Morgunblaðið - 17.07.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.07.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 29 > * Olöf Dagmar Arna dóttír — Minning• Fædd 14. október 1909 Dáin 7. júlí 1993 Kynni mín af Ólöfu Árnadóttur hófust þegar ég var ellefu ára göm- ul. Yngsta dóttir Ólafar og Hákon- ar Guðmundssonar, Hjördís, kom í bekkinn minn í skóla og við urðum bestu vinkomJV, óaðskiljanlegar, heimagangar hvor hjá annarri. Bjarkahlíð, heimili Hjördísar, var ólíkt öllum öðrum húsum og heimil- um, sem ég hafði kynnst og hið sama gegndi um foreldra hennar. Húsið var umkringt skógi og öðrum gróðri, innandyra voru viðargólf, opinn arinn og oft loguðu kertaljós og reykelsisilmur fyllti húsið. Mér fannst sem Hákon hlyti að vita næstum allt, mildur og yfirvegað- ur. Ólöf var falleg kona, grönn og spengileg, létt í hreyfingum, hún virtist varla snerta jörðina þegar hún gekk. Hún minnti mig mest á álfkonu eða prinsessu úr ævintýr- um frá fjarlægum löndum. Ótal atvik og hlutir koma upp í hugann frá veru minni í Bjarka- hlíð: jólaboð með leikjum og söng, útilegur og ferðalög á óvenjulega staði, að hafa setið á krossgötum á Jónsmessunni eða synt nakin í sjónum við Gróttu, svo eitthvað sé upptalið. Ólöf ræktaði grænmeti og ber, jafnframt því að rækta upp skóg á þeim stöðum þar sem hún bjó. Fyrstu jarðarberin sem ég bragðaði hafði hún ræktað. Ég minnist rifsbeija- og sólberjasult- unnar, rúgmjölstertunnar og ótal annarra rétta sem á borðum voru i Bjarkahlíð, óvenjulegir í þátíð en algengir nú. Ólöf hafði dálæti á skáldskap, ljóðum sér í lagi, hún skrifaði sjálf. Mér er sérstaklega minnisstætt leikritið „Almansor konungsson“ sem hún samdi og vinir Hjördísar fluttu í útvarpi undir stjórn Ólafar. Hún kenndi mér þar leyndardóm, sem hefur verið mér lykill að allri túlkun: „Þú átt að njóta orðana, láta þér þykja vænt um þau.“ Söng- ur var alltaf þar sem Ólöf var, hún spilaði vel á píanó, samdi lög og kunni sjálf ógrynni laga, hjá henni heyrði ég fyrst mörg af lögum Sig- valda Kaldalóns og Inga T. Lárus- sonar. Eftir áradvöl erlendis þegar Ólöf var heimsótt, var alltaf sungið og spilað eins og áður, og sönggleð- in, sem stundum týnist í atvinnu- mennskunni, riijaðist upp á ný. Ólöf elskaði ísland, landið og náttúruna, hún ferðaðist um, gekk á fjöll. Ég man að hún sagði mér, að best væri að sækja kraft til landsins ef eitthvað bjátaði á. Þeg- ar ég fór til útlanda í fyrsta sinn, gaf hún mér lag á nótum en á baksíðuna hafði hún skrifað ljóð Jóns Helgasonar „í vorþeynum", mér hefur orðið ljóst með árunum hvað hún var að segja mér. Ólöf var sjálfri sér nóg, hún bjó sér fag- urt umhverfi, þurfti lítið til annarra að sækja, en hún var gjöful þeim er sóttu hana heim. Sterk vináttu- bönd tókust með henni og móður minni, Leópoldínu Bjarnadóttur. Þær áttu saman margar gleði- stundir við söng, tal um álfa og önnur furðuefni allt fram til síðustu stunda Ólafar. Við mæðgurnar erum þakklátar fyrir að hafa kynnst Ólöfu, þessari