Morgunblaðið - 17.08.1993, Síða 34
u
Minning
Jóhanna Sæberg
Fædd 8. september 1896
Dáin 8. ágúst 1993
Móðir mín
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfí ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glðggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsöp lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað alit er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín. —
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflt við ráðin þin.
Þó skal ekki vfla og vola,
veröld þótt oss bijóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín. -
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr ijarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín. -
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Ámi Helgason)
Kveðja frá dóttur.
Það er mér kært að fá að minnast
ömmu minnar, Jóhönnu Sæberg, með
nokkrum orðum. Hún kvaddi þennan
heim 8. ágúst síðastliðinn, nær 97
ára að aldri, eftir fallegt og gott
ævistarf. Minningin um hana er hlý
og góð. Hún var ein af þessum þrosk-
uðu sálum sem hver maður hefur
gott af að fá að kynnast. Það var
alltaf gott að heimsækja ömmu, góða
skapið, hlýjan og nægjusemin voru
alltaf til staðar hjá henni. Ég held
að þetta hafi verið meðfæddur hæfi-
leiki, hún vildi engum manni illt gera.
Hún var óspör á að leiða mér fyrir
sjónir það góða í lífínu og varast það
slæma. Ófáar voru stundirnar þegar
Mídrykkjur
Glæsileg kalfi-
hlaðlíorð tallegir
salir og mjÖg
goð þjonusta.
llpplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
eim lmtlíijíi
amma var að segja mér sögur frá
því þegar hún var ung að aldri, fyrst
í Breiðafírði en síðar ung kaupakona
í Reykjavík. Er það mér sérstaklega
minnisstætt er amma var að segja
mér frá því er hún var um 1918
kaupakona hjá fjölskyldu við Vestur-
götuna og þurfti að fara með þvott
á handvagni í þvottalaugamar í
Laugardalnum. Var farið að morgni
og verið að þvo í höndunum allan
daginn og minntist hún þess hversu
erfítt það gat verið að koma vagnin-
um með blautan þvottinn upp aust-
urbrekkuna á Vesturgötunni og
heim. „En maður kvartaði aldrei,"
sagði hún, „þetta varð maður að
gera.“ Frásagnir hennar voru þann-
ig, að ég gat lifað mig inn í tíðarand-
ann. Það var mikill fróðleikur, sem
hún sagði mér frá lífí og starfí sinnar
kynslóðar. Ég vil þakka þér fyrir
fylgdina í þessu lífí, vonandi hitt-
umst við aftur síðar. Góður guð
geymi þig, amma mín.
Árni Sæberg.
Hún amma Jóhanna eða amma
litla, eins og við systkinin kölluðum
hana ávallt, hefur lokið jarðvist sinni
sem var orðin æði löng, tæplega 97
ár. Amma var fædd í Geitareyjum á
Breiðafírði. Ung að árum flutti hún
með fjölskyldu sinni að Dröngum á
Skógarströnd. Þar lést móðir hennar
frá fjórum ungum dætrum en amma
var næst elst þeirra aðeins 5 ára
gömul. Móðurmissirinn markaði
djúpt sár sem varð til þess að eftir
að hún fluttist frá Dröngum fékkst
hún aldrei til að fara þangað heim
þó að leið hennar lægi um Skógar-
ströndina. Elsta systirin Sigríður er
nú ein eftirlifandi þeirra systra. Eyj-
ólfur faðir hennar giftist aftur. Fimm
böm hans af seinna hjónabandi kom-
ust til fullorðinsára og eru tvö þeirra
á lífí, Sigurborg og Magnús. Eyjólfur
lést í Hafnarfirði 1959 á nítugasta
og öðru aldursári.
