Morgunblaðið - 17.08.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
47
þar sem Hálft í hvoru lék fyrir
fullu húsi glaðra afmælisgesta.
Að sögn Helgu Þorsteinsdóttur
oddvita ríkti mikil ánægja með
hátíðarhöldin. „Þetta tókst mjög
vel í alla staði og var gleðilegt að
sjá hversu margir mættu, bæði
brottfluttir, heimamenn og fleiri
sem heiðruðu okkur með nærveru
sinni þennan dag..Það setti einnig
sinn svip á hátíðina hversu margir
lögðu hönd á plóginn við undirbún-
inginn og hið jákvæða hugarfar
sem ríkti gleymist ekki og væri
vel þess virði að gera þetta ein-
hvem tíma aftur,“ sagði Helga.
Upphafið rakið til
kaupfélagsins
Upphafið að myndun þéttbýlis
á Hvolsvelli má rekja til þess að
fyrir ríflega 60 árum flutti Kaup-
félag Hallgeirseyjar verslun sína
á Hvolhrepp en þá var farið að
flytja vörur með bílum og því þótti
hentugra að hafa verslunina þar
sem hún var meira miðsvæðis og
var henni því valinn staður við
þjóðveginn og fjölfarin vegamót
til Fljótshlíðar. Þetta var í landi
hinnar sögufrægu landnámsjarð-
ar, Stórólfshvols, og þar átti síðan
eftir að rísa byggð sem nú telur
tæplega sjö hundruð manns en í
Hvolhreppi öllum búa nú tæplega
átta hundrað manns. Mest fjölgaði
á Hvolsvelli uppúr 1970 en þá
fluttu margir í þorpið vegna virkj-
unarframkvæmdanna á Suður-
landi. Þá hefur fjölgunin aftur tek-
ið kipp við flutning Sláturfélagsins
og hefur verið um 5% síðastliðin
tvö ár. Sláturfélagið hefur nú tek-
ið við því hlutverki að vera stærsti
atvinnurekandinn á staðnum af
Kaupfélagi Rangæinga sem allt
fram til 1991 var bæði stærsti og
fyrsti atvinnurekandinn á Hvols-
velli. Það má því taka undir orð
heiðursgestsins Bjöms Fr. Bjöms-
sonar, fyrrverandi sýslumanns og
alþingismanns Rangæinga, sem
sagði í ræðu sinni að Hvolsvöllur
væri samvinnubær, því þessi fyrir-
tæki eru bæði samvinnufyrirtæki
og íbúamir hafa í gegnum tíðina
verið samhentir um að skapa fal-
legt og gott byggðarlag.
- S.O.K.
Bíða á með að taka í notkun
hjúkrunarrými fyrir aldraða
Á annað hundrað manns talið í brýnni þörf fyrir vistun
VEGNA sparnaðar í ríkis-
rekstri hefur verið óskað eftir
því við stjóm Hjúkrunarheimil-
isins Eir að frestað verði að
taka í notkun 25 ný rúm þann
1. október næstkomandi. Krist-
jana Sigmundsdóttir forstöðu-
maður vistunar hjá félagsmála-
stofnun Reylgavíkurborgar,
segir að á annað hundrað
manns séu í brýnni þörf fyrir
vistun og efast hún um að
sparnaður náist fram með þess-
um hætti. í stað hjúkrunar-
heimila sé fólk vistað á sjúkra-
húsum sem er mun dýrari lausn
eða það nýtur kostnaðarsamr-
ar heimahj úkrunar.
„Hátt á annað hundrað manns
eru á biðlista og í brýnni þörf
fyrir vistun á hjúkrunarheimili,"
sagði Kristjana. Gert var ráð fyr-
ir að 25 ný rúm yrðu tekin í notk-
un 1. október næstkomandi sam-
kvæmt samkomulagi milli heil-
brigðisráðuneytisins og stjórnar
Eir og að önnur 25 rúm yrðu tek-
in í notkun í janúar 1994 en ósk-
að hefur verið eftir frestun og að
samningurinn verði endurskoðað-
ur.
