Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 19 Bók um Einstein varpar nýju ljósi á skuggahliðar einkalífsins Stanslaus sálartogstreita milli gagnstæðra kennda Hélt ákaft fram hjá og féll einkum fyrir fáfengilegum konum London. Reuter. HÖFUNDAR nýrrar ævisögn eðiisfræðingsins Alberts Einsteins, föður afstæðiskenningarinnar, segja að snillingurinn mikli og friðarsinninn hafi verið afar kvensamur og eignast mörg óskilget- in börn. Hann hafi verið mjög holdlega sinnaður, jafnvel ástríðu- fullur, en með timanum fyllst kvenfyrirlitningu, hafi jafnvel bar- ið konu sína, og þar að auki hafi hann reynst börnum sínum slæm- ur faðir. Niðurstaðan er sú að í sál Einsteins hafi með leynd verið háð stöðug barátta milli gagnstæðra langana. Annars vegar vildi hann einangra sig frá öðru fólki, hins vegar eiga við það náin samskipti og sálufélag, hann var þjáður af togstreitu milli hugsjóna og kaldlyndis, milli hógværðar og hroka. Ævisagan, Afkimar í einkalífí Einsteins, er rituð af tveim bresk- um blaðamönnum, Roger High- field og Paul Carter og kemur út í næsta mánuði. Einstein kvæntist ungur að árum serbneskri konu, Mileva Maric, snjöllum eðlisfræð- ingi, og virðist sambandið hafa verið mjög ástríkt í upphafí. Þau eignuðust þrjú böm. Einstein var í fyrstu umhyggjusamur faðir en þó er þess getið að fyrsta bam- inu, stúlkunni Lieserl, var komið fyrir hjá öðm fólki og er ekki vit- að hvað um hana varð. Hún fædd- ist fyrir hjónabandið; ekkert bend- ir til þess að Einstein hafi nokk- urn tíma skipt sér af henni. Niðurbrotin eiginkona Maric virðist hafa misst móð- inn í hjónabandinu, náði ekki árangri í vísindastörfum sínum og framhjáhald Einsteins með frænku sinni Elsu, er hann síðar kvæntist, braut Maric smám sam- an niður, líkamlega jafnt sem andlega. Lengi voru á kreiki grunsemdir um að Maric hefði átt nokkurn þátt í vísindaafrekum Einsteins en höfundarnir telja að þar sé um misskilning að ræða. Ástæðan fyrir orðrómnum um þátt Maric sé að Einstein hafi verið svo sannfærður um að hann fengi fyrr eða síðar Nóbelsverð- launin, sem hann reyndar hlaut tvisvar, að hann hét Maric að hún fengi féð sem og varð. Höfundar segja að þetta hafí Einstein gert til að tryggja að eiginkonan sam- þykkti skilnað en ekki til að kaupa þögn hennar um meinta hlutdeild í afrekunum. í bókinni er fjallað um örlög sona Einsteins. Sá eldri, Hans Albert, fyrirgaf aldrei föður sín- um meðferðina á móðurinni og særði það mjög föðurinn. „En mest varð óhamingja yngri sonar- ins, Eduards, sem þoldi svo illa átökin í fjölskyldunni að hann missti smám saman geðheilsuna," segir í bókinni. Kunnugir töldu að Eduard hefði erft að hluta til snilligáfu föðurins. Hinn síðar- nefndi kunni á hinn bóginn ekki að meta hæfileika sonarins, hafði auk þess andstyggð á sjúkdómum og nútíma læknavísindum. Edu- ard eyddi mörgum árum á svissn- esku geðsjúkrahúsi, Einstein heimsótti hann aldrei og sonurinn dó í eymd og volæði. Margslunginn persónuleiki HUGSUÐURINN Albert Ein- stein gerbreytti heimsmynd samtimans með afstæðiskenn- ingn sinni en átti erfitt með að fóta sig í tilfinningalífinu. Curie með „sálarlíf síldar“ I skilnaðarskjölum er drepið