Amma Jóhanna giftist árið 1920
Sæberg afa okkar, bifreiðastjóra í
Hafnarfirði. Eina dóttur eignuðust
þau, Stellu ömmu okkar. Einnig ólst
upp hjá þeim Jóhanna móðir okkar,
dóttir Stellu. Amma missti mann sinn
1961, eftir það flutti hún til Reykja-
víkur og bjó nokkur ár í Álfheimum
31. Eftir að hún varð ein bjó hún á
Dalbraut 1. Amma var mikil hann-
yrðakona og munum við hana við
krosssaum eða með heklunál í hendi.
Ekki má gleyma öllum sokkunum
og vettlingunum sem hún sá um að
við ættum alltaf nóg af. Lengst af
var hún heilsugóð, en síðustu þijú
ár var hún að mestu bundin hjólastól
en andlegu heilbrigði hélt hún til
hinstu stundar og hafði hún sérstaka
ánægju af að rifja upp liðna tíð og
var henni þá tíðrætt um hinar miklu
þjóðfélagsbreytingar sem hún upp-
lifði. Amma var jákvæð manneskja
og hjartahlý, sem stráði um sig birtu
og yl og hvert sem hún fór hafði hún
svo mikið að gefa. Seinustu æviárin
naut hún frábærrar umönnunar á
Sólvangi í Hafnarfirði.
Það var mildur síðsumarmorgunn
þegar lífsljósið hennar Ömmu litlu
slokknaði, sátt við Guð og menn.
Við samgleðjumst henni hvað henni
HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • SlMI 652707
þœgilegu umhverfi með góðri þjónuslu.
Glóésilegt kaffihlaðborð á hóflegu verði.
tt'OTEL UfW
Rauöarárstíg 18
•S 62 33 50
---------------------------------
tókst farsællega að nýta sinn starfs-
dag og þökkum henni samfylgdina
en hún amma mun ávallt lifa í hjört-
um okkar. Hennar kveðjuorð voru
alltaf „guð geymi þig, elskan mín“.
Við kveðjum hana hinstu kveðju með
sömu orðum. „Elsku Amma, guð
geymi þig“.
Hilmar Sæberg, Svava og
Guðmundur Ingi.
Jóhanna Sæberg kvaddi á sunnu-
degi - sólríkum sunnudegi. Það var
henni Iíkt að kveðja þennan heim
umvafin geislum sólarinnar. Okkur
langar til að minnast hennar á þess-
um tímamótum.
Jóhanna María eins og hún hét
fullu nafni fæddist í Geitareyjum 8.
september 1896. Þar hófu foreldrar
hennar búskap sinn rétt fyrir alda-
mótin, þau Eyjólfur Stefánsson og
Sigríður Friðriksdóttir. Eyjólfur var
fæddur á Frakkanesi á Skarðsströnd
en var síðar kenndur við Dranga á
Skógarströnd þar sem hann bjó um
nokkurra ára skeið. Jóhanna María
var skírð í höfuðið á föðurömmu
sinni sem ættuð var frá Krossi á
Skarðsströnd og voru þær alnöfnur.
Foreldrar Jóhönnu bjuggu í sjö ár
í Geitareyjum og eignuðust þar sex
börn. Fyrsta bamið fæddist andvana
árið 1894, en annað bamið, Sigríður
Guðrún, fæddist 1895. Hún er nú
ein eftirlifandi alsystranna og býr á
Hrafnistu í Reykjavík. Náin tengsl
vom milli Sigríðar og Jóhönnu, enda
elstar bamanna og mikið sem mæddi
á þeim í harðri lífsbaráttu. Fjórða
bamið hét Bogi, en hann lést á fyrsta
ári. Fimmta bamið, Friðbjörg, fædd-
ist 1898. Sjötta bamið, Salbjörg,
fæddist 1900. Um fardaga 1901
flutti íjölskyldan að Dröngum á
Skógarströnd, en þar fæddist sjö-
unda barnið, Hafliði, sem lést á
fyrsta ári.
Æskuheimili Jóhönnu í Geitareyj-
um var stórt og mjög gestkvæmt.
Reynt var að taka vel á móti gestum
og var þá tjaldað öllu sem til var.
