Morgunblaðið - 17.08.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.08.1993, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Stuðningsmenn Jónasar gáfu ekki kost á sér í sljórn NÝ STJÓRN var kjörin á sambandsþinginu og áður en úrslit í for- inannskjöri lágu fyrir voru yfir 40 einstaklingar í framboði til 25 stjórn- arsæta. Eftir að Jónas Friðrik hafði beðið lægri hlut í formannskjörinu drógu flestir stuðningsmenn hans sín framboð til baka. Yfirgnæfandi hluti núverandi stjórnarmanna er laugs. Birgir Ármannsson, stuðningsmað- ur Jónasar, var einn þeirra sem dró framboð sitt til baka í Reykjavík. Birgir var spurður að því hvort ekki mætti túlka þetta sem áframhaldandi deilur innan sambandsins og hann sagði: „Það er full djúpt í árinni tek- ið. Auðvitað eru menn missáttir við úrslitin en hins vegar una menn þeim. Það sem ég held að hafí búið að baki hjá flestum þeim sem drógu framboð sitt til baka er að þetta fólk gaf kost á sér í stjóm til að vinna að ákveðn- um breytingum á grundvelli hug- mynda sem Jónas Friðrik hafði lagt fram. Þar sem hann beið lægri hlut í formannskjörinu töldu menn að for- sendumar fyrir framboði þeirra hefðu breyst.“ Dreifimiðar Birgir sagði að jafnframt hefði staðan verið metin þannig að þar sem úrslitin væm það skýr í formannskjör- inu yrði niðurstaðan í stjómarkjörinu á sama veg, því tæki því ekki að fara í framboð. „Við mátum þetta ekki síst í ljósi þess að stuðningsmenn Guðlaugs höfðu dreift miðum með nöfnum þeirra manna sem þeir lögðu áherslu á að kosnir yrðu. Þar vom afskaplega fá nöfn stuðningsmanna Jónasar." - Hefði ekki verið eðlilegra að báð- ar fylkingar gengju til samninga um stjóm SUS eftir að niðurstaða form- annskjörs lá fyrir og þannig væm auknar líkur á að sættir næðust með- al ungra sjálfstæðismanna? „Ég veit ekki hvort það hefði verið gmndvöllur til slíkra samninga. Af hálfu Guðlaugs eða hans stuðnings- manna var ekki boðið upp á slíkt samkomulag. Einu skilaboðin sem menn fengu var minnislistinn frá stuðningsmönnum Guðlaugs og það var ekki hægt að líta á hann sem neitt sérstakt sáttaboð." Hann tók þó fram að nokkrir stjómarmanna utan Reykjavíkur væm stuðnings- menn Jónasar og sagðist gera ráð fyrir að þeir hefðu samstarf við Guð- laug og hans fólk. Birgir sagði að á margan hátt væri það kannski hentugt fyrir núver- andi formann að hafa traustan meiri- hluta með sér í stjóminni til að vinna því úr röðum stuðningsmanna Guð- að framgangi þeirra mála sem hann vildi leggja áherslu á. Hröð atburðarás Þegar þetta var borið undir Guð- laug Þór sagði hann slæmt að flestir stuðningsmenn Jónasar hefðu dregið framboð sitt til stjómar til baka. „Það er nú sjaldnast að menn kjósi alveg eftir svona listum þó þeim sé dreift. Eðlilega vildu menn styðja sitt fólk sem hafði staðið í þessari baráttu. , Það er ákveðinn galli og mun gera mönnum erfíðara fyrir að ekki skuli vera fleiri stuðningsmenn Jónasar í stjórninni. Þeir em þó sem betur fer nokkrir." Guðlaugur var spurður að því hvort ekki hefði verið eðlilegra að reyna að ná sáttum um stjómar- menn. Hann sagði að þegar svona úrslit lægju fyrir gerðust hlutimir mjög hratt. „Margir af þeim sem vom búnir að draga sitt framboð til baka vom búnir að yfírgefa svæðið þegar ég áttaði mig á því að svona væri komið. Ég náði reyndar tali af einstaka mönnum en þeir höfðu ekki áhuga. Samsetning á stjóminni segir ekki allt. Hreyfíngin samanstendur af miklu fleiri þáttum og það verða . margar aðrar leiðir til að vinna saman þó það sé í gegnum aðrar leiðir en stjórn. Það er það sem verður stefnt að.