Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 17 Reiðnámskeið fyrir börn í Reiðhöllinni Stjömur í kringum augun ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur heldur um þessar mundir reiðnámskeið í Reiðhöllinni í Víðidal, í samvinnu við Hestamannafélagið Fák. Um 80 börn eru á námskeiðinu, en hvert nám- skeið stendur í tvær vikur. Námskeiðið, sem er fyrir böm á aldrinum 8 til 14 ára, stendur yfir frá kl. 9 til kl. 16 og hluta dagsins eru börnin í almennri fræðslu um hestinn og fará í reiðtúra. Hinn hluta dagsins er t.d. farið í leiki, sund og Húsdýragarðurinn jafnvel heimsóttur. Börnin eru sótt í rútu, sem ekur um borgina og nær í þau á ákveðna staði um allan bæ. Hest í fermingargjöf Una Björk Jóhannsdóttir, sem er að verða 13 ára, Kristófer Svansson, sem er 8 ára, og Ámi Þór Hös- kuldsson, sem er 10 ára, em á námskeiðinu, sem lýk- ur nú í vikunni. Þau em öll sammála um hversu skemmtilegt námskeiðið sé. „Mér finnst þetta svo gam- an að mig langar í hest í fermingargjöf. Hann á að vera kolsvartur með stjömur í kringum augun. Ef hann verður ekki með stjömur þá teikna ég þær bara á hann,“ segir Una Björk, en hún fermist á næsta vori. Kristófer segist sjálfur eiga hest sem heiti Smyrill, en hann sé í sveitinni í sumar. „Það er mjög gaman á námskeiðinu og ég hef lært mjög margt,“ segir hann. Ofsalega gaman Ámi Þór segir að þetta sé í þriðja skiptið sem hann er á þessu reiðnámskeiði. „Þetta er ofsalega gaman. Við læmm hvað líkamshlutar hestsins heita og læmm að leggja á og svona,“ segir Ámi Þór og bætir því við að hann hafi kunnað þetta allt áður þar sem hann hafí fæðst ýsveit og flölskyldan hans sé mikið í hesta- mennsku. „Eg á sjálfur hest sem heitir Glæsir og hann er rauður. Bróðir minn, sem er 4 ára, hefur líka mik- inn áhuga á hestum og líka systir mín, en hún er 13 ára,“ segir hann. Aðspurður segist hann vilja vinna við eitthvað í sambandi við hesta þegar hann verður stór og langi líka til að læra að temja hesta. Grundvallaratriði kennd Ama Kristmundsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson em reiðkennarar á námskeiðinu. Þetta er fjórða sumar- ið, sem Ama kennir á reiðnámskeiði, en fyrsta sumar Reiðkennarar REIÐKENNARARNIR Arna Kristmundsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson hafa gaman af því að kenna börnunum. Gunnars. „Þetta er eitt af því alskemmtilegasta sem ég hef gert. Við kennum krökkunum m.a. gmndvallar- atriði í stjómun hesta og einnig umhirðu og umgengni við þá,“ segir Gunnar. Þau segja að börnunum sé skipt í hópa eftir getu og því séu hestar valdir fyrir þau eftir því. Auk þess fái þau lang mest út úr þvi að vera í réttum hópi. Bömunum sé m.a. kennt að smala hestum, teyma þá, leggja á og kemba. Sumir koma aftur og aftur Ama segir að síðasta dag námskeiðsins fái bömin svo að ríða berbakt og þá sé einnig farið yfir hvað þaú hafí lært á námskeiðinu. Hún segir að í lok nám- skeiðsins sé greinilegt hversu mikið bömin hafí lært og þau þori miklu meiru og séu ekki lengur hrædd í kringum hesta. Bæði Ama og Gunnar eru sammála því að þetta sé skemmtilegt námskeið enda komi sumir aftur og aftur á námskeiðið. Enn eru tvö námskeið eftir í sumar og byijar það fyrra mánudaginn, 26. júlí. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavík- ur, en að sögn aðstandenda er enn hægt að skrá böm á námskeiðið. Morgunblaðið/Einar Falur Gaman á námskeiðinu UNA Björk Jóhannsdóttir, Kristófer Svansson og Árni Þór Hös- kuldsson með hestinn Þyril. Þeim þykir öllum mjög gaman á nám- skeiðinu. Komið úr reiðtúr BORNIN voru ánægð þegar þau komu úr reiðtúrnum þó að þau hefðu jafnvel viljað vera lengur í sól og blíðu. Þetta er hörkuafsláttur - verð sem nær engri átt. Kjötið finnur þú í pokum í frystiborðinu í Hagkaup. Hægt er að velja milli hefðbundinnar sögunar og grillsögunar . . . meðan birgðir endast! HAGKAUP gœöi úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.