Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Umferðarfræðsla
fyrir 5 og 6 ára böm
UMFERÐARFRÆÐSLA fyrir 5 og 6 ára börn á Akureyri fer
fram í grunnskólum bæjarins dagana 23. til 26. ágúst næstkom-
andi. Kennslan byggist á því að leiðbeina börnunum um ákveð-
in atriði varðandi umferðina.
Áhersla er lögð á að tengja
umferðarreglurnar við aðstæður
barnanna hveiju sinni og m.a. er
fjallað ítarlega um reglur fyrir
gangandi fólk, hjólreiðar barna
og nauðsyn þess að vera með hjól-
reiðahjálma, um notkun bílbelta
og barnabílstóla og um endursk-
insmerki.
Snuðra og Tuðra
Margar leiðir eru notaðar til
að ná til barnanna, spjallað, sögð
■v
STaC
e
h
AK.ure.yr
■Höggmyndasýning
stendur yfir í Deiglunni, högg-
og veggmyndir í íslenskan
grástein og móberg eftir Ein-
ar Má Guðvarðarson og Sus-
anne Christensen.
■ Sýning á verkum Samú-
els Jóhannssonar í Café Karol-
ínu.
■Sýning á verkum Val-
garðs Stefánssonar á Hótel
Eddu Þelamörk.
leikbrúðusaga um Snuðru og
Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur,
sungið, sýndar kvikmyndir og
glærur og að sjálfsögðu er mikið
lagt upp úr því að börnin fái sjálf
tækifæri til að tjá sig.
Foreldrar og aðrir uppalendur
fá fræðslu um þær grundvallar-
reglur sem börnin þurfa að kunna
og um orsakir umferðarslysa á
börnum og hvað sé til ráða.
Dagana 23. og 24. ágúst verð-
ur umferðarfræðslan í Barnaskóla
Akureyrar, Síðuskóla og Odd-
eyrarskóla en 25. og 26. ágúst í
Lundarskóla og Glerárskóla.
Það eru skipulagsnefnd Akur-
eyrar, lögreglan og Umferðarráð
sem standa að fræðslunni í sam-
vinnu við leik- og grunnskóla
bæjarins.
Morgunblaðið/Golli
Stúdentagarðar
ÞRIR stúdentagarðar hafa nú verið teknir í notkun við Klettastíg, samtals með 18 íbúðum og 12 ein-
staklingsherbergjum.
Stúdentagarðar Félagsstofnunar teknir í notkun við Klettastíg
Kostnaður um 145 milljónir
Kennaranemum
kennt í KA-húsinu
KENNSLA hefst við Háskólann á Akureyri eftir helgi, mánudag-
inn 23. ágúst, og þá hefur jafnframt starfsemi sína ný deild við
skólann, kennaradeild.
Kennaranemum verður kennt í
sal í KA-húsinu við Dalsbraut og
sagði Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson forstöðumaður deildar-
innar að ýmsir möguleikar hefðu
verið skoðaðir áður en afráðið var
að taka salinn í KA-húsinu á leigu.
Kennaranemamir verða 78 talsins
á fýrsta ári, en alls sóttu 94 um.
Svo stór hópur kemst ekki með
góðu móti fyrir í húsakynnum Há-
skólans á Akureyri.
Kennaranámið er þriggja ára
nám og er aldursskipting þeirra sem
nú eru að hefja þetta nýja nám við
skólann mjög dreifð, eða frá 19 ára
til ríflega sextugs, en meðalaldurinn
er 25,8 ár.
STÚDENTAGARÐAR við Klettastíg voru teknir I notkun í gær, en
þar er um að ræða tvö hús, annað með níu 2ja og 3ja herbergja
íbúðum og hitt með 12 einstaklingsherbergjum. f fyrra haust var
tekið í notkun eitt hús með níu íbúðum. Stúdentagarðarnir eru í
eigu Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.
Félagsstofnun stúdenta á Akur-
eyri hefur nú til umráða alls 28
íbúðir og 26 einstaklingsherbergi í
flórum húsum, þrjú þeirra eru við
Klettastíg en hið fýrsta sem byggt
var er við Skarðshlíð.
Við Klettastíg eru tvö hús með
níu íbúðum hvort, fjórum þriggja
herbergja íbúðum sem eru 64 fer-
metrar að stærð auk tíu fermetra
í sameign og fímm tveggja her-
bergja íbúðum sem eru 54 fermetr-
ar auk sameignar. Þá er eitt hús
með 12 einstaklingsherbergjum og
er sameiginlegt eldhús fyrir hver
fjögur herbergi. Sorp og hjóla-
geymslur eru í útihúsi. Ibúðirnar
eru afhentar með eldavél og ísskáp
auk þvottavélar í sameign.
Kostnaðarverð hvors íbúðarhúss
er um 54 milljónir króna, hver
tveggja herbergja íbúð kostar um
5,8 milljónir króna og þriggja her-
bergja íbúð kostar um 6,5 milljónir
króna. Kostnaðarverð hússins með
einstaklingsherbergjunum er um 37
milljónir króna. Kostnaður við
byggingu húsanna þriggja er því
um 145 milljónir króna.
