Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Fetað í forn fótspor
GONGUFÓLK fetar í fótspor Katrínar ríku, sem bjó á Stórólfshvoli, en enn má sjá för í klettunum þar
fyrir ofan sem sagt er að séu eftir hana.
Haldið upp á 60 ára
afmæli Hvolsvallar
Heiðursgestur
BJÖRN Fr. Björnsson fyrrverandi sýslumaður og alþingismaður var
heiðursgestur á afmælishátiðinni á Hvolsvelli. Með honum á mynd-
inni er Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður en hún er fædd og
uppalin á Hvolsvelli.
Hlaupið í skarðið
UPPI á Hvolsfjalli var hlaupið í skarðið. Á myndinni má sjá Friðjón
Guðröðarson sýslumann á fullri ferð en fremstur á myndinni er Ísólf-
ur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.
Afmælistertan góða
AFMÆLISTERTAN var girnileg eins og sést greinilega á svip drengj-
anna.
Hvolsvelli.
ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíðar-
stemmning á Hvolsvelli um
helgina þegar haldið var upp á
60 ára afmæli byggðarlagsins í
fallegu og björtu veðri. Margir
brottfluttir Hvolhreppingar
komu til að gleðjast með heima-
mönnum.
Dagskráin hófst á föstudags-
kvöldi með unglingadansleik, þar
sem hljómsveitin Jet Black Joe lék
fyrir dansi. Að morgni laugardags-
ins var farið í gönguferð á Hvols-
fjall en leiðsögumaður var Kristín
Guðmundsdóttir frá Stórólfshvoli.
Um miðjan dag var haldin mikil
afmælisdagskrá í félagsheimilinu
Hvolnum. Þar fluttu fjórir Hvols-
vellingar, þau Margrét ísleifsdótt-
ir, Pálmi Eyjólfsson, Kristín Jó-
hannsdóttir og Aðalbjörn Kjart-
ansson, brot úr sögu byggðarlags-
ins. Karlakór Rangæinga söng
undir stjórn Gunnars Marmund-
sonar, fjórir ungir piltar sungu
rakarasöngva og Agnes Löve lék
á píanó fyrir afmælisgesti.
SOOkílóaterta
Friðjón Guðröðarson sýslumaður
og kona hans Ingunn Jensdóttur
gáfu Hvolsvelli malverk af Stórólfs-
hvoli eftir Ólaf Túbals, sem sýnir
staðinn áður en þorpið reis á vellin-
um. Þá var boðið uppá mikla af-
mælistertu með kaffínu, sem var
skreytt merki hreppsins og mynd-
um af gömlu kaupfélagsbúðinni og
Hvolunum. Tertan vóg hátt á
þriðjahundrað kíló og var um 3
fermetrar að stærð. Heiðursgestur
á hátíðinni var Bjöm Fr. Bjömsson
fyrrverandi sýslumaður og alþing-
ismaður Rangæinga. Um kvöldið
var öllum boðið á afmælisdansleik
Islandsmótið í torfæruakstri
Skipstjórinn vann
sína fyrstu torfæru
Akstursíþróttir
Gunnlaugur Rögnvaldsson
TORFÆRUKAPPINN Gunnar Eg-
ilsson frá Selfossi vann sína fyrstu
torfærukeppni á laugardaginn.
Hann náði flestum stigum í keppni
Akstursíþróttaklúbbs Vesturlands
og Akraborgar á Akranesi, en
keppnin er hluti af keppninni um
íslandsmeistaratitilinn. Með því að
ná öðru sæti í flokki sérútbúinna
jeppa náði Gísli G. Jónsson frá Þor-
lákshöfn góðu forskoti í íslandsmót-
inu, en Egilsstaðabúinn Sigþór A.
Halldórsson varð þriðji. Keflvíking-
urinn Ragnar Skúlason vann í flokki
götujeppa og náði með því forystu
til íslandsmeistara, Guðmundur Sig-
valdason varð í öðru sæti og Þor-
steinn Einarsson í því þriðja.
Verð harðari í komandi mótum
Sigurvegarinn í sérútbúna flokkn-
um, Gunnar Egilsson, er útgerðar-
maður og skipstjóri, stýrir 230 tonna
fiskibát. Hann keppti í fyrra í flokki
götujeppa, en ákvað að prófa sérút-
búna flokkinn í ár og keyptí Heima-
sætuna, en hún var keppnisbíll Árna
Kópssonar, sem varð margfaldur
íslandsmeistari.
