Morgunblaðið - 17.08.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 17.08.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 3 Jarðvísindamenn telja enga ástæðu til að búast við Heklugosi á næstunni Skýjabólstrar eða smáspreng- ing yfir Heklu JARÐVÍSINDAMENN telja enga ástæðu til að búast við Heklugosi. Guðmundur E. Sigvaldason, forstöðu- maður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, segir að svart- ur reykur úr Heklu sem menn hafi talið sig sjá á sunnudag gæti stafað af smásprengingu sem algengar séu í eldfjöllum. Raunar hefur hann ákveðnar efa- semdir um að reykurinn hafi verið úr Heklu, heldur kunni hann að hafa verið skýjabólstrar. í fyrradag taldi fólk sig sjá dökkan reyk stlga upp úr Heklu. Aðrir sögðu að snjór hefði bráðn- að óvenju hratt í fjallinu að und- anförnu. Sjónarvottur á leið í Landmannalaugar hafði orðið var við strók frá Heklu. Fólk á Hvolsvelli hafði svipaða sögu að segja. Menn sem voru á ferð á hálendinu sögðust hafa séð bólstra sem þeir töldu vera ský, neðarlega í íj'ailinu. Blaðamenn Morgunblaðsins sem flugu yfir eldfjallið í fyrrakvöld sáu ekkert sem þeir gátu tengt við spreng- ingar eða nýlegt gos. Reykur steig upp á mörgum stöðum á fjallshryggnum og úr gíg í aust- urhlíð fjallsins. Var það ljós gufa, svipuð og hverareykur. Flug- menn sögðu að oft sæist gufa í gígnum á hábungunni en töldu að hún sæist nú á fleiri stöðum en venjulega. Hvergi sást ösku- litaður snjór. Guðmundur E. Sig- valdason sagði að allur fjalls- hryggurinn væri heitur og það færi síðan eftir veðri hvað mikið sæist af henni. Gufan var áber- andi í þeim veðurskilyrðum sem ríkti á sunnudag og sagði Guð- mundur það ákaflega eðlilegt. Smásprengingar algengar Guðmundur sagði að ef það sem menn sáu á sunnudag hafi verið svartur reykur úr Heklu væri það sín tilgáta að hann staf- aði af smásprengingu í fjallinu. í Heklu er hálfbráðnuð kvika nálægt yfirborði og þegar vatn sígur niður á hana og sýður myndast gufuþrýstingur sem getur valdið smásprengingu. Sagði Guðmundur að slíkar sprengingar væru ekki óalgeng- Morgunblaðið/RAX Gufa úr Heklu REYKUR steig upp úr öllum fjallshrygg Heklu þegar Morgunblaðsmenn flugu þar yfir á sunnudags- kvöld. Jarðfræðingar segja að vegna hitans í eldfjallinu stígi alltaf upp gufa á þessum stöðum en það fari eftir veðurskilyrðum hvað mikið af henni sést. ar í eldfjöllum eftir eldgos og þær væru ekki hættulegar nema fólk væri nærri. Nefndi hann sem dæmi að þannig sprenging í Etnu á Sikiley hefði banað allmörgum ferðamönnum fyrir nokkrúm árum og jarðfræðingar hefðu farist í tveimur sprengingum í eldfjöllum í Suður-Ameríku á undanförnum mánuðum. Engar breytingar hafa sést á jarðskjálftamælum eða öðrum mælum í nágrenni Heklu. Guð- mundur sagði að sú staðreynd setti að sér efa um að nokkuð hafi gerst og að svarti reykurinn sem fólki fannst stíga úr Heklu kunni að hafa verið skýjabólstr- ar. Með auga á fjallinu í samtölum fréttaritara Morg- unblaðsins við fólk sem býr í nágrenni Heklu kom greinilega fram að þar eru allar vísbending- ar um gos teknar alvarlega enda má segja að fólkið sé með annað augað á fjallinu við öll störf sín og varúðarráðstafanir á bak við eyrað ef eitthvað gerðist. Mörg- um, einkum börnum, varð rórra við að- heyra að vísindamenn hefðu ekki orðið varir við neinar vísbendingar um gos á mæli- tækjum sem vakta fjallið. Ommu Lú skemmtun föstudags og laugardagskvöld Gestgiafi EGIU OkAFSSON Meðal gesta næstu helgar eru ö'orréltir Austurlensk rjómafiskisúpa með humri og höipuskel. Marineraður heimareyktur lax með tómat og paprikusalati. Guíúsoðnar úthafsrækjur með grænu salatí og jalapeno-sósu. Grillaðar súlubringusneiðar með japanskri grillsósu og sesam íræjum. Ufáaíréttir Nautahryggsneið með kantarellusveppum og hvítkálsragú. Grillaður gnsili'amhtyggur með tómatsalsa, soðsósu og maísköku. Pönnusteiktar kalkúnabringur með hvídauks-kartöflumauki og stikilsberja-portvínssósu. Ristað lambalæri með rósmarin-döðlusósu og innbökuðum kartöflum í smjördeigi Grillaður karfi með ristaðri paprikusósu, graslauk og óh'fiim. Steikt heilagfiski með reyktri B.B.Q. sósu og steiktum grænmetísteningum. Marquise súkkulaðiterrine með vanillusóssu. Heit eplakaka með hnetukrókantís. Súkkulaði marmara ostaterta með kaffikremi. Kókoshnetuís með Irish mist rjómasósu og ferskum ávöxtum. Vanillu og súkkulaðiís með sukkulaðibitum og kirsuberjum. f K *addi ÖrnÁrnason Bergþór Pálsson ElsaWaage MalreiJjlunifLttarL, Haukur Vufijjon Kr. 2.950, Matur, skemmtun qg dansleikur Borðapantanir í síma 689-686

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.