Geitareyjar lágu í þjóðbraut í þá
daga þó okkur finnist það nær
óhugsandi í dag. En þjóðbrautir
breytast eins og annað í þessum
heimi.
Þegar Jóhanna var aðeins fimm
ára gömul, árið 1902, lést móðir
hennar úr taugaveiki, en þá var fjöl-
skyldan nýflutt að Dröngum. Móður-
missirinn var henni mjög sár. Faðir-
inn stóð einn uppi við erfíðar aðstæð-
ur með fjórar litlar dætur. Það kom
oft fram hjá Jóhönnu hversu sárt
hún saknaði móður sinnar en hún
var mikil myndarkona í hvívetna.
Faðir Jóhönnu kvæntist aftur og
eignaðist sex börn með seinni konu
sinni. Af þeim eru tvö á lífi í dag,
Sigurborg, f. 1906, og Magnús Jón
fyrrverandi símtöðvarstjóri í Hafn-
arfirði, f. 1915. Sigurborg og Jó-
hanna hafa alla tíð verið mjög sam-
rýndar. Hin hálfsystkini Jóhönnu
voru: Stefán, f. 1904, Ragnheiður,
f. 1907, dó sex mánaða gömul, Bogi
Ragnar, f. 1909, og Ingimundur, f.
1910.
Þó aldurinn væri ekki hár, beið
mikil vinna Jóhönnu eins og annarra
heimamanna á Dröngum. Snemma
fór hún að létta undir við ýmis verk,
ekki einvörðungu á heimilinu heldur
líka við róðra og eggjatöku. í skóla
lífsins og undir handleiðslu föður
síns lærði Jóhanna mikið um fisk-
veiðar á litlum, opnum bátum og
allt um það hvernig fuglinn hagaði
sér í eyjunum á Breiðafírði. Það
gerðist oftar en ekki í róðri að gufu-
rok brast á og þá var eini kosturinn
að hleypa með rokinu, eða taka land
í einhverri eynni og bíða þar til veðr-
inu slotaði.
Skólaganga Jóhönnu varð eins og
gerðist á þessum tínia til sveita.
Eftir að börnin fóru að stálpast var
farkennari tekinn á heimilið til þess
að kenna þeim og sóttist Jóhönnu
námið vel.
Árið 1913 ákvað Jóhanna að flytja
frá Dröngum, þá aðeins 17 ára göm-
ul. Hún fluttist til Reykjavíkur og
réð sig í vist. Oft var vistin erfíð og
vinnuharka mikil. Sem dæmi um það
má nefna að eitt sinn var hún send
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
-J.
I .
P E R L A N simi 620200
um tíma austur á Seyðisfjörð í físk-
vinnu. Einnig þurfti hún að fara
með þvott á handbörum úr Vestur-
bænum og alla leið inn í gömlu
þvottalaugarnar í Laugardalnum.
Þegar Jóhanna var 19 ára var hún
einn vetur í Húsmæðraskólanum á
Blönduósi. Eftir þá skólavist var hún
í kaupavinnu í þijú sumur á Kagað-
arhóli rétt utan við Blönduós, en á
veturna í vist í Reykjavík.
Eiginmaður Jóhönnu var Berthold
Benjamín Magnússon. Hann tók sér
nafnið Sæberg og fékk til þess sér-
stakt leyfi sem staðfest var með
konungsbréfí árið 1917. B.M. Sæ-
berg var fæddur 28. september 1893
í Hjörskoti á Hvaleyri við Hafnar-
fjörð, sonur Magnúsar Benjamíns-
sonar og Guðbjargar Þorkelsdóttur.
Þau Jóhanna kynntust 1918 en giftu
sig tveimur árum síðar, annan dag
jóla 1920. Þau héldu brúðkaup-
sveislu á Hótel Hafnarfirði um kvöld-
ið. Á þessum árum var allt rafmagn
tekið af bænum klukkan tíu á kvöld-
in, hvort heldur voru jól eða virkir
dagar. Vegna veislunnar þetta kvöld,
þurftu þau að kaupa rafmagn á all-
an bæinn og nutu því allir bæjarbú-
ar góðs af.