Byggingakostnaður er fjármagn-
aður að stærstum hluta af Bygg-
Fleiri konur en karlar
Af nemunum 78 eru 50 frá Akur-
eyri eða Eyjafjarðarsvæðinu en 28
eru annars staðar af að landinu.
Þá eru konur 57 talsins og karlar
21.
Við skólann verða í vetur við nám
tæplega 250 manns, kennt verður í
húsakynnum skólans við Þingvalla-
stræti, Glerárgötu og síðan í KA-
húsinu. Fjórar deildir eru við skól-
ann, rekstrardeild, heilbrigðisdeild,
sjávarútvegsdeild og hin nýstofnaða
kennaradeild. Fyrstu sjávarútvegs-
fræðingamir verða útskrifaðir í des-
ember næstkomandi eftir íjögurra
ára nám en þeir verða sex talsins.
Nýflutt
ÞAU Krístinn Þ. Kristinsson og Bára Guðmundsdóttir voru að koma
sér fyrir í nýju stúdentagörðunum í gær ásamt syni sínum, Arnari
Má. Krístinn er á síðasta ári í sjávarútvegsfræði, þau hafa fram til
þessa verið í leiguhúsnæði úti í bæ, en töldu betra að vera nú flutt inn
á stúdentagarðana. „Þetta er svo skemmtilegur staður og svo hefur
maður félagsskap hér,“ sögðu þau.
Tónleikar, Hólakirlgu
HÓLANEFND efnir til tónleika
í dómkirkjunni á Hólum mið-
vikudaginn 25. ágúst kl. 21.00,
en fram koma Gerður Bolla-
dóttir, sópran og Rögnvaldur
Valbergsson organisti.
Rögnvaldur Valbergsson leikur
á orgel kirkjunnar, sálmforleiki
eftir Jóhann Sebastian Bach,
Dederik Buxtehude og Johann
Brahms og þátt úr 4. orgelsinfó-
níu eftir Charles Marie Widor.
Rögnvaldur er organleikari við
Sauðárkrókskirkju, hann nam
orgelleik hjá Páli Kr. Pálssyni,
Jakob Tryggvasyni og síðustu ár
hjá Birni Steinari Sólbergssyni.
Gerður Bolladóttir sópransöng-
kona syngur við undirleik Rögn-
valdar verk eftir W.A. Mozart, J.
S. Bach og G.F. Handel, Franz
Schubert og Cesar Franck.
Gerður hefur numið söng síð-
ustu sjö ár og kennarar hennar
síðustu fjögur árin hafa verið Si-
eglinde Kahman og Sigurður De-
metz Franzson.
Eftir tónleikana verður kaffí í
boði Hólanefndar.
Gerður BoIIadóttir söngkona.
ingasjóði verkamanna, um 90% og
af Akureyrarbæ.
Félagsstofnun hefur til ráðstöf-
unar tíu íbúðir og 14 einstaklings-
herbergi í Útsteini við Skarðshlíð
og 18 íbúðir og 12 einstaklingsher-
bergi við Klettastíg eða samtals 28
íbúðir og 26 einstaklingsherbergi.
Fjölskyldu-
hátíð frestað
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ sem vera
átti í sundlaugargarðinum við
Þingvallastræti í dag, laugardag-
inn 21. ágúst, hefur verið frestað
um eina viku.
Ástæða frestunarinnar er hin gamal-
kunna norðanátt, rok og rigning, sem
hrellir íbúa á landinu norðanverðu um
helgina, en Sigurður Guðmundsson,
forstöðumaður Sundlaugar Akur-
eyrar, sagði að hátíðin yrði haldin að
viku liðinni, laugardaginn 28. ágúst.
„Við höfum komist að samkomulagi
við veðurguðina og erum því vissir
um að fá gott veður eftir viku.“
Biðlistinn tæmdist
Valtýr Hreiðarsson framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunar sagði að hægt
hefði verið að úthluta öllum sem um
sóttu húsnæði, biðlisti sem var í
sumar eftir húsnæði hefði tæmst.
Hann sagði að ekki væri fyrirhugað
að fara út í frekari byggingafram-
kvæmdir við stúdentagarða á Akur-
eyri á næstunni.
Arkitektastofan við Ráðhústorg,
Verkfræðistofa Norðurlands og Raf-
tákn sáu um hönnun húsanna, en
byggingarverktakar voru Fjölnir og
SJS verktakar.
Messur
Akureyrarkirkja Guðsþjón-
usta verður í Akureyrarkirkju á
morgun sunnudag, 22. ágúst
kl. 11. fyrir hádegi. ÞH.
Guðsþjónusta verður á
Hjúkrunardeild aldraðra Seli I,
á morgun, sunnudag kl. 14. ÞH.
Glerárprestakall Guðsþjón-
usta verður í Lögmannshlíðar-
kirkju næstkomandisunnu-
dagskvöld 22. ágúst kl. 21.00.
Sóknarprestur.