Morgunblaðið - 21.08.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2L ÁGÚST 1993
7
VTSALA
Þessi viðurkenndu gæðaverkfæri seld
á útsölu meðan birgðir endast
GARDENA
Framkvæmdastj óri Borgarspítalans um sjúkraliðanámið
Ekki samningur heldur
gömul, munnleg fyrirheit
Pottaplöntu
BORGARSPÍTALINN sparar 6
milljónir króna til áramóta með
því að hætta að taka sjúkraliða-
nema í starfsnám og setja þá á
launaskrá sjúkrahússins, að sögn
Jóhannesar Pálmasonar fram-
kvæmdastjóra Borgarspítalans.
Hann segir að ekki sé um að
ræða eiginlegan samning þár
sem spítalinn hafi skuldbundið
sig til að veita sjúkraliðanemum
starfsþjálfun heldur nokkurra
ára gömul munnleg fyrirheit
gagnvart stjórnendum viðkom-
andi skóla. Laun nemanna hafi
verð greidd af fjárveitingu
sjúkrahússins en menntamála-
ráðuneyti hafi fyrir nokkrum
misserum aftekið að standa
straum af kostnaðinum.
Jóhannes sagði að engar aðrar
heilbrigðisstéttir sem þyrftu að
ganga í gegnum starfsnám væru á
launum á námstíma heldur væri þá
um lánshæft nám að ræða.
Ekki bara skorið hjá
láglaunahópum
Aðspurður hvort Borgarspítalinn
gæti verið þekktur fyrir að grípa til
svo róttækra ráðstafana gagnvart
svo miklum hagsmunum fárra ein-
staklinga þegar um tiltölulega litla
fjárhagslega hagsmuni væri að tefla
sagði Árni Sigfússon, formaður
stjórnar Borgarspítalans, að miðað
við þann fjárhagsvanda sem stjórn-
endur spítalans ættu við að etja og
mikilvægi þess að spítalinn gæti
áfram veitt slösuðu fólki alls staðar
af landinu þjónustu allan sólarhring-
inn hafi stjórnin talið að einskis
mætti láta ófreistað við að halda
rekstri spítalans gangandi. Það væri
ógerningur nema að spara einhvers
staðar og skerða hagsmuni ein-
hverra. Arni hafnaði því aðspurður
að þegar leitað væri sparnaðarleiða
væri einkum skornir niður liðir sem
beindust að láglaunahópum og sagði
að niðurskurður á launaliðum hefði
jafnt bitnað á læknum og hjúkrunar-
fólki og öðru starfsfólki.
Ekki skaðabótaskylda
Hann sagði að stjórn spítalans
teldi útilokað að spítalinn hefði bak-
að sér skaðabótaábyrgð gagnvart
þeim sjúkraliðanenum sem ekki
hefðu að neinu námi að hverfa í
vetur en sagðist hins vegar geta
verið sammála því að stöðu starfs-
tengds framhaldsskólanáms eins og
sjúkraliðanájns bæri að efla í skóla-
kerfmu en það væri ekki á verksviði
stjórnar Borgarspítalans sem hefði
það að verkefni að veita óskerta
þjónustu á samdráttartímum.
Morgunblaðið/Áki H. Guðmundsson
Elís P. Sigurðsson
Reki á Skála
í Langanesi
BakkaTirði.
FARIÐ var í reka í Skála á
Langanesi í byijun ágúst í ágæt-
isveðri, hægri norðanátt og skýj-
uðu. Elís P. Sigurðsson, Breið-
dalsvík, var leiðangursstjóri eins
og í svo ótal skipti, þar af það
sjöunda með bát, svo segja má
að hann sé orðinn hagvanur þar.
Elís hefur rekann á leigu við
Skála og í þessari ferð var hann
með þrjá menn með sér í fjörunni.
Mikið erfiði er að eiga við trén því
það þarf að lempa fyrir þeim þegar
þau eru dregin af stað svo þau fest-
ist ekki á steinum á leið til sjávar
og undir stjóm Elísar gekk þetta
mjög vel. Menn unnu hnitmiðað við
að velja þau tré sem hirða átti og
hnýta í þau svo hægt væri að draga
þau með bát á sjó aftur.
í þessari ferð voru dregin út um
150 tré sem báturinn svo dró inn
á Gunnólfsvík þar sem trén voru
dregin á land. Segja má að þeir
félagar stundi endurvinnslu úr verð-
mætum og haldi við fornri starfs-
grein að fara á fjörur.
— Áki.
Okkar árlega haustútsala á pottaplöntum er hafin.
Komið í Blómaval og gerið góð kaup.
20-50% afsldttur af
öllum pottaplöntum.
Dæmi uiti verð:
Verð áður Verð nú
Begónía ^25T- 299,-
Pottacrýsi ^207- 249,-
Alpaijóla j6257- 499,-
Hengiaspas -398T- 199,-
Burknar ^25T- 299,-
Drekatré (30 cm) j699T- 449,-
Drekatré (3 sanian í potti) 2<425,- 1.359,-
Jukka (50 cm) j699T- 449,-
Fíkus (50 cm) ^25T- 499,-
Fíkus Hawai IAW,- 699,-
Gúmmítré (60 cm) 599,-
Rrí
Rósir, crýsi,
sóllilja og eldlilja allt í risabúntum
aðeins kr, 895
Hvergi meira úrval!
Þýskir ferðamenn
lentu í hrakningum
FJÓRIR þýskir ferðamenn lentu í hrakningum á Fimmvörðuhálsi
í fyrradag er þeir hugðust ganga frá Skógum að Þórsmörk. Björg-
unarsveitarmenn fundu þá í gærmorgun kalda og hrakta. '
Átta manna hópur þýskra
ferðamanna hugðist ganga yfir
Fimmvörðuháls frá Skógum og
héldu þeir af stað í tveimur hóp-
um, §órir í hvorum. Hópurinn sem
fyrr hélt af stað ákvað að snúa
til baka vegna illskuveðurs og
slæms skyggnis. Þegar ekkert
spurðist til hópsins sem síðar lagði
af stað var ákveðið að hafa sam-
band við skálavörð í Þórsmörk.
Þegar hann hafði grennslast fyrir
um ferðalangana og í ljós kom að
þeir höfðu ekki skilað sér þangað
var gerður út leiðangur um 40
björgunarsveitarmanna. Jafn-
framt var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar í viðbragðsstöðu og var
áætlað að hún héldi í loftið til leit-
ar um svipað leyti og ferðalang-
arnir fundust í tjöldum sínum á
Fimmvörðuhálsi, að sögn lögreglu.