Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Tyrkneska dómsmálaráðuneytið
Sophia segir að yfirrannsóknar-
dómarinn hafi komið til Istanbúl í
vikunni og kallað sig á fund sinn
þar sem hann tók af henni ianga
Bræla á
loðnumiðum
BRÆLA hefur verið á loðnumið-
unum og veiðar með minna móti
undánfarinn sólarhring. Tafir
urðu á löndun úr þremur loðnu-
bátum á Siglufirði vegna bilunar
í færibandi á fimmtudag. Svanur
RE er farinn til loðnuleitar við
ísröndina en á því svæði hefur
orðið vart við loðnu að undan-
förnu. Um 220 þúsund tonn af
loðnu hafa borist á land á vertíð-
inni.
Svanur RE hélt af stað til loðnu-
leitar við ísröndina norð-vestur af
landinu í gær. Að sögn Birgis Henn-
ingssonar stýrimanns hafa togarar
og rækjubátar orðið varir við all-
mikið af loðnu á þessum slóðum
að undanförnu. Birgir sagði að oft
hafi veiðst vel á þessu svæði síð-
sumars. Hann sagði að loðnan við
Jan Mayen virtist vera farin að
dreifa sér og væri þar í minni torf-
um en áður.
skýrslu um hin ýmsu atvik, sem
upp hafa komið í forræðismálinu.
„Hann er að rannsaka meðferð
málsins og hvernig rannsókn þess
hefur verið háttað og hvernig dóm-
arinn hefur meðhöndlað málið.
Einnig rannsakar hann meðal ann-
ars hvers vegna saksóknarinn hafi
ekki sinnt skyldu sinni þegar við
höfum kært brot Halims A1 á um-
gengnisrétti mínum,“ segir Sophia.
Fölsk skýrsla útbúin
Hún segir að þegar hafí allir
þeir embættismenn, sem hafa fylgt
henni að heimili Halims A1 í öll þau
skipti, sem hún hefur ætlað að hitta
dætur sínar, verið yfirheyrðir vegna
rannsóknarinnar. „Yfírrannsóknar-
dómarinn er búinn að komast að
því að þegar ég var beðin um að
gefa skýrslu um brotin á umgengn-
isréttinum og dómarinn var kominn
í frí var útbúin fölsk skýrsla þar
sem segir að hvorki ég né nokkur
annar hafí mætt til réttarins þennan
dag. Það komu blaðamenn á staðinn
þennan dag og gátu staðfest að við
hefðum verið þama. Nú verða dóm-
arinn, saksóknarar og ritarar allir
teknir til yfírheyrslu vegna þessa,“
segir Sophia.
Hún segir að búist sé við að yfír-
rannsóknardómarinn skili skýrslu
um rannsókn sína til dómsmála-
ráðuneytisins í lok næstu viku.
Morgunblaðið/Sverrir
Utför Eysteins Jónssonar fyrrverandi ráðherra
FJÖLMENNI var við útför Eysteins Jónssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Framsóknarflokksins,
sem var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Sr. Karl Sigurbjömsson jarðsöng og organisti var Hörður Áskels-
son. Kistuna báru úr kirkju Jón Kristjánsson, Sigurður Markússon, Páll Pétursson, Sigrún Magnúsdóttir,
Halldór Ásgrímsson, Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason.
Þuríður hf. kaupir fiskvinnsluhús úr þrotabúi EG
Kaupverðið nam um
120 milljónum króna
Bolungarvík.
HLUTAFÉLAGIÐ Þuríður hf. í Bolungarvík hefur keypt eignir
fiskvinnsluhúss sem áður voru eign þrotabús Einars Guðfinns-
sonar hf. sem Fiskveiðasjóður leysti til sín fyrr á þessu ári.
Kaupverð eignarinnar mun vera um 120 milljónir kr. Hluthafar
Þuríðar hf. eru fjórir en til stendur að fjölga hluthöfum.
