Morgunblaðið - 17.08.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
29
SVR hf.
Ekki veruleg skerð-
ing lífeyrisréttinda
SAMKVÆMT greinargerð frá VÍB um lífeyrisréttindi starfsmanna SVR
vegna hugsanlegrar stofnunar hlutafélags um rekstur SVR verður
ekki • veruleg skerðing á lifeyrisréttindum starfsmanna. Svanbjörn
Thoroddsen forstöðumaður hjá VÍB sem vann að skýrslunni sagði í
viðtali við Morgunblaðið að menn hefðu alltaf gert sér í hugarlund
að réttindi í opinberum lífeyrissjóðum væru miklu betri en annarra
sjóða og það væri veruleg skerðing á lífeyrisréttindum að hætta þar
og fara í annan sjóð. „Þegar þetta er reiknað út er mismunurinn ekki
svo ýkja mikill, en þá helst varðandi tryggingaþættina."
um í almennum lífeyrissjóði árlega en
2% árlega hjá Reykjavíkurborg. Þegar
á heildina er litið kemur þetta sam-
bærilega út,“ sagði Svanbjöm.
MARKAÐSMAL — Flugleiðir hf. hafa valið svæðið ís-
land/Færeyjar/Grænland markaðs- og sölusvæði ársins hjá fyrirtækinu
fyrir árið 1992. Markaðs- og sölusvæði ársins er valið þannig, að ákveð-
in stig eru gefin fyrir mestu fjölgun farþega, mestu framlegð og flesta
farþega miðað við hvern starfsmann. Á myndinni má sjá Sigurð Helga-
son, forstjóra Flugleiða, afhenda Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni, svæðis-
stjóra á svæðinu Ísland/Færeyjar/ Grænland, viðurkenningu af þessu
tilefni. Til vinstri stendur Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs hjá félaginu.
VlB gerði úttekina á lífeyrisréttind-
um starfsmanna SVR að beiðni borgar-
stjórans í Reykjavík, Markúsar Amar
Antonssonar. í greinargerðinni er gert
ráð fyrir að starfsmenn SVR hf. geiði
þá lögbundin iðgjöld í almennan lífeyr-
isqoð í stað þess að greiða iðgjöld í
Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkur-
borgar (LSR).
„Samkvæmt okkar greiningu virðist
almennt vera lítill munur á því að
Verslun
Stórkaupmenn ósáttir við
skipulag grænmetissölu
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur sent Sighvati Björgvinssyni
viðskiptaráðherra bréf, þar sem bent er á nokkrar mögulegar leiðir
til breytingar á fyrirkomulagi innflutnings- og dreifingar grænmetis
hér á landi. Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir
að jafnvel þótt innlend framleiðsla á grænmeti njóti áfram einhverrar
verndar, þá eigi markaðslögmálin að gilda um dreifingu þess. Jafn-
framt þurfi að vera skýr og greinileg mörk milli verslunarþáttarins
annars vegar og framleiðslunnar hins vegar. Hann segir að Félag ís-
lenskra stórkaupmánna hafi sent athugasemdir við núverandi fyrir-
komulag til Samkeppnisstofnunar og jafnframt kært einn aðila fyrir
misnotkun á markaðsráðandi aðstöðu, en niðurstaða stofnunarinnar
liggi ekki enn fyrir.
Stefán S. Guðjónsson segir, að
samkvæmt sínum upplýsingum starfi
innflutningsnefnd garðagróðurs með
þeim hætti í dag, að opna fyrir inn-
flutninginn þegar birgðir séu á þrot-
um hjá öllum framleiðendum í land-
inu. Meðan einhver bóndi eigi enn
birgðir sé innflutningurinn bannaður.
Reynslan sé sú, að þegar framboð
frá innlendum framleiðendum
minnki, hneigist þeir sem enn eigi
einhveijar birgðir til að nýta aðstöðu
sína og hækka verðið, og jafnvel að
setja á markað vörur, sem vart séu
fólki bjóðandi.
Markaðslögmálin gildi í
grænmetisversluninni
Hann segir að eðlilegt markaðs-
jafnvægi, þar sem nægilegt framboð
grænmetis á hagkvæmu verði sé
tryggt, sé ekki fyrir hendi í þessum
viðskiptum og núverandi fyrirkomu-
lag tryggi ekki hagkvæmustu nýt-
ingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins.
Því þurfi að breyta, og jafnvel þótt
innlend framleiðsla fái áfram ein-
hveija vernd, eigi markaðslögmálin
að gilda í verslun með grænmeti. Það
þurfi að vera skýr og greinileg mörk
milli verslunarþáttarins annars vegar
og framleiðslunnar hins vegar og
full samkeppni eigi að ríkja milli
þeirra fimm fyrirtækja, sem dreifí
grænmeti í heildverslun.
Nýjar leiðir
Stefán segir að Félag íslenskra
stórkaupmanna hafi um nokkurt
skeið bent á ýmsar leiðir varðandi
störf innflutningsnefndar garðagróð-
urs. Markmiðið sé að þessar breyt-
ingar tryggi fulla samkeppni í sölu
og dreifingu, en eigi ekki að breyta
neinu um hagsmuni bænda. Einn
möguleikinn sé, að sett verði viðmið-
unarverð á hveija grænmetisafurð
og þegar verðið sé komið upp fyrir
það þak sé innflutningur heimilaður.
Ónnur hugsanleg aðferð sé sú, að taka
afstöðu til innflutnings eftir að birgða-
staðan hafí verið könnuð hjá dreifíng-
arfyrirtækjunum fímm og innflutning-
ur heimilaður ef varan er ekki til hjá
að minnsta kosti þremur þeirra.