“ Ný stjórn Þeir sem kjömir vom í stjórn SUS eru eftirfarandi: Reykjavík: Andrés Pétur Rúnars- son, Ándri Teitsson, Ari Edwald, Ámi Sigurðsson, Áshildur Bragadóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jóhanna Vil- hjálmsdóttir, Lárentsínus Kristjáns- son og Torfí Da_n Sævarsson. Reykjanes: Ásta Þórarinsdóttir, Bjöm Jónsson, Börkur Gunnarsson, Guðni Níels Aðalsteinsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Sveinn Ævarsson og Valdimar Svavarsson. Vesturland: Pétur Ottesen. Vestfírðir: Steinþór Gunnarsson. Norðurland vestra: Andri Kárason. Norðurland eystra: Ármann Kr. Olafsson og Jón Helgi Bjömsson. Austurland: Viggó E. Hilmareson. Suðurland: Hjalti Helgason, Óskar V. Arason og Sveinn Ó. Sigurðsson. Fjölmennasta þingið 32. ÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna var hið fjölmennasta frá upphafi en atkvæðarétt áttu 463 þingfulltrúar. Á myndinni sést hluti þingfulltrúa sækja kjörbréf sín. Yfirlýsing frá Kennarasambandinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá Kennarasambandi íslands: Vegna yfírlýsingar frá menntamálaráðherra í Morgun- blaðinu, laugardaginn 14. ágúst sl. í framhaldi af umfjöllun Ríkis- útvarpsins um atvinnumál kenn- ara, er nauðsynlegt að taka fram eftirfarandi: í athugasemd ráðherra segir að aðhaldsaðgerðir á síðasta ári hafí leitt til fækkunar kennslu- stunda en „þá bar. hins vegar ekki á atvinnuleysi í kennara- stétt, enda fölgaði grunnskóla- kennurum í starfí um 114 og stöðugildum um 102 milli áranna 91/92 og 92/93.“ Rétt er að taka fram að flestir félagsmanna Kennarasambands- ins sem eru á atvinnuleysisskrá hafa verið það frá því á síðasta skólaári. Ótaldir eru því þeir sem hafa misst vinnuna eftir 1. ágúst sl. Svo virðist sem ráðherra hafí ekki kynnt sér þessa staðreynd. Þó kennurum með réttindi hafí fjölgað milli skólaáranna 91/92 og 92/93 um 102 stöðugildi fækkaði leiðbeinendum á sama tíma um á sama tíma um 154 skv. tölum úr menntamálaráðu- neytinu. Þannig fækkaði kenna- rastörfum um 52 milli ára. Ef menntamálaráðherra hefði ekki beitt sér fyrir því að grunnskóla- lögin frá 1991 voru tekin úr sam- bandi hefði störfum fjölgað um tæplega 40 stöðugildi. Hlutfalls- leg ijölgun réttindakennara staf- ar því ekki síst af því að kennslu- störfum hefur fækkað og kennslumagn minnkað milli skólaáranna 91/92 og 92/93. í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi í fyrra- vetur kom fram að niðurskurður- inn á síðasta skólaári leiddi til fækkunar kennslustunda um tæplega 4.600 á viku en það jafn- gildir tæplega 160 kennarastörf- um. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneyti dróst yfírvinna kennara saman um rúm 10% milli ofangreindra skólaára. Þannig hefur kennslumagnið minnkað, jafnvel þó fleiri kennar- ar með réttindi hafi bæst í hóp- inn. Þó Kennarasambandið telji brýnt að fjölga réttindakennurum þá hefur það aldrei verið mark- mið sambandsins að skera niður útgjöld til skólamála og fækka störfum við kennslu. Pjölgun rétt- indakennara sem aðeins fæst með hundakúnstum á reikniborði ráð- herra er lítils virði andspænis þeim mikla niðurskurði sem ráð- herrann hreykir sér af í málefnum grunnskólans. Ráðherra upplýsir í athuga- semd sinni að „enginn sérstakur nýr niðurskurður í grunnskólum er fyrirhugaður af hálfu ráðu- neytisins“. Þetta er út af fyrir sig fagnaðarefni en þó er rétt að minna á að þegar ráðherra kynnti niðurskurðinn í fyrra tók hann margítrekað fram að um tíma- bundnar aðgerðir væri að ræða. Nú kemur í ljós að það voru ekki marktækar yfirlýsingar. Sé það hins vegar rétt að ekki komi til nýr niðurskurður í grunnskólum næsta skólaár stendur eftir sem áður sú staðreynd að um 40 fé- Iagsmenn í Kennarasambandinu eru á atvinnuleysisskrá og hafa aldrei verið fleiri. Doktorsvöm í Kanada RAGNEHIÐUR I. Hlynsdóttir varði doktorsritgerð í klínískri sálfræði við Queen’s University í Kingston, Ontario í Kanada 18. janúar sl. Ritgerðin nefnist „Pain Coping Strategies Used by Chil- dren Undergoing a Venipuncture Procedure" og er könnun á að- ferðum sem börn beita af sjálfs- dáðum til að takast á við sársauka af völdum læknisaðgerða. Rannsókn þessi byggir á úrtaki ís- lenskra barna á sjúkrahúsum og er liður í að hanna lík- an af átakaferli (eoping process) sem börn beita gegn sársauka og Dr- Ragnheiður. þróa hnitmiðaðar aðferðir sem koma megi bömum að notum til að takast á við læknisaðgerðir er hafa sárs- auka í för með sér. í rannsókn þess- ari er léitast við að greina þær að- ferðir, sem börn beita þegar þau verða fyrir sársauka af völdum lækn- isaðgerða og hvemig þær em tengd- ar vitrænum þroska og fyrri reynslu barna. Aðalleiðbeinandi Ragnheiðar í þessari rannsókn var Dr. G.C. Fekk- en, prófessor við sálfræðideild Que- en’s University. Aðalandmælandi var Dr. J.T. Goodman yfirmaður sál- fræðideildar Children’s Hospital of Eastem Ontario. Ragnheiður Hlynsdóttir er fædd í Reykjavík 1952. Hún lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973, BA prófí í sálfræði frá Háskóla íslands 1979 og MA prófi frá Queen’s University 1985. Ragnheiður er dóttir hjónanna Jak- obínu G. Bjamadóttur (sem er látin) og Hlyns Sigtryggssonar fyrrverandi veðurstofustjóra. Eiginmaður Ragn- heiðar er Georg A. Bjarnason, sér- fræðingur í krabbameinslækningum, og eiga þau tvö börn. Jcíaust í golfþaradísinnl Vilar Doi í Portúgal 13.-24. október undir leiðsögn Peter Salmon. Tíu daga golf á einstökum kjörum: 7 hringir á Quinta Do Lago - fjórir frábærir níu holu vellir. 2 hringir á Pinheiros Altos - glæsilegir 18 holu vellir umvafðir skógi og vötnum 1 hringur á Vila Sol - völlur sem atvinnumenn keppa á í opna portúgalska meistaramótinu Úrval-Útsýn golfmót haldið í lok ferðar - fyrsti vinningur er viku ferð til Algarve með dvöl á Vilar Do Golf. Allt þetta á: 16.900 kr m.v. gengi 16. 8.93. Eða, 1690 kr. hringurinn á einu virtasta golfsvæði Evrópu. Vilar Do Golf er frábær gististaður innan Quinta Do Lago svæðisins. Verð m.v. tvo í húsi 63.925 kr.m.v. fjóra i húsi 54.615 kr. Allir skattar innifaldir i verði. P.s. Náið ykkur í golfbækling Úvals Útsýnar á næsta sölustað Vilar Do Golf er eitt glæsilegasta golfsvæði í Evropu. Aðeins 100 metrar frá gististað að fyrsta teig. 4 4 mm ' / Mjódd: simi 699 300; rid Austurröll: simi 2 69 00 i Hafnarfiröi: stmi 65 23 66; við Ridbústorg á Akureyrl: siml 2 50 00 • og bjá umboðsmönnum um tand aiit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.