Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
17
Síld og loðna fryst á Eyrarbakka
Mikil frystigeta
_ Selfossi. ^—*
ÍSAFOLD hf. keypti frystihúsið og fiskvinnshiaðstöðuna 16. júní með
vélum og tækjum. „Við höfum mikla frystigetu hérna og ætlum okkur
að fara í síldar- og loðnufrystingu þegar þar að kemur," sagði Sturla
Erlendsson sem er aðaleigandi Isafoldar ásamt bróður sínum Kristni.
Hjá ísafold er nú unnið í hefðbund-
inni fiskvinnslu og unnar afurðir á
Evrópu- og Ameríkumarkað. Fyrir-
tækið er aðili að Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og selur í gegnum
hana. Hjá fyrirtæ.kinu hafa starfað
um 30 starfsmenn og forsvarsmenn
fyrirtækisins telja þörf verða á aukn-
um mannskap þegar líður á veturinn.
Isafold hf starfrækti fiskvinnslu í
Reykjavík áður en það flutti starf-
semina á Eyrarbakka. Fyrirhugað
er að vinna þorskhrogn á vertíðinni
eins og fyrirtækið gerði áður. „Svo
verður framtíðin að sýna sig hvað
hægt er að gera. Þetta á alveg að
geta gert sig hérna ef ekki verða
neinar stórar utanaðkomandi breyt-
ingar,“ sagði Sturla.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Unnið við snyrtingu
UNNIÐ við snyrtingu í vinnslusal Isafoldar hf á Eyrarbakka.
Morgunblaðið/Kristinn
Námskeið í fortölum
ÞRJÁTÍU lögregumenn úr Reykjavík sitja þessa vikuna á námskeiði
hjá tveimur bandarískum alríkislögreglumönnum, kennurum við skóla
alríkislögreglunnar FBI í Quantico í Virginíu og sérfræðingum i “cris-
is negotiations". Það er sú tækni sem beita þarf þegar telja þarf
mönnum hughvarf, semja um lausn gísla eða leysa annan bráðan
aðsteðjandi vanda með samningatækni. Jón Bjartmarz lögreglufulltrúi
gengst fyrir námskeiðinu en hann hefur sjálfur sótt ítarlegra nám í
þessum fræðum í Quantico undir handleiðslu sérfræðinganna tveggja,
sem heita Gary Noesner og James Botting og sjást á innfelldu mynd-
inni en hin er tekin af nemendum á námskeiðinu.
Ástandið í Sómalíu er að batna
Skærur í Mogadishu
Ekkí lengur
hungursneyð
NEYÐARÁSTAND hefur vikið
fyrir uppbyggingarskeiði í Sóm-
alíu, segir Helga Þórólfsdóttir
félagsráðgjafi. Hún er ásamt
öðrum starfsmanni Rauða
krossins nýkomin til íslands eft-
ir sex mánaða dvöl í Sómalíu.
Verkefni tvímenninganna var
að skipuleggja og stjórna dreif-
ingu hjálpargagna, s.s. matvæla
og annarra nauðþurfta, en tveir
íslenskir hjúkrunarfræðingar
hafa að auki unnið við hjálpar-
starf í Sómalíu. Hópurinn er nú
allur kominn heim.
Hungursneyð braust út í Sómal-
íu fyrir um tveimur árum og var
ástandið verst fyrir u.þ.b. einu og
hálfu ári. Með árangursríku hjálp-
arstarfi hefur ástandið hins vegar
farið batnandi og nú er svo komið
að sögn Helgu að hungursneyð
hefur verið útrýmt. „Mér fannst
ástandið batna dag frá degi frá
því ég kom í janúar þangað til ég
fór sex mánuðum seinna. Ég get
nefnt sem dæmi að Alþjóðaráð
Rauða krossins rak svokölluð götu-
eldhús víða í þéttbýliskjörnum þar
sem flóttamenn utan af landi þar
sem átök höfðu blossað upp höfðu
komið sér fyrir. Aðsókn var í upp-
hafi mjög mikil en ég tók eftir því
að þann tíma sem ég var í Sómal-
íu fór hún minnkandi vegna þess
að fólkið var smám saman að flytja
aftur til fyrri heimkynna sinna en
það fékk aðstoð til þess," sagði
Helga og benti á að flutningarnir
gæfu til kynna að hafið væri svo-
kallað uppbyggingarskeið. Þyrfti
þá að leggja mikla áherslu á að
byggja upp heilsugæslu og hjálpa
bændum að hefja ræktun að nýju.
Helga vann á ýmsum stöðum í
Sómalíu, t.d. við losun skipa með
hjálpargögn norður með strönd-
inni, í þorpi sunnan höfuðborgar-
innar Mogadishu og í borginni
sjálfri. Þar segist hún hafa orðið
vör við töluverðar breytingar. „Það
var gaman að sjá hversu mikið líf
var komið í borgina í maí. Umferð
var farin að aukast og þeir voru
t.d. farnir að flytja út banana aft-
ur. Heilmikið var sem sé farið að
Þakklæti
GLEÐIN skín úr andliti þessa
unga Sómala sem hefur fengið
sápustykki að gjöf frá Rauða
krossinum.
gerast en svo veit maður ekki
hvaða áhrif þessi átök í Mogadishu
koma til með að hafa á framvind-
una,“ sagði Helga og vísaði þar
til sífelldra skæra milli stríðsherr-
ans Aideeds og herliðs Sameinuðu
Matargjöf
ÞEGAR götueldhúsunum var lokað gáfu starfsmenn Rauða kross-
ins landflótta Sómölum þurrmat til að taka með sér til fyrri heim-
kynna sinna.
þjóðanna.
Ekki er þó alls staðar sömu sögu
að segja. „Síðustu tvær vikurnar
var ég t.d. í Suður-Sómalíu og þar
voru ættbálkar að semja um frið
og koma einhveiju skikki á hlut-
ina. Þannig er maður bjartsýnn á
að friður fari að skapast,“ segir
Helga.
Eins og áður segir hafa 4 íslend-
ingar verið við störf í Sómalíu en
þeir eru nú allir komnir heima
enda hefur Alþjóðasamband Rauða
krossins að mestu tekið við hjálpar-
starfi af Alþjóðaráði stofnunarinn-
ar og verður aðalmarkmiðið að
styðja Sómali í því uppbyggingar-
starfi sem framundan er. Þannig
eykst hlutverk Rauða hálfmánans
en meðal annarra verkefna sem
nú er verið að vinna að í Sómalíu
er verkefnið „Móðir og barn“ og
er meginmarkmið þess að minnka
barnadauða og vernda drykkjar-
vatn.
Þess má geta að framlög íslend-
inga hafa farið í matarkaup fyrir
götueldhúsin sem Helga minntist
á og komið var fyrir í helstu þétt-
býliskjörnum í landinu.
. ^ Morgunblaðið/Helga Þórólfsdóttir
Hjalpargogn
HJÁLPARGÖGNIN voru flutt til landsins með stórum skipum á vegum Rauða krossins. Þar sem
þau gátu ekki lagst að þurfti að nota pramma til að koma varningnum í Iand. Að ofan er verið að
losa skip Rauða krossins i þorpinu Merca.
London
M
68
kr.'
Það kostar minna
en þig grunar að
hringja til útlanda
PÓSTUR OG SÍMI
* 68 kr.: Verð á 1 mínútu símtali
(sjálfvirkt val) til London
á dagtaxta m.vsk.