hún sannarlega ekki undir nafni. í fyllingu tímans verða blómin að biðukollum úr silfurlit- um þráðum sem á er silkislikja. Þannig er hún líka hið mesta augnayndi ekki hvað sist ef silfur- hærumar bærast fyrir hægum andvara. Þó báðar þessar tegundir séu harðgerar og ekki vandmeðfarnar er rétt að velja þeim skjólgóðan stað og hæfilega bjartan. Það er sagt um jurtir þessar, bæði i gamni og alvöru, að þær vilji láta sólina léika um kollinn á sér en fæturnir megi gjaman vera í skugga. Oftast era þær látnar klifra upp eftir neti sem komið er fyrir á húsvegg, en líka má gróðursetja þær við tré og vefja þær sig þá um stofninn. Þær gera ekki miklar kröfur til jarðvegs en kunna þó vel að meta að hann sé djúpur og fijór, lítið eitt kalk- borinn. Hæfilegan raka er nauð- synlegt að þær hafi því rætumar era mjög viðkvæmar fyrir ofþom- un. Fjölmargar tegundir sem ekki era eins harðgerar og þær sem nú vora nefndar henta mjög vel til ræktunar í gróðurskálum, en ekki er þess kostur að geta þeirra að sinni. Ýmsar tegundir af bergsóleyj- um hafa oft verið fáanlegar S gróðrarstöðvum og einnig hafa þær verið á frælista Garðyrkjufé- lags íslands. Bjarmasóley — Clematis tangutica. BERGSÓLEY FASTEIGN £R FRAMTID A A ff* FASTEIGNA ff' MTÐUJN SVERRIRKRISTJAMSSOMLOGGILTURFASTEIGMASALb^^ CÍMI CS 77 ÍO SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX6870U i''W/ °° °° Sýningarsalur Fasteignamiðlunar er opinn laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-16. Skrifstofan er lokuð um helgar í sumar. Fjöldi eigna á skrá - Sjón er sögu ríkari. p Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.