Tiltölulega fáir arnarungar hafa komist á legg á þessu sumri
Veður hagstætt fálkanum
ÞETTA sumar hefur verið eitt af lélegri varpárum arnarins, að sögn
Kristins Hauks Skarphéðinssonar líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun.
Vitað er um 30 arnarpör sem reyndu að verpa en aðeins 14 til 15 ung-
ar komast á legg. Ástæðan er talin vera kuldi og umhleypingar á Vestur-
landi og Vestfjörðum í vor. Sumarið hefur verið hagstæðara fyrir fálka
en veðurfar á fálkaslóðum fyrir norðan var hagstæðara í vor. Þar var
snjólétt og fálkinn fann auðveldlega helstu bráð sína, rjúpuna.
HM í snóker
Kristján komst
í úrslitaleikiiin
KRISTJÁN Helgason vann Jó-
hannes B. Jóhannesson 8:7 í und-
anúrslitaleik þeirra á heimsmeist-
aramóti undir 21 árs í snóker.
Leikur Kristján því til úrslita gegn
Sri Lanka búanum Indika.
Hefst leikurinn kl. 12 á hádegi í
dag og heldur síðan áfram eftir kl.
18. Seinni hrinan fer fram á morgun
og hefst kl.14. Leikið er í húsnæði
Taflfélags Reykjavíkur.
Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðing-
ur, segir að sveiflur milli ára í fjölda
heimilisfastra fálka séu ekki miklar
en rjúpnafjöldi og tíðarfar ráði mestu
um hversu margir ungar komist á
legg. Hann segir að í góðu árferði
geti allt að 800 ungar komist á legg
en fjöldinn fari niður í 100 til 200
þegar minnst sé. Hann segir að þeir
fálkar sem nái fullorðinsaldri verði
yfírleitt langlífir, eða á milli 20 og
30 ára.
Lífið snýst um rjúpuna
Líf fálkans snýst að miklu leyti
um ijúpuna en ástand ijúpnastofns-
ins, er að sögn Ólafs Karls, mjög
bágborið um þessar mundir. „Stofn-
inn hefur ekki verið fáliðaðri undan-
farin 30 ár og það gæti farið að
koma niður á fálkastofninum. Hing-
að til hefur ijúpnastofninn þó aldrei
farið það langt niður að fálkinn hafí
soltið,“ segir hann.
35 til 40 arnarpör í landinu
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
segir að fjöldi staðbundinna arnar-
para hafí verið mjög svipaður undan-
farin 7 til 8 ár, eða um 35 til 40
pör. Vöxtur í stofninum hafi verið
örari frá 1970 til 1984. Arnarsvæðin
eru við Snæfellsnes, Breiðaíjörð og
á Vestfjörðum.
í mai og byijun júní var norðan-
garri ríkjandi á þessum svæðum og
hafa því tiltölulega fáir amarungar
komist á legg í sumar. Kristinn
Haukur segir að stofninn sé enn
mjög fáliðaður og miklu minni en
hann var laust fyrir síðustu aldamót
en þá hafí verið á um annað hundrað
pör í landinu.
Fálki
RJÚPNAFJÖLDI og tíðarfar
ráða mestu um hversu margir
fálkaungar komast á legg. Lélegt
ástand rjúpnastofnsins gæti farið
að koma niður á fálkastofninum.
Hlutafélagið Þuríður var stofnað
í vor, einkanlega til þess að taka á
leigu og reka rækjuverksmiðju sem
rekin var í hluta fískvinnsluhússins.
Þegar Fiskveiðasjóður auglýsti
eignir frystihússins til sölu bauð
Þuríður í rækjuverksmiðjuna ein-
göngu, en Ósvör hf., sem er almenn-
ingshlutafélag sem stofnað var til
að kaupa togara og fiskvinnsluhús
þrotabúsins, bauð í allt húsið. Fisk-
veiðasjóður hafnað báðum tilboðun-
um en óskað jafnframt eftir að fyr-
irtækin endurskoðuðu tilboð sín.
