Morgunblaðið - 17.07.1993, Síða 36

Morgunblaðið - 17.07.1993, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 „ &f eg íé{/fi þer ai ata, sjdlfar /teint — feréu þcL tiL hxgrt e&a, i/instri, ? Með morgnnkaffinu Það hlýtur að vera þér- hugg- un harmi gegn að vita að við búum OLL við þröngan efnahag. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvaða heygarðshorn, Arni Helgason? Frá Birnu Fríðriksdóttur: Föstudaginn 9. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu („Bréf til blaðs- ins“) pistill eftir Ama Helgason í Stykkishólmi sem hann nefnir „Við sama heygarðshornið“. Þar fjallar hann um nýafstaðna prestastefnu, - sem hann að vísu nefnir kirkju- þing. Mér þykir líklegt að Árni Helgason þekki muninn á kirkju- þingi og prestastefnu og þess vegna sé um að ræða mistök sem gerð eru í fljótfærni. En umfjöllun hans um prestastefnuna er líka byggð á fljótfæmislegum mistök- um, þ.e.a.s. þeim að hafa ekki kynnt sér málefnið sem um er fjall- að. Árni segir presta þjóðkirkjunnar vera við „sama heygarðshomið“. Þeir hafi ekki rætt um annað en skiptingu embætta innan kirkjunn- ar, ijármagnsþörf, kirkjujarðir og aukatekjur! Ekkert rætt um kristniboð eða skaðsemi eiturlyfja og áfengis. Það séu skrúðinn og tignin sem séu keppikeflið. Þegar hátt er reitt til höggs hlýt- ur það að vera lágmarkskrafa til þess sem það gerir að hann kynni sér málefnið. Ef Árni Helgason hefði lesið gerðir kirkjuþings og ályktanir prestastefnu, hefði hann komist að raun um, að það sem hann birti í Morgunblaðinu á dög- unum er rangt. „Heygarðshornið" er ekki eins og hann lýsir því. Undirrituð er starfsmaður á fræðsludeild kirkjunnar og í tengslum við starf mitt las ég síðastliðið vor gerðir kirkjuþings og ályktanir prestastefnu síðustu tíu ára. Var það gert í þeim til- gangi að finna tillögur, ályktanir og greinargerðir sem fjölluðu um málefni fjölskyldunnar. Við lestur- inn varð mér ljóst, að umræðan hefur að mestu snúist um málefni er varða trúarlega, andlega og þjóðfélagslega velferð fólksins í landinu. Málefni sem varða fjöl- skylduna töldust vera á annað hundrað blaðsíður og ályktanir um skaðsemi áfengis og vímuefna komu ítrekað fram. Á þessari síð- ustu prestastefnu var þjónustan í brennidepli og var m.a. fjallað um safnaðaruppbyggingu, fermingar- starf, leikmannaskólann og djáknanám. Eg tel umfjöllun Áma Helgason- ar í umræddum pistli alvarleg mis- Frá Önnu Benkovié: Ég vil minnast tveggja stórmála á landsvísu, því að hér er í vissum skilningi verið að fjalla um for- dæmi. Það gerist sisvona að maður ekur á rauðu ljósi, „á fullu“ eins og sagt er, á sautján ára stúlku í blóma lífsins að læra á bíl. Hann fær léttvæga sekt og bílprófið bráðum aftur fyrir manndráp af gáleysi! Manni verður ósjálfrátt hugsað til tveggja barna móður frá Vest- mannaeyjum, því hún fékk jú fjög- urra ára dóm í fyrra, óskilorðs- bundinn, fyrir manndráp. Spum- ingamar sem vakna í þessu sam- bandi eru m.a.: Hvað um aðstand- tök. En það er umhugsunarefni hvemig staðið er að fréttaflutningi af málefnum kirkjunnar. Ef prest- ar standa í deilum við ríkisvaldið, sem brýtur á þeim kjarasamninga, er það forsíðufrétt. Ef þeir ræða trúmál, fjölskyldumál eða þjóðfé- lagsmál nær það sjaldnast inn á innsíðumar. Þegar boðað var til blaðamannafundar til að kynna fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sendi einn fjölmiðill fulltrúa. Það var Morgunblaðið. BIRNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Víðihvammi 22, Kópavogi. endur? Hvað um ábyrgð? Eykst hún ekki ef ekki er sönnuð fíkni- neysla? Er