Morgunblaðið - 17.08.1993, Side 16

Morgunblaðið - 17.08.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Útfarir - að kveðja vel eftir Braga Skúlason Dagana 16.-19. maí sl. sótti ég ráðstefnu í King’s College í Lond- on, Ontario í Kanada. Ráðstefnur hafa verið haldnar þarna árlega í áratug og safnast saman aðilar sem tengjast „Hreyfingu um dauða og sorg“(Death and Bereavement Movement) á einn eða annan hátt. Sótti ég þessa ráðstefnu á vegum Ríkisspítala. Efni ráðstefnunnar í þetta sinn var um siðfræðileg álitamál er varða eldri einstaklinga, deyjandi og syrgjendur. Þátttakendur komu víða að úr heiminum. Einn hluti ráðstefnunnar tengdist útförum. Eric C. Tappenden, sem starfar á vegum Ontario-fylkis í Kanada og hefur eftirlit með útfara- stofnunum og kirkjúgörðum deildi með okkur nokkrum áhugaverðum staðreyndum varðandi þróunina í þessum málum í Kanada síðustu áratugina. Vil ég koma þeim á framfæri þar sem þær gætu gefið einhveijar vísbendingar um hugs- anlega þróun í framtíðinni hér á landi: 1) Á árunum 1970-1991 JQölgaðí bálförum í Kanada úr 5% af heildar- fjölda útfara í 30%. 2) Ódýrum útförum fjölgaði mikið. 3) Eftir bálfarir var ösku í vax- andi mæli dreift einhvers staðar utan kirkjugarða. 4) Aukning varð í persónulegum athöfnum, þar sem íjölskyldumeð- limir tóku sífellt meiri þátt, en prestar minni þátt. 5) Aukning varð í þá átt að fólk greiddi fyrir útfarir fyrirfram og lét útfararstjóra vita um sérstakar ósk- ir sínar. Ennfremur var áhugavert, að í almennri umræðu var mikið rætt um það, hvort kirkjugarðar væru umhverfisvænir, hvort frá þeim stafaði mengun t.d. grunnvatns. Ennfremur var mikil breyting orðin í þá átt, að aðstandendur, í allt of mörgum tilfellum, áttu ekkert frumkvæði í að sjá um útför ástvin- ar og eftirlétu það sveitarstjórnum, borgarstjórnum, eða ríkisvaldi. Ný lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu Þann 26. apríl sl. samþykkti Al- þingi lög um framangreint efni. Var sú lagasetning tímabær fyrir margra hluta sakir. Gætir þar nokk- urra nýmæla, sem vert er að huga að og jafnframt mætti hugsa sér víðtækari umræðu um aðra þætti þessa málaflokks. Vilji hins látna einstáklings í 2. grein laganna segir m.a.: „Skylt er að virða ákvarðanir sjálf- ráða manns um hvort greftra skuli lík hans eða brenna...Nú er ekki vitað um vilja látins manns sem sjálfráða var og ákveða þá eftirlif- andi maki (sambúðaraðili) og niðjar (kjörniðjar) hins látna hvort lík skuli greftrað eða brennt.“ Fleira er sagt í þessari grein, en grundvallaratrið- in eru þau, að liggi vilji sjálfráða manns eða konu fyrir, þá ber að virða þann vilja. Það er ekki sagt, að fara beri eftir þeim vilja. En hver hefur vitneskju um þennan vilja? í flestum tilfellum einhver úr hópi nánustu ættingja. En þar er óvíst, að allir séu á sama máli. Mætti þama t.d. hugsa sér, að hafi hinn látni einstaklingur gert ráð- stafanir fyrir fram, t.d. í samtali við útfararstjóra og skrifað undir viljayfirlýsingu í votta viðurvist, þá væri slíkt skjal bindandi að lögum? Að öðru leyti er ljóst, að liggi vilji hins látna einstaklings ekki fyrir, þá er ákvörðunin öll á herðum nán- ustu ættingja. I starfi mínu hef ég oft mætt fólki, sem vildi greina mér frá ósk- um sínum um það, hvemig útför þeirra ætti að fara fram. Eg hef orðið að gera þeim grein fyrir því, að án umræðu við nánustu aðstand- „Mikilvægt er fyrir þann einstakling, sem fer í gegnum sorgar- ferlið, að kveðja vel. Spurningin snýst um það, hvaða möguleika við höfum þegar við kveðjum. Erfiðust er sú sorg, sem samfélagið viðurkennir ekki. Um- ræða er af hinu góða og framkvæmd eftir umræðu enn betri.“ endur hefði okkar samtal ekki vægi, ef aðstandendur hefðu aðrar hug- myndir. Þetta er enn svo. í 4. grein laganna segir svo: „Hver maður á rétt til legstaðar þar í sókn sem hann andaðist eða var síðast heimilisfastur eða þar sem vandamenn hans, sbr. 2. gr. óska legs fyrir hann.“ Um Iíkbrennslu Ljóst er, að líkbrennslum fjölgar hægt og sígandi hér á landi, en við erum enn með mun lægri tölur en þekkjast í nágrannalöndum okkar. Þetta er þrátt fyrir það, að þjóð- kirkjan hafi alls ekki talað gegn líkbrennslum. Við virðumst a.m.k. ennþá vilja halda því, að líkaminn fari allur í gröfina. í 7. grein laganna segir m.a.: „...