Morgunblaðið - 17.08.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 17.08.1993, Síða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Baldvin Ari og Nökkvi. sem hann keppir nú á HM í áttunda skipti. Sigurbjörn hefur margsinnis verið valinn hestaiþróttamaður árs- ins og náð lengst allra liestamanna í vali á íþróttamanni ársins, reyndar sá eini sem komist hefur á blað tíu efstu. Sigurbjörn keppir á hesti sín- um Höfða frá Húsavík 10 vetra sem er undan Berki 942 frá Sandhólum og Vöku 4646 frá Brennigerði en saman hafa þeir þrisvar orðið ís- landsmeistarar í fimmgangi. Höfði er einnig geysigóður gæðingaskeiðs- hestur og eru þeir félagar taldir mjög sigurstranglegir þar. Sigur- björn stílar inn á sigur í gæðinga- skeiði, fimmgangi og samlagðri stigasöfnun og má því sjá að þeir Sigurbjörn og Einar eru hvort- tveggja í senn samheijar og harðir keppinautar í tveimur greinum. Þá er ótalinn Reynir Aðalsteins- son 49 ára sem í úrtökunni sýndi og sannaði að hann hefur aldeilis ekki sagt sitt síðasta í þessum efn- um. Er hann sá liðsmanna sem keppt hefur á flestum HM/EM mótum eða átta alls og því með mesta reynslu að baki. Ekki var reiknað með því fyrirfram að hann ætti möguleika í úrtökunni en sá gamli lumaði á trompi upp í erminni og tryggði sér öruggt sæti. Reynir á mjög glæstan feril að baki sem tamninga-, sýn- ingamaður og reiðkennari. Hefur hann unnið í tölti, skeiði og saman- lögðum stigum á þessum mótum og auk þess verið í röð fremstu knapa landsins á þriðja áratug. Hann kepp- ir nú á hesti sínum Skúmi frá Geirs- hlíð sem er 9 vetra undan Borgfjörð frá Hvanneyri og Bleik frá Geirs- hlíð. Skúmur hefur ekki verið mikið í sviðljósinu en í sumar sigraði hann í A-flokki hjá Faxa. Þeir munu keppa í tölti, fimmgangi, gæðingaskeiði, 250 metrunum og tölti 1:1 sem er töltkeppni fimmgangshesta þannig að í nógu verður að snúast hjá þeim félögum. Og nú er að sjá hvort sá „gamli“ eigi ekki eftir fleiri tromp upp í erminni. Þegar litið er yfír hestakostinn nú samanborið við það sem áður hefur verið farið með út má strax sjá að hestarnir virðast betur undir slaginn búnir en oft áður. Gleggsta dæmið um það eru hestar Ein'ars og Sigurbjörns. Þar liggur að baki þriggja til fjögra ára markviss und- irbúningur og má gera ráð fyrir að þessir tveir hestar verði sterkir þeg- ar á hólminn er komið. Bæði Þráinn og Reynir sem Atli hefur haft undir höndum hafa verið þjálfaðir mark- visst með þetta mót fyrir augum og Eitill hestur Hinriks hafa verið ein- göngu í skeiðkeppni síðustu árin og hann þjálfaður sem slíkur. Þá hafa Baldvin Ari og Reynir verið með sína hesta undir höndum í minnst tvö ár. Það er því af sem áður var þegar menn voru að leita sér að hesti til þátttöku í úrtökunni fram á síðasta dag og sumir þessara hraðsoðnu hesta komust stundum í liðið. En nú eru hrossin komin í heila höfn í boði Eimskipa og tókst flutningurinn eins og best var á kosið að sögn Péturs Jökuls sem er liðsstjóri ásamt Sigurði Marínussyni. Sagði hann hestana í mjög góðu ásigkomulagi og rómaði mjög alla aðstöðu og tók sérstaklega fram að vellirnir sem þóttu afspyrnu lélegir fyrir ári síðan, væru nú alveg fyrsta flokks. Það er því annað hljóð í strokknum nú en síðast þegar haldið var slíkt mót í Hollandi en þá veiktust allir hestar íslenska liðsins. Að síðustu má hér til gamans geta spádóma þriggja sérfróðra spekinga sem leitað var til um hver árangurinn verði á mótinu að þessu sinni. Sigurður Sæmundsson sagðist vera viss um gull í 250 metra skeiði þar sem Hinrik Eitill væru að verki og líklega myndi Sigurbjörn og Höfði hafa það í gæðingaskeiði. Gunnar Arnarsson sagðist vera viss um sig- ur Sigurbjörns og Höfða í