Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
92 hefja nám í Menntaskólanum að Laugarvatni
Fleiri sóttu um skóla-
vist en nokkru sinni fyrr
Rúmlega helmingur nemenda skólans er frá Suðurlandi
ALDREI hafa fleiri sótt um nám við Menntaskólann að Laugar-
vatni en nú í haust, að sögn Kristins Kristmundssonar, skóla-
meistara. Hann segir að nú verði teknir inn um 92 nemendur í
1. bekk skólans, en áður hefur mest verið tekið við um 76
nemendum í sama bekk. Alls bárust á milli 115 og 120 umsókn-
ir um skólavist.
Kristinn segir að margir sækist
eftir námi í skólanum vegna þess
að hann bjóði upp á heimavist, en
frá því að menntaskólinn tók við
Héraðsskólanum hafi rými á
heimavist aukist. Auk þess sé góð
aðstaða til íþrótta í skólanum. Þá
hafi verið boðið upp á hússtjórnar-
fræði', fatasaum og íþróttir sem
valfög og hafi það reynst nokkuð
vel. „Nemendur skólans síðastlið-
inn vetur voru gerðir út af örkinni
og fóru í heimsóknir í nokkra skóla
sunnanlands og einnig á höfuð-
borgarsvæðinu í þeim tilgangi að
kynna skólann. Það kann að skýra
þessa miklu aðsókn að einhveiju
íeyti,“ segir Kristinn.
Rúmlega helmingur nemenda
af Suðurlandi
Kristinn segir að rúmlega helm-
ingur nemenda skólans séu af
Suðurlandi og um 20% sé frá
Reykjavík og Reykjanesi. Þá sé
þó nokkuð af nemendum af Vest-
urlandi. „Við höfum haft þá reglu
hér alla tíð að þeir, sem ekki geti
sótt sambærilegan skóla frá heim-
ilum sínúm, hafi forgang um
skólavist hér. Þeim nemendum
hefur hins vegnar fækkað, m.a.
þar sem ijölbrautaskólar eru nú í
öllum landshlutum,“ segir Krist-
inn.
Hann segir að mjög algengt sé
að nemendur úr menntaskólanum
sæki um nám í íþróttakennara-
skóla íslands að Laugarvatni eftir
stúdentspróf. Það sé oft ástæða
fyrir því að þeir vilji stunda nám
við menntaskólann.
-| go
/ DAG kl. 12.00 °
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma htti voöur Akureyri 7 akýjaft Reykjavik 8 skýjaS
Bergen 14 skýjaö
Helsinki 15 akúr
Kaupmannahöfn 18 rigning
Narssarssuaq 9 alskýjaft
Nuuk 6 alskýjað
Ósló 18 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjaft
Þórshöfn 10 rigning
Algarve 23 skýjað
Amsterdam 19 súld á síft. klst.
Barcelona 29 léttakýjað
Berlín 22 skýjað
Chicago 20 léttskýjað
Feneyjar 29 heiðskírt
Frankfurt 26 hálfskýjaft
Glasgow 14 skúrésift. klst.
Hamborg 20 skýjað
London 21 skýjaft
LosAngeles 18 1 1
Lúxemborg 24 léttskýjað
Madrid 37 skýjaft
Malaga 31 léttskýjað
Maflorca 31 hálfskýjað
Montreal 20 alskýjaft
NewYork vantar
Orlando 26 þokumófta
Paría 28 léttskýjað
Madelra 24 hálfskýjaft
Róm 29 léttskýjaft
Vín 25 Iétt8kýjaft
Washington 23 léttskýjað
Winnipeg 11 léttekýjað
Verðlaun úr hendi drottningar
Ingiríður Danadrottning afhendir Armanni Snævarr verðlaun
norrænu lögfræðisamtakanna.
Armann Snævarr
hlýtur norræn lög-
vísindaverðlaun
^ Kaupmannahöfn. Frá Sigrunu Davíðsdóttur, frettaritara Morgfunblaðsins.
ÁRMANN Snævarr, fyrrverandi hæstaréttardómari, hlaut sl.
þriðjudag verðlaun norrænu lögfræðingasamtakanna. Ingi-
ríður Danadrottning afhenti verðlaunin við setningu 33. þings
norrænna lögfræðinga í Bella Center.