óvenjulegu konu. Blessuð sé minning hennar. Lundúnum hinn 14. júlí 1993. Sigríður Ella Magnúsdóttir. Oft er sláttur hafinn í Árnes- þingi í 12. viku sumars. Fyrir fá- gæta sumargæsku þetta árið var hánn reyndar kominn vel á veg, þegar þá góðu viku bar að. í Jieim svifum kaus Ólöf Dagmar Árna- dóttir, Árvegi 6, Selfossi (Hvoli), að kveðja sitt fólk og hélt til hey- skapar á öðrum engjum. Það var henni líkt að leggja upp í förina miklu um hásláttinn, í sólmánuði og sólskini. Sólarinnar var hún ævinlega, hennar varð hún aðnjót- andi ríkulega alla sína æfi. Og töðu- ilmurinn, sem góðum slætti fylgir, var samgróin henni alla tíð. Það var reyndar eins oft blómailmur, eða skógarangan, iðulega úr skóg- um sem hún hafði ræktað sjálf, eða þá eimur af eigin grænmeti. En blærinn þessi var henni samgróinn. Hún var stálhraust alla æfi en fljót að kveðja, þegar að því kom. Á miðju 84. aldursári, nú um voijafn- dægur, var henni skyndilega brugðið, að nýliðnum sumarsól- stöðum var hún öll. í fyrsta skipti liðu nú dagar að garðinum hennar væri ekki sinnt. Ólöf Dagmar var fædd að Skútu- stöðum í Mývatnssveit 14. okt. 1909, yngst níu barna prófasthjón- anna þar, Árna Jónssonar og Áuð- ar Gísladóttur. Eftir fráfall föður síns 1916, sem þá þjónaði í Hólm- um i Reyðarfirði, fluttist hún með móður sinni til Reykjavíkur. Þartók hún stúdentspróf við Menntaskól- ann í Reykjavík og lærði síðan til íþróttakennslu í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Hún kenndi við MR, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, Kennaraskólann, Verslunarskól- ann, Hjúkrunarkennaraskólann og skóla Steingríms Arasonar, svo og hjá íþróttafélögunum ÍR og Ægi, fram um 1935. En þá kallaði til önnur skylda, sem var fjölskyldan, en 1933 giftist hún Hákoni Guð- mundssyni frá Stóra-Hofi á Rang- árvöllum, hæstaréttarritara og síð- ar yfirborgardómara. Þau eignuð- ust 3 dætur: Ingu Huld, rithöfund, Auði Hildi, listvefara, en þá dóttur- ina fékk undirritaður að eiga. Þriðja dóttirin er Hjördís Björk, borgar- dómari. Bamabörnin eru sjö, barnabarnabörnin einnig sjö. Það átti ekki fyrir Ólöfu að liggja að hverfa aftur svo neinu næmi til kennslu í sínu fagi. Hins vegar gat hún aldrei kyrr setið, hún lagði alla tíð stund á ritstörf, nokkrar greinar birtust á prenti, eina barna- bók gaf hún út, tvö barnaleikrit eftir hana voru flutt á sviði, hálf tylft leikrita hennar mun vera til í spólusafni Ríkisútvarpsins. Yfir- höfuð má um hana segja, að hún hafi verið sjálfstæð manneskja, leit- andi og andlega forvitin. Henni var fráleitt að taka hlutunum fyrir þá sök eina að þeir voru svo, hún velti því jafnan fyrir sér hvort ekki mætti hafa annan hátt. Hún var enda sérstæð og ekki allra. Þetta er líklega hinn eilífí vandi lista- mannsins. Og fleiri voru henni list- ir tiltækar, hún spilaði og söng, hvort sem var á slaghörpu eða gít- ar, með ógleymanlegum hætti. Ekki hef ég notið betri konserta en þeirra er hún hélt í stofunni ólu upp sem sitt eigið barn. Það