gæðinga- skeiði. Einnig yrðu þeir í baráttunni um sigur í fimmgangi ásamt Einari og Funa en ekki væri þar á vísan að róa með íslenskan sigur. Hinrik og Eitill yrðu einnig mjög líklegir í 250 metrunum en þar yrðu þeir í harði keppni við Veru Reber Þýska- landi, og Frosta frá Fáskrúðar- bakka. Erling Sigurðsson var nokk- uð sammála þeim Sigurði og Gunn- ari, kannski heldur bjartsýnni. Hann sagðist hafa tröllatrú á þeim Funa og Höfða í fimmgangi og taldi að þeir myndu beijast innbyrðis um sig- urinn, eitt gull þar. Þá taldi hann okkur vera í góðum málum í gæð- ingaskeiðinu en þar myndu Sigur- björn og Höfði taka gullið og Hinrik og Eitill myndu sigra í 250 metrun- um. Erling taldi aðeins fræðilegan möguleika á að koma manni í úrslit töltsins og yrði það þá Einar og Funi ef um það yrði að ræða. Um sigur í þeirri grein yrði ekki að ræða. ARNAÐ HEILLA Ljósm.st. Mynd HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 17. júlí í Dómkirkjunni í Reykjavík þau Lilja Gunnarsdóttir og Jónas Guðmundsson af séra Hjalta Guðmundssyni. Þau eru til heimilis að Hringbraut 119. Ljósmyndastofa Reykjavíkur HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband í Dómkirkjunni þann 12. júní sl. af sr. Karli Sigurbjörns- syni, Unnur Siguijónsdóttir og Agnar Brynjólfsson. Heimili þeirra er á Kjartansgötu 6, Reykjavík. þann 3. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, Jónina Olesen og Konráð Jakob Stefáns- son. Heimili þeirra er að Bugðulæk 3, Reykjavík. Já, hvað hafa börn- in til saka unnið? eftir Sigurð Þór Guðjónsson Laugardaginn 3. júli var merki- legt opið bréf í Morgunblaðinu til saksóknara frá móður lítillar telpu, er var misnotuð kynferðislega þeg- ar hún var fjögurra ára. Gerandinn játaði verknaðinn. Samt var málinu frestað en verður tekið upp aftur, ef hann brýtur af sér á ný innan þriggja ára. Móðirin óttast að dótt- ir sín nái sér aldrei og segir að bréfið sé ekki skrifað til að auð- velda henni að takast á við framtíð- ina, því það sé of seint, heldur til þess að dómar í svona málum verði í samræmi við alvarleika brotsins. Þriðjudaginn 6. júlí skrifar 38 ára kona einnig í blaðið, en hún varð fyrir kynferðislegri áreitni þegar hún var 6 ára. Gerandinn fékk skilorðsbundinn dóm. Konan segist enn í dag verða „ofsareið“ þegar hún rilji upp afgreiðslu rétt- arkerfisins á málinu. Og spyr hvort það geti losað sig við reiðina og hvort dómsyfirvöld ætli að skilja fleiri börn eftir með sektarkenndina og sjálfsásökunina, sem upp komi, ekki síst þegar brotið sé svo létt- vægt talið. Ijoks tók Friðrik Einars- son læknir í sama streng og konurn- ar í lesendabréfi í Morgunblaðinu þ. 8. júlí og spyr þessarar spurning- ar: Hvað hafa börnin til saka unnið? Síðan hefur mál þetta aftur verið tekið upp af saksóknara og er ekki ljóst hver framvindan verður. En ég vil af þessu tilefni vekja athygli á nokkrum mikilvægum almennum atriðum varðandi kynferðislega misnotkun á börnum. Aldrei of seint Sálrænar afleiðingar þessarar reynslu fyrir þolandann geta vissu- lega orðið mjög alvarlegar og lang- vinnar. Friðrik læknir nefnir þær „sálarmorð". Einmitt þess vegna vekja dræm viðbrögð dómskerfisins oft og tíðum furðu. Það er þó að sjálfsögðu ekki hlutverk dómstóla að losa þolendur við sektarkennd og reiði, sem auðvitað eru fylgifisk- ar reynslu þeirra, heldur er það verkefni meðferðaraðila. Og þar komum við að því sem mestu skipt- ir fyrir þolendur. Það er hægt, jafn- vel áratugum eftir að misnotkunin átti sér stað, að eyða skaðlegum afleiðingum hennar. Það er aldrei of seint. En þá þarf einhver með- ferð að vera fyrir hendi því þetta gerist ekki af sjálfu sér. En hér eru fá úrræði í boði um meðferð og er brýnt úr