Jóhanna og Sæberg leigðu fyrst
um sinn á Strandgötunni í Hafnar-
firði. Síðar keyptu þau hús á Kirkju-
vegi 20 þar í bæ. Það hús hefur nú
verið rifíð og gatan liggur þar sem
húsið stóð áður. Þau Jóhanna stund-
uðu hestamennsku á þessum árum
í Hafnarfírði og voru með hesthús
á Kirkjuveginum en einn gaflinn á
því var klettaveggur sem stendur
enn.
Sæberg og Jóhanna ráku Bif-
reiðastöð Hafnarfjarðar allt til þess
tíma að Sæberg lést 1961. Um tíma
ráku þau einnig Bifreiðastöð Sæ-
bergs við Lækjartorg í Reykjavík. í
tengslum við bifreiðastöðvamar rak
Sæberg bifreiðaverkstæði í Hafnar-
fírði. Sumir bílstjóranna og starfs-
menn verkstæðisins bjuggu á heim-
ili Jóhönnu og Sæbergs á þessum
árum og getur maður ímyndað sér
að þar hafí oft verið margt um
manninn og í mörgu að snúast fyrir
húsmóðurina á því heimili.
Jóhanna og Sæberg eignuðust
eina dóttur, Jónu Guðbjörgu, f.
1927, en hún hefur ætíð verið kölluð
Stella. Maður hennar er Þórður G.
Halldórsson, f. 1921. Hann er fædd-
ur í Hnífsdal en flutti ungur til
Hafnarfjarðar. Stella á fjögur böm.
Elst er Jóhanna Sæberg Guðbjörns-
dóttir, f. 1946, en hún ólst upp hjá
ömmu sinni og afa í Hafnarfirði, hún
er gift Skúla Guðmundssyni; næstur
er Kristján Kristjánsson, f. 1951,
þá Árni Sæberg Kristjánsson, f.
1956, og loks Margrét Þórðardóttir,
f. 1969. Barnabamabörnin eru orðin
fimm.
Jóhanna hafði alla tíð mikið yndi
af hvers konar handavinnu. Hún
saumaði jafnt kjóla sem útsaums-
myndir og heklaði mikið. Handa-
vinna eftir Jóhönnu prýðir heimilin
í fjölskyldunni. Hún var alla tíð mjög
heilsuhraust og þakkaði það matar-
æðinu í Breiðafjarðareyjum, en sem
barn og unglingur kvaðst hún alltaf
hafa borðað mikið af eggjum og
fugli.
Jóhanna var trúuð kona. Hún var
mjög heilbrigð í sinni trú og bar
hana ekki á torg. Þegar hún kvaddi
mann, fylgdi gjarnan kveðjan..og
guð geymi ykkur, elskurnar mínar“.
Hún var mjög hófsöm í hvívetna,
þakklát fyrir allt, krafðist einskis
af öðrum sér til handa. Hún var
sérstaklega skapgóð, alltaf ljúf í við-
móti og það var sérstaklega gott að
hlæja með henni. „Láttu það svo
vera“ var orðatiltæki sem henni var
eðlilegt að nota þegar fólk vildi fá
hana til þess að samþykkja sjónar-
mið þess í umræðum, en með þessu
vildi hún undirstrika þá skoðun sína
að fólk ætti ekki að deila og vera
ósátt út af smámunum sem engu
máli skipta. Jóhanna kveið ekki
kveðjustundinni. Hún hafði alla tíð
reynt að lifa lífinu þannig að það
væri engu að kvíða.
Við þökkum Jóhönnu fyrir sam-
fylgdina og allar yndislegu minning-
araar sem við eigum um samveru
okkar. „Guð geymi þig!“
Kristján Kristjánsson,
Valgerður Snæland Jónsdóttir.
Hún amma mín er dáin, 96 ára
að aldri.