kom fljótt í ljós að mikið var spunnið í Þuríði, hún var hörkudug- leg og fór snemma að hjálpa til við heimilisverkin. Krakkarnir á Borg sóttu skóla í Barnaskólann á Eyrar- bakka og mun Þuríði hafa sóst námið vel, enda var hún kappsöm að eðlisfari. En skólagöngu hennar lauk þegar barnaskólanámið var að baki, þótt svo löngun væri til frek- ara náms. -Síðar á lífsleiðinni sagði Þuríður frá því að hana langaði til að læra matreiðslu. Nú tóku við ýmis störf. Hún réðst í vist sem kaupakona og vann í fiski eins og altítt var við sjávarsíðuna, og alls staðar var hún rómuð fyrir dugnað og ósérhlífni. Árið 1931, eða þegar Þuríður er 28 ára, giftist hún ungum manni úr Vestur-Skaftafellssýslu, Guð- laugi Björnssyni frá Engigerði í Mýrdal. Þau settust að á Stokks- eyri og saman áttu þau þijú mann- vænleg börn. Elstur er Hörður Sig- urbjörn, fæddur 6. október 1931, kona hans er Hannelore Helge Jahnke og eiga þau 5 börn. Sæ- mundur Ingvi, fæddur 4. júní 1933, hans kona er Lillian M. Guðlaugs- son og eiga þau einn son, en auk þess gekk Sæmundur 7 bömum hennar í föðurstað. Guðrún Sigríður er yngst systkinanna, fædd 6. júlí 1934, sambýlismaður hennar er Bragi Óskarsson. Guðrún á tvo syni frá fyrri sambúð. Lífið virtist brosa við fjölskyldu Þuríðar, en ógæfan var skammt undan. Heimilisfaðirinn missti heilsuna og eftir erfið veikindi lést Guðlaugur í maí 1937. Má nærri geta að mikill harmur var þá kveð- inn að heimilinu. Eftir stóð eigin- kona með þijú ung börn og nú fóru í hönd erfiðir tímar. Litla hjálp var að fá frá samfélaginu á árunum fyrir stríð, kreppan í algleymingi og hvarvetna skortur. Þegar svona var komið var algengast að heimil- in væru Ieyst upp og börn send í fóstur, oft til vandalausra við illan kost. Þetta hlutskipti gat Þuríður ekki hugsað sér og sínum og hún neitaði að láta tvistra heimilinu. Með ótrúlegum kjarki og dugnaði tókst benni að halda saman heimil- inu og koma börnunum sínum þremur til manns. Árið 1949 flutti Þuríður með fjöl- skylduna sína að Selfossi og þar bjó hún í 15 ár. Árin á Selfossi sagði hún að hefðu verið góð ár og samferðamönnum sínum þar bar hún vel söguna. Til Reykjavíkur flutti Þuríður árið 1964 ásamt Guð- rúnu dóttur sinni og þar bjó hún síðan. Lengst af bjuggu þær saman mæðgurnar, en seinustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þegar Þuríður er nú kvödd hinsta sinni er erfitt að finna orð sem hæfa svo stórbrotinni konu sem hún var. Minnisstæð augnablik koma upp í hugann, eins og þegar hún bauð velkomin á heimili sitt fóstur- börn Sæmundar sonar síns, eða þegar hún á góðri stundu tók bros- andi á móti gestum sem að garði bar. Það er þannig sem við viljum minnast Þuríðar Sæmundsdóttur og um leið og heiðarleg dugnaðarkona er kvödd með virðingu og þökk, sendum við börnum hennar og öðr- um ástvinum samúðarkveðjur. Valdimar og Hafdís á Selfossi. heima með afkomendum sínum og frændsystkinum. Þau voru hin síð- ari árin stundum komin langan fjallveg í hálku og blindbil. Hefði