Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hriktir í stoðum stalínistavígis Eitt síðasta vígi stalínism- ans, Norður-Kórea, virðist nú ramba á barmi hruns. í fyrsta sinn frá því að ríkið var stofnað árið 1948 berast nú fregnir af uppþotum almenn- ings gegn stjómvöldum. Fram til þessa hefur íbúunum verið haldið í helgreipum hers og öryggislögreglu og refsingin við því að gagnrýna stjórnina verið lífstíðarfangelsi. Kim II Sung, hinn 81 árs gamli einræðisherra Norður- Kóreu, hefur stjórnað ríkinu með harðri hendi sem „leiðtog- inn mikli“ allt frá því hann komst til valda í skjóli sovézka hernámsliðsins árið 1945. Hann hefur ýtt undir gegndar- lausa og vitfirringslega per- sónudýrkun á sjálfum sér og byggt upp erfðaveldi í hinu „Lýðræðislega alþýðulýðveldi Kóreu“. Sonur leiðtogans, Kim Jong II, hefur tekið við ýmsum störfum hans undanfarin ár og ætlunin er að hann verði „leið- toginn mikli“ að föður sínum gengnum, en nú sættir hann sig við titilinn „leiðtoginn ást- sæli“. Þingkosningar fara fram með reglulegu millibili í Norð- ur-Kóreu og em kommúnistar ævinlega einir í kjöri. í kosn- ingunum 1986 voru allir 655 þingmennirnir endurkjörnir! Þjóðlífið er þaulskipulagt eftir kenningum Marx og Leníns og landið eitt það lokaðasta í heimi. Efnahagslíf Norður-Kóreu hefur verið rekið í anda marx- ísks áætlanabúskapar frá stríðslokum. Afleiðingin, eins og í öðrum kommúnískum lönd- um, er sú að 22 milljónir íbúa búa í sárri fátækt, að þeim Kim-feðgum og nokkrum flokksgæðingum undanskild- um. Upplýsingar um þróun efnahagsmála í landinu eru af skornum skammti, en flest bendir til að þjóðarframleiðslan hafí dregizt saman eða staðið í stað allan síðasta áratug. Efnahagslífið var Akkilesar- hæll Sovétríkjanna og komm- únistaríkjanna í Austur-Evrópu og það mun einnig verða Norð- ur-Kóreu að falli. Þótt stjórn- völd hafí getað viðhaldið skoð- anakúgun og ofbeldi áratugum saman, missa þau tökin þegar sultur og örbirgð ná taki á þjóð- inni — almenningi jafnt sem her og lögreglu — og hún rís upp gegn stjórnendunum. Efnahagsástandið í Norður- Kóreu hefur farið hríðversn- andi á undanförnum þremur árum. Fyrst hættu Sovétmenn og Kínverjar að senda Kim II Sung og félögum hans í Komm- únistaflokknum beina styrki. Hrun Sovétríkjanna var þeim mikið áfall, en í kjölfar þess hættu stjómvöld í Rússlandi vöruskiptaverzlun við Norður- Kóreu og heimta nú beinharðan gjaldeyri fyrir eldsneyti og korn, sem Norður-Kóreumenn hafa verið háðir. Nú ríkir skort- ur á mat, eldsneyti, hráefnum og rafmagni um allt land. Skorturinn er undirrót upp- þotanna, sem hinir örfáu er- lendu ferðamenn í Norður- Kóreu segja nú frá. Að sögn bandaríska blaðsins Washing- ton Post hefur kommúnist’a- stjómin tekið upp nýtt slagorð, sem málað er á skilti víða um sveitir landsins: „Borðum að- eins tvær máltíðir á dag, í stað þriggja!“. Blaðið segir einnig frá því að sumar fjölskyldur fái hrísgrjón einu sinni á ári — til hátíðabrigða. Ýmsar gerðir kommúnista í Norður-Kóreu undanfarið benda til örvæntingar þeirra. Þannig hafa stjórnvöld léð máls á samningaviðræðum við Bandaríkin um að hætta til- raunum með kjarnorkuvopn, en þær hafa valdið nágrannaríkj- unum miklum áhyggjum. Ýmislegt bendir til að Norður- Kóreumenn vilji reyna að þvinga fram efnahagsaðstoð, gegn því að hætta smíði kjarn- orkusprengju. Bandaríkja- stjórn hefur hins vegar gefið í skyn að hún láti ekki kúga sig með þessum hætti. Vesturlönd gera rétt í því að ljá ekki máls á slíku, heldur eiga þau að gera lýðræðislegar umbætur í Norður-Kóreu