Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 eftir Kristján Guölaugsson FLESTIR vörpuðu öndinni léttara, þegar Jeltsin forseti Rússlands tilkynnti heiminum að Sovétríkin væru leyst upp og kalda stríðinu Iokið. 70 ára óstjórn kommúnista var lokið og tímar friðsamlegra samskipta og enduruppbygging- ar Rússlands fóru í hönd. Nú renna tvær grímur á menn, er gera skal upp reikninga hemjulauss þunga- og vopnaiðnaðar Sovétríkjannaog óhugnan- ^Jegra áhrifa hans á umhverfismál í Rússlandi. Norskur landamæravörður við landamærin í Stóraskógi. Fyrir fáeinum mánuðum var hér stranglega bannað að taka ljósmyndir, en nú er það leyft. Þegar ekið er yfir landa- mæri Noregs og Rúss- lands mætti ætla að kalda stríðinu væri alls ekki lokið. Enn eru landamærin lokuð að miklu leyti, þótt hinn ósýnilegi múr, sem byggður var á landamærunum á dögum kalda stríðsins, sé vissulega orðinn skörð- óttur. Vegurinn hér er enn sem kom- ið er aðeins opinn vissa daga vikunn- ^ar og við landamærastöðina í Stóra- skógi eru skilríki og farangur ennþá grandskoðuð af hermönnum beggja megin landamæranna. Austan megin landamæranna er 50 kílómetra breitt belti, sem er hernaðarlegt bannsvæði. Það nær frá Kólagskaga í vestri til landa- mæra Norður-Kóreu í austri. Það er einkennileg tilfinning að keyra gegnum gróðursæld og auð- ugt lífríki Passvíkurdalsins, sem skil- ur Noreg að frá Rússlandi, og nálg- ast námubæinn Nikel um það bil 10 kílómetra frá landamærunum. Smám saman verða trén öskugrá og laufvana, og jörðin er þakin fín- gerðu málmryki sem kemur frá skor- steinum námubæjarins. Hér hefur gróðurmáttur jarðar og sjálft lífríkið beiðið ósigur fyrir ásókn mannanna í málma og nátt- úruauðæfi, hér er allt dautt eða deyj- andi. Hið fyrsta, sem gefur til kynna að eitthvað líf sé í þessari skítugu og hryllilegu eyðimörk, eru kolsvört eiturský, sem velta upp úr reykháf- um námubæjarins. En mennirnir komast heldur ekki hjá afleiðingum verka sinna. I Nikel er meðalaldurinn lægri en víðast hvar í Rússlandi og tíðni krabbameins er margfalt hærri en annars staðar. Nikel er bara einn af fjölmörgum rússneskum bæjum, sem vestræn yfirvöld óttast að ógni lífríkinu, ekki bara í Rússlandi, held- ur líka vestan landamæranna. í Norður-Skandinavíu eru samtök, sem barist hafa fyrir því að reykháf- arnir í Nikel verði stöðvaðir, eða hreinsitækjum komið fyrir í þeim. En það kostar milljónir norskra króna, og yfirvöld í Noregi hafa krafist þess að Rússar sjálfir taki afleiðingum gerða sinna og veiti fjár- magni til þess að stöðva megunina. Nýlega veittu Norðmenn tveimur milljónum króna til umhverfisvemd- unar í Nikel en skilyrði fjárveitingar- innar er að Rússland veiti sömu -upphæð til þessara mála. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Rússlandi ekki gert neitt í málinu. Atómkjarnarnir á hafsbotni En reykháfarnir í Nikel eru ekki aðaláhyggjuefni vestrænna yfir- valda. Kjarnorkuiðnaður Rússa er í vistarverum skipstjórans á Lenin. Mynd af skipinu og helstu kjarnorkuvísindamönnum Sovétríkjanna. Kúrtsjatov skipsljóri á Lenín. Hann sigldi skipinu til hafnar árið 1988, eftir að kjörnunum hafði ver- ið kastað suður af Novaja Semlja. Kjarnorkuísbrjótarnir Arktík og Taimir við bryggju í Múrmansk- höfn. Skipt hefur