á ofbeldi og Einstein sagði áratug- um síðar í bréfi að fyrri eiginkona sín hefði verið „einstaklega ófríð“. Hann var mjög upp á kven- höndina. Náinn kunningi sagði eitt sinn um Einstein að honum hefði fundist konur „því meira heillandi sem þær voru fáfengi- legri; sveittari og verr þefjandi". En Einstein taldi konur óæðri körlum. Hann átti gott samstarf við Nóbelshafann Marie Curie, dáði hana fyrir vísindastörfín en sagði að hún væri „stórkostleg undan- tekning" sem hefði „sálarlíf á borð við síld“. Eitt sinn sagði hann nemanda sínum, ungri konu, að fáar konur hefðu sköp- unargáfu og hann væri feginn að konan sín, þ.e. Elsa, vissi ekk- ert um vísindi „fyrri konan mín gerði það“. Einstein hélt framhjáhaldinu áfram eftir að hann kvæntist Elsu 1919. Hún var yfirleitt talin frem- ur vitgrönn en sagði eitt sinn vin- konu, sem Einstein daðraði við, að hún væri alls óhrædd því að eiginmaðurinn gæti aldrei orðið raunverulega ásthrifinn af menntakonu. Einstein var þýskur gyðingur. Hjónin flýðu frá Þýskalandi und- an nasistum til Bandaríkjanna þar sem Einstein lést 1955. Elsa átti dóttur, Margot, og varð Ein- stein mjög hændur að henni, margir kunningjar þeirra hjóna töldu að Einstein ætti engin börn sjálfur. Síðustu árin naut Einstein þrátt fyrir karlrembu sína um- hyggju og verndar Margot, systur sinnar Maju, og ekki síst ráðskon- unnar Helen Dukas sem var hon- um afar trygg. Morðin í þýsku farskipi í Norðursjó Rússinn framseld- ur til Þýskalands? Kaupmannahöfn. Reuter. RUSSNESKI sjómaðurmn sem sakaður hefur verið um að myrða skipsfélaga sína á þýska flutn- Japan Flöskuvatn- ið vinsælt Tókýó. Reuter. GÆÐI kranavatnsins í Japan versna með ári hverju og að sama skapi vex markaðurinn fyrir út- lent vatn á flöskum. Á tólf mán- uðum, frá mars til mars sl., drukku Japanir rúmlega 345 milljónir lítra af flöskuvatni og þar af var hlutur útlenda vatns- ins rúmar 45 millj. lítra. Jókst hann um 31,4% frá árinu áður. „Venjulegt neysluvatn verður verra með hveiju ári, sem líður, og fólk er hætt að horfa í peninginn fyrir flöskuvatn,“ segir í nýrri skýrslu um utanríkisverslun Jap- ans. Á markaðinum fyrir útlenda vatnið eru Frakkar langstærstir með næstum 90% sölunnar og er aðallega um að ræða þrjú vöru- merki, Vittel, Volvic og Evian. Neysla Japana á flöskuvatni er enn lítil miðað við það, sem gerist í Evrópu. Hún er nú 2,8 lítrar á mann en 102 á Ítalíu, 96 í Belgíu, 88 í Þýskalandi og 77 í Frakklandi. ingaskipinu Bárbel kann að verða framseldur til Þýskalands, að sögn dönsku lögreglunnar. Talsmaður lögreglunnar í Esbj- erg sagði að Danir vildu aðstoða þýsk yfirvöld við að upplýsa morðin um borð í Bárbel með því að fram- selja rússneska sjómanninn. Auk þess hefðu þeir út af fyrir sig eng- an áhuga á að vista hann. Sjómaðurinn var á fimmtudag sakaður um að hafa myrt fimm skipsfélaga sína, tilraun til þess að kveikja í skipinu og fyrir þjófnað. Blóðblettir sem tilraun hafði verið gerð til að afmá fundust um borð og sannað þykir að gerð hafi verið misheppnuð tilraun til að kveikja í skipinu. Rússneski sjómaðurinn er 28 ára gamall en í samræmi við danskar réttarvenjur hafa aðrar upplýsingar um hann ekki