Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
21
tanir Norðnw
íursherferð
gum norsku strandgæslunnar
'engið besta aflann hingað til
fékk 20 tonn í einu hali í gærdag.
Þá sagði hann að Norðmennirnir
hefðu farið um borð í Sléttanesið í
gærmorgun og sagt að 66% aflans
væri undir viðmiðunarmörkum.
Stúrla sagði að Norðmennirnir
tækju upp hvert einasta smákvikindi
sem þeir kæmu auga á við mæling-
una og teldu þau með, hvort sem
það væri næli [smáþyrsklingur], síli
eða annað. Þannig fengju þeir þessa
niðurstöðu sem væn alveg út í hött.
Samkvæmt upplýsingum Alfreðs
Steinars Rafnssonar, skipstjóra á
Snæfugli frá Reyðarfirði, er meiri-
hluti fisksins sem veiðist í Smugunni
mjög góður og kemur vel út í vinnslu.
Sturla sagði að vissulega sæist
undirmálsfiskur en almennt væri
þetta góður fiskur. Hann sagðist
geta trúað því að aflasamsetningin
færi upp undir þau viðmiðunarmörk
sem notuð væru á íslandsmiðum við
skyndilokanir, það er að hátt í 25%
fisksins væri 55 sentímetrar eða
minni. Hann sagði að sjómennimir
væru að vinna í því að gera nokkrar
mælingar samkvæmt íslensku vinnu-
aðferðunum til að vita hvemig þetta
kæmi út í raun. Hann sagði að sjálf-
sagt væri raunhæfast að íslenskir
eftirlitsmenn kæmu og mældu afl-
ann. Sjómennimir hefðu engan
áhuga á að liggja þarna í smáfiski
frekar en heima.
Aðspurður um hvort hann ætlaði
að verða við tilmælum Norðmanna
um að fara af veiðisvæðinu vegna
smáfískadráps, sagði Sturla að hann
ætlaði að sjá hvað gerðist í dag.
Hann sagðist vona að norska strand-
gæslan leiðrétti niðurstöður sínar.
Sami áróðurinn
Norska strandgæslan hefur einnig
sakað íslenskt skip um að vera með
ólögleg veiðarfæri. Sturla sagðist
ekki hafa heyrt um það og sagðist
raunar telja það sama áróðurinn.
Hann sagði að íslensku skipin væm
með sama búnað og þeir notuðu á
íslandsmiðum. Möskvastærð í troll-
poka væri 155 mm sem er meiri
möskvastærð en norskir togarar em
með. Þeir mega vera með 135 mm
möskva, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri
Ljósafells frá Fáskrúðsfirði, hafði
sömu sögu að segja. Taldi hann ólík-
legt að Norðmenn gætu með réttu
fundið að veiðarfærunum því íslend-
ingar væru með strangari reglur í
því efni en flestir aðrir.
Erfitt að vera bjartsýnn
Veiðin hefur ekkert glæðst í
Smugunni. Sturla sagði að menn
fengju oft tonn í holi og upp í 3-4
tonn þegar best gerðist. Alfreð á
Snæfugli nefndi 1-4 tonn. Alfreð
sagði að skipin væru á mjög tak-
mörkuðu svæði enn sem komið væri
en hann reiknaði með að fljótlega
yrði farið í að leita út fyrir það. Sturla
sagði að erfitt væri að vera bjartsýnn
þegar svona lítið væri af fiski á svæð-
inu og þegar leitað væri út fyrir
þennan litla blett sem þeir væm að
snúast á fengist ekki neitt. Aðspurð-
ur hvort menn væru að gefast upp,
sagði Sturla að það skýrðist fljótlega.
Tuttugu og níu skip eru í Smug-
unni eða á leiðinni þangað, flest
byijuð veiðar. Ekki er vitað til þess
að neitt skip hafi lagt af stað í slík-
an leiðangur í gær, samkvæmt upp-
lýsingum Tilkynningaskyldunnar.
-----♦ ♦ ♦
Björn Bjarnason
Engin al-
þjóðalög
bannaokk-
ur veiðar
ÞEIR Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
áttu fund með utanríkis- og sjáv-
arútvegsmálanefnd alþingis um
veiðar Islendinga í Barentshafi.
Björn Bjarnason formaður utan-
ríkismálanefndar segir að farið
hafi verið yfir stöðu málsins nú
og fyrirhugaðar viðræður við
Norðmenn í Stokkhóhni á þriðju-
dag. „Það er [jóst að við höfum
heimildir til veiða í Barentshafi
og að engin alþjóðalög banna okk-
ur veiðar þar,“ segir Björn.