Jóhanna Sæberg giftist Berthold
Sæberg, hann rak Bifreiðastöðina í
Hafnarfírði. Afí og amma bjuggu í
Hafnarfirði þar til afi dó árið 1961
en þá flutti amma til Reykjavíkur,
lengst af bjó hún á Dalbraut 1 sem
er skammt frá æskuheimili mínu.
Þau hjónin eignuðust eina dóttur,
Stellu Sæberg. Ung að árum eign-
aðist Stella dóttur sem var skírð í
höfuðið á ömmu, en amma og afí
ólu hana upp. Síðar eignaðist Stella
tvo syni, þá Kristján og Áma og loks
mig, Margréti.
Afa kynntist ég ekki, því hann var
látinn áður en ég fæddist. En ég var
lánsöm að fá að kynnast henni ömmu
og vera með henni svo að segja á
hveijum degi, því varla leið sá dagur
að hún kom ekki í heimsókn. Það
var alltaf mjög gaman því að margt
var skrafað og skeggrætt. Amma
heklaði dúka sem voru mjög fallegir
og svo tók hún til hendinni við heimil-
isstörfín ef með þurfti. Pönnukökurn-
ar hennar ömmu voru þær bestu sem
ég hef smakkað.
Við bamabörnin og bamabama-
börnin munum öll eftir því þegar við
komum í heimsókn inn á Dalbraut
til ömmu, þá bauð hún okkur alltaf
röndóttan bijóstsykur og konfekt,
sem við þáðum alltaf.
Foreldrar mínir og ég fluttum til
Stöðvarfjarðar eitt ár, amma kom
og var hjá okkur nær allan tímann,
hún passaði mig á meðan mamma
og pabbi vom að vinna. Við amma
skemmtum okkur konunglega þenn-
an tíma. Rétt áður en hún dó rifjuð-
um við upp skemmtilegt atvik sem
átti sér þá stað, ég hafði gleymt að
loka stútnum á tíu lítra mjólkurgeymi
og eldhúsgólfið flóði í mjólk, við hlóg-
um alltaf jafn dátt að þessu atviki.
Nokkrum árum seinna fórum við
til Hríseyjar í nokkra mánuði og að
sjálfsögðu var amma með okkur.
Hún amma var ungleg miðað við
aldur, hún var með slétta og fallega
húð. Þegar ég var lítil var amma
með eina langa fléttu sem hún vafði
í hnút upp yfír höfðinu, hún fylgdi
breyttum tíðaranda, lét klippa sig
og setja í sig permanent.
Þegar ég heimsótti ömmu á Sól-
vang, en þar dvaldi hún síðustu tvö
árin sem hún lifði, hafði ég alltaf
með mér krullujámið svo að ég gæti -
lagað á henni hárið, jafnvel lakkaði
á henni neglurnar og ekki mátti
gleyma varalitnum, því að hún vildi
alltaf vera vel til fara og fín.
Amma flutti heim til foreldra
minna, Stellu og Þórðar G. Halldórs-
sonar, árið 1989, en bjó þar í skam-
man tíma því að hún var lögð inn á
Landspítalann 1990, en það var í
fyrsta skipti sem amma fór á spít-
ala. Ég eignaðist son í september
það sama ár og fórum við strax með
Þórð Axel til þess að sýna henni
langömmubarnið sitt, það er
skemmtileg minning.
Mig og fjölskyldu mína langar
sérstaklega að þakka starfsfólki á
Sólvangi og St. Jósefsspítala fyrir
alla þá alúð og umhyggju sem það
sýndi henni ömmu í veikindum henn-
ar. Að síðustu vil ég þakka henni
ömmu minni fyrir allar ánægjustund-
irnar sem við áttum saman. Gengin
er góð kona, móðir, amma og lang-
amma.
Far vel heim,
heim I drottins dýrðargeim!
Náð og miskunn muntu finna,
meðal dýpstu vina þinna:
Friðarkveðju færðu þeim.
Far vel heim.
(Matthías Joehumsson)
Margrét Þórðardóttir.