Morgunblaðið - 04.07.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
31
tfl
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp-
eldismenntun óskast til starfa á eftirtalda
staði:
Skóladagheimilið Heiðargerði,
Heiðargerði 38, sími 33805.
Leikskólann Lækjarborg v/Leirulæk,
sfmi 686351.
Leikskólann Arnarborg v/Maríubakka,
sími 73090.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi
forstöðumaður og leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Laus staða
Staða skrifstofustjóra eftirlitsskrifstofu
skattstofu Reykjavíkur er laus til umsóknar
og veitist frá 1. september 1993.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lög-
fræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafa
aflað sér víðtækrar sérmenntunar eða sér-
þekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd
hennar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist fjármálaráðu-
neytinu fyrir 23. júlí 1993.
Fjármálaráðuneytið, 28.júní 1993.
Sölumaður
- þjónustustjóri
Boðeind er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir
sig í sölu og þjónustu á tölvum, tölvubúnaði
og hugbúnaðarlausnum.
Ákveðið hefur verið að ráða sölumann og
þjónustustjóra að fyrirtækinu.
Boðeind er reyklaus vinnustaður og setur
því sem skilyrði að starfsmenn þess reyki
ekki.
Þéir, sem áhuga hafa á þessum störfum, eru
beðnir að leggja inn umsóknir fyrir 20. júlí
nk. á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Boðeind
- 200793“.
Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem
trúnaðarmál og innsend gögn endursend að
umfjöllun lokinni.
A
Fóstrur
Lausar eru stöður fóstra við eftirtalda leik-
skóla:
Leikskólinn Marbakki v/Marbakkabraut.
Eftir sumarleyfi og í haust.
í Marbakka er unnið eftir hugmyndafræði
sem kennd er við Reggio Emilia.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 641112.
Leikskólinn Fagrabrekka v/Fögrubrekku.
Eftir hádegi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 45704.
Einnig vantar fóstrur á nýja deild í leikskólan-
um Kópahvoli v/Bjarnhólastíg. Áætlaður tími
1. október. Nánar auglýst síðar.
Leikskólafulltrúi gefur ennfremur upplýsingar
um stöðurnar í síma 45700.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem
liggja frammi í Fannborg 4.
Starfsmannastjóri.
AUGLYSINGAR
Sölumaður
Sölumaður óskast
- Miðlun hf. -
Miðlun hf. óskar að ráða sölumann.
Leitað er að hugmyndaríkum, metnaðar-
gjörnum og sjálfstæðum aðila sem hefur
reynslu af sölustarfi og vill ná árangri.
í boði er lifandi og krefjandi starf hjá frams-
æknu fyrirtæki.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, merktar: „Miðlun hf.“ fyrir 10.
júlí nk.
Miölun hf. er 10 ára gamalt fyrirtæki sem starfar innan upplýsingamiðlunar.
Fyrirtækið starfrækir; Fjölmiðlavaktina, Gulu Línuna, Förunautana, Yellow
Line International og Teleworld ísland.
RÁÐGAKÐURHE
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Dagskrárgerð í
sjónvarpi
Innlend dagskrárdeild Sjónvarpsins auglýsir
eftir umsjónarmönnum og kynnum til að
vinna að dagskrárgerð fyrir nýjan þátt sem
verður fastur liður á dagskrá Sjónvarpsins
næsta vetur.
• Um er að ræða mikið og krefjandi starf.
• Reynsla af vinnu við fjölmiðla og góð
menntun er skilyrði.
• Reynsla af vinnu við sjónvarp er kostur.
Vinsamlega sendið umsóknir, ásamt mynd,
til Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins,
Laugavegi 176, 105 Reykjavík, merktar:
„M 55“, fyrir 10. júlí næstkomandi.
SJÓNVARPIÐ
LANDSPITALINN
Reyklaus vinnustaður
EÐLISFRÆÐI- OG TÆKNIDEILD
Starf Ijósmyndara við eðlisfræði- og tækni-
deild er laust til umsóknar. Um er að ræða
fullt starf til frambúðar (vinnutími frá kl.
08.00- 16.00) við klíníska Ijósmyndun.