Þriðja leiðin er sú, að sögn Stef-
áns, að selja grænmeti á tölvuvædd-
um tilboðsmarkaði. Hann segir að
Félag íslenskra stórkaupmanna hafí
í samvinnu við Kaupþing hannað
kerfí, þar sem stuðst sé við opna til-
boðsmarkaðinn, en það kerfi hafí
reynst vel við uppbyggingu hluta-
bréfamarkaðar hér á landi. Þá megi
til viðbótar nefna fjórðu leiðina, sem
komið hafi fram í viðtali í Morgun-
blaðinu við Bernhard Jóhannesson
garðyrkjubónda, en hún er sú að
selja grænmeti í gegnum fiskmark-
aði. Þessi hugmynd sé góðra gjalda
verð. Aðalatriðið sé hins vegar það,
að dreifingar- og sölukerfið verði
óháð framleiðendunum.
starfsmenn færist yfír í annan lífeyris-
sjóð. Það sem helst kemur inn í mynd-
ina er munur á makalífeyri en hvað
varðar almenn lífeyrisréttindi virðist
munurinn lítill, allavega hvað varðar
þá sem hafa langan aðildartíma að
sjóðnum. Breytingin kann hins vegar
að leiða til eitthvað lægri eftirlauna
hjá ungum mönnum með skamman
aðildartíma. Tvær forsendur vega
þyngst í niðurstöðum okkar. í fyrsta
lagi gera útreikningar okkar ráð fyrir
óbreyttum kaupmætti. í öðru lagi að
starfsmenn sem hætta í LSR og géta
byijað að taka út lífeyrinn sem þeir
hafa áunnið sér í LSR við 65 ára ald-
ur þó þeir séu áfram í starfi annars
staðar, en við gefum okkur að menn
starfi almennt til sjötugs. Þau 5 ár
sem starfsmenn fá greiddan lífeyri
þótt þeir séu að starfa annars staðar
vega upp á móti þeim mun að al-
mennt ávinna menn sér 1,8% af laun-
ÆfrzSk <o.
Starfsmannamál
3
O
%
Bætt aðstaða starfs-
fólks skilar sér
til fyrirtækisins
- segir Ágúst Einarsson hjá Lýsi hf.
LÝSIHF. hefur undanfarin ár boðið starfsinönnum sínum upp á leikfim-
isaðstöðu á vinnustaðnum og niðurgreitt nudd fyrir þá. Ágúst Einars-
son forstjóri fyrirtækisins segir að sjá megi töluverðan árangur af
þessu, starfsfólk sé ánægðara, dregið hafi úr veikindaforföllum og það
fé, sem í þetta sé lagt, skili sér þannig til baka.
£
2
£
Heitír pottar
úr akrýli !
Níðsterkir, auðveldir að þrífa.
Fást með ioki eða öryggishlíf.
Nuddkerfi fáanlegt.
Margir litir, 5 stærðir,
rúma 4 - 72 manns.
Verð frá aðeins kr. 69.875
Komið og skoðið pottana
uppsetta í sýningarsal okkar,
hringið eða skrifið og fáið sendan
litprentaðan bækling og verðlista.
Trefjar hf. Stapahrauni 7,
Hafnarfirði, sími 5 10 27.
40 AR A
ÍSLANDI
RAF- 0G LOGSUÐUVÍR
MEÐ ÍSLENSKUM
LEIÐBEININGUM,
LOGSUÐUTÆKI,
GASMÆLAR OG FL.
GUÐNl JÓNSSON & CO.
Skeifunni 5 • S: 91-32670
TTTTTTI I I I I I I I IT
BÆJARHRAUNI 8. HAFNARFIRÐI, SlMI 651499
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
GÓÐ GREIÐSI.UKJÖR
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS
Ágúst Einarsson segir að í fyrir-
tækinu séu bæði gufubað og lítill
íþróttasalur, þar sem starfsfólk geti
stundað leikfímisæfíngar sínar, til
dæmis í hádeginu. Töluverður hópur
nýti sér þessa aðstöðu reglulega,
þótt ekki sé þarna boðið upp á leið-
sögn eða kennslu.
Hann segir að fyrir þremur til ijór-
um árum síðan hafí einnig verið
hrundið í framkvæmd hugmynd um
að bjóða starfsfólki upp á nudd.
Mörg störf í fyrirtækinu séu þannig
að fólk reyni töluvert á bakið, til
dæmis færibandavinna og raunar
einnig skrifstofustörf, og því sé
áhersla lögð á bak- og axlanudd.
Þessa þjónustu greiði fyrirtækið til
hálfs á móti starfsmönnunum.
Ágúst segist halda, að veikindafor-
föll séu óvíða eins sjaldgæf hjá fyrir-
tækinu. Forföll heyri til undantekn-
inga, og megi vafalaust þakka það
að hluta þessari viðleitni fyrirtækis-
ins. Því sé svo við að bæta, að Lýsi
hf. sé tiltölulega lítill vinnustaður og
þar hafí náðst góður starfsandi, sem
á efa hafí sín áhrif í þessum efnum.
SACHS
SACHS KUPLINGAR I
' FARARBRODDI
‘ '-JÖRUTÍU
ÁR!
MAN - BENZ - VOLVO - SCANIA
Framleiðendur vandaðra vöru- og
fólksflutningabifreiða nota
SACHS kúplingar og höggdeyfa
sem upprunalega hluta
í bifreiðar sínar .
Það borgar sig að nota
það besta!
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VELADEILD FALKANS » VELADEILD FALKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS