Morgunblaðið - 17.07.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 17.07.1993, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Einar Falur Dorgað á bryggjunni BRYGGJUSTRÁKARNIR á Grundarfirði höfðu lagt kolaveiðar á hilluna og einbeittu sér að því að .húkka rauðmaga þegar blaða- mann og ljósmyndara bar að garði í vikunni. Heldur var aflinn dræmur, en strákarnir höfðu gaman af uppátækinu. Tillaga Byggðastofnunar að stefnumótandi byggðaáætlun 1994-1997 kynnt Milljarður úr ríkissjóði skapar 3-400 ný störf ^Rannveig eftir að hún gaf kost á sér til varaformennsku Er fulltrúi fyrir sömu sjónarmið og Jóhamia RANNVEIG Guðmundsdóttir þingflokksformaður Alþýðuflokks kvaðst í gær ætla að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins eftir að ^til hennar hafði borist traustsyfirlýsing frá tæplega 200 körlum og konum í Alþýðuflokknum. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Rannveigar. „Ég geri mér grein fyrir því að með þeim áskorunum sem mér hafa borist er ég á vissan hátt kölluð til sátta í flokknum," sagði Rannveig þegar hún tilkynnti um ákvörðun sína. Hún sagði að við þær aðstæður sem nú ríktu væri mjög erfitt að gefa kost á sér til varaformennsku í Alþýðuflokknum. Hins vegar hefðu henni borist svo sterkar óskir frá alþýðuflokksfólki að ófært væri ann- að en verða við þessum óskum. „Ég tel að þau sjónarmið sem ég stend fyrir og verð fulltrúi fyrir, verði ég kjörin, séu sjónarmið sem við Jó- hanna stöndum báðar fyrir.“ Um framtíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur innan Alþýðuflokksins sagði Jón Baldvin: „Jóhanna er stjórn- málamaður þeirrar gerðar sem hefur vaxið af verkum sínum. Hún hefur unnið sér sinn sess innan Alþýðu- flokksins og í hjörtum fólks þannig að hún þarf engar vegtyllur til að styðjast við. Við metum hana mikils og á því verður engin breyting." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðar- dóttur í gærkvöldi. Sjá Af innlendum vettvangi á bls. 15: „Kaldhæðnislegt sátta- uppgjör" Þyrpst að Rannveign RANNVEIG tók við áskorunum alþýðuflokksfólks um hádegi í gær úr hendi Ragnheiðar Bjark- »ar Guðmundsdóttur. Ekki hægt að efla alla þétt- býlisstaði á landsbyggðinni I TILLÖGU Byggðastofnunar að stefnumótandi byggða- áætlun fyrir árin 1994-1997, sem kynnt var í gær, segir að ekki sé hægt að efla vöxt á öllum þéttbýlisstöðum lands- byggðarinnar. Þvert á móti eigi ákveðin vaxtarsvæði frem- ur en önnur að njóta fyrirgreiðslu opinberra aðila til að efla atvinnulíf. I byggðaáætluninni er lögð áherzla á efl- ingu vaxtarsvæða með samgöngubótum og samræmingu á framkvæmdum opinberra aðila. Smjörlíki hf. og breska fyrirtækið Seltzer semja Seltzer leigir rekstur Is- lensks bergvatns í 6 mánuði DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. og fulltrúar breska fyrirtækisins Seltzer, sem er samstarfsaðili íslensks bergvatns í Bretlandi hafa handsalað munnlegt samkomu- lag í þá veru að Seltzer leigi vélar og tæki Islensks bergvatns hf. til næstu sex mánaða. Fyrirtækið mun jafnframt leigja húsnæði af Smjörlíki hf. Davíð sagði: „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt, því þar með er íslenskt bergvatn hf. búið að fá rekstrartryggingu næstu sex mán- uðina. Ég á von á því að skriflega verði gengið frá þeim samningi við Bretana fyrir eða um næstu helgi.