Morgunblaðið - 04.07.1993, Side 26

Morgunblaðið - 04.07.1993, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 Gunnþóra Þórðar- dóttir — Minning Fædd 19. júlí 1931 Dáin 25. júní 1993 Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. (Sólarljóð) Gunnþóra vinkona mín er dáin. m Hún kvaddi þennan heim að kvöldi hins 25. júní. Þegar leiðir skiljast langar mig að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Gunnþóru fyr- ir rúmum fjörutíu árum, þar sem verðandi eiginmenn okkar voru bestu vinir og skólabræður. Þótt oft væri vík milli vina hittumst við þegar aðstæður leyfðu og var þá jafnan glatt á hjalla og hlýlegt og uppörvandi að heimsækja þau hjón. Gunnþóra var viljaföst þrekkona, sem stýrði stóru heimili með reisn og rausn. Nutu afkomendur hennar og eiginmaður þess í ríkpm mæli. Hún var staðföst og lét andbyr ~ ekki hrekja sig af leið þegar á slíkt reyndi. Hún var glaðvær og vina- mörg og tók verulegan þátt í félags- lífi í sínu bæjarfélagi. Eftir að dæt- umar komust á legg, dreif hún sig í sjúkraliðanám og lauk því 1978. Hún starfaði síðan samfellt á Rey- kjalundi uns yfir lauk. Þar er henn- ar nú sárt saknað. Gunnþóra var fædd 19. júlí 1931 á Akranesi, dóttir hjónanna Guð- rúnar Magnúsdóttur, f. 1.10. 1887, d. 18.7. 1977, og Þórðar Frímanns- - sonar, f. 24.2. 1886, d. 18.3. 1931. Hinn 9. ágúst 1953 giftist Gunn- þóra eftirlifandi eiginmanni sínum Friðriki Sveinssyni heilsugæslu- lækni, f. 7.6. 1927, og eignuðust þau fimm dætur. Þær eru: Guðrún, f. 12.2. 1954, yfírdeildarstjóri röntgendeildar Landakotsspítala, var gift Sveini Klausen, eiga þau dótturina Gunnþóru; Brynhildi Jónsdóttur átti Guðrún áður; Rósa, f. 18.7. 1957, húsfreyja í Mos- fellsbæ, gift Þorsteini Ola Kratsch rafeindavirkja og eiga þau Friðrik, Oddnýju og Reyni; Jóhanna, f. 29.3. 1961, hjúkrunarfræðingur og hús- freyja í Odda á Rangárvöllum, gift Sigurði Jónssyni sóknarpresti og •*‘6iga þau Tinnu, Hrafnkel og Ás- gerði; Þóra, f. 1.7.1963, meðferðar- fulltrúi og húsfreyja í Linköping í Svíþjóð, gift Guðmundi Ragnars- syni lækni og eiga þau Ragnar og Jóhönnu; Hildur Kristín, f. 6.9. 1968, verslunarmaður, hún á dótt- urina Rakel, sambýlismaður hennar er Sigurður Reynisson. Eftir að Friðrik lauk læknisnámi 1957 fluttust þau til Þórshafnar á Langanesi og vom þar til 1966, að hann fékk Álafosslæknishérað og hafa þau búið á Reykjalundi síðan. Fyrir einu og hálfu ári veiktist Gunnþóra af þungbærum sjúkdómi. í fyrstu virtist sem lækning tækist, sem þó varð ekki raun. Henni var það ljóst, en lét ekki bugast. Hún tók því mótlæti með æðruleysi og háði hetjulega baráttu til hinstu stundar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt slíka vinkonu. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Sólarljóð) Elsku Friðrik, dætur, tengdasyn- ir og barnaböm, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð. Ásta. Að liðnum öllum jíessum þrautum Þessum þrotlausum erfiðleikum Þessum endurteknu vonbrigðum Pessum hverfulu gleðistundum Spyijum við þrátt fyrir allt Þegar því er lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn Aðeins einn dag? Að kvöldi hins 25. júní síðastlið- inn lést elskuleg amma mín eftir hetjulega en erfíða baráttu við ill- vígan sjúkdóm sem leggur svo marga að velli nú á tímum. En þrátt fyrir allt kvartaði hún aldrei né lét neinn fínna fýrir vanlíðan sinni. Amma bar alltaf hag annarra fyrir bijósti en þó sérstaklega sinna nán- ustu og vorum við barnabörnin ekki undanskilin. Eitt af því sem lýsir ömmu vel er hvað hún lifði sig inn í gleðistundir annarra, eins og t.d. þegar ég útskrifaðist úr mennta- skóla fyrst barnabamanna og til- hlökkun hennar var jafnmikil og mín, ef ekki meiri. Hún var einlæg í gleði sinni yfir velgengni og lífs- hamingju annarra og tók virkan þátt í leik og starfí okkar. Hún og afí voru mjög dugleg að mæta á leiksýningar, tónleika og íþróttamót sem við tókum þátt í. Það eru margar góðar minningar sem ri^'ast upp fýrir mér þegar ég lít til baka, en þó sérstaklega hvað það var gott að koma til ömmu og afa bara til að hitta þau og spjalla við þau. En nú er elsku afí einn eftir og það verður mjög erfítt að fylla upp í það tómarúm sem amma skilur eftir sig. Elsku afi minn. Nú er amma dáin og söknuðurinn er mikill. Megi Guð styrkja þig og okkur öll í þess- ari miklu sorg. Amma mín er móðir hennar mömmu Mamma er það besta sem ég á Gaman er að gleðja hana ömmu Þá gleðibros á vanga hennar sjá í rökkrinu hún segir mér oft sögur Svæfir mig er líða fer að nótt Hún syngur við mig sálma og kvæðin fógur Þá sofna ég svo sætt og vært og rótt F.h. barnabamanna, Brynhildur Jónsdóttir. Það var gæfa mín að leiðin lá á Reykjalund haustið 1976. Því réð .raunar niðurröðun ráðningarstjóra unglækna í kandídatsstöður að loknu læknanámi. Á Reykjalundi kynntist ég góðu fólki, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð mína, ekki síst Friðrik Sveinsson héraðslæknir. Á glaðværu heimili hans og Gunnþóru Þórðardóttur, sem hér er kvödd, var ég síðar sum- argestur, er ég kom heim til afleys- inga frá námi í Svíþjóð. Nú fínnst mér eins og ég hafí gleymt að þakka fyrir mig. Og Gunnþóra, þessi yndislega síunga kona farin. Hún sem var svo glað- vær og hress að hún rann eiginlega inn í stóran dætrahópinn, sem um- vefur Friðrik. Gunnþóra var heil- steypt kona, hispurslaus og fékkst lítt um smámuni. Hún hafði gáska- fullan hlátur, sem ævinlega var stutt í. Návist hennar var öllum kær. Hún var gleðigjafí. Veikindin, sem urðu bæði hröð og hörð, bar hún af eðlislægu æðru- leysi og þeirri reisn, sem ávallt ein- kenndi hana. Kæri Friðrik. Við vinir þínir og samstarfsmenn ykkar Gunnþóru á Reykjalundi sendum þér og fjöl- skyldunni allri hugheilar samúðar- kveðjur. Jóhann Tómasson. Gunnþóra mágkona mín er látin, öllum harmdauði er hana þekktu. Hún var fædd á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 1. október 1897, d. 18. júlí 1977 og Þórður Frímannsson sjómaður, f. 24. febrú- ar 1896, d. 18. mars 1931. Guðrún bar Gunnþóru undir belti þegar hún missti mann sinn af slysförum. Bræður Gunnþóru voru Elías Magn- ús Þórðarson sjómaður, f. 24. nóv- ember 1928, d. 6. janúar 1993, og Þórður Þorkell Þórðarson, f. 3. maí 1930, d. 9. janúar 1932. Elías Magnús var kvæntur Hrefnu Daní- elsdóttur og áttu þau sex böm, búsett á Akranesi. Það var Gunn- þóru