að skilyrði efna- hagsaðstoðar. líim II Sung er kominn að fótum fram. Þannig er komið fyrir fleiri af þeim fáu einræðis- herrum, sem enn stjórna „al- þýðulýðveldum“ undir merkj- um Stalíns. Kastró Kúbuforseti hefur til dæmis, ef marka má fréttir, undir höndum skýrslu um að búast megi við algjöru efnahagshruni á Kúbu áður en árið er á enda. Ákveðnar vís- bendingar eru um að stjórnvöld á Kúbu ætli að slaka á klónni. Slíkt er byijunin á kunnuglegu ferli, sem átti sér stað í Austur- Evrópu. Hrun kerfis kommún- ismans hefst með slíkum til- slökunum. Það hillir undir fall einræðisherranna. Þeir geta ekki öllu lengur lengt í heng- ingaról marxismans. T VEIÐAR ISLENDINGA I BARENTSHAFI Strandgæslan fór um borð í Hólmadrang Fékk 20 tonna hol í flottroll Flottroll er bannað í norskri lögsögu NORSKA strandgæslan fór tvisvar um borð í togarann Hólma- drang og fylgdi togaranum fast eftir í 15 tíma þar sem hann notaði flottroll en það veiðarfæri er bannað innan norskrar lög- sögu. Hlöðver Haraldsson skipstjóri segir í samtali við Morgunblað- ið að í þeim tveim mælingum sem gæslan gerði á aflanum úr troll- inu hafi undirmál reynst 18% í fyrra skiptið og 10% í seinna skipt- ið. Hólmadrangur fékk 20 tonna hol í flottrollið í gærdag. Hlöðver segir að staðreyndin sé að betri fiskur fáist í flottrollið en botnvörpuna á þessum miðum eins og mælingar norsku strandgæsl- unnar á afla hans sýni. „Ég bauð þeim að koma um borð aftur í dag og mæla hjá mér en þeir þáðu það ekki,“ segir Hlöðver er Morgun- blaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Áreitni Aðspurður um hvort aðgerðir norsku strandgæslunnar gegn Hólmadrangi megi ekki flokka undir áreitni, segir Hlöðver að hann telji svo vera. „Við vorum hinsvegar samvinnuþýðir við þá og fórum eftir óskum þeirra í hví- vetna,“ segir Hlöðver. „Þó að Norðmenn banni sjálfir flottroll innan sinnar lögsögu er staðreynd- in sú að á þessum miðum hér kem- ur mun betri og stærri fiskur í flottrollið en botnvörpuna." Hólmadrangur var kominn með rúmlega 40 tonna afla eftir tvo daga og helming hans fengu þeir sem fyrr segir í einu holi. Hlöðver segir að aflabrögðin hafi verið fremur dræm það sem af er fyrir utan að þeir hittu á eina góða torfu. „Sjórinn hér er mjög kaldur núna og skýrir það ef til vill hve lítið er af fiski,“ segir hann. Aðspurður um mælingar Norð- mannanna og hvort íslensku sjó- mennirnir séu almennt sáttir við þær segir Hlöðver að rætt hafi ver- ið um það meðal íslendinganna að þeir mældu sjálfir aflann sam- kvæmt sínum aðferðum en ekki hefði orðið af framkvæmdum enn. „Þegar þeir komu um borð hjá okk- ur var mælingin þannig að tekinn var helmingurinn af fjögurra tonna holi og hver einasti fiskur í því mældur,“ segir Hlöðver. „Að fá bara 10% undirmál með slíkum aðferðum sýnir að þetta hefur verið mjög góður og fallegur fiskur." Sturla sagði að Norðmennirnir væru ekki að loka svæðum fyrir eig- in skipum því engin norsk skip væru nálægt. Hann sagði að íslensku sjó- mönnunum þættu aðfarir Norð- mannanna við mælingarnar ein- kennilegar og langt frá því sem þeir ættu að venjast á íslandsmiðum. „Mér sýnist þetta vera eins og hvert annað áróðursbragð af þeirra hálfu.