„Það var dálítil pressa að byrja
að keppa á jeppanum, en ég ákvað
strax að taka því rólega í fyrstu
tveimur mótunum og ná tökunum á
honum. Mér finnst ég þekkja Ljónið
vel, eins og ég kalla jeppann núna,
og verð örugglega harðari í komandi
mótum. Sigurinn núna hjálpar til,“
sagði Magnús í samtali við Morgun-
blaðið. „Vegna vinnu minnar á sjón-
um er óljóst hvort ég kemst í næstu
mót, en ég fer í síðustu keppni árs-
ins. Mér gekk ágætlega í þessari
keppni, en affelgaði þó í fyrstu þraut
og tapaði stigum. Síðan braut ég
framöxla í þriðju þraut. Viðgerðar-
mennirnir voru eldsnöggir að lag-
færa, en það þurfti að rífa drifið úr.
Ég náði síðan fullri stigagjöf í síð-
ustu þremur þrautunum sem skóp
sigurinn.“
Of mikið offors
Á meðan mistókst Þóri Schiöth
frá Egilsstöðum, sem var í forystu,
í fimmtu þraut. Hann kom ekki jepp-
anum í gír í upphafi þrautar fyrr
en eftir nokkrar tilraunir, sem settu
hann úr jafnvægi. Hann óð upp
þrautina, en af of miklu offorsi og
valt þegar hann var kominn upp
hana. Týndist öxull úr stýrisbúnaðin-
um og tók talsverðan tíma að lag-
færa jeppann, þannig að Þórir tap-
aði af fullri stigagjöf í næstu þraut
á eftir. Auk þess fékk hann 150
stiga refsingu fyrir að bakka óvart,
þegar hann var að fást við gírskipt-
in í fimmtu þraut. Féll hann því á
endanum í fjórða sætið. í þriðja
sæti varð Sigþór Halldórsson á Hlé-
barðanum, 100 stigum á eftir Gísla
G. Jónssyni, sem ók mjög skemmti-
lega í keppninni og hefur náð nán-
ast fullkomnu valdi á jeppanum.
Hann tapaði hinsvegar 75 stigum
strax í annarri þraut, sem gerði
gæfumuninn, og varð Gísli 35 stig-
um á eftir Gunnari í fyrsta sætinu.
Hann hefur þó gott forskot til ís-
landsmeistara.
Einar Gunnlaugsson féll úr keppni
eftir að jeppi hans bilaði, en honum
hafði gengið illa í fyrstu þrautunum
miðað við fyrstu menn.
Gísli og Ragnar efstir
Staðan til íslandsmeistara í sér-
útbúna flokknum er sú að Gísli hef-
ur 67 stig, Einar 46, Reynir Sigurðs:
son 36, Þórir 34 og Gunnar 32. í
flokki götujeppa er mjótt á munun-
um milli Ragnar Skúlasonar með 70
stig og Þorsteins Einarssonar með
68 stig eftir keppni helgarinnar. í
báðum flokkum gilda fjögur mót af
sex til lokastiga, þannig að slakasti
árangur í tveimur mótum telst ekki
með. Næsta keppni verður í byijun
september í Grindavík og síðan er
lokamótið í Jósepsdal um miðjan
mánuðinn.
Lokastaða efstu manna á Akra-
nesi var þessi:
Sérútbúnir Stig
1. Gunnar Egilsson 2000
2. Gísli G. Jónsson 1965
3. Sigþór Halldórsson 1865
4. Þórir Schiött 1785
5. Reynir Sigurðsson 1785
Götujeppar Stig
1. Ragnar Skúlason 2025
2. Guðmundur Sigvaldason 1975
3. Þorsteinn Einarsson 1920
4. Sigurður Þ. Jónsson 1520
5. Jón Guðmundsson 1305
Keflvíkingurinn Ragnar Skúlason vann í flokki götujeppa og hefur náð
forystu til íslandsmeistara í sínum flokki, en hann er núverandi meistari.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Sigurvegari í flokki sérútbúinna jeppa varð Gunnar Egilsson frá Sel-
fossi, sem er skipstjóri og útgerðarmaður á Suðurlandi.