mikið áfall að missa bróður sinn, en hann varð bráðkvaddur úti á sjó. Þessi samrýndu systkini falla frá með nokkurra mánaða millibili og er því skarð fyrir skildi í fjöl- skyldunni. Gunnþóra var af góðu bergi brot- in, komin af þekktum borgfírskum ættum í móðurætt og þingeyskum og eyfírskum í föðurætt. Ekki verð- ur nánar farið út í það hér. Móðir hennar kom bömum sínum upp af eigin rammleik. Hún var hörkudug- leg til vinnu og með sparsemi, nægjusemi og ráðdeild kom hún börnum sínum vel til manns. Guð- rún var hógvær kona, greind og góð. Líf hennar snerist til æviloka um böm og barnaböm. Hún fylgdi dótturinni Gunnþóm og var á heim- ili hennar þar til síðustu æviárin er hún dvaldist á Hrafnistu. Hún var elskuleg amma og nutu dóttur- dætumar fímm þess. Gunnþóra fékk þá fræðslu sem hægt var að fá á Akranesi. Barna- skóla og gagnfræðaskóla. Veturinn 1950—’51 var hún á húsmæðraskól- anum á Varmalandi í Borgarfírði. Hún starfaði í sex ár á símstöðinni á Akranesi eða þar til hún gifti sig 9. ágúst 1953. Maður hennar er Friðrik Sveinsson, f. 7. júní 1927, heilsugæslulæknir á Reykjalundi. Hann er sonur Rósamundu Eyjólfs- dóttur húsfreyju, f. 17. febrúar 1895, d. 31. júlí 1948, og Sveins Sigurðssonar verkamanns, f. 7. des- ember 1888, d. 17. febrúar 1953 í Siglufírði. Börn þeirra Friðriks em: Guðrún, f. 12. febrúar 1954, röntgentæknir, gift Sveini Klausen, yfirþýðanda þýðingarmiðstöðvar Orðabókar HÍ, og eiga þau eina dóttur, Gunnþóm, f. 13. september 1977, nema í Kvennaskólanum. Dóttir Guðrúnar fyrir hjónaband er Brynhildur Jóns- dóttir, f. 15. desember 1971, há- skólanemi. Guðrún og Sveinn slitu samvistum; Rósa, f. 18. júlí 1957, stúdent og húsfreyja í Mosfellsbæ, gift Þorsteini Óla Kratsch rafeinda- virkja. Böm þeirra em, Friðrik, f. 23. apríl 1983, Oddný, f. 13. nóvem- ber 1990, og Reynir, f. 17. apríl 1992; Jóhanna, f. 29. mars 1961, hjúkmnarfræðingur og húsfreyja í Odda á Rangárvöllum, gift séra Sigurði Jónssyni sóknarpresti. Böm þeirra em, Tinna, f. 19. ágúst 1981, Hrafnkell, f. 13. maí 1987 og Ás- gerður, f. 31. ágúst 1991; Þóra, f. 1. júlí 1963, kennari, gift Guð- mundi Ragnarssyni lækni. Börn þeirra em, Ragnar, f. 22. júlí 1988 og Jóhanna f. 2. júní 1993. Þau em búsett í Linköping í Svíþjóð; Hildur Kristín, f. 6. september 1968, í sam- búð með Sigurði Reynissyni. Dóttir hennar er Rakel, f. 25. júní 1989. Við fímm systur Friðriks munum hann er hann var að draga sig eft- ir heimasætunni á Bmnnastöðum á Akranesi, en svo var hús Guðrúnar kallað í þá daga. Hann vann í Hval- stöðinni og var hálfnaður í læknis- fræðinni og fór í fríum til Sigur- laugar systur sinnar er bjó á Akra- nesi. Friðrik er eini bróðirinn í systkinahópnum og dekmðum við hann og dáðum. Hvernig mundi þetta enda? Auðvelt var að sjá að þetta var stóra ástin hans og okkur leist vel á ráðahaginn. Gunnþóra var glæsileg stúlka. Brúðkaup var haldið í Akraneskirkju um há- sumartíð. Akranesprestur var í sumarfríi og leysti séra Sigurbjöm Einarsson hann af og gaf brúðhjón- in saman. Á brúðkaupsdaginn, í veislunni á Bmnnastöðum, var haft á orði að þau væm vel gift og ekki þyrfti að kenna því um ef illa færi, að ekki