“ Svæðum á íslandsmiðum er lokað þegar meira en 25% af fjölda fiska í mælingu er 55 sentímetrar eða styttri. Norðmenn hafa ekki sam- svarandi svæðalokunarkerfi og við. Hins vegar er í gildi samkomulag um lokun veiðisvæða þegar 15% þorsksins er smáfiskur. Þannig er norska viðmiðunin þrengri. Reyndar t i TOGARINN Hólmadrangur hefur í eru þeir með önnur stærðarmörk vegna þess að þorskurinn í Barents- hafi vex hægar en á Islandsmiðum. Miða Norðmenn við 47 sentímetra fisk og í rússnesku landhelginni mun vera miðað við 42 sentímetra fisk og smærri þegar svæðalokanir eru ákveðnar. Hvert einasta smákvikindi Sturla sagði að norska strand- gæslan væri búin að mæla fisk í fjór- um skipum og sagði hann að meðal- tal mælinganna væri 26,35%. í fyrra- dag reyndist 27% af afla Ljósafells vera smáfiskur, samkvæmt mælingu Norðmannannaj og 18,7% í Hólmadrangi. I þriðja skipinu var hlutfallið um 10%, að sögn Sturlu. Sjómenn og útgerðarmenn um ásal Liður í áróc Ekkert mark takandi á mælin ÚTGERÐARMENN og skipstjórar togara í Smugunni segjast álíta að ásakanir Norðmanna um smáfiskadráp og ólögleg veiðarfæri íslensku skipanna séu liður í áróðursherferð Norðmanna gegn þess- um veiðum og settar fram í þeim tilgangi að koma skipunum heim. Sturla Einarsson, skipstjóri á Akureyrinni, segir að norska strand- gæslan noti einkennilegar aðferðir til að fá þessar niðurstöður og sé ekkert mark á þeim takandi. Aflabrögð hafa verið léleg og sagði Sturla um miðjan dag í gær að menn væru að hugsa sinn gang og það skýrðist hugsanlega í dag hvort þeir ætluðu að halda áfram. Veiðar bannaðar í Smug- unni vegna smáfisks í afla Jan Gunnar Furuly, Osló. NORSKA sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær að banna veið- ar í Smugunni í Barentshafi eftir að í ljós hafði komið að stór hluti þorskaflans er undirmálsfiskur. Bannið nær einnig til ákveðinna svæða innan norskrar lögsögu. Við eftirlit í íslenska toagaran- um Ljósafelli í Smugunni á fimmtudag kom í ljós að 27,6% aflans var fiskur undir 47 sm. Lágmarkshlutfall smáfisks í afia í Noregi er 15%. „Ef einhverjir halda veiðum áfram eftir að við höfum ákveðið lokun, kalla ég það hreinan veiði- þjófnað. Við göngum út frá að bæði norsk og erlend skip muni virða bannið,“ segir Bjarne Myr- stad upplýsingafulltrúi í norska sjávarútvegsráðuneytinu. Að sögn Myrstad eru það venjuleg vinnu- brögð að loka fiskimiðum ef veiðar taka ekki tillit til verndunar auð- lindanna. „Ég treysti ekki tölum Norð- manna fyrr en þær hafa verið stað- festar af óháðum aðilum. Þetta er áróður og pólitískt útspil, segir fiskverkandinn Eiríkur Tómasson í Grindavík í samtali við Norsk Telegrambyrá. Norsk yfirvöld styðjast við eftir- lit með erlendum togurum í Smug- unni og byggja einnig á niðurstöðu tilraunaveiða norsks rannsóknar- skips fyrr í mánuðinum. Þá var undirmálsfiskur allt að 66% af afla. Á sama tíma og 21 íslenskur togari, fjórir karabískir togarar og einn frá Færeyjum stunda nú veið- ar í Smugunni, og virðast ekki ætla að fara eftir tilmælum Norð- manna um að víkja af svæðinu, eykst gagnrýni norskra sjómanna á veiðarnar. „Sjóræningjaveiðar“ „Norðmenn eiga ekki að setjast að samningaborði með íslensku ut- anríkis- og sjávarútvegsráðherrun- um í Stokkhólmi fyrr en íslensku togaramir hafa komið sér út af svæðinu. Við getum ekki samið við þjóð sem stundar sjóræningjaveið- ar,“ segir Audun Merák, fram- kvæmdastjóri Sambands bátaút- gerðarmanna. Samkvæmt upplýsingum norsku strandgæslunnar eru áframhaldandi dræm aflabrögð í Smugunni. Á föstudag hafi togaramir veitt 1.500 kg. í þriggja til fjögurra tíma hölum. „Við höfum ekki átt í vandræðum með að komast um borð í togarana til að framkvæma eftirlit. Tónninn í mönnum er viðkunnanlegur, en flestir kvarta þeir yfir lélegum afla- brögðum," segir vaktstjóri strand- gæslunnar, í samtali við Norsk Telegrambyrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.