því að bæta, því góð með- ferð skiptir þolendur og allt samfé- lagið margfalt meira máli en refs- ingar á gerendum og skal þó ekki gert lítið úr þeim. Fæst börn, er verða fyrir kyn- ferðislegri misnotkun, segja nokkru sinni öðrum frá reynslu sinni, svo hún verður aldrei kærð, eins og gerðist þó í þeim tilvikum, er sagt er frá í Morgunblaðinu, enda voru þar gerendur utan fjölskyldunnar. Málin eru miklu flóknari og við- kvæmari sé gerandinn í fjölskyldu þolandans. En vitneskja um háa tíðni þessara atvika hefur fengist með nafnlausum könnunum. Mjög gömul mál eru nú lagalega fyrnd. Þolendur þeirra, sem nú eru auðvit- að uppkomnir, hafa því engan laga- legan rétt þó afleiðingar ofbeldisins séu enn virkar og vondar. Segi þol- andinn frá reynslu sinni, þannig að gerandinn þekkist, er gerandanum hins vegar { lófa lagið að kæra þolandann fyrir ærumeiðingar. Eini réttur þolandans í reynd, þegar hér er komið, er því að mega leita sér hjálpar í einhvers konar meðferð. Meðferð gerð tortryggileg En jafnvel þann rétt er viðbúið að reynt verði að taka af honum. Það vantar ekki að margir hafi „almenna samúð“ með þolendum og fordæmi gerendur harðlega að sama skapi. Þegar kemur að raun- verulegum tilvikum er hætt við að Sigurður Þór Guðjónsson „Það er hægt, jafnvel áratugum eftir áð mis- notkunin átti sér stað, að eyða skaðlegum af- leiðingum hennar. Það er aldrei of seint.“ samúðin snúist þó upp í fjandskap og totryggni gegn þolendum. Það er sagt að í þessum efnum sé ger- andinn sjaldnast sökudólgurinn, heldur sá er ljóstrar upp um verkn- aðinn, hvort sem það er nú þoland- inn eða einhver annar. Það eru orð að sönnu. Og fullorðinn þolandi, sem afhjúpar bemskureynslu sína, má búast við því, að reynt verði að gera lítið úr manngildi hans og geðheilsa hans verði dregin í efa. Þar eð þessi reynsla markar sín djúpu spor, sem nú eru að verða vel þekkt, er vitanlega algengt að þolendur hafí einhvern tíma leitað sér hjálpar og jafnvel lagst inn á geðdeildir. Þegar að afhjúpun kem- ur má þess vænta að það verði ein- mitt notað gegn honum: Saga hans sé aðeins geðsjúkt hugarfóstur. Þannig er öllu orsakasamhengi snú- ið við. Og þá breytir engu þó virt- ustu sérfræðingar í sálsýkisfræðum vitni um andlegt heilbrigði þoland- ans. Þeir sem til þekkja hamra ein- mitt á því, að þolendur sýni oft furðulegan styrk og þolgæði í glí- munni við einhver erfiðustu áföll, sem fólk getur orðið fyrir í lífinu, viðbrögð þeirra sýni ekki sjúkan persónuleika heldur séu nauðsynleg viðbrögð til að afbera óeðlilega lífs- reynslu. Sú afneitun umhverfisins, einkum ættingja, sem hér er lýst, er býsna algeng alls staðar, þegar um uppljóstrun er að ræða. Hér á landi eru þess jafnvel dæmi að meðferð á þolanda, gerð af löggild- um fagmanni, hafi verið kærð til heilbrigðisyfirvalda sem hvert ann- að misferli læknis í starfi (I). Kær- unni var vísað frá. Þá hefur nefnd á vegum fjölmiðla, sem ekki var skipuð neinum sérfræðingum í með- ferðarmálum, í opinberu áliti um ákveðið afmarkað tilvik í blaða- mennsku, hagað svo orðum sínum um viðurkenndar meðferðarleiðir, sem notaðar eru til hjálpar þolend- um kynferðislegrar misnotkunar, að það hlýtur að veikja mjög tiltrú almennings á gildi og áreiðanleika þeirra og það sem verra er: drepa þá það eina sem eftir er hjá mörgum þolendum: Vonina. Mun það eins- dæmi að slík nefnd taki sér vald til að grafa þannig undan trausti fólks á heilbrigðisþjónustu er varðar lífshagsmuni fjölda einstaklinga. Það er því von að spurt sé: Hvað hafa börn, sem misnotuð eru kyn- ferðislega, eiginlega til saka unnið, að þeim sé ekki unnt betra lífs, hvorki fyrr né síðar? Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.