Morgunblaðið - 17.07.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 17.07.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 17 Stefnan óbreytt eftir að nýr bæjarstjóri tók við í Hafnarfirði Skuldír ekkí háar miðað við önnur sveitarfélög STEFNA Alþýðuflokksins í bæjarmálum Hafnarfjarðar verður óbreytt, að sögn Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra sem tekið hefur við af Guðmundi Árna Stefánssyni. Fyrir liggi að ljúka ýmsum framkvæmdum í bænum en heildarskuldir bæjarins eru rúmlega 1,9 milljarðar. Að frádregnum útistandandi skuldum eru skuldir bæjarins milli 600 til 700 milljónir og telur Ingvar þær ekki óeðlilega háar miðað við önnur sveitarfélög. Tekjur hafi minnkað í erfiðu árferði og gjaldþrotum fyrirtækja en bæjarstjórn hafi alltaf staðið einhuga að ákvörðunum um fram- kvæmdir á vegum bæjarins, sem ákveðið hefur verið að ráðast í til að sporna við atvinnuleysi í bænum. T . ti r n* a Morgunblaðið/Þorkell Ingvar Viktorsson bæjarstjon Hafnarfjaroar. Ingvar sagði, að engar breyt- ingar verði á áherslum í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, nú þegar hann hefur tekið við af Guð- mundi Árna Stefánssyni. „Bæjar- stjóri er framkvæmdastjóri sveit- arfélagsins, sem sér um að fram- kvæma það sem bæjarstjórnin ákveður. Alþýðuflokkurinn er í meirihluta og við höfum haft ákveðna stefnu og samþykktum okkar áætlun á_ sínum tíma sem unnið er eftir. Eg mun reyna að ljúka við það sem búið er að taka ákvörðun um og að sjálfsögðu koma upp ný mál sem er bæði brýnt og gaman að fást við. Það leggst ekki illa í mig að taka við á miðju kjörtímabili. Þetta er framhald af því sem verið hefur og er vonandi ekki að Ijúka. Við ætlum okkur að halda áfram að stjórna hérna.“ Skuldir 1,9 milljarðar Brúttóskuldir bæjarins eru rúmlega 1,9 milljarðar. Að frá- dregnum útistandandi tekjum eru nettóskuldir milli 600 og 700 milljónir. Ingvar sagðist gera ráð fyrir að allt að 90% skuldanna innheimtust. „Þetta er til þess að gera gott hjá okkur og þarf ekki að fara langt þar sem ástandið er mun verra,“ sagði hann. „Við höfum ekki farið var- hluta af því hér í Hafnarfirði þegar fyrirtæki hafa orðið gjald- þrota og ekki hefur tekist að ná inn opinberum gjöldum en ég held að þetta sé að mestu leyti gengið yfir og ég er að vona að þau fyrirtæki sem eftir eru séu það sterk að þau standi allt af sér.“ Slegið á áhrif Ingvar segir, að reynt hafi verið að slá á áhrif gjaldþrotanna með því að auka framkvæmdir á vegum bæjarins. Tekjur bæjarins hafa að hluta farið í íjármögnun þeirra auk þess sem tekin hafa verið lán. „Þetta eru fram- kvæmdir sem borga sig. Sumum finnst nóg um allar þessar fram- kvæmdir en við höfum þá trú að með þeim hætti verði best komið til hjálpar og við Alþýðuflokks- menn erum ekki einir þeirrar skoðunar,“ sagði hann. „Eg held að ég geti fullyrt að allir fram- kvæmdaliðir hafi verið sam- þykktir samhljóða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.“ Framkvæmd flýtt Meðal framkvæmda sem unnið er við er undirbúningur að byggð í Mosahlíð, viðbygging við Set- bergsskóla, bygging tónlistar- skóla í miðbænum, leikskóla á Hvaleyrarholti og annar hefur verið tekinn í notkun nýverið í Hlíðarbergi. Þá hefur verið ákveðið að flýta framkvæmdum á vegum Vegagerðar ríkisins við mislæg gatnamót á Reykjanes- braut. Áætlaður kostnaður er um 100 milljónir króna og er hlutur bæjarins 15% af kostnaði. Á fjár- lögum er gert ráð fyrir að ríkið leggi fram 65 milljónir til verks- ins á næstu þremur árum og mun því Hafnarfjarðarbær fjármagna framkvæmdina á meðan hún stendur yfir. íþróttasvæði Hauka er á Ásvöllum við Reykjanesbraut óg sagði Ingvar að ákveðið hafi verið að flýta framkvæmdum til að tryggja öryggi þeirra sem þarna éiga leið um. „Á hverju hausti frá árinu 1987 hefur verið opnaður nýr skóli í Hafnarfirði eða viðbygging tekin í notkun,“ sagði hann. „Enda hefur íbúum fjölgað um 3% á ári undanfarin ár og slík fjölgun kallar á fleiri leikskóla og skóla ásamt aukinni þjónustu. Ég á von á að við verðum að hefja framkvæmdir við skóla á Hvaleyrarholtinu og ef til vill verður hluti þeirrar byggingar tekin í notkun haustið 1994. Það er draumur skólamannanna.“ Deilan um miðbæinn. „Ég hef alla tíð verið hrifinn af þessari nýju byggingu í mið- bænum, sem deilt hefur verið um. Ég vil að Hafnfirðingar þurfi ekki að sækja út fyrir bæinn og eitt af því sem ég tel að sé grund- vallaratriði er að í miðbænum sé gróska og mannlíf. Ef ekki er miðbær fer fólk annað þó svo að hverfisverslanir séu góðar. Ég vil byggja upp miðbæinn og hluti þess er þessi bygging sem verið er að reisa með verslun og þjón- ustu á tveimur hæðum auk þess sem bærinn hefur gefið loforð fyrir bókasafni þarna. Þá er gert ráð fyrir hóteli en það hefur vant- að í bænum. Ég er mjög ánægð- ur með þessa byggingu og tel ekki óeðlilegt við að menn deili um hana. Það hefði verið furðu- legt ef ekki hefði verið deilt um bygginguna," sagði Ingvar. * Afrétta- ferð nátt- úrufræði- félagsins HIÐ íslenska náttúrufræðifélag fer dagana 23. til 25. júlí, föstu- dag til sunnudags í ferð á Hreppamannaafrétti. Lagt verð- ur upp í ferðina frá Umferðar- miðstöðinni klukkan 9 á föstu- dagsmorgun og stefnt að endur- komu þangað á sunnudagskvöld um kl. 22. Þetta er hin svokallaða „langa ferð“ félagsins í ár, en fyrst verður ekið í Þjórsárdal, en síðan haldið upp Gnúpveijaafrétt og fyrirhugað að nátta sig í skála ferðaklúbbsins 4x4. Laugardaginn verður farið um Skeiða- og Flóamannaafrétt og gist um nóttina að Flúðum. Á sunnudag verður farið um Hrunamannaafrétt og um kvöldmatarleytið er ætlunin að koma niður í byggð við Geysi. Aðaláhersla er náttúruskoðun, skoðaður verður afréttagróður og jökulmenjar. Leiðsögumenn verða Eyþór Einarsson grasafræðingur og jarðfræðingarnir Inga Kaldal og Skúli Víkingsson. Fararstjórar verða Guttormur Sigurbjarnarson og Freysteinn Sigurðsson. Fólki er ráðlagt að hafa með sér stígvél og vosklæði, en að öðru jöfnu á þetta hvorki að verða erfið ferð, háskaleg né mannraunamikil. Gjald fyrir ferðina er 7.000 krónur, en hálft gjald fyrir börn yngri en 12 ára. Þá er og gistigjald í skálum. Skrán- ing er á skrifstofu Hins íslenska náttúrufræðifélags að Hlemmi 3, 4. hæð hjá Náttúrufræðistofnun. Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga fyrir hádegi. Í. rjaldvagnar Vcrð stgr. frá kr. Mliftfííi ; Vcrð stgr, frá kr. ? : SAMA VERÐ OG FRÁ ÞVÍ FYRIR GENGISFELLINGU OG GOTT BETUR hjólhysi Verð stgr. fra kr. 1.072.000,- Sýning um helgina Skoðaðu eitt mesta úrval landsins af vögnunt og ferðavöru hjá traustu og gamal- grónu fyrirtæki. Opið lau. 10-16 og sun. 13-16. • Camp-let Traustasti tjaldvagninn hér í tvo áratugi! Svefntjöldum og for- tjaldi ásamt áföstiim eldhús- kassa er tjaldað á svipstundu. ■ Hobby Hobby-hjólhýsin hafa notið mikilla vinsælda hér enda eru þau sann- kallaðar svítur á hjólum! A Paradiso Fellihýsi sem bera af enda eru þau ríkulega útbúin og afar þægileg í notkun. CÍSH . IÓNSSON HF Bíldshöfða 14, Sírni 686644 Umboðsmenn: BSA á Akureyri, Bílasalan Fell á Egilstöðum og BG Bílakringlan, Keflavík. Velkomin í góðan bóp!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.