Morgunblaðið - 17.08.1993, Síða 39
MORGUNBLiAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1,7, ÁGÚST 1993
39
KYNNI
Byijaðá
móðgunum
við Brenda skildum var ég búinn
að snúa óafvitandi við henni baki.
Meira að segja þegar ég var heima,
yrti ég varla á hana. Fann mér
alltaf eitthvað að gera og var rosa-
lega upptekinn. Fann síðan alltaf
átyllu tii áð gera alla hluti einn
þannig að hún blandaðist ekki í
starf mitt. Þó var hún mikilvægur
hluti þess, allt frá byrjun stjórnaði
hún fjármálunum, minjagripasöl-
unni, aðdáendaklúbbunum. Ég
hefði í rauninni ekki getað án henn-
ar verið. Kannski skipti einhverju
máli, að við gátum ekki átt saman
barn og þótt við ættleiddum Nicole
arið 1988 breytti það þessu ekki.
Á ferðalögum mínum voru svo alls
konar freistingar, fallegar konur á
hverju strái sem voru lausar og lið-
ugar og til í tuskið. Ég þurfti ekki
að hafa fyrir neinu og þó ég hafí
lfallað það á sínum tíma að vera
mannlegur og að lifa lífínu, að láta
freistast, þá veit ég nú, að Brenda
vissi þetta auðvitað og þessi fífla-
læti juku verulega álagið á hjóna-
bandið. Eitthvað hlaut að bresta,“
segir Richie.
Og hann heldur áfram og ræðir
um föður sinn: „Hann var orðinn
75 ára og það sem dró hann til
dauða voru óhollar venjur. hann
reykti og drakk of mikið, át sykur
og salt í óhófí. En hann var feiki-
lega sterkur persónuleiki sem ég
hélt mér dauðahaldi í alla tíð. Er
ég sat hjá honum á dauðastundinni
brosti hann til mín og sagði, -jæja,
hvernig finnst þér að vera við
stjórnvölinn?" Ég gat varla mælt,
en stundi svo upp úr mér að ég
kærði mig ekkert um stjórnvölinn.
Svo dó hann og skömmu síðar var
einnig komið að leiðarenda í hjóna-
bandi mínu. En nú hef ég snúið
taflinu við, erfiðleikarnir hafa hert
mig og þroskað mig. Nú“sný ég
aftur sterkari og betri. Áður var
ég ævinlega að leika hetjuna fyrir
aðra og það var vandasamt og erf-
itt. Einnig blekkjandi. Nú er ég
ekki að leika hetju fyrir
aðra en sjálfan mig. Þannig
á það að vera,“ , segir Lion-
el Richie.
Fyrirsætan ástralska Rachel
Hunter, öðru nafni frú Rod
Stewart er nú farin að vinna fyrir
sér á ný eftir barnsburðarleyfí. Fyrir
skömmu rifjaði hún upp í. viðtali
hvemig fyrstu kynni þeirra Rods
báru að.
„Ég sá hann í næturklúbbi í Los
Angeles og var kynnt fyrir honum.
Ég þekkti hann ekkert áður, en vissi
auðvitað allt um kvennastand hans
og að við liggi að hann hafí verið
frumkvöðull þeirrar tísku að fyrir-
sætur og rokkstjömur taki saman.
Mér leist ekkert illa á hann, en varð
hvumsa er hann fór að apa eftir
hreyfingunum í líkamsræktarmynd-
bandi, „Body Sculpting" sem ég hafði
gefið út nokkru áður. Ég hreytti út
úr mér, hættu þessu, þú gerir lítið
úr mér. Hann hætti strax og við tók-
um tal saman. Okkur
kom strax mjög
vel saman og
það framhald
varð á sem
allir vita, við
erum gift og
eigum saman
barn,“ segir
Rachel
Hunter.
Rachel
Hunter.
Námskeið í
heilunaraðferðum indíána
Norður-Ameriku
helgina 21. og 22. ágúst
kl. 10 -17.30 báða daga.
Fjallað verður um heilunaraðferðir indíána Norður-Ameríku og fólki kennt
að tengjast heilunarkrafti náttúrunnar. Gerður verður samanburður á
aðferðum indíána og öðrum seiðheilunaraðferðum og unnið með áhrif
trommuslátts og helgisiða á ástand líkamans. Kenndar verða leiðir til að
koma á jafnvægi milli andlega og efnislega sviðsins. Auk þess verður
hefðbundin „ceremony" helgiathöfn indíána.
Qigong: Kínversk heilunaraðferð
Fyrirlestur og grunnnámskeið fimmtudaginn 26. ágúst kl. 20—23.
Qigong er forn kínversk tækni til heilunar með öndun, líkamsstellingu,
hreyfingu og hugleiðslu. Fjallað verður um aðferðina og kenndar
grunnaðferðir til sjálfsheilunar.
Leiðbeinandi á báðum námskeiðunum er Bandaríkjamaðurinn Ken 'Bear
Hawk' Cohen. Hann hefur undanfarin 20 ár verið í læri hjá ýmsum
leiðandi heilurum indíána s.s. Rolling Thunder, „ömmu" Twylah Nitsch o.fl.
Einnig hefur hann lagt stund á kínverskar heilunaraðferðir og talar
kínversku. Hann er einn af „14 undraverðum heilurum" sem Menninger
Foundation í Bandaríkjunum rannsakaði vegna yfirnátttúrulegra
heilunarhæfileika.
Námskeiðin eru haldin í sal Nýaldarsamtakanna,
3. hæð, Laugavegi 66.
Skráning og nánari upplýsingar hjá
Nýaldarsamtökunum í síma 627712 eða í versluninni
Betra Líf í síma 811380.
Metsölubladá hverjum degi!
Nú er 65 milljóna ára bið á enda.
Vinsælasta mynd allra tíma.
STEVEN SPIELBERG ™
HASKÓlÁBÍÖ
Sýnd kl.5-7-9-11.30.
SAMmÍ
B í Ó B 0 R G I N
Sýndkl.4- 6.30- 9-11.30.
SAMmí
B í Ó H Ö L L I N
Sýnd kl.5-7-9-11.30.
Bönnuð börnum innan 10 ára en getur valdið ótta hjá börnum upp að 12 ára aldri.
Hausttilboð
til Benidorm
frá aðeins kr. 36.900
fyrir manninn
Tryggðu þér síðustu sætin í sólina í sumar
Glæsilegar nýjar íbúðir, Tropicmar, rétt við
ströndina á Benidorm.
Njóttu lífsins í yndislegu veðri á einum vinsælasta áfangastað
Spánar á hreint ótrúlega hagstæðu verði.
25. ágúst 9 sæti
1* sept. 19 sæti
8. sept. 23 sæti
Kr. 36.900 k,39.900
Verð m.v. 4 í íbúð, 1 Verð m.v. hjón með 2 börn,
vika, 1. sept., Tropicmar. 2—11 ára, 2 vikur, 8. sept.,
Flugvallarskattur: kr. 3.570,-Fyrir fullorðna, kr. 2.315 fyrir börn. Tropicmar.
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
V7SA