eitthvað útaf brugðið með farskjót- ana við þær aðstæður hefði ráðu- neyti lamast sem og bankar og læknisþjónusta á höfuðborgar- svæðinu stórlega rýrnað. Svo hátt- setir eru frændurinir, sem vildu hætta lífi til að syngja með henni frænku sinni. Auðvitað hennti ekk- ert óhapp, enda gerist það ekki þegar slíkur söngur er annars veg- ar. Ólöf var glæsileg kona, grönn, spengileg, hnarreist, fislétt, sól jafnan í auga, gola létt í hári. Þann- ig mun hún jafnan standa mér fyr- ir hugskotssjónum. Við kynntumst nokkuð seint en mér finnst við hafa náð vel saman. Ég minnist hennar með eftirsjá. Það gera væntanlega öll þau sem kveðja hana í Kotstrandarkirkju í dag. Ein dótturdótturdóttirin, fimm ára hnáta, er þegar búin að flytja lík- ræðu, sem lýsir vel áhrifum Ólafar og útskýrir eilífa lífið jafn vel og nokkur ræða sem ég hef heyrt til prests. Henni varð að orði, þegar þau börnin voru að ræða í sinn hóp hvort þau gætu verið viðstödd jarð- arförina: „Ég skal sko vera þegar langamma verður gróðursett!" Þessi ummæli barnsins eru mjög í samræmi við skoðanir Ólafar um hina eilífu hringrás lífsins. Hún var trúhneigð í ríkum mæli. Þar var þjóðkirkjan henni ekki nærri nóg. Bæði var þjóðtrúin íslenska henni hugleikin, sú sem oft er kennd við forkirkjutíma, en einnig leitaði hún miklu víðar. Hún kynnti sér af tals- verðum ákafa búddisma og enn frekar líklega hindúisma. Allt var þetta gert undir formerkjum hins sjálfstæða, leitandi einstaklings, sem trúir því einu sem hann felst á í sinni hugleiðslu. Hún var líklega fyrst íslendinga til að taka þátt í þríhyrningastarfinu. Ég reyni ekki að útlista það hér, enda ekki til þess bær, en kveð hana með Ákall- inu mikla, sem var hennar leiðar- ljós. Ég hygg að það sé henni að skapi. „Frá ljóssins dýrðar lind í huga Guðs lát ljósið streyma inn í huga manns. Lát ljósið lýsa þessa vora jörð. Frá kærleiks lind í ljúfu hjarta Guðs lát kærleik streyma inn í hjarta manns. Komi Kristur aftur jarðar til. Frá máttarstöð er miðar vilja Guðs lát markmið stýra veikum vilja manns. Markmið það er meistaramir sjá. Frá máttarstöð sem mannkyn köllum vér lát markmið ljóss og kærleiks sækja fram. Svo innsigli það dyr hins illa valds. Lát kærleik, ljós og æðri mátt efla áform lífs á jörð.“ Þór Vigfússon. _____________Brids________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1993 Fimmtudaginn 8. júlí mættu 32 pör í Sumarbrids. Spilaður var tölvureikn- aður Mitchell. Meðalskor var 420. Efstu pör voru: NS Björn Theodórsson -‘Gylfi Baldursson 490 Ljósbrá Baldursdóttir - Hermann Lárusson 475 Guðrún Jóhannesdóttir - Anna ívarsdóttir 457 AV Guðlaugur Sveinss. - Lárus Hermannss. 496 Jón V. Jónmundsson - Erlendur Jónsson 493 ÞórirLeifsson-ÓskarKarlsson 465 Föstudaginn 9. júlí spiluðu 28 pör. Spiluð voru 30 spil með Mitchell-fyrir- komulagi. Meðalskor var 270. Efstu pör voru: NS ValtýrPálsson-GunnarÞórðarson 314 Gísli Steingrímsson - Aron Þorfinnsson 292 Jón V. Jónmundsson - Eggert Bergsson . 