verið um atómkjarna í ofnum skipanna, en rúss- nesk yfirvöld hafa enn ekki upplýst hvar gömlu kjarnarnir eru nið- ur komnir. Kolsvört jörðin kringum námabæinn Nikel er verksum- merki hemjulausrar ásóknar Rússa í málma og önnur náttúru- auðævi. Hér er allt líf dautt og íbúar bæjarins Iifa skemur og þjást af fleiri sjúkdómum en aðr- ir íbúar Iandsins. að flestra mati það sem vestrænum löndum, og Rússum sjálfum, stafar mest hætta af. Geislavirkt regn, sem barst alla leið frá Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986, féll víða um Norðurlönd og enn má mæla geislavirkni í plöntum og dýrum eftir kjamorkuslysið fyrir 7 árum. Á Kólaskaga eru mörg kjarnorku- ver og svo er einnig um baltísku löndin og nágrenni St. Pétursborg- ar. En ógnin frá úr sér gengnum kjarnaofnum gamalla kjarnorkuvera er ekki einhlít. I höfnum Múrmansk- borgar og Arkhangelsk liggja kjarn- orkuknúnir kafbátar og ísbijótar í tugatali. Ég heimsótti kjarnorkuísbijótinn Lenín, sem nú liggur við bryggju í Múrmansk og gerður hefur verið að safni. Mikhael Kúrtsjatov, síðasti skip- stjóri Leníns, er safnstjóri og leið- sögumaður um borð í kjarnorkuís- bijótnum. Haustið 1988 sigldi hann skipinu til hafnar, eftir að báðum atómkjörnum skipsins hafði verið sökkt á botni Karahafsins, fáeinum sjómílum suður af Novaja Semlja. Kúrtsjatov er viðukunnanlegur maður á brúnni pijónapeysu, og hann talar um kjarnorkuísbijótinn eins og íslenskir síldarkóngar tala um bestu aflabátana sína. „Lenín var byggður í Finnlandi árið 1959 og hefur reynst mjög vel í Norðuríshöfum þau 30 ár sem hann var í notkun," segir Kúrtsjatov og bætir við að hann hafi aldrei komið á Norðurpólinn. „Skipið er núna án atómkjarna, en þó er hægt að sigla því með dísel- mótorum," segir Kúrtsjatov. „Á sín- um tíma var hægt að knýja skipið gegnum 5 metra þykkan ís og hef ég siglt því gegnum tveggja metra þykkan ís á 6 sjómílna hraða.“ En þessi fyrsti kjarnorkuísbijótur heimsins á sér óhugnanlega fortíð, sem allri framtíð getur stafað hætta af. Nú er vélarrúmið, þar sem atóm- kjarnarnir stóðu, lokað og dyrnar eru vandlega innsiglaðar og þeim verður ekki lokið upp fyrr en eftir áratugi eða jafnvel hundrað ár. „Inni í sjálfu vélarrúminu, þar sem kjarnarnir voru, er geislavirknin um það bil 5.000 röntgen. Ef þú færir þangað inn, myndir þú umsvifalaust verða fyrir áhrifum geislavirkra efna og trúlega myndir þú tærast upp og deyja eftir fáein ár,“ segir Kúrt- sjatov skipstjóri. „En kjörnunum var kastað í Kara- hafið. Leiðir það ekki til geislavirkni í hafinu?“ spyr ég. „Það er vissulega áhyggjuefni," segir skipstjóri og býður mér að gægjast innum þverhandarþykkar glerrúður vélarrúmsins, þar sem atómkjarnarnir stóðu áður. „Kjörn- unum var kastað í hafið árið 1967 og þá var þekking manna á áhrifum geislavirkninnar miklu minni en í dag. Nú hefðum við aldrei kastað þeim í hafið. Nú hefði slíkt verið talið algert glapræði,“ segir Kúrt- sjatov. „Hver sá um að kasta þeim í haf- ið og vitið þið hvar þeir eru staðsett- ir?