Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 FRJALSIÞROTTIR / HM I STUTTGART Sýndi að ég er sá besti -sagði Colin Jackson eftir að hafa sett heimsmet í 110 metra grindahlaupi Reuter Colin Jackson fagnaði ógurlega þegar hann kom fyrstur í mark, og stökk hátt í loft upp. Landi hans Tony Jarett, sem er í miðjunni, varð annar, og Jack Pierce frá Bandaríkjunum, lengst til hægri, varði í þriðja sæti. Mikil BRETINN Colin Jackson setti heimsmet í 110 metra grinda- hlaupi, í úrslitum hlaupsins á heimsmeistaramótinu í Stuttgart í gær. Carl Lewis náði aðeins þriðja sæti í úrslit- um í 200 metra hlaupi, og landi hans Gail Devers tryggði sér önnur gullverðlaun sín þegar hún sigraði í 100 metra grinda- hlaupi. t Colins Jacksons var annað heimsmetið sem féll á mót- inu, en landi hans Sally Gunnell setti met í 400 metra grindahlaupi á fimmtudaginn. Jackson hljóp glæsilega og kom í mark á 12,91 sekúndu, og bætti met Bandaríkja- mannsins Rogers Kingdom um einn hundraðasta úr sekúndu. Með sigrinum og heimsmetinu stakk Jackson upp í alla þá, sem haldið hafa því fram að hann standist ekki þá pressu sem fylgi stórmótum. Hann bætti líka fyrir .^laka frammistöðu á síðustu Ólymp- íuieikum, þegar hann varð í sjö- unda sæti eftir algjörlega mis- heppnað úrslitahlaup. Bretar unnu reyndar tvöfalt í greininni, þar sem Tony Jarrett kom annar í mark á 13 sekúndum sléttum. „Ég kom til að sýna að Cölin Jackson er sá besti í heiminum," sagði Jackson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í toppformi á stórmóti. Ég gerði sem ég gat og úr því varð heimsmet,“ sagði hann. Önnur gullverðlaun Devers Gail Devers sigraði í 100 metra grindahlaupi kvenna eins og flestir bjuggust við. Hún setti bandarískt met í úrslitahlaupinu, kom í mark á 12,46 sekúndum, en hin rússn- eska Marina Azyabina varð önnur á 12,60 sekúndum. Devers sigraði einnig í 100 metra hlaupi og er fyrsta konan til að sigra í þessum tveimur greinum á stórmóti í frjáls- um, síðan hin hollenska Fanny Blankers-Koen sló í gegn á Ólymp- íuleikunum í London 1948. Líkt og Jackson missti Devers af sigri á Ólympíuleikunum sl. sumar, var lengi vel fyrst í 100 metra grinda- hlaupinu, en hljóp á síðustu grind- ina og datt. „Þetta skiptir mig miklu máli, sérstaklega eftir það sem gerðist í fyrra,“ sagði Devers. Carl Lewis þriðji Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis lenti í þriðja sæti í úrslitum í 200 metra hlaupi í gær. Namibíu- maðurínn Frankie Fredericks sigr- aði á 19,85 sekúndum, og varð þar með fyrsti Afríkumaðurinn til að sigra í spretthlaupi á stórmóti. Carl Lewis fer því af þessu stór- móti án gullverðlauna, en það hef- ur aldrei gerst hjá honum áður. O’Brien sigraði í tugþraut Dan O’Brien frá Bandaríkjun- um, heimsmethafi í tugþraut, varð heimsmeistari í gær, en þurfti á allri sinni reynslu og útsjónarsemi að halda til að tryggja sér sigur- inn. Hann hafði aðeins fjögurra stiga foiystu eftir fyrri daginn, og átti í harðri baráttíi við Hvít-Rúss- ann Hamalainen, sem setti per- sónulegt met í fjórum greinum af fimm í gær. O’Brien fékk 8.817 stig, en Hamalainen varð annar með 8.724 stig, 93 stigum á eftir. Mike Powell frá Bandaríkjunum sigraði örugglega í langstökki, stökk 8,59 metra. vonbrigði -sagði PéturGuðmundsson „ÞETTA voru mikil von- brigði. Ég hreinlega missti kúluna íöllum þremur köst- unum. Ég var bjartsýnn fyr- ir keppnina enda kastaði ég 20 metra í upphitun fyr- ir aðalkeppnina," sagði Pétur Guðmundsson, kúlu- varpari, sem varpaði kúl- unni lengst 18,11 metra og hafnaði 28. sæti. Pétur fékk þrjú köst, en vildi ekki segja .blaðamanni Morgunblaðins hve langt hann hefði kastað í hinum tveimur. „Það skiptir ekki máli,“ sagði hann. „Ég var undrandi á Þjóð- vetjunum að nota ekki þýsku kúlumar Berg, sem hafa reynst mér vel og hafa verið notaðar á flestum stórmótum. Hér í Stuttgart voru eingöngu notað- ar stál kúlur sem eru mjög sleipar og það áttu margir í erfíðleikum með þær. Annars ætla ég ekki að kenna kúlunni um þvi það var eingöngu ég sjálfur sem klikkaði — stífnaði upp og missti klúluna hreinlega { útkastinu milli löngutangar og vísifingurs.