282 AV Viðar Jónsson - Páll Þ. Bergsson 333 Dúa Ólafsdóttir - Sigrún Pétursdóttir 316 Ársæll Vignisson - Trausti Harðarson 303 Sunnudaginn 11. júlí spiluðu 26 pör. Spiluð voru 30 spil með Mitchell- fyrirkomulagi. Meðalskor var 270. Efstu pör voru: Rúnar Einarsson - Haraldur Gunnarsson 335 Eggert Bergsson - Jón V. Jónmundsson 302 Sigurleifur Guðjónss. - V aldimar Elíass. 295 AV SigfúsÞórðarson-GarðarGarðarsson 342 Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 337 ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 324 Mánudaginn 12. júlí spiluðu 38 pör í Sumarbrids. Spilaður var tölvureikn- aður Mitchell. Meðalskor var 420. Efstu pör voru: NS Björn Theodórsson - Gylfi Baldursson 503 Matthías Þorvaldsson - Ljósbrá Baidursd. 494 JónStefánsson-RagnarÞorvaldsson 490 AV Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjömsson 520 Hrafnhildur Skúlad. - Jörandur Þórðarson 481 Gunnlaugur Sævarsson - Sverrir Ólafsson 471 Þriðjudaginn 13. júlí mættu 36 pör til leiks í Sumarbrids. Spiluð voru 30 spil með Mitchell-fyrirkomulagi. Með- alskor var 420. Efstu pör voru: NS Láms Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 494 Magnús Torfason - Sigtryggur Sigurðsson 489 Sigurður Steingrimsson - Oskar Sigurðsson 470 AV ValtýrPálsson-SigfúsÞórðarson 521 Gróa Guðnadóttir - Guðrún Jóhannesdóttir 495 Jacqui McGreal - Kristín Þórarinsdóttir 483 Miðvikudaginn 14. júlí spiluðu 36 pör í Sumarbrids. Spilaður var tölvu- reiknaður Mitchell með tölvuútreikn- ingi. Spiluð voru fyrirfram gefin spil. Meðalskor var 420. Efstu pör voru: NS Erlendur Jónsson - Vignir Hauksson 554 Jón Andrésson - Guðmundur Þórðarson 503 Guðm. Kr. Sigurðss. - Tómas Siguijónss. 498 AV RagnheiðurTómasd. - ÓlínaKjartansdóttir 502 Siguijón Helgason - Viðar Jónsson 495 Kristinn Þórisson - Ómar Olgeirsson 485 Sumarbrids er spilaður alla daga vikunnar nema laugardaga og byijar alltaf stundvíslega kl. 19.00. Allir spil- arar eru velkomnir. Sveit Hermanns Tómassonar bikarmeistari Norðurlands Úrslitaleikur bikarkeppni Norð- urlands fór fram nýlega þar sem áttust við sveit Hermanns Tómas- sonar frá Akureyri og sveit Jóns Arnar Berndsens, frá Sauðárkróki. Akureyringamir höfðu betur og unnu með 41 stigi. í sigursveitinni eru, auk Her- manns, Ásgeir Stefánsson, Haukur Jónsson, Haukur Harðarson, Örn Einarsson og Hörður Steinbergsson. Sauðkrækingarnir em Jón Örn Berndsen, Kristján Blöndal, Sigurð- ur Sverrisson, Einar Svansson, Skúli Skúlason og Gunnar Þórðarson. TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI LAlBANTHAI I ( r yD/>4 LAUGAVEGI 130, SlMI 13622 J --------:-—----- GÆDAFIÍSAR Á GÓÐU VERÐI t' CLlp IH V 5T SE l'l StórhÖfða 17, við GulHnbrú, sími 67 48 44 + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför KRISTBJÖRNS GÍSLASONAR, Hornbrekku, Ólafsfirði. Birna Björnsdóttir. Borghildur Kristbjörnsdóttir, Magnús Ólason, Gígja Kristbjörnsdóttir, Arngrimur Jónsson, Rakel Kristbjörnsdóttir, Hreinn Bernharðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.