Óvíst um sparnað
Kristjana benti á að ekki væri
víst að sparnaður næðist með
þessu móti, þar sem tryggingar
til vistmanna á hjúkrunarheimil-
um féllu niður og tekið er af líf-
eyrissjóðsgreiðslum upp í kostnað
við vistun. „Flestir eru meira og
minna inn á sjúkrahúsum í miklu
dýrari plássum eða með heima-
hjúkrun og heimahjálp allan
sólarhringinn og það er dýr þjón-
usta. Þannig að í raun er enginn
sparnaður þegar upp er staðið,"
sagði hún. „Þörfin er mjög brýn
núna. Þessi 50 pláss éru dropi í
hafið og mjög erfitt að velja hver
á að fá inni. Ég veit ekki hvað
gerist ef þau koma ekki til. Það
veitti ekki af 100 plássum ef við
ættum að anna eftirspurn.“
Biðstaða
Sigurður H. Guðmundsson for-
maður bygginganefndar, segir að
málið sé í biðstöðu og að endanleg
ákvörðun hafi ekki verið tekin en
óskað hafi verið eftir fundi með
ráðherrum. Á síðasta ári fengust
73 milljónir til heimilisins en það
tók til starfa 1. mars síðastliðinn.
Reiknað er með að rekstur 50
rúma kosti um 150 milljónir á ári.
Sjúkraliðanemar í tveimur fjölbrautaskólum
Námssamningur Borgar-
spítala náði til 20 nema
Tekist hefur að fá pláss fyrir fimm nema annars staðar
Námssamningur Borgarspítala við sjúkraliðanema í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og við Ármúla, sem spítalinn sagði ný-
lega upp, tók til um 20 framhaldsskólanema. Átta eru úr Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla og hefur tekist að fá pláss fyrir
5 þeirra annars staðar, að sögn Hafsteins Stefánssonar skóla-
meistara. Þórdís Ólafsdóttir, áfangastjóri Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, sagðist ekki vita til þess að tekist hafi að fá pláss
fyrir sjúkraliðanemana þaðan annars staðar. Á þessari stundu
virðist því útlit fyrir að rúmlega helmingur hópsins geti ekki
haldið áfram námi sínu á haustönn.
Hafsteinn sagði að skipulag
námsins væri með þeim hætti að
fyrstu tvö árin væru bókleg en á
þriðja og síðasta ári væru nemend-
ur við störf á sjúkrastofnunum 4
daga í viku en í skólanum einn
dag. Hann sagði að 8 þriðja árs
nemar hefðu verið skráðir í starfs-
nám á Borgarspítalanum að þessu
sinni en þegar námssamningi hefði
skyndilega verið rift hefði verið
gengið í að reyna að útvega ne-
munum pláss annars staðar. Þann-
ig hefði með mikilli fyrirhöfn tek-
ist að útvega þeim 5 sem átt hefðu
eftir starfsnám á deildum sem
reknar væra annars staðar en á
Borgarspítalanum önnur pláss en
hinir 3 stæðu eftir. Ekki væri á
þessari stundu útlit fyrir að þeir
gætu haldið áfram námi á þessu
ári.
Súrt í brotið
Lét Hafsteinn þess getið að
mönnum þætti auðvitað súrt í brot-
ið þegar samnirigi væri rift einhliða
og fyrirvaralaust á versta tíma eins
og gert hefði verið. „Við teljum
að þama sé skólakerfið auðvitað
Fjölmenni á opnum
degi á Hvanneyri
Flestir dvöldu lengst viö markaðs-
tjöldin heima á hlaði gamla skólans
Hvannatúni í Andakíl.
UM 2.300 manns komu á Opinn dag, kynningu á starfsemi Bænda-
skólans, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Hagþjónustu land-
búnaðarins á Hvanneyri sí. sunnudag. Mjög gott veður var og gest-
ir gáfu sér góðan tíma til að skoða mjög fjölbreytileg kynningaratr-
iði þessara stofnana og fjölda annarra, sem komu að þessum degi.
Þó að fólk væri dreift um allan
Hvanneyrarstað munu flestir hafa
dvalist lengst við markaðstjöld
heima á hlaði gamla skólans. í öðru
tjaldinu höfðu konur Ullarselsins
aðstöðu og unnu m.a. peysu úr ull
sem Guðmundur Hallgrímsson ráðs-
maður hafði rúið fyrir utan tjaldið.
Peysan var spunnin og pijónuð jafn-
óðum og bandið var tilbúið og pijón-
uðu tvær konur hana í einu á tvo
hringpijóna.
Peysa á tæpum 6 tímum
Getraun var í gangi um það hve
langan tíma það tæki, frá því að
kindin var tekin þar til búið væri
að sauma ermarnar á og reyndist
sá tími vera 5 klst., 50 mínútur og
44 sek. Kristín Ósk Halldórsdóttir,
Esjuvöllum 11, Akranesi, komst
næst endanlegum tíma og hlýtur
peysuna að verðlaunum. Hún á eftir
að þvo peysuna, hún var pijónuð úr
hreinni ullinni, eins og hún kom af
skepnunni. Fimm konur unnu að
peysunni í einu allan tímann. Ekki
er vitað að slík keppni hafi áður
farið fram hér á landi.
í hinu tjaldinu kynntu Kaupfélag
Borgfirðinga þurrkryddað grillkjöt,
Mjólkursamlagið í Borgarnesi ýmsar
tegundir bíómjólkur og Osta- og
smjörsalan nýja osta.
Kynningin var svo víðtæk að eigi
verður um allt getið. Búfé var á
túni, aðilar Félags íslenskra búvéla-
innflytjenda sýndu það nýjasta í
mögulegum vélbúnaði bænda, línak-
ur og spuni úr líni í skjólbeltinu
vakti athygli, leirmunasýning, gaml-
ar gangfærar dráttarvélar óku um
staðinn, Bútæknideild Rala, búvéla-
safn, bókasafn skólans, kynning
Bænda-, Búvísinda- og Endur-
menntunardeildar, Hagþjónusta
landbúnaðarins, reiðsýning, Naut-
stöð Búnaðarfélags Islands, jarð-
vegstilraunir og ræktun mat- og
fóðuijurta og margt fleira.
Bændaskólinn og Kvenfélagið 19.
júní sáu um veittingarnar, þar sem
verði var mjög í hóf stillt. Gestir er
fréttaritari hafði tal af voru sam-
mála um að á Hvanneyri væri meira
en Bændaskóli, eins og nafnið gæti
gefið til kynna. Kynningaraðilar eru
þakklátir fyrir hvað margir sáu sér
fært um að koma, sumir um langan
veg.
að þjálfa og mennta upp starfsfólk
beinlínis fyrir spítalana þannig að
okkur þykir hálf bagalegt að spítal-
arnir taki ekki þátt í því. Annað
sem ég vildi leggja áherslu á er
að það er alltaf verið að tala um
að fjölbrautaskólar eigi að leggja
áherslu á frekar styttri verklagar
námsbrautir, sem skila fólki frá
sér með verkmenntun og kunnáttu,
og á það eram við að leggja mikla
áherslu. En þá er höggvið svona á
þetta af hálfu ríkisvaldsins," sagði
Hafsteinn og gat þess að ekki
gæti heldur verið um háa fjárupp-
hæð að ræða.
Erfitt um vik
Menntun sjúkraliða hefur farið
nokkuð lengur fram í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti en í Ár-
múlarium og sagði Þórdís Ólafs-
dóttir áfangastjóri, að upphaflega
hefði verið gert ráð fyrir að nem-
endur væra í starfsnámi á sjúkra-
stofnunum yfír sumarmánuðina.
Smám saman hefði svo orðið erfið-
ara að fá pláss og því hefði verið
ákveðið að færa verklega námið
yfír á vetrartímann, líkt og gert
væri í Ármúla. Ekki hefði þó geng-
ið áfallalaust að útvega öllum pláss
og lagði Þórdís áherslu á að ekki
yrði hlaupið að því að útvega þeim
u.þ.b. 10 nemendum, sem vera
áttu á Borgarspítala, pláss annars
staðar. Þannig virtist útlit fyrir að
nemendumir gætu ekki haldið
áfram námi á næstu önn.
Gömlu traktoramir
FARMALL A er í fararbroddi í skrúðakstri gamalla dráttarvéla sem
sýndar voru á Hvanneyri á sunnudag. '
ef þú spilar til að vinna!
1 32. lelkvtka, 14. -15. ágúst 1993
Nr. Leikur:
RMin:
1. Brage - NorrkSping - - 2
2. Trelleborg-Halmstad 1 - -
3. örgryte - V-Fr5iunda - X -
4. Öster - Malmo - X -
S Assyrtska - IFK Sundsv. 1 - -
6. OPE - Sirius 1. - ,
7. GIF Sundsv. - UMEÁ - - 2
8. Vasalund - SpirvBgen - - 2
9. CAIS - Jonsered 1 - -
10. Gunnilse - MjBUby 1 - -
11. HBssIeholm - Landskrona - X -
12. Lund - Myresjö 1 - -
13. Uddevalla - Forward 1 - -
Heildarvinningsupphseöln:
80 milljón krónur
13 réttir: f
12 réttir: f
11 réttir: '
10 réttir
1329.630
J
kr.
30.650
2.690
720
Morgunblaðið/DJ
Spunnið úr ull
KONUR unnu peysu úr ull sem var rúin á staðnum, spunnin og
pijónuð jafnóðum og bandið var tilbúið.
Metsölublad á hverjum degi!