Fundur ráðherranna með meðlim-
um beggja nefndanna stóð í tæpa
tvo tíma og segir Björn að málið
hafi verið rætt almennt og menn
skipst á skoðunum. „Það liggur ljóst
fyrir að við eigum mikilla hagsmuna
að gæta hvað varðar veiðar á úthöf-
unum, hagsmuna sem eru sameigin-
legir með Norðmönnum," segir Bjöm
og bendir á að það verði eitt af því
sem rætt verður um í Stokkhólmi.
Þrír íslendingar í
úrslit í fimmgangi
Frá Valdimar Kristinssyni fréttaritara
Morgunblaðsins í Sparnswoude
ALLT hefur gengið upp nánast
eins og þeir bjartsýnustu höfðu
vonast til bæði í fjórgangi og
fimmgangi. Sigurbjörn Bárðar-
son og Höfði frá Húsavík eni
efstir í fimmgangi með 6,77.
Rosi Rössner Þýskalandi, á Prúð
frá Björnli varð önnur með 6,60
og síðan eru þeir jafnir í þriðja
til fimmta sæti Atli Guðmunds-
son á Reyni, Einar Oder Magnús-
son á Funa og Peter Haggberg,
Svíþjóð, á Smáhildi frá Skarði
með 6,37. Núverandi heims-
meistari Carina Heller, Þýska-
landi, hafnaði i sjötta sæti en
Reynir Aðalsteinsson á Skúmi
varð i sjötta sæti og koma þau
væntanlega til með að beijast
um sæti í A-úrslitum.
Þá varð árangur Baldvins Ara
Guðlaugssonar á Nökkva frá
Þverá og Sigurðar Matthíassonar
á Þráni frá Gunnarsholti hreint
ótrúlegur er þeir komust báðir í
A-úrslit í fjórgangi. Baldvin í
fjórða sæti með 7,0 og Sigurður
í fimmta sæti með 6,93. Efst í fjór-
gangi urðu Þjóðveijarnir Jolly
Schrenk á Ófeigi með 8,07, Sandra
Feldmann á Glampa frá Erbeldin-
gerhof og Bernd Vith varð þriðji
á Rauði frá Gut Ellenbach. Er
þessi árangur Baldvins og Sigurð-
ar mun betri en reiknað var með
Morgunblaðið/Valdimar
Gullið
í höfn
SIGURBJÖRN
Bárðarson með
hest sinn Höfða
eftir að þeir fé-
lagarnir höfðu
sigrað í gæð-
ingaskeiði á
heimsmeistara-
mótinu í Hol-
landi í fyrrdag.
en fyrirfram taldist gott ef annar
hvor þeirra kæmist í B-úrslit. Auk
þessa er Sigurbjörn nú í harðri
keppni um titilinn stigahæsti kepp-
andinn en til þess að hafa sigur
þarf hann að bæta tíma sinn í 250
metra skeiði um tvö sekúndubrot.
Aðalkeppinautur hans er Jolly
Schrenk á Ófeigi en hún getur
ekki bætt við sig stigum en Sig-
urbjörn sem nú er undir hefur hins-
vegar möguleika á sigri í fimm-
gangi og 250 metra skeiði en
stigahæsti keppandinn gæti orðið
harðsóttur og gæðingaskeiðstitill-
inn er í höfn þannig að ef allt
gengur upp gætu gullin orðið flest
fjögur.
I gær byijaði að rigna á móts-
staðnum en þó hlýtt og lygnt þann-
ig að ekki væsti um mótsgesti. í
dag fara fram úrslit í hlýðnikeppni
og seinni sprettir í 250 metrunum.
Þá verða kynbótahross sýnd og
fram fara B-úrslit í tölti og svo
endað á stórdansleik.
Veruleg verðhækkun á matvöru á einum mánuði
479 prósent verðmunur
á papriku milli verslana
VERÐ á matvöru hefur hækkað verulega frá því í júlí fram
í byrjun ágúst, samkvæmt verðkönnunum sem Neytendasam-
tökin gerðu á þessu tímabili. Verðmunur á milli verslana var
einnig umtalsverður og munaði til að mynda 479% á hæsta
og lægsta verði á 1 kg af grænni papriku. Vöruverð á þessu
tímabili hefur hækkað að meðaltali um 3%. Lægsta meðal-
verðið var í Bónus í Hafnarfirði en hæst í Kaupfélagi ísfirð-
inga á Súðavík.
Niðurstöður Neytendasamtak-
anna byggja á tveimur verð-
könnunum. Sú fyrri var fram-
kvæmd í 18 verslunum 5. júlí sl.,
skömmu eftir gengisfellingu krón-
unnar en þó voru verðhækkanir
að litlu leyti komnar fram í vöru-
verði, að því er segir í frétt frá
Neytendasamtökunum. Sú síðari
var framkvæmd 5.-9. ágúst sl. í
41 verslun. Útreikningar Neyt-
endasamtakanna á verðbreyting-
um eiga við verslanir sem báðar
kannanirnar náðu til. Kannað var
verð á 147 vörutegundum, einkum
algengum dós- og pakkavörum en
einnig nokkrum tegundum kjöt-,
fisk- og mjólkurvara, ávaxta og
grænmetis. í könnunina voru valin
vörumerki sem alla jafna fást í
flestum verslunum.