Óheimilt er að varðveita duftker annars staðar en í kirkjugarði eða löggiltum grafreit." Nú er það svo, að skattgreiðendur greiða hið svo- kallaða kirkjugarðsgjald. Við greið- um ekki sérstaklega fyrir varðveislu hvers leiðis með árlegu gjaldi líkt og gerist víða erlendis. Auk þess búum við enn yfir nægu landrými fyrir kirkjugarða. Ennfremur er ljóst, að fyrir syrgj- endur er mikilvægt, að eiga frátek- inn stað í kirkjugarði, þar sem ein- staklingurinn getur kvatt látinn ástvin sinn enn á ný. En þær óskir hafa komið fram frá deyjandi ein- staklingum, að fá að hvíla í ómerktri gröf, eða að láta dreifa ösku sinni á haf út eða á einhvern uppáhalds stað. Hið fyrrnefnda er mögulegt að því leyti, að númer leiðis er skráð, en ekki endilega skyldugt að merkja það með nafni, en hið síðarnefnda er algerlega óheimilt samkvæmt þessum lögum. Vildi ég gjarna heyra umræður um þetta atriði. Vert er að benda á, að þessi framkvæmd er þekkt erlendis og hún yrði aldrei tekin upp hér án undangenginnar umræðu og breyt- inga á lögum. Nú hefur það borið við í undan- tekningartilfellum hér á landi, að duftker væru ekki jarðsett, þar sem ættingjar hafi ekki sinnt um að gera þær ráðstafanir og geta fyrir því verið ýmsar ástæður. Ég vil benda á, að þetta er stórfellt vanda- mál í Kanada. Helsta lausnin, sem mætti hugsa sér, er að hafi ættingj- ar ekki gert ráðstafanir til greftrun- ar innan árs, þá fái kirkjugarðs- stjórn heimild til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir. Eitt atriði enn er vert að nefna, en það er, að nú sér sá aðili, sem sér um framkvæmd líkbrennslu um að afla vottorðs lögreglustjóra, sem heimilar framkvæmdina. Áður þurftu aðstandendur að sjá um þetta sjálfir og varð það til að auka áhyggjur þeirra á erfiðum tíma. Kirkjugarðsstjórn í 10. grein laganna segir svo: „Kirkjugarðsstjórn er heimilt að ráða sérstakan kirkjugarðsvörð, svo og framkvæmdastjóra, er hafi á hendi umsjón og eftirlit samkvæmt erindisbréfi sem kirkjugarðsstjóm setur. Kirkjugarðsstjórn sér um að láta taka allar grafir í garðinum, sér um árlegt viðhald legstaða og ber kostnað af prestþjónustu vegna útfara". Það er nýmæli, að kostnað- Bragi Skúlason ur af prestþjónustu sé ekki lengur greiddur af aðstandendum hins látna einstaklings. Það lækkar út- greiddan útfararkostnað aðstand- enda eitthvað, en spyija má, hvort lengra hefði mátt ganga. Er mér sérstaklega umhugað um, að flutn- ingskostnaður á líkkistum sé skoð- aður í þessu sambandi, því hann er umtalsverður sérstaklega ef um flutning með flugvélum er að ræða. Sérstaklega vildi ég sjá þann kostn- að greiddan fyrir þá, sem koma utan af landsbyggðinni til Reykja- víkur til að leita sér læknishjálpar og deyja rneðan á meðferð stendur. Ýmislegt í 29. grein laganna segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðs- stjórnum heimiit að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað...“ í 42. grein segir: „Eigi má veita leyfi til upptöku heimagrafreita. Leyfishafar heimagrafreits greiði sem aðrir til sóknarkirkjugarðs síns, enda er þeim heimilt leg í honum. Réttur til heimagrafreits á ættaróð- ali fellur niður ef óðalið gengur úr ættinni". í 45. grein er fjallað um graf- reiti utanþjóðkirkjusafnaða. Hlýtur það að teljast nauðsynlegt vegna trúfrelsis í landinu. Hins vegar er ekki víst, að allir þessir söfnuðir hafí til þess fjárhagslegt bolmagn, að vera með sérstakan grafreit og mætti þá kannski hugsa sér, að einhver afmarkaður hluti af þegar uppteknum kirkjugarði væri þeim ætlaður sérstaklega. Til viðbótar vildi ég ennfremur sjá frátekinn stað, helst í hveijum kirkjugarði í landinu, þar sem syrgj- endur, sem eiga ástvini jarðsetta annars staðar í landinu, fái stað fyrir sig. Þessu til viðbótar vildi ég gjarna sjá minnismerki um þá, sem farast og finnast ekki, t.d. vegna slysa í sjó, í kirkjugörðum. Þetta á líka við um minnismerki um sjó- menn séu þau ætluð til þess, að fólk eigi þar kveðjustundir. Það er ákaflega erfitt fyrir þá, sem eiga um sárt að binda, að þurfa að laum- ast með blóm á slíkan stað í skjóli myrkurs, því þeir vilja ekki gera það fyrir allra augum. Að kveðja vel Ég hef undanfarin ár beitt mér á vettvangi Nýrrar Dögunar, sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík. í þeirri vinnu hefur mér orðið það Ijóst, að persónulegar óskir syrgjenda um úrvinnslu sorg- ar fara vaxandi með aukinni um- ræðu. Það er brýnt, að útfararþjón- usta á íslandi mótist meðfram þess- ari þróun og löggjöf sömuleiðis. Mikilvægt er fyrir þann einstakl- ing, sem fer í gegnum sorgarferlið, að kveðja vel. Spurningin snýst um það, hvaða möguleika við höfum þegar við kveðjum. Erfiðust er sú sorg, sem samfélagið viðurkennir ekki. Umræða er af hinu góða og framkvæmd eftir umræðu enn betri. Ég þakka Alþingi fyrir þá bót sem er að þessum lögum. Höfundur er sjúkrahúsprestur Ríkisspítnla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.