hefði verið talað yfír þeim. Séra Sigurbjöm Einarsson, síðar biskup, hélt mjög áhrifamikla og fallega ræðu er gleymist ekki. Hjónabandið varð farsælt og bar góðan ávöxt. Daginn eftir brúð- kaupið var haldið í brúðkaupsferð akandi eins og leið liggur norður í Siglufjörð. Við Sigurlaug systir, ásamt eiginmanni mínum, slógumst í för með brúðhjónunum. Siglufjörð- ur með sín tignarlegu fjöll og feg- urð tók á móti okkur með sólskini þegar yfír Siglufjarðarskarð vár komið. Ættingjar og vinir fögnuðu okkur og nutum við mikillar gest- risni og greiðvikni, að hætti Sigl- fírðinga. Á þessu ferðalagi kynnt- umst við Gunnþóm mágkonu vel. Mér er efst í huga glaðlyndi hennar og smitandi, dillandi hlátur. Þetta var ógleymanlegt ferðalag, er oft barst í tal síðar meir og glaðst var yfír. Eftir að Friðrik lauk námi varð hann héraðslæknir í Þórshafnar- læknishéraði. Það reyndi mikið á manndóm og kjark hinna ungu læknishjóna í afskekktu héraði. Læknisbústaðurinn var gamall og fmmstæður og allar aðstæður erfið- ar í byijun. Gunnþóra stóð sem klettur við hlið manns síns og móð- ir hennar var betri en enginn á heimilinu eins og áður er sagt. Þau Friðrik og Guðrún mátu hvort ann- að mikils og vom nánir vinir. Fljót- lega var byggður nýr læknisbústað- ur og fleira fært til betri vegar. Eftir níu ára vem á Þórshöfn héldu þau suður, með tilhlökkun í aðra röndina en eftirsjá í hina. Gunnþóra sagðist ekki hafa viljað vera án áranna fyrir norðan. Hún bar hlý- hug til fólksins og eignaðist góða vini er hún batt tryggð við. Mosfellssveitin tók vel á móti þeim og bjó vel í haginn fyrir þau og dætumar, en sú fímmta, Hildur Kristín, fæddist þeim þar í sveit. Málshátturinn segir að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Það sannast hér. Gunnþóra var mikil og góð móðir dætmm sínum og öminu- börnin nutu góðs af gæðum henn- ar. Þau hafa mikils að sakna. Þegar fór að hægjast um á heimilinu og bömin uxu úr grasi fór Gunnþóra í Sjúkraliðaskólann og lauk námi 1978. Hún vann á Reykjalundi og var alla tíð hraust, þar til sjúkdóm- urinn fór að segja til sín. Henni þótti vænt um starfíð, en var eftir sem áður hin gestrisna fyrirmynd- arhúsmóðir á sínu fallega heimili. í veikindastríði sínu reyndist hún sönn hetja. Við flórar núlifandi systur Frið- riks kveðjum Gunnþóm mágkonu hinstu kveðju og þökkum öll elsku- legheitin á 40 ára samleið. Ég hef sérstaklega verið beðin um að færa alúðarþakkir frá Kristínu, elstu systur okkar. Gunnþóra reyndist henni sem sönn dóttir í veikindum hennar, þegar heilsan tók að bila og aldurinn færðist yfir. Gunnþóra gjörði ávallt það sem í hennar valdi stóð til að gleðja og græða sár, ef veikindi eða annað mótdrægt kom upp á í fjölskyld- unni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. (V. Briem.) Ég bið góðan guð að styrkja alla þá er syrgja Gunnþóm Þórðardótt- ur. Margrét Sveinsdóttir. Það var ekki Gunnþóru stíll að vera veik. Við samstarfskonur hennar þurftum að styðja hver aðra til að meðtaka þá staðreynd að hún væri orðin veik. Það var sárt, alveg óendanlega sárt, en engu að síður staðreynd. Gunnþóra var eins og kletturinn, hún haggaðist ekki á hveiju sem gekk, hún