svona athæfí virkilega „ódýrara“ á Islandi en það að fá sér leigumorðingja í útlöndum? Hver og hvernig skyldi næsti verða fyrir þessum „bflstjóra"? Fjögurra ára stúlkubarn er mis- notað (og fleiri börn skilst mér!) og kynferðisafbrotamaðurinn sleppur með létta sekt. (Sennilega ódýrara en að fara til vændiskonu!) Hvað í ósköpunum er að gerast? Hver dæmir svona og hvers vegna? ANNA BENKOVIC, Skálholtsstíg 2, Reykjavík. Að komast upp með glæp Víkverji skrifar Einn morguninn heyrði Víkveiji samtal við fréttastjóra Tímans um fyrirhugaðar breytingar á blaðinu, sem verið hefur í eigu Framsóknarflokksins frá upphafi og hefur verið málgagn hans allan tímann. Fréttastjórinn kvað miklar breytingar i vændum, þar sem ver- ið væri að vinna að hlutafjárútboði í nýtt hlutafélag, sem reka á blað- ið. Blaðið ætti að verða hlutlaus fréttamiðill. En hann hafði vart sleppt orðinu „hlutlaus", þegar hann lýsti því að blaðið yrði „félagshyggjublað" og hann skoraði á alla „félagshyggju- menn“ að fylkja sér um blaðið og láta fé af hendi rakna í hlutafjár- söfnunina. Það er svo sannarlega ekkert nýtt undir sólinni. XXX Nýlega kom út blaðið Hugvit, sem er málgagn Félags ís- lenskra hugvitsmanna. Utgáfa blaðsins hefur legið niðri um tíma, en það er nú endurvakið með 1. tölublaði 3. árgangs. Víkveiji rakst á stuttan pistil í þessu blaði, þar sem lýst er heldur óskemmtilegum örlögum uppfinninga íslenskra hug- vitsmanna. Þar segir: „Þáð er staðreynd, að margir félagsmenn okkar leita enn að markaði fyrir hugmyndir sínar er- lendis vegna skorts á áhættufjár- magni hér heima. Á þessum tímum atvinnuleysis er sorglegt að sjá á eftir góðum uppfinningum sem seldar eru úr landi og framleiddar erlendis með góðum árangi'i og síð- an fluttar hér inn með tilheyrandi álagningu og tollum merktar „made in útlönd“. En á meðan íslensk stjómvöld hafa ekki getu til þess að snúa þessari öfugþróun við, munu íslenskir hugvitsmenn ekki eiga annarra kosta völ. Smáiðnaður hefur verið orðtak sem er að hverfa úrtungu ráðamanna á kostnað stór- iðjudrauma sem virðast hafa breytst í slæma martröð. Stuðning- ur við íslenskan smáiðnað mundi á skömmum tima skapa fjölda nýrra atvinnutækifæra og stuðla að því að Islendingar fái sjálfir þá upp- skeru, sem þeir hafa sáð til.“ XXX Svo mörg voru þau orð. í raun er unnt að taka undir það, að sorglegt sé að eigi fáist áhættufjár- magn til þess að styðja við bak inn- lendra uppfinningamanna. En Vík- veiji er samt ekki alls kostar ánægður með tóninn í þessari klausu. I henni er horft eingöngu til íslenskra stjórnvalda. Er það sjálfsagt mál, að „ráðamenn" eins og þeir em nefndir í klausunni, hafí umboð til þess að setja skatt- pening borgaranna í einhveija áhættufjárfestingu? Raunar efast Víkveiji um að það sé opinbert fé, sem fæst á Vesturlöndum til slíkra fjárfestinga. Oftar mun það vera fjármagn frá einkaaðilum, sem fæst til þess að fjármagna uppfinningar af þessu tagi og þá oft í von um talsverðan gróða. Og þar er komið það nafnorð, sem íslenskir stjórn- málamenn hafa gert að mjög nei- kvæðu orði í nútíma íslensku. Sögn- in að græða er nánast bannorð nú á dögum og skoði menn reikninga félaga hefur henni og nafnorðinu, sem af henni er dregið gjörsamlega verið úthýst. Hið leiðinlega orð „hagnaður" og „ágóði“ tröliríða nú öllum reikningum. Samt er það svo og verður að „gróði“ er undirstaða alls þess, sem heitir hagsæld bæði til lands og sjávar. Á Islandi em menn ekki fóður undir fat, ef þeir græða, þá er tortryggnin þegar komin á flug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.