“ spyr ég. „Það var fyrirtækið Imandra, sem er ríkisrekið og sérhæft í kjarnorku- úrgangi, sem gerði þetta. Þetta fyr- irtæki sér um að skipta atómkjörn- um í bæði kafbátum og ísbijótum, sem eru kjarnorkuknúnir," segir Kúrtsjatov. Áður en kjörnunum var kastað voru þeir rannsakaðir gaum- gæfilega og þá töldu menn að ekki stafaði nein hætta af þeim. Nú eru menn hins vegar áhyggjufullir og verið er að senda út leiðangur til þess að finna kjarnana og athuga hvort hægt sé að Iyfta þeim frá hafsbotni og geyma þá annars stað- ar.“ Það er rússneska skipið Viktor Novitsky sem annast þessa leit, en höfð eru samráð við Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir, sem sent hafa skipt og kafbáta til að aðstoða við_ leitina. í höfninni í Múrmansk liggja tveir kjarnorkuísbijótar af sömu gerð og Lenín. Það eru Arktik og Taimir, sem báðir eru gamlir og um borð í þeim eru sams konar kjarnar og þeir er kastað var í Karahafið á sín- um tíma. „Hefur verið skipt um kjama í þessum ísbijótum líka?“ „Ég veit það ekki, en ég geri ráð fyrir því. Venjulega þarf að skipta um kjarna á 10 ára fresti," segir Kúrtsjatov. „Hvað gert hefur verið við kjarnana frá þessum skipum veit ég ekkert um. Viljirðu vita það verður þú að spyija Imandra, eða rússnesku kjarnorkustofnunina í Moskvu.“ Það tekur mörg ár áður en kjarn- orkuofnar slíkra skipa eru hreinir. Enginn veit með vissu hversu langan tíma slík hreinsun tekur, en talið er að geislavirknin minnki smám sam- an og hverfi að lokum alveg. Á meðan ryðga skipin og ómögulegt er að segja um hvort verður fyrr, að skipin verði ryði og aldri að bráð, eða að geislavirknin hverfi. Svo áhættusamt er það að nálgast vélar- rúmin í skipinu, að Kúrtsjatov telur að bíða verði árum saman áður en hægt er að hefja rannsóknir á vélar- rúminu og geislavirkninni þar inni. En það eru ekki bara kjarnarnir frá Lenín, sem liggja á hafsbotninum utan við Novaja Semlja. Rússar eru enn að framkvæma kjarnorku- sprengingar inni í fjöllum Novaja Semlja, þrátt fyrir áköf mótmæli umhverfisverndarfólks og ríkis- stjórna margra landa. Þetta er gert í rannsóknarskyni og Jeltsín forseti Rússlands hefur sagt, að rannsókn- unum verði haldið áfram um óákveð- inn tíma. Fyrir þremur árum sökk kjarn- orkuknúinn kafbátur norðvestur af Noregi og fórst með honum helming- ur áhafnarinnar, en hinum var bjarg- að af norskum þyrlum. Rússneskir sérfræðingar fullyrða að enginn hætta sé á að geislavirkni stafi frá bátnum, en norsk yfirvöld hafa ákveðið að rannsaka hvort hægt sé að lyfta bátnum, til þess að hindra að leki komist að vélarrúmi hans. Fyrirtækið Subsea Dolphin í Staf- angri er um þessar mundir að semja við norsk og rússnesk yfirvöld um að senda ómannaða neðansjávarbáta niður að flakinu, ti! þess að kanna hvort unnt sé að ná bátnum upp. Geir Káre Talle, sem vinnur að þess- um málum fyrir Subsea Dolphin, kveðst efast um að hægt sé að ná kafbátnum upp án þess að geisla- virkur leki komi frá vélarrúmi báts- ins. „Það besta væri ef til vill að sökkva stálgrind niður á hafsbotninn og kringum kafbátinn, og dæla síðan steinsteypu niður í grindina, en þannig mætti búa til hylki, sem held- ur geislavirkninni í skefjum í mjög langan tíma.“ Enn er þó óvíst hvort af björgun- arleiðangrinum verður. Það kostar mikla peninga og seinagangurinn í rússneskum ráðuneytum getur orðið til þess að mörg ár líði þar til unnt verður að hefja björgunarstörfin. Höfundur er blnðamaður í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.