verið birtar. Hann fannst í á reki í gúmmíbjörgunarbát skammt frá yfirgefnu skipinu á miðvikudag og hafði hann 60.000 þýsk mörk, um tvær og hálfa millj- ón króna, í reiðufé í fórum sínum. Kom í ljós að brotist hafði verið inn í öryggishólf í vistarverum skip- stjóra og það tæmt. Rússneski sjó- maðurinn hefur borið því við að heiftarleg slagsmál hafi brotist út um borð eftir drykkjuveislu. Síðan hafi eldur komið upp og hafi hann forðað sér frá öllu saman með því að setja út björgunarbát. Reuter Býflugnaskegghausar BÝFLUGNABÆNDURNIR Pamela Wenzioli og Ardith Eggman frá Kaliforníu reyna að standa grafkyrr til að hræða ekki þúsundir bý- flugna sem sest hafa á höfuð þeirra og líkjast helst miklu alskeggi. Uppákoman fór fram á þingi býflugnaræktenda í Vancouver í Kanada. Tilbúin kynhormón, sem draga að sér flugurnar, voru í áburði sem tvímenningarnir báru á þá staði sem þau vildu að yrðu þaktir býflugum. Tæplega sextug kona ól tvíbura FIMMTÍU og átta ára sænsk kona ól í gær tvíbura, svein- börn, í borginni Umeá í Svíþjóð að að sögn talsmanns ítalska fijósemislæknisins Severinos Antinori. Hann sérhæfir sig í að hjálpa 50 ára konum og eldri að eignast böm. Nýr leiðtogi danska Ihalds- flokksins HANS Engell formaður þing- flokks danska íhaldsflokksins tók í gær við af Henning Dyr- emose sem flokksleiðtogi. Eng- ell þykir mjög íhaldssamur og því vonast flokksmenn hans til að honum takist að skerpa ímynd flokksins og koma hon- um upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í. Líbýumenn að gefa sig? BRESKA blaðið The Scotsman sagði í gær að Líbýumönnum hefði verið heitið því að tveir líbýskir leyniþjónustumenn sem urðu þess valdandi að farþega- þota splundraðist yfír bænum Lockerbie yrðu ekki framseldir til Bandaríkjanna ef þeir kæmu fyrir rétt í Skotlandi. Talið er að líbýsk yfirvöld séu hugsan- lega tilbúin að láta Bretum mennina í té á þessum forsend- um. Fáir svara kalli Kastrós FÁIR sinntu öflugu kalli kú- banskra fjölmiðia sem hvöttu landsmenn til að mótmæla við- skiptabanni Bandaríkjastjórnar íHIavana í gær. Undirtekir al- þýðunnar á Kúbu nú eru í hróp- legu ósamræmi við það sem átt hefur sér stað á undanförnum árum þegar smalað hefur verið til funda þar sem stefnu banda- rískra stjórnvalda í garð Kúbu hefur verið mótmælt. Kreppa í forystu PLO MAHMUD Darwish, einn af helstu leiðtogum Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO), sagði sig í gær úr stjórn sam- takanna. Þykir það til marks um pólitíska kreppu í forystu samtakanna og ágreining í af- stöðunni til hugsanlegra samn- inga við ísraela. Sömuleiðis á PLO við mikinn fjárhagsvanda að etja og hafa þeir sem eru á launaskrá samtakanna ekki fengið borguð laun síðustu þijá mánuðina. HerTékka biðst forláts HER Tékklands baðst í gær afsökunar á framferði sínu gegn óbreyttum borgurum í Brno, Prag og Zlin (áður Gottwaldov) í ágúst 1969. Um 20.000 hermenn voru þá sendir á 300 skriðdrekum og 200 brynvögnum til þess að leysa upp mótmælafundi á ársafmæli innrásar Varsjárbandalagsríkj- anna í Tékkóslóvakíu árið áður. Fjórir ungir menn voru skotnir til bana í aðgerðum hersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.