Verðlaunin eru afhent þriðja
hvert ár, samhliða þingi samtak-
anna. Þau voru fyrst afhent 1981
og eru veitt norrænum lögvísinda-
manni, sem þykir hafa skarað fram
úr á því sviði. Það er lögfræðistofn-
unin við Stokkhólmsháskóla sem
tilnefnir verðlaunahafann. Ármann
Snævar hlýtur verðlaunin fyrir
framlag sitt til norrænnar réttar-
þróunar. Verðlaunin nema 100
þúsund sænskum krónum.
Armann Snævarr var um árabil
prófessor við Háskóla íslands og
einnig rektor hans, áður en hann
tók við starfí hæstaréttardómara.
Ármann stundaði nám við Háskóla
Islands og framhaldsnám í Osló,
Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og
víðar. Hann er heiðursdoktor frá
Háskóla íslands og fleiri háskólum.
Norræna þingið er haldið í Bella
Center í Kaupmannahöfn að þessu
sinni. Margir Islendingar sitja þingið.
Alþjóðleg ráðstefna haldin um þorsk
Helstu þorsksér-
fræðingar hittast
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um þorskinn og áhrif umhverfsins á viðgang
og vöxt hans hefst í Reykjavík á mánudag og stendur út vikuna. Flutt
verða tæplega 60 erindi af helztu vísindamönnum á sviði fiskifræði
og umhverfisrannsókna á norðurhvelinu, en auk þess verða sérstakar
veggspjaldakynningar, um 45 alls. Þá flytur norski fiskifræðingurinn
Odd Nakken opið erindi um Barentshafið mánudaginn 30. ágúst. Ráð-
stefnustjóri er Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, en
Alþjóða hafrannsóknaráðið heldur
Jakob Jakobsson segir, að
þarna komi saman allir helztu
þorsksérfræðingar við norðanvert
Atlantshafið, þar á meðal margir
fremstu vísindamanna veraldar á
sviði fiskifræði. Þeir koma meðal
annars frá Kanada, Norðurlönd-
unum, Rússlandi, Bretlandi og
Hollandi svo dæmi séu nefnd.
Þarna verði dregin saman nánast
öll fyrirliggjandi þekking um
þorsk og áhrif umhverfisins á við-
gang hans. Farið verði yfir sögu
þorskveiða fyrri alda og jafnvel
fengnir til þess fornleifafræðing-
ar, sem grafið hafa upp þorskbein
úr margra alda gömum minjum.
Þessar upplýsingar verði svo
tengdar nútímanum og vonandi
komist menn að einhverri ákveð-
inni niðurstöðu, en reynt verði að
draga saman í lokin og setja í
samhengi það helzta sem fram
komi.
Skráning á ráðstefnuna hefst
klukkan 8.00 á mánudagsmorgun,
en ráðstefnan sjálf hefst klukkan
9.00 með ávörpum forseta ís-
lands, Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins, D. de G. Griffith, og ráð-
stefnustjóra Jakobs Jakobssonar.
Ráðstefnan er haldin í Háskólabíói
og lýkur henni á föstudag. Fyrir-
hugað er að gefa fyrirlestrana út
ráðstefnuna.
á bók, sem væntanlega verður
gefin út um eða eftir næstu ára-
mót.
-------» ♦ ♦
Þrír aðal-
fundir bænda
AÐALFUNDIR kúabænda og
sauðfjárbænda verða haldnir
næstkomandi mánudag og þriðju-
dag. Aðalfundur Stéttarsambands
bænda verður síðan haldin 26. til
28. ágúst.
Aðalfundur Landssambands kúa-
bænda hefst á Hótel Blönduósi
klukkan 10.30 mánudaginn 23. ág-
úst með ávarpi Guðmundar Lárus-
sonar formanns sambandsins. Fram
að hádegi verða síðan flutt erindi um
framleiðslu- og markaðsstöðu mjólk-
urafurða og nautgripakjöts. Fundur-
inn stendur á mánudag og þriðjudag.
Landssamtök sauðfjárbænda
halda aðalfund sinn á Hvanneyri á
mánudag og þriðjudag og hefst fund-
urinn klukkan 13. Síðar um daginn
verða flutt erindi um markaðs- og
framleiðslumál lambakjöts og
skinnaiðnaðarins.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda verður haldinn í Bændaskól-
anum á Hvanneyri 26. til 28. ágúst.
Hefst fundurinn klukkan 13.30 á
hefðbundnum aðalfundarstörfum.