Bauð þá Þuríður hf. 110 til 120
milljónir í allt húsið en Ósvör hf.
bauð 91,5 milljónir. Fiskveiðasjóður
ákvað að ganga til samninga við
Þuríði hf. og í gær var svo undirrit-
aður kaupsamningur um sölu húss-
ins.
Viðræður um hráefniskaup
Að sögn Valdimars L. Gíslason-
ar, eins fjögurra eigenda Þuríðar
hf., vonast þeir til að geta hafið
starfsemi fljótlega í september. Um
þessar mundir standa yfir viðræður
um kaup á hráefni frá nærliggjandi
byggðarlögum og jafnvel víðar að.
Valdimar gerði ráð fyrir að húsið
yrði rekið með svipuðu sniði og ver-
ið hefði en fyrst og fremst yrði unn-
in þar rækja. Að sjálfsögðu yrði þar
einnig eins mikil bolfiskvinnsla og
mögulegt væri en hann gat þess að
þeir hefðu þó engan kvóta.
Gunnar.
Foiræðismál Sophiu
Hansen rannsakað
SOPHIA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar í Tyrklandi í gær
og var fyrrum eiginmaður hennar Halim A1 ekki á heimili sínu þeg-
ar hún kom þangað. Sophia segir að dómsmálaráðuneytið í Ankara
hafi skipað yfirrannsóknardómara ráðuneytisins að rannsaka forræð-
ismálið og meðferð þess í Tyrklandi í heild. Hún segist vera ánægð
með þessa rannsókn og vongóð um að hún leiði til þess að tekið verði
á málinu á réttlátan hátt.
I
b
i
I
i
»
i
í
i
i
I
i
í dag
Sjúkraliðar ú Borgarspítala
Borgarspítalinn sparar 6 millj. til
áramóta með því að hætta að taka
sjúkraliðanema í starfsnám 7
Ástandið i Sómalíu_______________
Neyðarástand hefur vikið fyrir upp-
byggingu í Sómalíu 17
Úrslitaleikur
IA og Stjarnan leika tii úrsiita í
bikarkeppni kvenna í knattspyrnu
í dag 39
Leiðari__________________________
Hriktir í stoðum stalínistavígis 20
Lesbók
► Glerárkirkja á Akureyri -
Franz Biberkopf og villta austrið
- Engisprettuplága/smásaga eftir
Doris Lessing- Retorómanska -
Hugmyndasagan og aldarlokin
3Wor0imbIabU»
UTAN===c
SEILINGAR
Menning/Listir
Verk Louisu Matthíasdóttur á
Kjarvalsstöðum. íslenskir lista-
menn á listahátíð í Essex.
Askrifendur geri
sjálfir upp skattinn
ÞAÐ er ekki lengur í höndum Pósts og síma að innheimta virðisauka-
skatt af erlendum tímaritum í áskrift heldur eiga áskrifendur sjálfir
að gera skil á honum skv. reglugerð, sem fjármálaráðuneytið gaf út
í gær. Póstþjónustunni er því nú heimilt að afhenda áskrifendum tíina-
ritin þótt skatturinn hafi ekki verið
Til að tryggja að farið verði eftir
reglugerðinni verður útbúin skrá yfir
þá, sem greiða skattinn og við og
við athugað hvort tímarit berist til
einhverra, sem ekki eru á þeim lista.
Indriði Þorláksson skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu segir að við-
takendum tímaritanna sé gert skylt
að gera skil á skattinum innan mán-
aðar frá því að áskriftargjald er
greitt. „Þá geta þeir greitt á næsta
gerður upp. |
pósthúsi fyrir allt tímabilið, sem um
er að ræða og afhendingin á að
ganga snurðulaust fyrir sig,“ segir |
hann.
Með reglulegu millibili verður
kannað hvort erlend tímarit berist |
til einhverra, sem ekki eru á skránni.
„Þá verða þeir krafðir um það að
gera skil og ef það gengur ekki eft-
ir þá er heimilt að stöðva afhendingu
til þeirra," segir Indriði.