Umsækjandi þarf að hafa próf í Ijósmyndun.
Einnig er æskilegt að viðkomanid hafi próf
eða reynslu í klínískri Ijósmyndun og geti
teiknað fríhendis.
Umsækjandi þarf að vera vanur tölvuvinnslu
og eiga auðvelt með að umgangast fólk.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1993.
Frekari upplýsingar veitir Þórður Helgason,
forstöðumaður, í síma 601595.
GEÐDEILD LANDSPITALANS
Deild 33-A
Staða hjúkrunarfræðings er laus á deild
33-A, sem er móttöku- og meðferðardeild
fyrir vímuefnasjúklinga á Landspítalalóð.
Vinnutími eftir samkomulagi.
Boðið er upp á fræðslu og aðlögunartíma.
Góð vinnuaðstaða. Ágætur starfsandi.
Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Stefáns-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri,
í símum 601750 og 602600.
RÍKISSPÍT AL AR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaöur á íslandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri
meöferö sjúkra, fræðslu heilbrigöisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem viö störfum fyrir og með,
og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiöarljósi.
Ungt fyrirtæki í upplýsingaþjónustu óskar
eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst.
Óskað er eftir viðskiptafræðingi eða aðila
með sambærilega þekkingu sem er hug-
myndaríkur og getur unnið sjálfstætt.
Laun eru tengd árangri.
Áhugasamir eru vinsamlega beðir að leggja
nöfn áín ásamt upplýsingum sem máli skipta
á auglýsingadeild Mbl. fyrir 9. júlí merktum:
„F - 3835“.
Frá Háskóla íslands
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar
tímabundnar lektorsstöður.
í læknadeild:
★ Hlutastaða lektors (37%) í líffærafræði.
Lektorinn mun hafa með höndum kennslu
í líffærafræði fyrir sjúkraþjálfunar- og
hjúkrunamema?
Nánari upplýsingar veitir Hannes Blöndal
prófessor í líffærafræði.
í raunvísindadeild:
★ Sérstök tímabundin lektorsstaða í líf-
rænni efnafræði við efnafræðiskor. Jafn-
framt kennslu er lektornum ætlað að
stunda rannsóknir á sínu sérsviði.
Nánari upplýsingar veitir Kristberg Krist-
bergsson formaður efnafræðiskorar í
síma 620240.
★ Sérstök tímabundin lektorsstaða í lífefna-
fræði við efnafræðiskor. Jafnframt
kennslu er lektornum ætlað að stunda
rannsóknir á sínu sérsviði.
Nánari upplýsingar veitir Kristberg Krist-
bergsson formaður efnafræðiskora í síma
620240.
★ Sérstök tímabundin lektorsstaða í líf-
fræðiskor. Lektornum er einkum ætlað
að stunda rannsóknir og sjá um kennslu
í þroskunarfræði og skyldum greinum.
Nánari upplýsingar veitir Logi Jónsson,
formaður líffræðiskorar í síma 694833.
í verkfræðideild:
★ Hálf staða lektors í byggingaverkfræði til
tveggja ára frá 1. janúar 1994 að telja.
Lektornum er einkum ætlað að stunda
kennslu og rannsóknir á sviði straum-
fræði og skyldra greina.
★ Sérstök tímabundin lektorsstaða í bygg-
ingaverkfræði. Lektornum er einkum ætl-
að að stunda kennslu og rannsóknir á
sviði burðarþolsfræði og skyldra greina.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna
frá 1. janúar 1994.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum
sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau
er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsókn-
ir, svo og námsferil og störf. Með umsókn-
unum skulu send eintök af vísindalegum
ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuð-
um og óprentuðum. Ennfremur er óskað
eftir greinargerð um rannsóknir sem um-
sækjandi hyggst stunda verði hann ráðinn.
Um heilu stöðurnar gilda reglur um ráðn-
ingar í sérstakar kennarastöður við Há-
skóla íslands.
Tekið skal sérstaklega fram að uppfylli
þeir sem ráðnir verða hæfniskröfur um
rannsóknir og starfsreynslu dósents geta
þeir fengið hækkun í stöðu dósents sam-
kvæmt gildandi reglum um framgang.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 1993 og
skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík.