Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR LESBOK/C STOFNAÐ 1913 187.tbl.81.Arg. LAUGARDAGUR 21. AGUST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnska stjórnin kynnir fjárlögin Ríkisútgjöld skorín niður Helsinki. Reuter. FINNSKA ríkisstjórnin kynnti í gær fjárlög næsta árs en þar er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á opinberum útgjöld- um og nokkurri skattahækkun. Yonast stjórnin til, að vextir muni lækka í kjölfarið og það aftur verða til að draga úr gífurlegu atvinnuleysi í Finnlandi. Það var 20,4% í júlí. Gert er ráð fyrir að skera niður opinber útgjöld um 10 milljarða marka, sem svarar til tveggja pró- senta af vergri þjóðarframleiðslu, og heildarskattheimtan eykst um tvö prósentustig, fer í 48%. Framlög ríkisins til sveitarfélaga og atvinnu- leysisbóta lækka verulega og stefnt eV að því að lækka launakostnað hins opinbera um 6,5%. Ef þetta gengur eftir mun ríkissjóðshallinn lækka töluvert og búist er við já- kvæðum greiðslujöfnuði á næsta ári. Mikill samdráttur „Þessar tillögur ættu að greiða fyrir frekari vaxtalækkunum og auka þar með eftirspurn og fram- leiðslu," segir í fjárlagafrumvarpinu en á síðustu tveimur árum hefur þjóðarframleiðsla í Finnlandi minnkað um 11%. Er búist við 2,5% samdrætti á þessu ári, 1% vexti á næsta ári og meira síðar þegar aukinn útflutningur í kjölfar mikilla gengislækkana skilar sér betur. Jeltsín sagt til syndanna BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, vitjaði vinnustaða í Moskvu í gær í tilefni af því, að tvö ár eru liðin frá því að nokkur hópur fyrrverandi frammámanna reyndi að ræna völdunum. Sagði hann, að umbótastefna hans hefði 'valdið því, að verslanir væru nú fullar af vörum, Reuter nýjum ávöxtum og grænmeti, en ólíkt því, sem var í tíð kommúnista, þá var enginn knúinn til að klappa fyrir forsetanum. Þess í stað benti fólk honum á, að vörurnar væru svo dýrar, að venjulegir launþegar gætu ekki keypt þær. Reuter í takt við tímann RAONI Txucaramae, leiðtogi Kayapo-indíána í Brazilíu, heldur fast í foma siði síns fólks eins og sjá má á myndarlegri neðri- vörinni en hann fúlsar samt ekki við tækniundrum nútímans. Hér er hann í sambandi við ættflokk- inn um farsíma. Sáttasemjarar leggja fram málamiðlunartillögu um skiptingu Bosníu Múslimar óánægðir en aðrir segiast sammála Gefinn 10 daga frestur til að bera tillöguna undir þing þjóðarbrotanna Genf. Reuter. MÚSLIMAR í Bosníu gagnrýndu í gær málamiðlunartillögu Rockall á Fær- eyj agrunninu? Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davídsdóttur, fréttarítara Morgunblaðsins. FÆREYSKA landgrunnið og landgrunnið í kringum Kockall eru jarðfræðilega ein heild og þess vegna geta Færeyingar gert tilkall til þess og þeirra olíulinda, sem þar er að finna. Er þetta niðurstaða danskra vísindamanna, sem unnið hafa að rannsóknum á þessu svæði. Dönsku rannsóknunum er að vísu ekki lokið en þessar niðurstöður hafa þegar verið kynntar færeysku landsstjórninni. I október næstkom- andi munu fulltrúar hennar og bresku stjórnarinnar hittast til að ræða þessi mál og hvar draga skuli línuna á milli landanna en sam- kvæmt breskum rannsóknum er olíu að finna á grunninu. Er jafnvel um skiptingu Iandsins milli þjóðarbrotanna en sáttasemjar- ar í friðarviðræðunum í Genf gáfu fulltrúum þeirra 10 daga til að kynna hana og bera upp á þjóðþingunum. Leið- togar Serba og Króata í Bosníu og forsetar Serbíu og Króatíu lýstu hins vegar strax yfir stuðningi sínum við til- löguna. Sáttasemjararnir skoruðu í gær á Evrópubandalag- ið að taka að sér stjórn borgarinnar Mostar í Bosníu með sama hætti og Sameinuðu þjóðirnar munu stjórna Sarajevo semjist um frið. „Við höfum í höndunum nokkuð, sem kalla má erfiða málamiðlun, en hún getur ef til vill bundið enda á stríðið," sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu, „og guð hjálpi okkur ef hún verður ekki samþykkt." Karadzic kvaðst vita, að hart yrði tekist á um tillöguna á þingi Bosníuserba en kvaðst vona, að hún næði í gegn. Mate Boban, leiðtogi bosnískra Króata, sagði tillöguna þá einu, sem lokið gæti átökunum í landinu, og Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, og Franjo Tudjman, forseti Króat- íu, sögðust mundu styðja mála- miðlunina heilshugar. Erfiður kostur talið, að lindimar þar geti verið mjög gjöfular og því er eftir miklu að slægjast fyrir hvoratveggju, Breta og Færeyinga. Eiginleg olíuleit getur ekki hafist fyrr en skorið hefur verið úr um miðlínu milli Færeyja og Bretlands en sagt er, að olíufélögin séu í við- bragðsstöðu. sagði létt,“ hann. Samkvæmt tillögunni verður um að ræða stjórn- skipulegt sam- band með smá- ríkjunum þremur en skiptingin er í megindráttum sú sama og Serbar og Króatar hafa áður lagt til. Auk meginsvæðis múslima fá þeir þijá skika í austurhluta Bosn- Izetbegovic íu og er aðeins einn þeirra tengdur meginsvæðinu en til hinna verður að fara eftir vegum á serbnesku landi. Mostar undir sljórn EB? Króatar í suðurhluta landsins krefjast þess, að Mostarborg, sem Króatar og múslimar hafa byggt að jöfnu, verði höfuðborg þeirra en þeir Owen lávarður og Thorvald Stoltenberg, sáttasemjarar í deil- unni, hafa beðið Evrópubandalagið að taka við stjórn borgarinnar í einhvern tíma eftir undirritun friðarsamninga. Talsmaður Bosníustjórnar og Alija Izetbegovicýforseta landsins, sagði hins vegar, að múslimar væru ekki ánægðir. „Samkvæmt þessarí tillögu munu Serbar ekki láta af hendi það land, sem þeir hafa tekið, auk þess sem umsátrinu um Sarajevo hefur ekki verið af- Berklar í sókn Atlanta. Reutor. BERKLAVEIKIN er aftur í sókn á Vesturlöndum. Varð fyrst vart vjð fjölgun tilfella í Bandaríkjununi en nú einnig í Vestur-Evr- ópu. I skýrslu bandarísku sjúkdómavarnastofnunarinnar segir, að flest bendi til, að vaxandi útbreiðsla sjúkdómsins sé tengd alnæmisfaraldrinum. Snemma á öldinni unnust mikl- ir sigrar á berklaveikinni á Vest- urlöndum og tilfellunum hélt áfram að fækka alveg fram undir síðustu ár. Á ofanverðum síðasta áratug stöðvaðist þó sú þróun og nú eru berklar aftur í sókn. Sem dæmi má nefna, að berklatilfelli í Bretlandi voru 12.496 1974 en 5.732 1987. Arið 1991 voru þau 6.028. Fjöldi tilfella getur auðvit- að breyst frá ári til árs en víst þykir, að þeim er hætt að fækka. Ekki er alveg ljóst hve mikinn þátt alnæmið á í auknum fjölda berklatilfella en þó má sjá, að þar sem mest er um það, er einnig mest um ný berklatilfelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.