“ Samkomulag Smjörlíkis hf. og Seltzer gengur samkvæmt þessu út á að Seltzer tekur tímabundið yfir rekstur íslensks bergvatns. hf. sem Smjörlíki á 50% í. Breska fyr- irtækið rekur og framleiðir hér í húsnæði Smjörlíkis með vélum Is- lensks bergvatns fyrir breska og íslenska markaðinn. Samkomulag er um að hafa þennan hátt á næstu sex mánuð- ina, en óvíst er með hvaða hætti starfsemi Islensks bergvatns verð- ur hagað að þeim tíma liðnum. í byggðaáætluninni er lagt til að þeim stöðum, sem hafa þjónustu sem nær til heilla kjördæma, á borð við héraðsdóm, skattstofu eða sjúkrahús, verði ekki fjölgað um- fram það sem nú er. Ekki er tiltek- ið í áætluninni hvaða syæði eigi að verða vaxtarsvæði. Um þau segir hins vegar: „Þessi svæði eiga frekar en önnur að njóta fyrirgreiðslu opin- berra aðila til að efla atvinnulíf. Hugmyndin er sú að sameina kraft- ana á ákveðnum svæðum sem talið er að hafi betri vaxtarskilyrði en önnur svæði. Þannig eru meiri líkur til þess að hægt verði að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni. Þó að það sé æskilegt út frá mörgum sjónar- miðum að efla vöxt á öllum þéttbýl- issvæðum landsbyggðarinnar er það markmið einfaldlega utan þess sem hægt er að ná.“ Nálægð við mið og góð ar samgöngur skilyrði Meðal þeirra skilyrða, sem talin eru nauðsynleg til að svæði á lands- byggðinni geti orðið vaxtarsvæði, eru góð lega gagnvart fiskimiðum og hagkvæmir möguleikar á sjávar- útvegi, nægilegur mannfjöldi á þéttbýlisstað og fjölmenn landbún- aðarhéruð á þjónustusvæði hans og góðar samgöngur, bæði innan svæðisins og við höfuðborgarsvæð- ið. Tillaga til þingsályktunar um byggðaáætlunina, sem verður sú fyrsta af íjögurra ára áætlunum, sem gera á samkvæmt nýjum lög- um um Byggðastofnun, verður væntanlega lögð fyrir Alþingi í haust af Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra. Sjá bls. 14: „Megináherzlan á eflingu vaxtarsvæða..." Ólætivið tívolíið MIKIL ölvun var við tívolíið á Miðbakkanum í gærkvöldi og þurfti lögreglan að hafa af- skipti af fjölda unglinga sem létu ófriðlega. Að sögn varðstjóra var mikið kvartað og ekki næg gæsla á svæðinu af hálfu forsvarsmanna skemmtitækjanna. Þá fannst maður alblóðugur og illa leikinn við Borgarkringl- una í gærkvöldi. 140 mílljónir króna í Þjóðarbókhlöðuna RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið hvernig skipta á þeim milljarði króna sem ákveðið var að veita til atvinnuskapandi verkefna í tengslum við síðustu kjarasamninga. Sú stefna var mörkuð að skipta fjárhæðinni milli margra smárra verkefna sem væru vinnu- aflsfrek. Er áætlað að 3-400 ný störf skapist. Mest fer til við- halds opinberra bygginga en stærsti einstaki liðurinn, 140 milljón- ir króna, rennur til Þjóðarbókhlöðunnar. Af öðrum liðum má nefna að í I ríkisins renna 358,5 milljónir kr., viðhald og endurbætur á húsnæði I skólar og stofnanir menntamála- ráðuneytisins fá 150 milljónir kr. og 95 milljónum verður varið til hafnar- framkvæmda. Inn í tillögum ríkisstjórnarinnar er sérstök 60 milljón króna fjárveit- ing ætluð í atvinnumál kvenna. Þetta er sökum þess að atvinnuleysi er nú mun meira hjá konum en körlum, einkum ófaglærðum verkakonum. Sjá nánar bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.