tókst á við veikindin og barðist gegn dauðanum síðastliðið eitt og hálft ár, með sama kraftin- um og hún hafði tekist á við lífíð öll árin þar á undan. Hún var góð- ur vinnufélagi, ósérhlífin og áhuga- söm, hafði einnig í ríkum mæli kvenlegt innsæi, sem lýsti sér með því að hún sá hvaða verk þurftu að hafa forgang og hvað gat beðið. Gunnþóra gat verið óvægin og kröfuhörð, en ekki síst við sjálfa sig. Vinnan skipti hana miklu máli, enda hafði hún drifið sig í sjúkra- liðanámið með þeim dugnaði sem henni var eiginlegur, þegar dæturn- ar vom uppkomnar og heimilishald- ið heldur að léttast. Reyndar var alltaf margt fólk í kringum Gunn- þóru, dæturnar fímm, tengdasyn- irnir, bamabörnin, ættingjar og vin- ir, hún var þannig persóna, að hanni fylgdi ætíð líf og fjör. Gunnþóra hafði ákveðnar skoð- anir og fylgdi þeim vel eftir. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur í vinnunni, hún var óþvinguð, alþýð- leg og gamansöm, þegar svo bar við, við kölluðum hana stundum „yfirliðann" með stóra hjartað. í okkar huga var Gunnþóra sterk eins og kletturinn, mjúk eins og mosinn og hlý eins og sólin. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Friðriki Sveinssyni lækni, 9. ágúst 1953. Eignuðust þau fimm dætur, sam allar komust vel til manns og barnabörnin em orðin ellefu talsins. Elsku Friðrik, við flytjum þér, dætrunum, tengdasonum, barna- börnum og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Úr Korintubréfí, 13. Þótt ég tali tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kær- leika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði brenndur en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki sins eigin, hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa. Hann gleðst ekki yfír óréttvís- inni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfír allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Samstarfskonur B-gangi, Reykjalundi. Spurningin eilífa um tilvist og örlög mannanna verður alltaf jafn áleitin þegar dauðinn kveður dyra og hrífur nákominn ástvin á brott. Rök skynseminnar ná býsna skammt í því tilliti og sömuleiðis verður krafa manna um réttlæti fremur haldlítil. Enda höfum við svo sem ekki mikið í höndunum til að gera kröfur á hendur lífinu — við erum þiggjendur þess en ekki veit- endur og hljótum að lyktum að beygja okkur undir þá staðreynd að þurfa að láta af hendi það sem þegið hefur verið. En það er engu að síður sárt þegar sú stund fer að, er við þurfum að missa og kveðja og syrgja. Ekki svo að skilja að sá sársauki þurfí að tjá ósætti eða jafnvel hatur út í Guð almáttug- an, heldur vitnar hann miklu frem- ur um það rúm sem hinn horfni vinur hafði búið sér í hjarta þess sem tregar hann. Á þann hátt tjáir sorgin og sársaukinn þann kærleika sem á sér samhljóm í hjörtum allra manna og endurspeglar í rauninni kærleika Guðs föður, skapara him- ins og jarðar, gjafara alls lífs og höfundar allrar tilveru. Það verður þvi óneitanlega mikið tómarúm eftir í huga og sinni okk- ar sem eftir lifum þegar lífsglöð og aðsópsmikil kona á borð við Gunn- þóru tengdamóður mína er fallin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.