“ Pétur sagði að sig skorti keppnisreynslu. „Maður verður að keppa á fleiri stórmótum með þessum körlum tii að eiga möguleika. í vor var ég meidd- ur á handarbaki og síðan á bijóstkassa. Áður en ég fór til Stuttgart gekk mér vel á æfing- um og ég gerði mér því vonir um að komast í úrslit,“ sagði Pétur. ÚRSLIT Frjálsar HM í Stuttgart Kúluvarp karla: Undankeppni: Efstu 12 eða þeir sem kasta yfir 20 metra komast í úrslit: l.riðill: metrar 1. Randy Bames (Bandar.)...........20,21 2. Yevgeny Palchikov (Rússl.)......19,91 3. Sven Buder (Þýskl.)..............19,88 4. Kevin Toth (Bandar.).............19,63 5. Kent Larsson (Svíþjóð)...........19,56 6. Gert Weil (Chile)...............19,52 7. Aleksandr Klimenko (Úkraínu).....19,37 8. Markus Koistinen (Finnlandi).....19,29 9. Courtney írlandi (N-Sjálandi)....19,08 10. Gheorghe Guset (Rúmeníu).......18,95 11. Sergei Rubtsov (Kasakhstan)....18,84 12. Jeno Koczian (Ungv.)...........18,45 13. Chima Ugwu (Nígeríu)...........18,19 14. Klaus Bodenmuller (Austurr.)...18,07 15. Paul Quirke (írlandi)..........17,05 16. Jaime Comandari (E1 Salvador)....14,97 2. riðill: 1. Werner Guenthoer (Sviss)........20,56 2. Mike Stulce (Bandar.)...........20,53 3. Aleksandr Bagach (Úkraínu).......19,89 4. Dragan Peric (Júgósl.)...........19,77 5. Jonny Reinhard (Þýskl.)..........19,76 6. Manuel Martinez (Spáni)...........19,53 7. Antero Paijakka (Finnlandi).....19,31 8. Aleksandr Klimov (H-Rússl.)......19,07 9. Paul Edwards (Bretl.)............19,00 10. Paolo Dal Soglio (Ítalíu)......18,68 11. Andrei Nemchaninov (Úkrainu)... 18,28 12. Sergei Kot (Úsbekistan)........18,22 13. MikaHalvari (Finnlandi)........18,19 14. Merab Kurashvili (Gergíu).....18,18 15. Pétur Guðmundsson..............18,11 16. D. Makhashiri (Mongólíu).......14,87 Tugþraut - lokastaða: stig 1. Dan O’Brien (Bandar.)...........8.817 2. Eduard Hamalainen (H-Rússl.)....8.724 3. Paul Meier (Þýskl.)..............8.548 4. Christian Schenk (Þýskl.)........8.500 5. Alain Blondel (Frakkl.).........8.444 6. Christian Plaziat (Frakkl.)......8.398 7. Steve Fritz (Bandar.)............8.324 8. Rob Muzzio (Bandar.).............8.237 9. Michael Kohnle (Þýskl.)..........8.075 10. Tomas Dvorak (Tékk.lýðv.)......8.032 11. Petri Keskitalo (Finnlandi)....8.000 12. Indrek Kaseorg (Eistl.)........7.911 13. Henrik Dagard (Svíþjóð)........7.838 14. Sebastien Levicq (Frakkl.).....7.783 15. Ramil Ganiyev (Úsbekistan).....7.734 16. Ronald Blums (Lettlandi).......7.734 17. Sandor Munkacsi (Ungv.)........7.726 18. Javier Bmnet (Spáni)...........7.547 19. Alex Kruger (Bretl.)...........7.481 Luku ekki keppni: Robert Zmelik (Tékk.lýðv.).........3.279 Dezso Szabo (Ungv.)................3.098 Michael Smith (Kanada)................863 Langstökk karla: metrar 1. Mike Powell (Bandar.)............8,59 2. Stanislav Tarasenko (Rússl.).....8,16 3. Vitali Kirilenko (Úkraínu)........8,15 4. Erick Walder (Bandar.)............8,05 5. Ivaylo Mladenov (Búlgaríu).......8,00 6. Nikolay Antonov (Búlgaríu)........7,97 7. Aleksandr Glovatskiy (H-Rússl.)..7,95 8. Francois Fouche (S-Afríku).......7,93 9. Andre Muller (Þýskl.).............7,83 10. Spyros Vasdekis (Greece)........7,80 11. Milan Gombala (Tékk.lýðv.)......7,69 100 metra grindahlaup kvenna: sek. 1. Gail Devers (Bandar.)...........12,46 2. Marina Azyabina (Rússl.)........12,60 3. Lynda Tolbert (Bandar.).........12,67 4. AliuskaLopez (Kúbu)..............12,73 5. Eva Sokolova (Rússl.)............12,78 6. Dawn Bowles (Bandar.)............12,90 7. Michelle Freeman (Jamaíku).......12,90 8. Cecile Cinelu (Frakkl.)..........12,95 110 metra grindahlaup karla: 1. Colin Jackson (Bretl.)..........12,91 2. Tony Jarrett (Bretl.)...........13,00 3. Jack Pierce (Bandar.)...........13,06 4. Emilio Valle (Kúbu)..............13,20 5. Florian Schwarthoff (Þýskl.).....13,27 6. Igor Kazanov (Lettlandi).........13,38 7. Dietmar Koszewski (Þýskl.)......13,60 8. Tony Dees (Bandar.).............14,13 200 metra hlaup karla: 1. Frankie Fredericks (Namibia)....19,85 2. John Regis (Bretl.)..............19,94 3. Carl Lewis (Bandar.)............19,99 4. Mike Marsh (Bandar.)............20,18 5. Dean Capobianco (Ástraliu)......20,18 6. Jean-CharlesTrouabal (Frakkl.)....20,20 7. Emmanuel Tuffour (Ghana)........20,49 8. Damien Marsh (Ástralíu).........20,56 ISLANDSMOTIÐ 2. D E I L D • • KOPAVOGSVOLLUR - AÐALLEIKVANGUR Breiðablik - BÍ í dag kl. 14.00 Kópavogsbúar! Styðjum Breiðablik í baráttunni um 1. deildar sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.