51% verðhækkun á tómötum
Verðbreytingar á einstökum vör-
um eru mjög mismunandi. Mest
hækkar verðið að meðaltali á tóm-
ötum um 51% og agúrkum um
39%. A þessu tímabili hækkaði verð
á Jacob’s tekexi að meðaltali um
rúmlega 10% en mest um 38% í
einni verslun. Silkience hárþvotta-
lögur hækkaði einnig að meðaltali
um rúmlega 10% milli kannana og
mest um 49% í einni verslun. Þrátt
fyrir géngisfellinguna lækkar verð
á vínbeijum um 20% og á banönum
um 4% að meðaltali.
Mikil hækkun í Eyjum
Meðalverð hækkaði mest hjá
Vöruhúsi K.Á. á Selfossi, um 6,1%,
hjá Eyjakaupum í Vestmannaeyjum
5,6% og hjá Eyjakjörum í Vest-
mannaeyjum um 5,2%. Hjá Kaupfé-
lagi Ámesinga í Vestmannaeyjum
lækkar verð að meðaltali milli mán-
aða um 1%, en hæsta verðið í síð-
ustu könnun Neytendasamtakanna
reyndist einmitt vera í þeirri verslun.
Mestur verðmunur milli verslana
var á grænmeti, á bilinu 152-479%.
I einni verslun var hægt að kaupa
1 kg af grænni papriku á 171 kr.
en 990 kr. í annarri. Af 147 vörum
var verðmunur í 19 tilvikum 100%
eða meira og í 90 tilvika var munur-
inn á bilinu 50-100%.
Bónus í Hafnarfirði lægst
Við úrvinnslu á könnuninni var
reiknað út meðalverð hverrar vöru.
Þetta verð var síðan notað sem
stuðull til viðmiðunar. Vöruverð í
verslun með meðaltöluna 100 er
því í meðallagi miðað við þær versl-
anir sem voru í könnuninni. Frávik
frá meðaltalinu gefa hugmynd um
hversu mikið verð í einstökum versl-
unum er fyrir neðan eða ofan með-
alverð. Lægsta verðið reyndist vera
í Bónus í Hafnarfírði sem var með
samanburðartöluna 72,1, en hæsta
verðið var í Kaupfélagi ísfirðinga
Súðavík 114,1.
Bónus, Hafnarfirði 172,1
KEA nettó, Akurevri 181.3
Fiarðarkaup, Hafnarfirðil 85,1
10-11, Glæsibæ, Rvilr |86,5
Haqkaup, Akurevri |87,5
Haqkaup, Niarðvík 188,1
Haqkaup, Krinqlunni, R. |88,6
KEA, Hrísalundi, Akurevri |89,3
Þinqev, Húsavík |90,8
Miðvanqur. Hafnarfirði |90,9
Kiarabót, Selfossi 192,8
Nóatún vestur í bæ, Rvík |92,9
Samkaup, Niarðvik |96,1
Vöruval, Vestmannaevium |97,5
Svarfdælabúð, Dalvík I 97,7
Eviakaup, Vestmannaevium | 97,8
Betri bónus, Vestm. 199,4
IKÞ matbær, Húsavík I99.6
IÞríhvrninour. Hellu 1101,3'
I Vöruhús KÁ. Selfossi 1102,1
I Kaupf. Ranqæinqa. Hvolsvelli 1104,8
I Kauof. Arnesinoa Vestm. 1105,2.
1 Eskikiör. Eskifirði 1105,8
- I Kauofélaq Héraðsbúa. Eoilsst. |106,9
I Höfn. Selofssi 1107,3
I Pöntunarfél. Eskfirðinoa. Éskif. 1108,1
lÁsakiör. Grundarfirði 1108,4
I Hólmkiör. Stvkkishólmi 1108,9
I Verslunarfél. Austurl.. Fellabæ |108,9
lArtún. Eailsstöðum 1109,2
1 Verslunarfél. Austurl.. Eailsst. |109,3
I Einar Guðfinnsson. Bolunq6rvík|109,8
I Grund. Grundarfirði 1109,9
I EYjakiör, Vestmannaevium 1110,5
I Þórshamar. Stvkkishólmi 1110,8
IHN búðin. isafirði 1110,9
l.Kaypfélag ísfirðinaa. ísafirði I
lEiörasÞúð. isafírði. ..... ...J111-1
LSiaro.i Bríh5§on.,Bolynaarvík |m.5
I Vðruval. .ísafirOí ....... J114.°
iKauofélaa (sfirðinaa. Súðavik |114,1
20 40 60 80 100